Dagur - 11.10.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 11.10.1934, Blaðsíða 3
117. tbl. DAGUR 319 Alúðarþökk fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar. Bjarni G. Árnason. Landbúnaðamefnd: Páll Her- mannsson, Jónas Jónsson, Jón Baldvinsson, Pétur Magnússon, Þorsteinn Briem. Þegar kjósa átti landbúnaðai*- nefnd, kvaddi Pétur Magnússon sér hljóðs og bar fram þá ósk í nafni íhaldsins, að bætt yrði í nefndina tveimur mönnum, svo að 5 sætu i henni. K'vað hann sinn flokk þó ekki ætla að fjölga mönnum í nefndinni, heldur kjósa Þorstein Briem í annað nýja sætið. Var oröið við þess- ari bón, með því það raskaði ekki réttum hlutföllum milli flokka í nefndinni. Gaf svo íhaldið einka- fyrirtækinu annað sæti sitt í nefndinni. Er þetta talin fyrsta »kontant«-greiðslan frá íhaldinu til »fyrirtækisins« fyrir þægileg'- heit þess íhaldinu til handa. Spánverjar hafa mjög tak- rnarkað innflutning á fiski til lands síns. Af því leiddi knýjandi nauðsyn fyrir fiskútflytjendur hér á landi til skipulagningar á útflutningi þeirrar vöru. í stjórn- artíð Magnúsar Guðmundssonar og meðan að hann hafði þetta mál með höndum sem ráðherra, var trassað að koma því í fast form með lögum. Verðjöfnunar- sjóður var nauðsynlegur, til þess að hlutur þeirra, sem sátu á hak- anum með útflutning, yrði ekki um of fyrir borð borinn. En fyr- irkomulagið var mjög í lausu lofti, gjaldsins í sjóðinn t. d. krafizt í hvert sinn, er leyfi var veitt til útflutnings. Gekk svo, þar til eftir síðustu stjórnar- skifti; þá var sett bráðabirgða- lagaviðbót til þess að koma föstu skipulagi á þetta mál, sem íhalds- menn höfðu að nokkru undirbúið og byggt upp áður, en vantaði dug til að koma til fullra fram- kvæmda með löggjöf. Ekki var nýja ríkisstjórnin fyrr búin að hrinda þessu í fram- kvæmd, en íhaldsblöðin réðust að henni með brigzlyrðum út af þessu tiltæki. »íslendingur« taldi það vondan »skell« og »glapræði« gegn sjávarútveginum, en gætti þess ekki í framhleypni sinni, að hér var aðeins um eðlilegt fram- hald þess að ræða, sem íhalds- menn sjálfir sáu sig knúða til að leggja grundvöll að. í samræmi hér við berast þær fréttir af Alþingi því, er nú sit- ur, að allir flokkar þar — íhalds- flokkurinn ekki síður en hinir — séu ákveðnir í því að leggja blessun sína yfir fyrrgreindar ► # • #-• • # — Kosning fastanefnda í sameinuðu þingi. Áður hefir verið frá því skýrt hér í blaðinu, hverjir kosnir voru í fjárveitinganefnd í sameinuðu þingi. Þegar kjósa skyldi utanríkis- málanefnd í sameinuðu þingi, bárust forseta listar með nöfnum 9 þingmanna, þar af einn Iisti frá »Bændafl.« með nafni Magn. Torfasonar og annar frá Ásgeiri Ásgeirssyni, með nafni hans sjálfs. Listum þessum fylgdu til- mæli um að fjölga mönnum í nefndinni úr 7 í 9. Gerði forseti fyrirspurn um þetta til' formanna flokkanna og varð það úr, að þessi málaleitun var samþykkt. Utanríkismálanefnd er þá þannig skipuð: Jónas Jónsson, Héðinn Valdimarsson, Bjarni Ásgeirsson, Stefán Jóh. Stefánsson, ólafur Thors, Pétur Magnússon, Magnús Jónsson, Magnús Torfason, Ás- geir Ásgeirsson. aðgerðir ríkisstjórnarinnar um fullkomnara og fastara skipulag á sölu saltfiskjar, en áður var. Ætla því íhaldsmenn á þingi að veita flokksbroður sínum hér á Akureyri verðskuldaða ráðningu fyrir framhleypni sína og frum- hlaup í þessu máli. Verklegt nám fyrir unglingsstúlkur á Akureyri. Það er nú orðið hægt um vik fyrir unglingsstúlkur hér á Ak- ureyri að afla sér bóklegrar fræðslu, þar sem hér eru 3 skól- ar, sem veita bóklega framhalds- fræðslu: Menntaskólinn, Gagn- fræðaskólinn og Iðnskólinn (veit- ir tímakennslu þeim, sem þess óska), en þessir skólar veita ekk- ert verklegt nám og enginn skóli er í bænum, sem það veitir. — Það er illt til þess að vita, að unglingsstúlkur skuli ekki eiga kost á verklegu námi samfara hollum, uppeldislegum áhrifum einmitt árin eftir ferminguna. Það mun láta nærri að 35 stúlku- börn fermist hér í bænum árlega, eða að í bænum séu um 100 ung- ling'sstúlkur á aldrinum 14—17 ára. Þessar 100 stúlkur eiga ekki kost á öðru verklegu námi en því sem heimilin veita. Þau ex*u rnörg vel fær um að veita það og gera það líka, sem betur fer, og holl- ust eru þau áhrif, sem unglingur- inn fær á góðu heimili, en mörg eru heimilin, því miður, sem hvorki geta né vilja veita þessa •-• •••••• • • # •-•-• •-•-•! » f > liflaður og kona. Leikfélag Akureyrar efnir til leiksýninga. Skáldsagan Maður og kona eft- ir Jón Thoi*oddsen sýslumann er alkunn um land allt og hefir hlot- ið almennar vinsældir. Er það þó ekki því að þakka, að sagan sé neitt verulega listræn, að því leyti stendur hún langt að baki beztu skáldsögum eftir íslenzka höfunda, er síðar hafa komið út. En Jón Thoroddsen leiðir fram á sjónarsviðið í sögum sínum ein- kennilegar persónur, ljóslifandi menn, sem grópazt hafa inn í meðvitund þjóðarinnar svo fast, að mönnum virðist sem hér sé urn að i*æða sannsögulegar per- sónur, sem lifað hafi í vei’öld virkileikans en ekki skáldskapai*- ins. Að miklu leyti mun þetta rétt vei*a. Fullyrt er, að Jón Thoroddsen hafi mjög notað fyr- irmyndir, sem hann þekkti úr daglega lífinu, við skáldsagna- gerð sína. Það, sem aflað hefir sögum hans mikilla vinsælda, er þá eftirhermulistin. í þeirri list var hann snillingur. Á meðan sú list er nokkurs metin, gleyma ís- lendingar ekki mannrefinum síra Sigvalda, eða biblíutilvitnaranum Grími meðhjálpara, eða slúður- beranum Gróu á Leiti, eða maurapúkanum Bárði á Búrfelli o. s. frv. Þetta eru allt kunningj- ar okkar, sem við þekkjum vel af afspurn, þó við höfum aldrei séð þá eða heyrt þá tala, nema í sögum Jóns Thoroddsen. En nú gefst mpnnum færi á að sjá ýmsa af þessum mönnum og heyra til þeirra. Það eigum við Emil Thoroddsen að þakka. fræðslu svo í lagi sé.. En allir verða að viðurkenna að það er mikils vert fyrir unglingsstúlk- una að fá leiðbeiningu um með- ferð matarefna og fataefna. Flestar stúlkur fara með þessi efni fyrir sig eða aðra, meira eða minna á lífsleiðinni, og mikl- ir peningar fara gegnum hendur kvenna fyrir þessi efni. Svo mik- ils virði er að kunna að hagnýta þau sem bezt, að heita má að þjóðarauður vor velti á því, hvernig það tekst. Það er að öllu leyti gott og gagnlegt að handavinna og mat- reiðsla er kennd í barnaskólan- um, en sú kennsla getur aldrei orðið og er ekki ætlað að verða annað en undirstaða, einfaldasta undirstaða, sem framhaldsnám á að byggjast á. Þegar þess er gætt hve mikils virði þetta nám er fyrir líf einstaklingsins, vegna hollustu og hagfræði, er það næsta furðulegt, hve lítið menn hafa sinnt því og lítið á sig lagt til að koma því í betra horf. All- ar menningarþjóðir leggja nú hið mesta kapp á það, að veita ung- lingunum holla verklega fræðslu, sem gerir þá hæfa í lífsbarátt- unni, hvem á sínu sviði. Aðal- starfssvið konunnar er heimilið, og því er lagt allt kapp á að gera Skipulagning d fisksölu. Allir flokkar í þinginu standa að liciini. Kennslu í píano og orgelspili veiti ég í vetur í Oddeyrargötu 34. imi Gunnar Sigurgeirsson. Hann hefir tekið sér fyrir hend- ur að breyta sögu afa síns, Manni og konu, í leikrit. Leikfélag Reykjavíkur tók leik þenna til meðferðar í fyrravetur, og fékk hann meiri aðsókn en nokkur annar leikur, sem þar hefir verið sýndur; var sýndur 36 sinnum og fólk þó ekki orðið fullsatt á honum, því hann hefir enn verið sýndur nokkrum sinn- um í haust. Nú hefir Leikfélag Akureyrar einnig hafizt handa og efnir til sýninga á leik þessum. Er nú verið að æfa hann af kappi og hefir Ágúst Kvaran tekið að sér • leiðbeiningastarfið, og er það sú bezta trygging, sem hér er hægt að fá fyrir því, að leiksýningar takist vel. En Ágúst Kvaran ger- ir meira en að leiðbeina, hann hefir og tekið að sér að fara með stærsta hlutverkið, hlutverk síra Sigvalda. Er þetta ekkert meðal- mannsverk. Vigfús Jónsson málarameistari hefir tekið að sér að búa til tjöld- in í leiknum. Leikfélag Reykja- víkur lánar búninga o. fl. Að öllu forfallalausu verður byrjað að sýna leikinn um næstu mánaða- mót. hana sem færasta um að starfa þar vel og hyggilega. Nágrannaþjóðir okkar hafa komið upp verklegum skólum fyr- ir nýfermdar stúlkur (Fortsæt- telsesskoler), 3—4 stunda kennsla á dag í saumum eða mat- reiðslu, en 5—6 stunda kennslu fyrir stúlkur 16—18 ára (Kom- munale husmorskoler). Allir bœ- ir á stærð við Akureyri og það- an af stærri, eiga báðar þessar tegundir skóla og þykjast ekki geta án þeirra verið. — Merkur skólamaður, norskur, lét svo um mælt fyrir nokkru í uppeldis- málariti, að verklegu framhalds- skólana mætti þjóðin sízt af öllu missa, og hann sagðist vilja óska þess, að hver einasta sveit og smábær á landinu ætti sér verk- legan skóla. Ég heimsótti í sumar einn af þessum skólum í Björgvin. Það var heimangönguskóli fyrir 40 ungar stúlkur á aldrinum 16— 18 ára. — Til þess að hafa tæki- færi til að kynnast skólanum sem bezt, fékk ég keyptan þar kost þá 10 daga, sem ég var í Björg- vin. Ég hafði heimsótt þennan sama skóla 1914, hann var þá ný- stofnaður, forstöðukona var hin sama og sumir af kennurunum. Skólinn nýtur hinna mestu vin-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.