Dagur - 11.10.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 11.10.1934, Blaðsíða 4
320 DAGUR 117. tbl. polyföto eðiileg'u aiiyiaíl- irnar. Polyfofu myndastofa er nú opnuð í Strandgötu 1 (viðbótar- byggingunni). Polyfoto tekur 48 myndir á sama blað, verð kr. 4,50, eða 24 myndir, verð kr. 3,00. Polyfoto myndir er síðan h*gt að fá stækkaðar í ýmsar stærðir, alltað >/4 örk (24X30 cm.). Polyfoto myndir þykja eðlilegar, skemmtilegar og faliegar, en þó ódýrar. Polyfoto myndastofan verður opin virka daga kl. 1 til 7 e.h. og helgidaga kl. 1 til 4 e.h. Polyfoto Aktireyri. jón Sigurðsson VigfúsL. Friðriksson sælda, og fá færri en vilja að komast að, enda er kennslugjald- ið sérstaklega lágt, 35 kr. fyrir 5 mánaða nám. Þetta gjald greið- ist fyrirfram. Það eru haldin 2 fimm mánaða námsskeið á ári. Ríki og bær halda skólanum uppi, ríkið greiðir þrjá fjórðu af laun- um kennaranna. — Björgvin ef ríkur bær, sumir taka hærra kennslugjald af nemendum sín- um, en þó allir mjög lágt. — Stiilkurnar koma kl. 8V2 á morgnana og vinna til 2—3 á daginn, £á 2 máltíðir á dag: Morgunmat og miðdegismat. —* í húsinu eru 4 stærri og minni eldhús. Stúlkurnar læra, auk matreiðslunnar, ræstingu, þvott og línsléttun, ennfremur er kennd nokkur handavinna, 6—8 stund- ir á viku. (Bærinn heldur uppi öðrum tilsvarandi skóla annars- staðar í bænum, þar sem kennd er handavinna eingöngu, líkist hann að öllu leyti sumarnáms- skeiðunum, sem um 12 ára bil voru starfrækt hér á Akureyri með góðum árangri). Væri ekki hugsanlegt að Akur- eyrarbær gæti, án þess að leggja á sig stóraukin gjöld á þessum þrengingartímum, komið upp hjá sér kennslu í matreiðslu og öðr- um heimilisverkum fyrir ungar stúlkur á árunum 14—18 ára? Ef byrjað er smátt og hyggi- lega er á stað farið, hlýtur þetta að vera hægt. Aðalatriðið er að geta bent á hentugt húsnæði og vel mennta kennara. Margir hinir merkustu og beztu skólar í nágrannalöndum yorum hafa byrjað starf sitt í Orgel. Nokkur orgel til sölu með góðu tæki- færisverði. Hlfóðfæravei’zluii G. Sigurgeicssonar. Verkfæri. Mjög mikið úrval af smíðaverkfærum ný- komið, svo sem: Sagir allskonar, Hamrar, Naglbítar, Heflar stuttir og langir, Hefiltennur, Sporjárn, Skrúfjárn, Skrúfþvingar, Skrúfstykki, Skaraxir, Handaxir, Sleggjur, Hallamál, Vinklar, Sirklar, Rissmát, Svæshnífar, Smergelskífur, Tengur, Þjalir og ótal margt fleira. Ennfremur múraraverkfæri miklar birgðir Kaupfélag Eyfirðinga. I I Saumavélarnar H USQV A RKA og JUKO eru áreiðanlega beztar. Samband ísl. samvinnufólaga. ........... ........ P ÍT U II n íslenzkar. Nýjar og 0 UL 1% U II. notaðar> í góðu bandi, EBBnnsBsniB seldai' fyiii' hálfvirði og minna! á milli klukkan 6 og 8 á kvöldin, í Lundarg. 7, uppi að norðan. VETRARMAÐVR þrifinn og handlaginn óskast á fámennt heimili nál. Akureyri. Nánari upplýsingar hjá Árna Jóhannssyni, K: E. A. litlum og ódýrum húsakynnum cg smáþroskast og þokast upp til hinsmesta álits og frama. Þannig ættum við eirinig að geta byrjað. Hér er á ágætum stað í bæn- um húsnæði, sem gæti orðið mjög vel viðunandi til framhaldsskóla fyrst um sinn, með þeirri við- gerð, sem kennslan útheimtir. — það er neðri hæðin i samkomu- húsi Kristniboðsfélags kvenna við Gránufélagsgötu. Þar er rúm fyrir 2 stór og góð eldhús og búr ásamt anddyrum. Þetta húsnæði mætti fá með mjög góðum kjör- um. — Eflaust mætti benda á fleiri góða og ódýra staði til þessa skólahalds hér í bæ, én ég hefi ekki komið auga á neinn, sem er á jafn hentugum stað og sem er jafn ódýr. Þá er að fá góðan kennara. — Hér í bæ eru konur, sem hafa tekið kennarapróf í matreiðslu í kennaraskólum Norðurlanda og ættu þær að vera færar um að kenna á heimangönguskóla eins og hér er átt við, ef þær treyst- ust til þess, tímans vegna, þar sem þær hafa líka margra ára reynslu sem húsmæður á að bygg'ja. Þessar koriur eru: Guð- rún ólafsdóttir frá Reykjafirði og Guðrún Jóhannesdóttir frá Auðunnarstöðum. Það er vaknaður talsverður á- hugi í sýslunni og í bænum líka fyrir verklegri fræðslu ungra stúlkna einmitt á þessu sumri. óskandi væri að hlutaðeigendur fylgdu málinu fast fram, en þó með gætni og sparsemi. Þessir tímar útheimta það. Halldóra Bjamadóttir. Polyfotovél hafa þeir fengið »Jón & Vigfús« myndasmiðir, sbr. auglýsingu þeirra hér í blaðinu. Er það önnur vél- in er kemur hingað til lands, hina fékk Kaldal í Rvík. Einkaleyfið er danskt og er takmarkaður vélafjöldi seldur í hvert land og hverja borg. Hér nær einkaleyfið til Akureyrar, Siglufjarðar og umhverfis. Vélar þessar eru með sérstakri gerð og geta tekið 48 myndir í runu á svipstundu. Eru þær taldar sérstaklega hentugar til barnamynd- unar. Snmband karlakóra í Norölendinga- fjórðangi var stofnað hér á Akureyri á mánadagskvöld. I sambandinu eru þessi söngfélög: »Geysir«, Akureyri, »Þrymur«, Húsavík; »Karlakór Mý- vetninga«, Mývatnssveit og »Karlakór Reykdæla«, Reykjadal. Hlýtur sam* bandið nafnið »Söngfélagið Hekla«, og var í sambandj við stofnunina samin skipulagsskrá til sjóðstofnunar fyrir minningarsjóð Magnúsar heitins Ein- arssonar söngstjóra. í stjórn félagsins voru kosnir: Síra Friðrik Rafnar formaður, en með- stjórnendur þeir síra Friðrik A. Frið- riksson, Húsavík; Páll H. Jónsson, söngkennari, Laugaskóla; Jónas Helga- son, óðalsbóndi og söngstjóri að Grænavatni og Gísli R. Magnússon, Akureyri. Leiörétting. í síðasta tölubl. »Dags« var leið prentvilla í greininni »Þess ber að geta sem gert er«. Hafði prent- azt í 5. línu greinarinnar að ofan »úr bæjarsjóðk en átti auðvitað að vera »úr ríkissjóði«, eins og síðari hluti greinarinnar ber með sér. Fréttaritstjóri Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.