Dagur - 25.10.1934, Page 2

Dagur - 25.10.1934, Page 2
336 DAGUR 123 tbl. • •-*- Fjármálastef na stj órnarinnar. í síðustu blöðum hefir verið birt fjáriagaræða Eysteins Jóns- sonar fjármálaráðherra, þar sem hann gerir grein fyrir fjárlaga- fi'umvarpi stjórnarinnar fyrir áx'- ið 1935, um leið og hann skýrði fj ái’hagsafkomu kreppuáranna. í þessari löngu og ýtarlegu ræðu er stefna ríkisstjórnarinnar í fjármálum tekin fram skýrt og greinilega. Aðaldrættirnir í fjár- málastefnu stjórnarinnar eru sem hér segir: 1. Lækkun tolla á nauðsynja- og framleiðshivöru■ Allir skilja, að lækkun þessara tolla miðar til hagsældar fyrir al- menning og er atvinnuvegunum góður stuðningur. Þess vegna hljóta allir þeir, sem bera hag al- þýðunnar fyrir brjósti og láta sér ant um atvinnuvegina, að að- hyllast þennan þátt fjármála- stefnunnar. 2. Hælclmn skatts af hátekjum og stóreignum og hækkun tolla á munaðarv örum. Erfitt er að halda því fram, að þeir, sem hafa háar tekjur og ráða yfir miklum eignum, eigi ekki að bera þyngstu byrðarnar í ríkisbúskapnum og greiða drýgst- an skerf í ríkissjóðinn. Það ætti að virðast nokkuð sjálfgefð, að þyngstu byrðarnar séu lagðar á breiðustu og sterkustu bökin. All- ir réttsýnir menn geta ekki ann- að en fallizt á, að þetta sé rétt stefna. Hitt þarf engum að koma á óvai't, þó að eigingirni hátekju- og stóreignamanna sjálfra vilji grípa þanxa í taumana og stýra í aðra átt. Það má segja að slíkt sé mannlegt, en ekkexf vit er í að sníða skattalöggjöf eftir geðþótta fái’ra einstaklinga, þegar hags- munir þeirra rekast á hagsmuni heildarinnar. Hækkaður tollur á munaðar- vörum hefir og fyllsta rétt á sér. 3- Niðurfelling dýrtíðaruppbót- ar á háum Imnum. Á þessum erfiðu tímum, þegar allur fjöldi manna vei’ður að láta sér nægja mjög takmai’kaðar tekjur til framfæris sér og sín- um, nær það ekki nokkurri átt að greiða dýrtíðaruppbót á hin hærri laun. Við það skapast of mikið misi’æmi í kjörum manna. Sú stefna að fella niður uppbót á háum launum er því með öllu rétt. 4. Aukin framlög til atvinnu- veganna og verklegra fram- kvæmda. öllum kemur saman um að mesta mein nútíðarinnar sé at- vinnuleysið í þéttbýlinu við sjó- inn. Um hitt eru skiptar skoðan- ir, hvaða aðferðum eigi að beita til þess að lækna þessa meinsemd. Kommúnistar heimta sem hæst daglaun og atvinnuleysisstyrki. En hvað sem um það er, orkar það ekki tvímælis, að aukin framlög frá ríkisins hálfu til at- vinnuveganna og verklegra fram- kvæmða draga úr atvinnuleysis- bölinu og bæta afkomu verkalýðs- ins eða hinna vinnandi stétta. Hver framsækinn maður og allir þeir, sem láta sig hag fjöldans nokkru skipta, munu því fagna þessai’i stefnu stjómarinnar- 5. Greiðsluhallalaus fjártög. Allir flokkar í þinginu segjast vilja greiðsluhallalaus fjárlög. En það er ekki nóg að segjast vilja þetta; það verður að sýna þann vilja í verki. Eftir að Eysteinn Jónsson hafði lokið fjárlagax’æðu sinni, talaði Magnús Jónsson fyr- ir hönd flokks síns og taldi það mestu ósvinnu að hækka tekju- og eignaskattinn til þess að koma Það er orðið harla ólíkt urn veg og virðing tveggja stjói’nmála- foi'ingja hér á landi. Er þar átt við þá Jónas Jónsson, foi’ingja Framsóknai’flokksins, og Jón Þorláksson, fyrrv. foringja í- haldsflokksins. íhaldsblöðin hafa lengi lagt það í vana sinn að færa lesendum sín- um þær fregnir, að Jónasi Jóns- syni væri með öllu útskúfað úr flokki sínum, hann væri gjör- samlega rúinn öllu fylgi meðal flokksmanna sinna, og væri því orðinn algerlega áhrifalaus í stjórmálalífinu. Nú hafa staðreyndii’nar af- sannað þetta ósannindafleipur í- haldsmanna og kornið þeim sjálf- um heldur óþægilega í koll. Jónas Jónsson var nær einróma kosinn formaður flokksins á síð- astliðnu vori. Kom þá í Ijós, sem öllum var raunar vitanlegt áður, að hann naut hins fyllsta trausts meðal samherja sinna. Þar næst hlýtur J. J. emn hinn glæsilegasta kosningasigur í einu af bændakjördæmum landsins. Sú staðreynd vottaði það, svo að ekki varð um villzt, að stefna J. J. í þjóðmálum hafði öruggt fylgi bænda að baki sér. . Þannig töluðu staðreyndirnar hvað eftir annað á móti lyga- fleipri íhaldsblaðanna um fylgis- og áhrifaleysi Jónasar Jónssonar. Þær sönnuðu það ótvírætt, að ekkert mai’k er takandi á orðum íhaldsmanna, þegar Jónas Jóns- son á í hlut. En hvað er svo að segja um sjálfan foringja íhaldsmanna? Hvei’nig kom traust flokksmanna hans gagnvart honum fram? Vann hann glæsilegan kosninga- sigur við síðustu kosningar? Fyrst var nú það, að Jón Þor- láksson, formaður íhaldsflokks- ins, var alls ekki hafður í kjöri við síðustu kosningar. Honum var því velt út úr þinginu. Næst skeður það, að 2. okt sl. í veg fyrir þann greiðsluhalla, sem annars yrði á fjái’lögunum, meðal annars vegna minnkandi tolltekna, sem hlyti að leiða af minnkandi innflutningi. Fjármálaráðherrann skoi’aði þá á M. J. að bera frarn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins ákveðnar til- lögur um niðui’skurð á núverandi útgjöldum ríkisins, til þess að fjárlögin gætu oi’ðið greiðslu- hallalaus, án nýrrar tekjuöflunar. Verður nú fróðlegt að sjá hvað það er, sem íhaldið ætlar að spai’a af útgjöldum í’íkisins. Enn munu engar tillögur frá þess hendi fram komnar í því efni. En stjórnin og þeir flokkar, er hana styðja, munu beita sér fyrir því, að fjárlögin verði afgreidd gi’eiðsluhallalaus- Hvað hinir aði’- ir flokkai’. gera, leiða næstu vik- ur í Ijós. fer fx-am kosning á formanni »Sjálfstæðisflokksins«. Kosningin fór fram á sameiginlegum fundi miðstjórnar og þingmanna I- haldsflokksins. Þar er Jóni Þor- lákssyni sparkað úr formennsk- unni, og ólafur Thoi-s settur í hans stað. Þessarar meðferðar nýtur Jón Þoi’l. fyrir langt og mikið starf í þjónustu þess flokks, sem að hans eigin sögn, hefir á sér það »eyi’namark« að vera «ánægður með sinn hag, og finnur þess- vegna ekki, að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóðarinnar og vill ekki láta heimta af sér skatta í því skyni«. Fyi’st er Jóni Þorlákssyni sparkað frá þingmennsku og síð- an er honum sparkað úr for- mannssæti flokksins, og kórónan sett á þetta píslai’vætti með því að kjósa keppinaut hans um met- orðin í íhaldsflokknum, til þess að gegna fox-mennsku fyrir flokk- inn. Hvað sem um Jón Þorláksson má segja, þá getur það ekki ork- að tvímælis, að hann er fyrir margra hluta sakir mörgum sinn- um hæfari flokksforingi en ólaf- III var pín fyrsfa pga. Sá þingflokkurinn, er nefnir sig »Bændaflokk«, byrjaði þing- feril sinn með því að neita að kjósa mann upp í efri deild. Á þann hátt ætlaði hann að neyða stjórnarflokkana til þess að kjósa þangað fleiri menn en þeim bar eftir anda stjórnarskrár og þing- skapa. Með því móti hefði íhaldið og sprengimennirnir til samans haft öll úrslit mála í neðri deild á sínu valdi. Þetta var refsleg tilraun í þá átt að gera þingið óstarfhæft og fótum troða þingræðið. Ef sprengimönnum átti að haldast það uppi að neita að taka sæti í efri deild, þá var íhalds- flokknum það auðvitað jafn leyfi- legt. En hann þurfti ekki á því að halda. Honum var það nóg að etja »bændavinunum« á foraðið. Fyrir Alþingi liggja stór vanda- mál þjóðarinnar og bíða úrlausn- ar. Verði ekki úr þeim leyst, er þjóðin stödd í hinum mesta voða. Því er það, að tilraun, sem stefn- ir að því að gera þingið óstarf- hæft, er glæpur gagnvart þjóð- inni. Þetta er þó það, er stjórnai’- andstæðingar ætluðu að gera í upphafi þings. Þeir ætluðu með rangindum að sitja svo margir 1 ur Thors. Þessi foi’mannsskifti í- haldsmanna eru því hinn átakan- legasti vottur um það, að íhalds- flokkurimi er á hraðri niðurleið. Sízt hafa Framsóknarmenn á- stæðu til þess að harma slíkt nið- urlag íhaldsflokksins. En um sömu mundir og íhalds- menn sparka foringja sínum úr hverri trúnaðarstöðunni á fætur annari og gera hann þannig á- hrifalausan í flokki sínum fyrir undirróður og hégómlega met- orðagirnd ólafs Thors, er Jónasi Jónssyni svo að segja einróma falin fonnennska i Framsóknar- flokknum og kosinn þingfulltrúi í bændakjördæmi með yiirgnæf- andi meirihluta fram yfir alla keppinauta sína samanlagt. Þar skildi með feigum og ófeig- um. Þessir atburðir boða feigð í- haldsins í landinu. s: wnmnmmnnmmm Ullarkjólatau í ýmsum gerðum og Iitum nýkomið. Ennfremur puntuhnappar, káputölur, spennur og slifs í miklu úrvali. Kaupfétag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. ■uummmiuiiiiiiiÉi . K419. PRRpSSSiF Tveir foringjar. > Ihaldsmenn sparka Jóni Þorláks syni úr formannsstöðunni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.