Dagur - 01.11.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 01.11.1934, Blaðsíða 1
D A G U R kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓB. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár. Akureyri 1» nóvember 1934. 126. tbl. Greypileyasta tjón í manna mínnism á Neiiiur sennilega allf að millfón krónum, eða meir. Aðeins á Siglufirði er skaðinn talinn skipfa hundmðum þús- unda króna. »Dagur« átti í gærkvöldi tal við Þormóð Eyjólfsson konsúl á Siglufirði. Kvað hann ómögulegt enn að meta skaðann, en tvímæla- laust myndi hann velta á hundr- uðum þúsunda. Fer hér á eftir útdráttur af því helzta, er hann sagði blaðinu. »Kongshaug«, er getið var um í laugardagsblaðinu, rak upp á »Skútufjörur«, austan við »An- læg«-ið svo nefnda. Stendur skip- ið þar að mestu leyti kjölrétt og víst í allan botn að kalla má, en sjór mun eigi vera í því nema í lestarrúmi. Farmur mun vera ó- skaddaður og verður tekið til að afferma í dag, en að því loknu, ér góð von um að ná skipinu á flot, en þó er hætt við, að botn þess sé mjög laskaður, svo að það fyllist e. t. v. af vatni, er það er á flot dregið. Skipið er vátryggt í »Haugasund Sjö-Assurance«, en farmurinn í Sjóvátryggingarfé- lagi íslands fyrir 200.000 krónur. — Þá strönduðu gufuskipin »Bjarki« og »Elin«. — »Elínu« rak á bryggju inn við »Anlæg«, og í gegnum hana; þá á gamlan bark, er morrar þar hálfgert í' í kafi, brotnaði við það og hrakti síðan innfyrir, í strahd. »Bjarka« rak inn að vesturenda »Anl.«, braut þar bryggju, og rak síðan upp; stendur í allan botn, kjöl- réttur. Togarinn Hafsteinn reyndi í fyrradag og gær að ná honum út, en árangurslaust, á kvöldflóði í gærkvöldi ætlaði hann enn að reyna, ásamt »HvidbjÖrnen«, er nú liggur á Siglufirði. Fjöldamargar bryggjur eru með öllti ónýtar. Bryggjur K. E. A. og öllum Shellbryggjumum þremur er skolað burtu. Yzta hafnarbryggjan og 3 bryggjur rikisverksmiðjunnar (dr. Pauls) mega heita alveg farnar og »tank«-olíubryggjan mikiðskemd. Aftur á'móti eru hinar 3 ríkis- verksmiðjubryggjurnar sama sem óskemmdar. Allar bryggjur Hall- dórs G-uðmimdssonar eru svo að segja farnar og bryggjur Ásgeirs Péturssonar og óla Henriksen aU veg farnar. Bryggjur og söltun- u.rpallar Hinriks Thorarensen og Ragnarsbræðra eru mjögskemmd- ar. Togarann »Hafstein« sleit upp og rak á austustu Goos- bíyggjuna og braut hana, en guíubátinn »Hansavaag« rak á þá vestustu og braut hana.. Húsið »Baidur«, eign Ásgeirs Pétursson- ar, laskaðist á grunni, og hús óla Henriksen, stendur nú bert í fjörunni, rúið öllum gangpöllum, er umhverfis það lágu. Geysilegt vðru- og matvælatjón. Sjórinn gekk svo á eyrina, að tók víða upp á miðja veggi á neðstu hæð og þá auðvitað inn í alla kjallara. Margar verzlanir hafa beðið stórtjón sökum vöru- skemmda og er þá ótalið gífurlegt tjón einstaklinga, á húsum og matvælum. Stóreflis bryggjutré lágu sem hráviði um allar götur, þau er ekki rak á sjó út og inn með öllum fjörum. Mesía f orátta í 60 ár. Brimofsinn a Siglunesi tók »11« trillubáta bar, (4 ?> og timburbryggju og spónmölvaði. Sömuleiðis 3 fjárhús. Voru í einu þeirra um 40 fjár, og fund- ust 10 drukknaðar, en um 20 vantar, er hætt við að eitthvað af þeim hafi farið í sjóinn. Svo óg- urlega gekk brimrótið á land á nesinu, að par sem hafa verið að- alslægjur frá Sighmesi er nú stór- eflis malarhryggur. Kola og stein- bít rak á nesinu. Telja menn að þar hafi eigi slik forátta komið í 60 ár. Geysvf. Æfing í kvöld í Skjaldborg. Bafur ferst af Siglufirði. Vélbáturinn »Sigurður Péturs- son« lagði í róður er óveðrið var ao bresta á, enda hefir þar vafa- laust verið lagt í opinn dauðann, þar sem til bátsins hefir eigi síð- an spurzt. Fjórir menn voru á bátnum; þrír úr Vestmannaeyj- um: Jóhann Pétur fsleifsson, for- maður, 24 ára, Jón Ragnar bróð- ir hans 20 ára, báðir ógiftir, og Vihmmdur Guðmundsson, féla- maður, 27 ára, giftur. En fjórði maðurinn er úr Bolungarvík, Haraldur Guðmundsson, 20 ára, ógiftur. Þessi drukknunarfregn og Siglunesfregnin eru að mestu eft- ir útvarpinu. En Þormóður kon- súll Eyjólfsson kvað frá Héðinsfirol stórtjón að frétta. Hefðu þó eigi borizt greinilegar fregnir, en þar mundi að ræða um tjón á húsum, skip- um, skepnum og jörðum, enda hefði þar verið langmesti sjór, er menn vita þar dæmi til. Odæma foratta a HagaitesTÍk. Þar gekk sjór langt á land upp svo að stórskemmdist tún hjá ólafi í Haganesvík. Brimið braut hliðina á sláturhúsinu, sprengdi búð og flæddi í gegnum hana og sprengdi dyr á steinsteyptu vöru- geymsluhúsi, svo að feiknin öll eyðilögðust af vörum, en stein- steyptum skúr skolaði það alger- lega á burtu. Um 70 tunnur af kjöti tók út og bryggja brotnaði % spón. Víkin öll er sem urð eftir hafrótið. Talið er líklegt, að eitt- hvað af fé hafi drukknað, en eigi er það vitað með vissu. Fra Sauðárkr. og Skaga anstanverðum. Á Sauðárkróki hafa 3 vélbátar brotnað, sjór farið í kjallara og matværi skemmzt og vörur. Fisk- hés eyðilagðist þar, með 180 fisk- pökkum í. Á Hrauni á Skaga tók brimið tvo vélbáta og gekk á tún til stórskemmda. Á Þangskála tók brimið fjárhús með 20 kind- um í. Telja menn þar eigi slíkt brim komið hafa síðan 1896. — / Mábney mun brimið hafa tekið tvo báta. Um 40 símastaurarféllu á Sauðárkrók. / GönguskÖrðum hefir snjóað svo, að hesta hefir fennt. Ógurlegt bafrot og stór- tjón a Husavlk. Þar muna menn eigi slíkt haf- rót. Fóru þar 2 stórir vélbátar og 6 trillubátar. Kaupfélagsbryggjan ermjög skemmd. öll framhliðin á húsi hafnarsjóðs féll fyrir ólög- unum og fishur allur ónýttist þar. Uppfyllingin ofan við hafnar- bryggjuna nýju skolaðist á burt, en bryggjan sjálf mun alveg standa. Fiskiskúr og hvað annað, sem í fjörunni var kolmolaði haf- rótið og hafði að leiksoppi. Er, (Framh. á 4. síðu). Nýja-Bíó Fðstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9. Arabarnir koma. Tal- og hljðmmynd 110 páftum. Aðalhlutverkin leika: ílit-o Sball og III* n Ricbter. Það sem gefur þessari mynd sérstakt listagildi, eru hinar fðgru og fróðlegu landslagsmyndir. — Maður fylgist með myndatöku- leiðangrinum um Basel, Mar- seille, Cannes, Ni/za, Genua og Tunis og þaðan inn í eyðimörk- ina til óasanna Cabbes, Kebill og Douze. Par eru teknar hinar skemmtilegu myndir af lifnaðar- háttum innfæddra í Norður-Af- ríku og þar í nánd gerast hin spennandi ævintýri myndarinnar. — »Arabarnir koma* er fjörug- asta og skemmtilegasta mynd, sem lengi hefir verið sýnd hér. Sunnudaginn kl> 5 Alflýousýning. Hifluisett veið. ÍCflO ¦¦ IIRlí r.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.