Dagur


Dagur - 20.11.1934, Qupperneq 2

Dagur - 20.11.1934, Qupperneq 2
368 DAGUR 135 tbl. Skipulagning afurðasölunnar og íhaidið. A 111 e i t u n Pélurs. Þegar ríkisstjórnin hófst handa í afui’ðasölumálinu á síðasta sumri, gerðu íhaldsblöðin hina hvössustu árás á hana og ófrægðu framkvæmdir hennar á allar lundir. Rak hver níðgreinin aðra svo að segja daglega í blöðum í- haldsins, og rógurinn um stjórn- ina og flokkana, sem að henni standa, átti sér engin takmörk. En allur þessi herblástur og rógiðja ihaldsblaðanna mætti hinni mestu fyrirlitningu bæði framleiðenda og neytenda. Báðir aðiljar sýndu þann þroska að láta skemmdarverk íhaldsins engin á- hrif á sig hafa, og féll því rógui' sá, er íhaldsblöðin báru milli framleiðenda og neytenda, mátt- laus til jarðar. Framkvæmdir rík- isstjórnarinnar í afurðasölumál- inu hlutu brátt almennar vinsæld- ir, og menn fögnuðu því, að kom- in var til valda stjórn, sem vildi sinna þessum málum af fullri al- vöru og vinna að endurreisn land- búnaðarins. Og nú sigla bæði kjötsölu- og mjólkursölulögin hraðbyri gegn- um þingið. Þegar svo íhaldsmenn sáu, að tilraun þeirra til þess að spilla fyrir afurðasölunni hafði með öllu misheppnazt og orðið þeim sjálfum til háðungar, þá snúa flestir þeirra við blaðinu, leggja á flótta frá sínum fyrri kenning- um og staðhæfingum, varpa yfir sig hræsnishjúpi og þykjast frá því fyrsta hafa verið málinu eink- ar vinveittir. íhaldsmenn á þingi hafa hver um annan þveran leitazt við að sverja fyrir fortíð flokksins í þessum málum, og þeir keppast við að lýsa fylgi sínu við þessi skipulagsmál, þegar þeir eru orðnir úrkula vonar um að geta unnið þeim ógagn. Þegar þeim er bent á skrif blaða þeirra um þessi mál, þá gera þeir sér hægt um hönd og afneita blöðum sín- um með mesta offorsi, krossa sig á bak og brjóst og segjast enga ábyrgð vilja bera á róg- greinum Morgunblaðsins uin þessi málefni. Nýlega kom það t. d. fyrir viö umræður um kjötsölulögin í neðri deild, að foi'sætisráðherra afhenti Pétri Ottesen skrá yfir 24 níð- greinar úr íhaldsblöðunum um afurðasölumálin. Pétur sá þá ekki annað ráð vænna en að afneita Fiskiráðsfrumvarp Ól. Thors. ólafur Thors bar fyrir nokkru fram frv. um svokallað fiskiráð; frv. þetta er eitt af minnstu frv. sem lögð hafa verið fyrir Al- þingi. Með frv. þessu er gert ráð fyr- ir því, að stofnuð verði nefnd, sem hafi það hlutverk að leysa ur þeim vandræðum, sem steðja að sjávarútveginum, en flutnings- maður hafði gleymt að setja í frv. nokkur ákvæði um það, hvaða vald nefndin ætti að hafa, til þess að koma fram tillögum sínum, og sömuleiðis hafði hann gleymt að taka það fram, hvaöan fé ætti að koma til þeirra framkvæmda, sem nefndin kynni að fyrirskipa. Frv. þessu var vísað til sjávar- útvegsnefndar og hefir hún skilað áliti um það. Nefndin klofnaði og hefir minni hluti hennar, flokksbiæður Ólafs Thors, þeir Jóhann Þ. Jó- sefsson og Sigurður Kristjánsson, gert breytingartillögu á þá leið, að þóknun til fiskiráðsmanna greiðist úr ríkissjóði. Meiri hluti sjávarútvegsnefnd- ar, Bergur Jónsson, Finnur Jóns- son og Páll Þorbjarnarson, leggja til að frv. verði vísað frá með rökstuddri dagskrá, og skiluðu svohljóðandi nefndaráliti: »Nefndin hefir haft frv. til meðferðar, og virtist enginn nefndarmanna telja sér fært að fylgja því óbreyttu. Tveir nefnd- armanna töldu sig vilja gera á því nokkrar breytingar og skila sérstöku nefndaráliti, en undir- ritaður meiri hluti taldi enga leið til þess, að frv. næði tilgangi sín- um, þó að lögum yrði, nema það væri samið upp alveg að nýja. Bæði er í frv. gert ráð fyrir, að fiskiráðið yrði útnefnt að nokkru leyti af stofnunum, sem enginn veit hvort verða starfandi á þeim tíma, sem fi-v. kynni að fá stað- festingu, og því alls engin trygg- ing fyrir, að ráðið yrði nokkru sinni fullskipað, og ennfremur er fiskiráóinu nmeð frv. ckki (jefið ncitt vald né aðstaða til þess að koma tillögum sinum í fram- kvæmd,, hversu nýtilegar sem þær kynnu að verða. Frv. er því að á- liti meiri hluta nefndarinnar svo losaralega samið og vanhugsað, ac) engin leið er til að breyta þvi svo að vit verði í. Hinsvegar er meirihluti nefndarinar fyllilega sammála þeirri viðurkenningu, er í frv. felst um, að hin frjálsa samkeppni fmfi leitt sjávarútveg- inn forsjárlaust út i hið mesta öngþveiti, svo að hann stendur nú höllum fæti gegn þeim örðug- leikum, er að honum steðja. Vill meirihl. því fallast á þá hugsun, sem virðist vera á bak við frv., þó í þoku sé, um að nauðsyn beri til að skapa sjávarútveginum nokkra forystu, en telur að þessu verði bezt fyrirkomið í sambandi við löggjöf um útflutning og sölu á síld og fiski, scm væntanlega verður lögð fyrir háttv. Alþingi að tilhhihm hæstv. rikisstjómar. íhaldsblöðunum og öllu þeirra at- hæfi. Mun þessi afneitun Péturs lengi í minnum höfð, en hvort hún hefir gengið honum svo að hjarta, að hann hafi á eftir geng- ið út og grátið beisklega, er ekki kunnugt. Um sömu mundir og ýmsir í- haldsþingmenn eru að státa af fylgi sínu við afurðasölulögin og afneita blöðum sínum, skrifar Magnús Jónsson prestakennari í Morgunbl. meðal annars á þessa leið um skipulagning afurðasöl- unnar: »Tilgangur þessara laga er vit- anlega sá, að tryggja að kjöt fá- ist ekki með góðu verði hér né í öörum sjávarplássum. Jafnframt er svo tryggt með lögskipuðum milliliðum, að bænd- ur fái ekki heim til sín andvirði kjötsins fyrr en búið er að »brauðskatta« það eftir þar til gerðum nótum«. íhaldsmenn halda við sínar gömlu venjur: Þeir vinna á móti framgangi nauðsynjamála, á með- an þeir hafa von um að geta drep- ið þau. Þegar sú von er úti og málin hafa náð vinsældum og fylgi í landinu, þá eigna þeir sér þau og segjast alltaf hafa barizt í brjóstfylkingu fyrir sigri þeirra. En nú er ekki nóg að íhaldið afneiti Morgunbl., þegar það þarf að smjaðra fyrir bændum; það verður einnig framvegis að af- neita Magnúsi prestakennara. Fyrir því leggur meirihl. til, að frv. verði afgreitt með svohljóð- andi rökstuddri dagshrá: f trausti þess, að í væntanlegri löggjöf um sölu á síld og fiski er afgreiðslu fái á Alþingi því, er nú situr, verði séð fyrir forystu hæfustu manna til þess að gera ráðstafanir og framkvæmdir um bjargráð fyrir sjávarútveginn úr því öngþveiti, sem hann er nú kominn í, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá«. JENNIE GERHARDT heitir kvikmynd, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Mynd þessi er ein hin fegursta og hugðnæm- asta, sem lengi hefir sézt hér, og ætti skilið að fá góða aðsókn. Þess var nýlega getið í þessu blaði, að efnafræðingur hefði að undirlagi landlæknis rannsakað nokkrar matvælategundir, sem keyptar voru í verzlunum í Rvík, og hafi 12 tegundir af 28 er rannsakaðar voru reynzt sviknar og falsaðar og jafnvel eitraðar. Allar þessar sviknu vör- ur voru innlend framleiðsla. Þess skal getið, að Efnarann- sóknastofa ríkisins hafði rann- sakað smjörlíki, er hér var á boð- stólum, og reyndist aðeins 27% af því, er rannsakað var, full- nægja ákvæðum gildandi laga, en 73% stóðust ekki prófið. Hér var um svo alvarlegt mál að ræða, að ætla mátti að allir gætu orðið sammála um, að stemma stigu fyrir þeim mis- fellum, er rannsóknirnar höfðu leitt í ljós. Þetta fór þó nokkuð á annan veg. Morgunblaðið réðist á land- lækni með svívirðingum fyrir það að láta rannsaka vörusvikin og jafnframt hóf blaðið ofsóknir gegn efnafræðingi þeim, er fram- kvæmt hafði rannsóknirnar. Enn- fremur bar Jakob Möller fram á Alþingi óhróður um landlækni í sambandi við þetta mál. Það hefir sem sé komið í ljós, að einhver hluti íhaldsins hefir fullan vilja á að taka upp harð- vítuga vörn fyrir vörusvik og gera aðsúg að þeim mönnum, sem koma vilja í veg fyrir þann ó- sóma. Áður hafði Morgublaðið flutt mjög lofsamlega grein um dr. Jón E. Vestdal efnafræðing og frábæran lærdóm hans, enda mun hann tilheyra sama stjórnmála- flokki og ritstjórar Mbl. En nú reynir blaðið að koma inn í huga lcsenda sinna tortryggni gagn- vart honum og rannsóknum hans. Blaðið staðhæfir að niðurstöður hans hafi verið hraktar, að rann- sóknir hans hafi verið »gerðar af handahófi«, og að skýrsla hans um rannsóknirnar hafi »ekki leynzt allskostar áreiðanleg«, o. s. frv. Allt er þetta ósannur á- burður með öllu og hefir við ekk- ert að styðjast. úr því hafa iðn- rekendurnir sjálfir skorið, þar fflfSlffflSSffSffffSffl Kvensilkisokkar o g Llndirföt nýmöðlns Ittir og gerð. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. MUUUM ■HUMHUA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.