Dagur - 06.12.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 06.12.1934, Blaðsíða 3
140. tbí. DAGUR 385 Námskeið í esperanto hefst eftir næstu áramót. Kennslustundir 48, kennslugjald 12 kr. Kennsluaðferð Rubleffs notuð. Væntanlegir þátttakendur tali við mig fyrir 22. þ. m. JAKOB ÁRNASON, Erðsvallagötu 20. HEILDSALA. ATHUGIÖ: Með e.s. Brúarfoss þann 9. þ. m. fæ ég stóra sendingu frá Reykjavík af I | fl • -horðum, UðRRf S " -negraro.fl.feg. frá LAKKRISGERÐ ÍSLANDS. Þetta er fyrsta flokks vara. Símið mér pantanlr yðar sem fyrst. YALGARÐUR STEFÁNSSOX, sími 332. fyrir þingið og miða að því að afla ríkissjóði nýrra tekna. En þegar íhaldsmenn eru spurðir, hvar eigi að taka féð til þess að mæta kröfum þeirra, þá grípa þeir til einkennilegs ráðs. í svörum sínum halda þeir því fram, að féð verði fyrir hendi, ef skorið sé niður 600 þús. kr. fram- lag til verklegra framkvæmda í þágu almennings, og reikna þá með skattaukatekjunum, sem þeir berjast á móti að fram nái að ganga og vilja með öllu móti koma í veg fyrir að náist í ríkis- sjóðinn. í þessu máli hefir þanig verið þrengt þannig að íhaldsmönnum, að þcir reyna að hylja nekt sína á bak við skattafrumvörp stjóm- arinnar — »drápsklyfjarnar« — er þeir kalla svo. Aumingjalegri frammistöðu er ekki hægt að hugsa sér. Fimmtugur varð 3. þ. m. Hólmgeir Þorsteins- son sjálfseignarbóndi á Hrafna- gili og hreppsnefndaroddviti Iírafnagilshrepps. Þenna dag heimsóttu hann margir sveitung- ar hans, til þess að færa honum heillaóskir. Var gestunum veitt af mikilli rausn, og skemmtu menn sér vel við ræðuhöld, söng og samræður. Var heimsóknin til þeirra Hrafnagilshjóna hin á- nægjulegasta á allan hátt og við- tökur húsráðenda ekki síður. Einn af sveitungum Hólmgeirs flutti honum eftirfarandi kvæði: Á gleðinnar stundu minn góðvinur kær nú géng ég til húsanna þinna. Það hlær við mér nýfæddur Hrafna- gilsbær, en húsbóndann þarf ég að finna. Því nú er hans afmælisdagur í dag, það dunar í hjarta mér fagnaðar-lag. Þú höfðinginn prúði nú heilsa ég þér, og hjá þér um stund vil ég dvelja. Mér líður svo vel, þar sem ástúðin er, og um ágæti margt er að velja. Svo hlýjan og fiægan þú gerðir þinn garð með göfugri frú, sem að hjálpin þín varð. Þú komst og þú réttir fram hjálpandi hönd, til hagsbóta sveitinni fríðu. Þig' langaði til þess að leysa þau bönd, sem lama í sókninni stríðu. Með viti og hollráðum hófstu þín störf, og hugsjón þín rætist — svo frjáls- lynd og djörf. Oss ókomin tíð verði ávaxta-rík, sem anda þíns lífsþrótti nærist. Og breiðist um sveit vora blessun sú slík frá brjósti, sem lifir og hrærist. Vér óskum, að gæfan svo annist þinn hag, þú enn sjáir ljómandi hamingjudag. Þú foringinn bezti á framsóknar leið með fimmtíu árin að baki, svo glaður og fórnfús, er gengur þitt skeið í geisandi tímanna braki. Eg þakka þér, Hólmgeir, af hjarta og’ sál, þitt hug'rekki, drengskap og snjallasta mál. J. Þ. Höfum til Cigarettu- vélar og pappir. Nýlenduvörudeildin. Lopapoki tapaðist 7. nóv. s. 1. af bíl á léiðinni frá Torfunéfi að Samkomugerði. Skiiist tu Gatðars Jóhannessonar Gilsð. nýlenduvörubúðin býður yður nú, sem endranær, það bezta og það ódýrasta, sem fáan- legt er til |élabakstursin§: FIórm$öllð hið fræga »Alexandra«. Gerduftið, sem allar húsmæður Iofa, hjartaisalt, natron, strausykur, flór-sykur, I Pl vanille-sykur, vanille-stengur, möndlur sætar og bitrar, cardemommur, succat, cocosmjöl, eggjaduft, rúsínur, kúrennur, vanilledropa, citrondropa, möndludropa, ™ cardemommudropa, ávaxtasultu allar teg. Allt sent lieim. Munið að við gefum ávalt 5o/0 gegn staðgreiðslu, Kaupfélag Eyfirðinga. Raf-Jólaijös -- engin eldliaetta -- auðvelt að koma |ieim fyrii’ — alliiiin til notkunar. OSRAM fóíalfós i keðfum gefa þá réttu jólagleði. - Auðvelt að nota ár frá ári. OSRAM Jólalfósa-Keðlur. ÍSFREGNIR. útvavpsfregn í fyrrakvöld hermir cftir brezkum togara, að borgarjaki mikill sé um 15 sjó- mílur norðvestur af Kópanesi, og að enní.vemur sé íshroði töluverð- ur lengra til hafs í sömu stefnu og jakinn er. * Fréttaritstjóri: Sigfás Halldórs frá Höfnum. Eitstjéri: Ingimar Eydal,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.