Dagur - 06.12.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 06.12.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞOR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bimriin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII . ár. í Akureyri 6, desember 1934. Í -t39r tbl. #£> _ _ _ ' _ _,-—..—.-_._. _._._._.-._._.&..-. _* —.—.—._*—. —. -.—¦¦—.—¦—.— —.—¦*-—¦—¦ - - * - __¦__m___•>__a__«%___b__-i___t__a__n__—*»——¦__a__—l. _é i ~i «_•_• —>,,—l...~>. a. ¦ a > __b-__—_l *>' g fc-<i # e s e o- Framsöknarmenn. Muiiift skemmffsamkoniuna — með danzi — { »Skjald- borg« á laugardagskvöldið kemur, kl. 9: — Aðgöngumiðar fást við inn- ganginn. Komið allir — öll — konur og karlar. Enginn sitji heima. „Salkit Valka" hin danska þýðihg Gunnars Gunnarssonar á skáldsögu Lax- ness, er getið hefir verið um áð- ur, er nú seld Alb. Bonnier, mesta bókaútgefenda Svía, til útgáfu í saanskri þýðingu, samkvæmt út- varpsfregn í fyrrakvöld, og að því er Laxness hefir ritað útgef- anda síðustu skáldsögu sinnar, Eggert P. Briem. Er Laxness í Tirol, er hann ritar bréfið, en fer þaðan til Rómaborgar og I- stanbúl en iþaðan til Rússlands. Brugg og smygl. Teknir voru af lögreglunni í Rvík \ú um helgina fyrir brugg og smygl tveir menn, Guðni Bær- ingsson og Guðmundur Jónsson. Var sérstaklega feitt á öngli hjá Guðna: 125 flöskur bruggaðar og 2 smyglaðar. Hjá Guðmundi 8—10 flöskur. — Rannsóknarstofa iþágu aivinnuveganna. Menntamálanefnd efri deildar Alþingis, hefir eftir beiðni at- vinnumálaráðherra flutt frumv. um stofnun atvinnudeildar við Háskóla íslands. Er ætlast til þess, að komið verði upp full- kominni rannsóknarstofu í þágu atvinnuveganna. Hundrað og sex- tán háskólastúdentar hafa sent Alþingi áskorun um að sam- þykkja frumvarpið. í frumv. er gert ráð fyrir að starf þessarar deildar verði þrí- þætt: Fiskirannsóknir, líffræði- rannsóknir og efnarannsóknir. Fiskideildinni er ætlað að fást við almennar fiski- og hafrann- sóknir, áturannsóknir, klakrann- sóknir og veita leiðbeiningar um fiskiðnað. Líffræðideildin á að fást við almennar gerlarannsóknir, hós- dýrasjúkdóma, mjólkur- og mjólkuriðnaðarrannsóknir og fjörefnarannsóknir. Efnafræðadeildin á að fást við almennar efnarannsóknir, iðnaðarefnarannsóknir, fóður- rannsóknir og ennfremui* jarð- vegs- og áburðarefnarannsóknir. Fyrstnefndu deildinni . er þvi ætlað að starfa í þágu sjávarút- vegsins, en tveimur síðarnefndu deildunum aðallega í þarfir land- búnaðarins. Gert er ráð fyrir að hver deild hafi sérstakan forstöðumann,.og verði þeir prófessorar, en að þeim séu skipaðir alls 6 aðstoðarmenn. Núverandi háskólaráð hefir lagt það til, að við forstöðu þess- ara deilda taki þeir mag. Árni Friðriksson í fiskideild, prófessor Níels Diungal í líffræðideild og Trausti ólafsson í efnafræðideild, en allir þessir menn eru nú í þjónustu ríkisins, og ætti því kostnaður að verða minni fyrir Það. _ Með þessu frumvarpi er stefnt í þá átt, að taka vísindin í þjón- ustu atvinnuveganna og koma þeim þannig í samband við dag- legt líf vinnandi manna. Sú stefna er að sjálfsögðu laukrétt. Gangleri, rit Guðspekifélagsins, 2. h. þ. á., er nýlega út kominn. 1 ritinu er ræða hins nýkjörna forseta félagsins, dr. G. S. Arundale, er hann flutti við móttöku embættis síns 21. júní í sum- ar, og ávarp til almennings, eftir saina höfund. Að öðru leyti er meginhluti ritsins helgaður minníngu hins merkl- lega manns og látna biskups, C. W. Leadbeater, sem um langa hríð hefir verið einn helzti máttarstólpi guðspeki- hreyfingarinnar í heiminum. 1 ritinu eru tvö kyæði, annað eftir Grétar Fells, hitt eftir Jónas Þór. Útsölumaður Ganglera hér á Akur- eyri er eins og áður Sigurgeir Jónsson, söngkennari. Dsetur Reykjavíbur heitir ný- útkomin saga, eftir Þórunni Magnúsdóttur. Höf. gaf út sögur í fyrra undir þessu sama nafni. Af þessari nýútkomnu sögu birt- ist aðeins fyrri hlutinn og má því eiga von á meiru síðar. Sagan fjallar, eins og nafnið bendir til, um ungar nútímastúlkur í Reykjavík, hugðarefni þeirra og áhugamál og er það flest fremur hégómlegt. Sagan er fremur fjör- lega skrifuð, en tilþrifalítil. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að jarðarför okk- ar ástkæru eiginkonu og móður Guðrúnar Yngveldar Jónsdóttur á Hrísum, sem andaðist 26. nóvember, fe- fram að Saurbæ þriðjudaginn 11. Desember kl. 12 á hádegi. Aðstandendur. Nýja-Bíó | sýnir i kvöld, fimmtud 6. P m kl 9. - NÆTURLÆKNAR: Föstudagsnótt: Jón Geirsson. Laugardagsnðtt: Jón Steffensen. Ssnsk talmynd f 10 p&ttum tekin efiir gamanleik Guslal Esmanns. Aðalhlutverkin leika: TiiSIís Becnfzen. Gesta Ekmann. Fegurðarvörur. Andlits-krem >Sjafnarc Three Flowers Tokalon Tamari Nivea Nebula Vinolia Amanti. Ennfremur ilmvötn f mjög fjðlbreyttu úrvali frá 40 aurum lil 22 kr. glasið. — 5°/0 afsláttur gegn peningum. Kaupið allar fegurðarvörur í Kaupfélag Eyfirðlnga, Nýlenduvörudeildin. Andlits-púður: Three Flowers Talcum Tokalon Barna-talcum Tamari Varalitir Maja Naglalakk Amanti Hár-shampoo Yardlay margar tegundir Hollywood og fleira, Jólin eru að koma og þá er nauðsynlegt að fara að athuga hvar bezt er að kaupa jólagjafirnar. Gler- og kristalsvörur höfum við nú í mjög miklu úrvali. Komið og lítið á birgðirnar því margt gott og fallegt getið fengið til þess að gefa á jólunum. Kaupfélag Eyfirðinga, Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.