Dagur - 20.12.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 20.12.1934, Blaðsíða 3
146 tbl. DAGUK 401 Vilhjálmur Stefánsson og Violet Irwin: K AK Eir-eskimóinn. Þýðendur: Jóluinnes úr Kötlum og Sigurður Thor- lacius. Akureyri 1934. Út- gefandi: Þorsteinn M. Jónsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Sá afar mikilvirki bókaútgef- andi Þorsteinn M. Jónsson hefir nú á ný stofnað til merkilegrar bókaútgáfu. Áform hans er að þýða »Úrvctl úr heimsbókmennt- vm barna og unglinga«, en það verður heildarnafn þessarar nýju útgáfu. Sigurður Thorlacius skólastjóri skrifar formála að fyrstu bókinni í þessu safni, en hann er sérstaklega kunnugur því sem úr er að velja á þessu sviði, þar sem hann hefir unnið að yf- irlitsskrá slikra bókmennta suð- ur í Genf, á vegum Alþjóðaskrif- stofu uppeldismála þar. Skýrir formálinn frá þessum rannsókn- um. — Ekki er þá heldur illa af stað riðir við val fyrstu bókarinnar, því að bókin er »Kak«, sem einna beztan orðstír barna- og ung- lingabóka hefir getið séð síðari árin í enskumælandi löndum. Okkur íslendingum hlýtur því betur að geðjast að bókinni, sem annar höfundur hennar — og reyndar sá, sem lagt hefir til efniviðinn — er langfrægasti rit- höfundurinn sem nú er uppi af íslenzku bergi brotinn, heim- skautakönnuðurinn heimsfrægi, Vilhjálmur Stefánsson. Við land- ar hans höfum víst, því miður, litla vitund um það, að heims- frægð hans, orðstír hans meðal hins mikla engilsaxneska þjóða bálks, byggist ekki einungis á framúrskarandi fræðimannlegri gáfu, heldur einnig á ritsnilld hans, er meðal hinna vandfýsnu Engilsaxa þykir með afbrigðum, ckki sízt einmitt meðal Breta. »Iiak« er sagan af röskum Eskimóasnáða samnefndum, á að gizka 10—12 ára gömlum, sniðin og tiltegld af skáldkonunni Violet Ivwin, úr efnivið Vilhjálms Stef- ánssonar. Nafn hans er m. ö. o. trygging fyrir því, að þar sé ekk- ert rangfært um lifnaðarhætti né, umhverfi Eskimóanna á hinni miklu Viktoríueyju fyrir norðan Kanada. Hefir skáldkonan af mikilli nákvæmni skeytt saman atburði tekna úr dagbókum Vil- hjálms þau 11 ár, sem hann dvaldi meðal Eskimóa, og úr hinni heimsfrægu bók hans »My life with the Eskimo«, (Æfi mín hjá Eskimóum). — En þetta er ekki einungis nákvæmlega gert, það er líka skemmtilega gert. Því munu börnin gera sér grein fyrir, er þau lesa bókina. Hitt gera þau sér sennilega ekki eins ljóst þá þegar, eins og síðar, nema þá að þeir sem eldri eru beini athygli þeirra að því um leið, að þetta er ekki einungis mjög áreiðanleg og framúrskarandi skemmtileg bók, heldur einnig holl bók, sem án allra áminninga og prédikana lýsir því fyrir okkur fullum sanni, að Eskimóarnir eru bræð- ur okkar og systur, engu síður aðdáunarverðir en »hvítir menn«; — fólk, sem óttast og elskar, iðr- ast og hlær og grætur af sömu orsökum og við, hefir engu lak- ari siðferðisgrundvöll en við í raun og veru, hefir aðeins frá- brugðna siði okkur í mörgu, sem eðliregt er, og eru eiginlega að því frábrugðnastir hvítu mönnun- um, að þeir eru dálítið skemmra á veg komnir — svo sem einu fótmáli á framfarabrautinni — eru í stuttu máli ósköp lítið meiri börn en við. — Börnunum þykir þetta óvenju skemmtileg bók og bíða seinni hlutans með óþreyju. Hér er þýddur aðeins fyrri helmingur bókarinnar. Þýðingin hefir tekizt vel, á ein- staka stað kennir máske nokk- urrar fastheldni við hugsanaferil frummálsins. Prentvillur munu fáar meinlegar, og prentun og pappír er hvorttveggja fallegt. Epli delicious Appelsínur 10 aura og 20 aura Bananar Vínber Citrónur II Nýlenduvörudeildin, Fallegur er kœrkomin jólag/of. Fjölbreytt og ódýrt úrval í Kaupiélagi Eyiirðinga Nýlenduvörudeild. Tek að mér allskonar trésmíðavinnu, svo sem hurðir og gluggasmíði o. m. fl. — Sömuleiðis lík- kistur.— Hefi nýtízkuvél- ar. — Talið við mig áð- ur en þér semjið við aðra. Pað getur borgað sig. fónas Á. fónasson trésmiður, Hríseyjargötu 6, Akureyri, Falleg divanteppi er góð jólagjöf. Fjölbreytt úrval tekið upp í dag. Verð frá kr. 10.50. Kaupfél. Eyfirðingá Vefnaðarvörudeiíd. Þeir vandlátu kaupa jólagjafirnar þar sem úrvalið er mest og verðið lægst. Við höfum nú eins og endranær afar smekklegt úrval af jólagjöfum við allra hæfi. Kaupf élag Eyfirðinga Vefnaðarvörndeildin. Næturlæknwr: Föstudagsnótt: Árni Guðmundsson. Laugardagsnótt: Jón Geirsson. »Mér reynist Lux Toilet sápan ágæt; hun er sérstaklega góð fyrir viðkvæmt hörund«, segir hin yndislega CONSTANCE BENNETT frá R. K. O. Pictures. Constance Bennett og 704 af 713j’aðal kvikmyndastjörnunum í Hollywood og Englandi nota Lux Toilet sápu vegna þess að hún heldur hörundinu svo sprungulausu, unglegu og mjúku«, segja þær. — Hún hreinsar til fullnustu en samt er hún m j ú k. Lux Toilkt sápan eftirlætur alls engan sviða; aðeins hreinustu efni eru í hana notuð. Hún er ö r u g g fyrir viðkvæmt andlitshörund yðar. Reynið hana einnig sem baðsápu. Hún gefur, jainvel í hörðu vatni, feitt og ríkulegt löður, sem á svipstundu hreinsar öll óhrein- indi úr svitaholunum. — Veitið hörundi yðar þessa öruggu og þægilegu umönnun reglulega. — Fáið eitt stykki hjá kaupmannin- um yðar í dag. — LUX TOILET SQAP . 289"g0 __ LEVER BRpTHpS LlMltED, PORT SUKUOHT, EKÖLAND

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.