Dagur - 22.12.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 22.12.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg.1 Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár ár. f Akureyri 22, desember 1934. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓE. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. 147. tbl. ••• •*•• •••• •••• •••- •••• •**. •••• •••• •••• ••*• •*•• •**• • • • ••• .*. • • •. ••« . . »•• .• *. .•• . . ••• .•• . . • •« .*. • • ••• * •• ••*. •• • •. • •• ••• ••• *• •••• •• •••• •* •• _. * _¦ _- _ _. m _r _.__-. __•_ __ _. _ v___ ____ ______ _• * _. _ _ *v _l_l _l_ ••* ••» • • ••• ••• • • _• • • • • * *_. • • •• • • • «• • - • > • • • •• •••¦ *' ••• ••• I . ••• ••• ; . ••• • • • • • • ¦ • .?•• s: • • • • • • • ' • • • • • O • • • • • • ¦ • • • • • • • • • • • • • • • • • ¦ • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • iólaljós. Hvíl þú nú, sól, í köldu marar djúpi, nú kýs eg jólin til að lýsa mér, því allt þau kiæða helgum friðarhjúpi, og himnabirtu innri-vitund sér. En ekkerí hreysi er svo lágt á jörðu, að ei sú birta þangað komist inn, og skyldi nokkur hafa mætt svo hörðu , að hugur þrái' ei jólaboðskapinn? Er nokkur höll svo björtum búin Ijósum, að birta jóla ei þar fái skrýtt? Sjást nokkur blik svo björt frá norðurljósum að birtan helga ei þau geti prýtt? Nei, jólin Ijóma jafnt í hreysi og höllu og hjörtum öllum boða sama frið, því sonur Guðs, hann ann og unnir öllu og einnig þeim, sem kannast hann ei við. Pá verð eg barn, er jólaljósið logar, þá lít eg brenna þann hinn helga arn, þá gyllast sund, þá glampa allir vogar, og geiglaus stari á fjöll og eyðihjarn. Hver skyldi þá ei minnast sinnar móður og mildiríka kærleikshöndu þrá? Hver getur þá ei sætzt við sekan bróður og söknuð reynt að strjúka af þreyttri brá? • Eg bið. að öilutn jólaljósið iýsi, Og ljóminn helgi ylji hverri sál, að kærleiksþrána sérhvert hjarta hýsi, og hugsjón aiira göfgi kærleiksmál. Svo koma jólin, nýir hljóma hreimar, er hver einn ómur fær sinn jólablæ. I lielgu Ijósi ljóma æðri heimar, og ljósi stafar yfir jörð og sæ, Sigfús Eliasson. ••• ••• ••• ••• •*• .. •• •• •• •• • • • • • • • • • • ..••••*•••... ••••••*•...........*•••••....••• •••..•..••••*...... Vinum öllum og vandamðnnum tilkynnist, að faðir minn: Jóhami Pétur Jakob Risí Sveinbjörnsson dó í gær. Jarðariörin er ákveðin með kveðiuathöín héðan frá kirkjunni föstu- daginn 28. þ. m. kl. 10 f. b. og frá Munkaþverá kl. 1 e. b. sama dag. Lárus J. Kist. Hvað virðist yður um Krist? Prédikun eftir sira Jóhann Frederiksson. Leiðréttíng. Fallið hafði í burtu fangamarkið S. H. f. H. undir um- getningu bókarinnar »Eak« í síðasta tölublaði. Texti: Matt. 16:13-17 »En er Jesús kom til byggða Sesareu Filippi, spurði hann læri- sveina sína og sagði: Hvern segja menn manns^soninn vera ? Og þeir sögðu: Sumir Jóhannes skír- ara, aðrir Elía, og aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum. 'Hann segir við þá: En þér, hvern segið þér mig vera? En Símon Pétur svaraði og sagði: Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs. En Jes- ús svaraði og sagði við hann: Sæll ert þú, Símon Jónasson, því að hold og blóð hefir ekki opin- berað þér það, heldur faðir minn í himninum«. Það þekkir enginn Drottinn, sem ekki hefir séð hann. Sem svar við þessu berið þið kannske fyrir ykkur þessi ritn- ingarorð: »Enginn hefir nokkurn- ti'ma séð Guð«. Og hvernig getum við svo séð hann? Að vísu hefir enginn séð Guð í sinni fullkomnu dýrð, en trúaiv sagan ber það þó með sér að margir hafa séð Drottinn í einni mynd eða annari. f Gamla testamentinu lesum við að Drottinn heimsótti Abraham, og þeir töluðu saman. Oft höfum við óskað að Drottinn heimsækti okkur á líkan hátt. í sömu bókinni lesum við einn- ig að Drottinn birtist Jakobi. í uppvexti var Jakob hinn mesti strákur, eigingjarn, svikull og ó- svífinn og komst oft í mikil vand- ræði. Einu sinni átti Jakob von á að mæta bróður sínum, sem hann hafði leikið illa. Jakob var hrædd- ur. Þegar hann hafði gert allt það bezta, sem honum fannst hann geta gert, leitaði hann Guðs einn í hljóði. Guð mætti Jakobi, þeir glímdu saman. Jakob var yf- irunninn í viðureigninni. Svo kallaði hann staðinn, þar sem þeir glímdu »PnieI« því þar sá hann Guð augliti til auglitis. Upp frá þessu varð Jakob betri maður. ©uimir leggja lítitm trúnað á þessar sögur. En hvað um það. Við getum þó ekki komizt hjá því að athuga þann sannleiksþráð í þessum sögnum sem er í samræmi við lífsreynslu margra fram á vorn dag. Eftir erfiðar stundir og glímu við bitran sannleikann hafa augu margra opnast til að sjá Guð. Við óskum öll eftir því'að sjá Drottinn. Stundum komum við hlaupandi eins og ríki unglingur- inn og spyrjum: Hvað eigum við að gera til að geta eignast eilíft líf — séð Guð? En svo þegar Drottinn hefir bent okkur á hvað við eigum að gera, eða á eitt eða annað í lífi voru, sem hefir hindr- að okkur frá því að sj'á hann, þá segjum við: Þetta kostar of mik- ið. Þegar á reynir viljum við ekki leggja það í sölurnar sem þarf til þess að fá að sjá Guð. Nei, það kostar of mikið og við hverfum á burt. Við höfum kannske séð Jóhann- es, Eiia, Jeremía, eða einhvern spámann, en ekki Jesú. Og án þess að hafa séð Jesú reynum við að gera okkur grein fyrir hvað okkur virðist um hann. Jesús spurði lærisveina sína að þvi, hverh fólkið héldi manns-son- inn vera. Sumir sögðu: Jóhannes skírara, aðrir Elía og aðrir Jere- mía eða einn af spámönnunum. Skoðanir fólksins voru skiftar. Einn hélt þetta, annar hitt. Svo snýr Jesús sér að læri- sveinum sínum og spyr: En þér, hvern haldið þið mig vera? Símon Pétur svaraði og sagði: Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs. Jesús svaraði honum og sagði: Sæll ert þú Símon Jónasson, því að hold og blóð hefir ei opinberað þér það, heldur faðir minn í himninum. Án þessarar opinberunar verð- ur það ætíð ágreiningsefni, hver Kristur sé, og hvað hann sé. Meira hefir verið skrifað um ' (Frh. á 4. síðu). ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.