Dagur - 10.01.1935, Blaðsíða 4

Dagur - 10.01.1935, Blaðsíða 4
8 DAGUR 2 ,m BBIBBBBIB 9 Gæðalampar, sem breyta rafstraumn- .um í mest ljósmagn, veita ódýrasta jljósið. — Lampar, sem eru lakari að ígæðum, veita minna ljósmagn ' með íjafnmikilli rafmagnseyðslu og end- íingu og eru því dyrari í notkun, þóU íkaupverð lampanskunni aðveralægra. ; OSRAM-lampar erugæða-lamp- - ar, hafið það hugfast við Hp-íkaupm.—Biðjið því um íágphinn ljósskæra og gasfyllta Odýrt IjÓS. segja að það hefði ekki andvana fæðst. En það hefir víðar komið við. Flest menningarmál svgitar- innar, eða öll, hefir það stutt og að mörgum átt frumkvæði, auk þess sem það hefir stutt fast að þroska meðlimanna, ekki sízt með því, að vernda jafnan örugglega vínbindisheit félaga sinna. Þess vegna geta nú Svarfdælir haldið fjölmenna veizlu og dansað heila nótt án þess að Bakkus fái fang á nokkrum manni og er það meira en hægt er að segja um flestar samkomumar hér nær- lendis. En að slíku er fyrirmynd og sýnir hvað hægt er að gera ef menn nenna að taka saman hönd- um til varnar. Æfisögu félagsins sagði Sig- urður Jónsson útgerðarmaður á Ðalvík, sem er einn af stofnend- um þess, og sýndi hann í glöggu máli þróun þess og afskipti af menningarmálum sveitarinnar. Auk þess töluðu af heimamönn- um: Sigurjón læknir, sr. Stefán, Þórarinn Eldjám, Halldór Jóns- son o. fl., auk formannsins, Tryggva Jónssonar, er hófinu stýrði. Af aðkomumönnum talaði Snorri Sigfússon, Akureyri, er var stofnandi félagsins og fyrsti fonnaður og frk. Sesselja Eldjárn Akureyri, er um margra ára skeið var mjög virkur félagi. — Var mikið sungið, en þó mest dansað og dönsuðu allir, ungir og gamlir við mikinn glaum og hreina gleði, og var allur afmæl- isfagnaðurinn hvorttveggja í senn: gestum og f élögum til ánægju og félaginu og sveitinni til sóma. Geshtr. Tollgæzlustarfið á Akureyri hefir verið veitt Zophoníasi Árnasyni og l»t- pr því Alfreð Jónasson af því starfi, Siðastliðið haust var mér dregið lamb sem ég ekki á, með mínu marki: fjöður framan h., gagnfjaðrað v; — Réttur eigandi gefi sig fram við Jónas Sigurgeirsson, Helluvaði. Síma- stöð Skútustaðir, Hellnvaði, Skútustaðahr., 28. des. 1934. .lóii Stgnrgeirsson. Jarðræktarfélag Akureyrar heldur fund í SKJALDBORG (kaffi. stofunni) sunnud. 13. þ. m. kl. 1 e.h. Rætt verður um skipulag Búnaðarfél. Íslands, afstöðu Alþingis til þess o, fl, Munið: kl. 1; stofan er lánuð öðrum kl. 4. STJÓRNIN. Lögregluþjónastöðurnar. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samkvæmt til- lögu lögreglustjóra samþykkt að ráða Aðalstein Bergdal fyrir daglögreglu- þjón og Helga Schiöth fyrir næturvörð. Ennfremur var kosinn aðstoðarlög- regluþjónn um stundarsakir Jens Eyj- ólfsson. Þá var lögreglustjóra falið að setja annan daglögregluþjón með laun- um samkvæmt larmasamþykkt bæjar- ins og mun Jón Benediktsson frá Breiðabóli, sem áður hefir gegnt því starfi, hafa orðið fyrir valinu. Ólafur Tr. Ölafsson hefir verið starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga í samfleytt undanfarin 25 ár. Hefir hann flest starfsár að baki, þeirra er vinna við þá stofnun. í tilefni þessa hélt starfsfólk K. E. A. samsæti síðastl. laugardagskvöld í fundarsal félagsins, þar sem Ólafur var heiðursgestur þess; stjórn félagsins var og boðið að sitja hóf þetta, sem fór hið bezta fram. Ól. Tr. Ólafsson varð sextugur 1. des. sl. Sigurgeir Eyjólfsson, bóndi að Syðra-Fjalli í Aðaldal lézt nýlega á Húsavík. Hann mun hafa verið um áttrætt, valinkunnur sæmdamaður, er ajlir unnu, er þekktu. Jörðin Höfði í Höfðahverfi er til sölu og ábúðar frá n.k. fardögum. Túnið gefur af sér 350—400 hesta í meðalári, óvenjulega gott, auð- unnið túnstæði svo hundruðum dagslátta skiptir, liggur suður frá túninu. Æðarvarp 30—40 kg. Gott og stórt íbúðarhús er á jörðinni og frítt uppsátur á Kljáströnd fyrir einn mótorbát. Semja ber við undirritaðan fyrir 15. marz n.k. Steingrímur Jónsson fyrrv. bæjarfógeti, — AKUREYRI. JÖRÐIN HAMRAR í Reykdælahreppi fæst til ábúðar á næsta vori. Getur komið til mála með sölu á jörðinni, ef viðunanlegt boð fæst. — Semja ber við undirritaðan. Hömrum, 26. desember 1934. Jón Kr. Eyólfsson. Jörðin Básar f Grímsey er laus til ábúðar í fardögum 1935. — Eítirgjald 100 al. á landsvísu. í meðalári 100 hestar af töðu, 150 hestar af útheyi. Fuglatekja góð. Menn snúi sér til hreppstjóra Grímseyjarhrepps. Ráðimautsstarfið hjá Búnaðarsambandi Eyjaíjarðar er laust frá 15. maí n.k. — Árslaun kr, 3000,00, — Umsóknir sendist stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir 1. apríl n, k. Akureyri, 3. jan. 1935. Ólafur Jónsson, p. t. formaður. Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar verður haldinn laugardaginn 26. janúar n. k. kl. 1 e. h. í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Stj órnin. Búnaðarfélagið í Hrisey óskar eftir 2 mönnum til jarðabótavinnu (nýræktar) á næstkom- andi vori. Peir leggi til 3—4 dráttarhesta hvor og plóga og herfi. Vinnutími 5—6 vikur. Reir, sem kynnu að vilja sinna þessu, geri samning sem fyrst við Odd Ágústsson bónda Yztabæ. Hrísey 5. janúar 1935. Félagsstjórnin. JÖRÐIN HRÍSAR í Eyjafirði fram er laus til kaups og ábúðar í vor. Túnið fóðrar 6 —7 kýr; úthey 500 hestar. Upplýsingar gefa Benjamín Ste- fánsson, Hrísum og Bened. J. ól- afsson, málaram, Akureyri, Ritstjóri: Ingimar Eydal, Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiðja Odds Björnssonw,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.