Dagur - 17.01.1935, Page 4

Dagur - 17.01.1935, Page 4
3. tbl. 12 DAGUR Jörð til leigu. Jörðin Mýrarlón í Glæsibæjarhreppi er laus til ábúðar í næst- komandi fardögum. Efíirgjald er áskilið kr. 1000.00 og má væntanlegur ábúandi vinna af sér helming þess í jarðabótum. Umsóknum ber að skila á skrifstofu mína fyrir lok febrúar- mánaðar næstkomandi. Bæjarstjórinn á Ákureyri, 16, jan. 1935. Síeinn Steinsen. Sigurðar var fremur naum og gróðagjörn. Svona heyrði ég sagt frá þess- um atburðum, þegar ég var drengur, af gömlu fólki, bæði ömmu minni, sem fædd var 1831, og Kristjáni á Hamri á Þelamörk, iæddur um eða fyrir 1830, föður mínum o. fl., og var það einmitt eftir xrásögn eða játningu Ste- fáns »svera«, sem hann hafði gert undir andlátið. Þetta kemur enn- fremur heim við Guðbjargar- draum, sem álitinn var að standa í sambandi við þetta mál, þannig að þar voru mennirnir tveir, sem harðast sóttu að Guðbjörgu í draumnum. Ritað í skammdeginu 1934. ólafur Jónsson. Milt veður, oftast aðgerðalitlar þíður og dumbungar, hafa gengið lengi nú undanfarið, og mun láglendi all- staðar rautt norðanlands. — Þó hefir brugðið til aðgerða- meiri þeyvinda síðustu daga. — Virðist Golfstraumurinn ekki enn ætla að gera endasleppt við oss Norðurheimsbúa. T. d. hermir út- varpsfregn frá Skotlandi nýlega, að þetta sé, enn sem komið er, mildasti vetur, er í manna minn- um hafi komið á vesturströnd Skotlands. Hafa rósir og önnur hásumarblóm verið að springa út í görðum þar, nú um hátíðirnar og muna ekki elztu menn eftir slíku fyrirbrigði. — Svipað má segja héðan af landi, hafa sóleyj- ar sprungið út í vörpum bæði sunnan- og austanlands. Annars er það hin mesta náð- argjöf, að hafa fengið þetta blíð- viðri nú í skammdeginu, svo hryssingslega sem veturinn lagð- ist að hér nyrðra, eftir voðalegt sumar bændum og búalýð. Eiga bændur sannarlega nógu erfitt uppdráttar þótt tíð sé góð, því að allstaðar berast fregnir að um stórfelld fóðurbætiskaup hér nyrðra, til þess að vega, sem auð- ið er, gegn hinum langhrakta heyfeng sumarsins. Dána/rdægur. Nýlega er látinn að heimili sínu, Sölvahlíð í Sölvadal, Guð- mundur Friðfinnsson fyrrum bóndi þar, háaldraður maður og karlægur síðustu árin. í Sölvahlíð hafði Guð- I rnundur sál. dvalið í nærfellt 50 ár samfleytt. Hann var kvæntur Rósu Jónasdóttur frá Finnastöðum í Sölva- dal, sem dáin var á undan honum. Einkasonur þeirra er Páll, sem tók við búi af föður sínum í Sölvahlíð fyrir mörgum árum og býr þar enn, Aðalfundur Akureyrardeildar K. E. A. verður haldinn í Nýja-Bíó, mánudaginn 21. þ. m., og hefst kl. 8 síðdegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. — Deildarmenn áminntir um að mæta síundvíslega. Akureyri 16. janúar 1935. Deildarstjórnin. Brauðgerðararðmiðum fyrir árið 1934 verða félagsmenn að hafa skilað á skrifstofu okkar fyrir 15. febrúar n. k. ef þeir vilja verða aðnjótandi vænt- anlegrar arðsúthlutunar brauðgerðarinnar. Kaupfjelag Eyfirðinga. Húseign mín við Oeislagötu 39 er til sö!u. — 3 stofur, 3 herbergi, eld hús, baðherbergi, þvottahús og geymslur. Verð ca. 13000 kr. Peir, sem æt!a að kaupa eða byggja hús, ættu að tala við mig sem fyrst og skoða þessa húseign. Sveinn Tómassoii. i Vestf.- og Breiðfirðingamót. í ráði er að halda hér í bænum Vestf,- og Breiðfirðingamót, um eða eftir n. k. mánaðamót, ef nægileg þátttaka fæst. Áskriftarlistar að mótinu liggja frammi f verzl. Esju, á rakarastofu Sigfúsar Elíassonar, hjá Ólafi Daníelssyni, saumastofu Gefjunnar og hjá Sigurði Krist- jánssyni, Menntaskólanum. Nánari upplýsingar fylgja áskriftarlistunum. ALPA LAVAL A. B. Separstor í Stokkhólmi er eitt af þeim fyrirtækjum Svía, er mest og best hefir stutt að því að gera sænskan iðnað heimsfrægan. í meira en hálfa öld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN Reynslan, sem fengist hefir við að smiða meira en 4.000.000 A!fa Laval skilvindur, er notuð út í æsar til þess að knýja fram nýjar og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta i þessu sviði er: Algerlega ryðfríar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skilvindum á boðstólum: Alfa Laval Nr, 20 skilur 60 lftra á klukkustund — 1 — - 21 - 100 — 1 — - 22 - 150 - 23 - 525 Varist að kaupa léiegar skilvindur. — Biðjið um ALPA LAYAL. Samband ísl. samvinnufélaga. Fréttaritstjóri: Ritstjóri: Ingimar Eydal. Sigfús Halldórs frá HSfnuw. Prent.Rmiðja Odds BjömsHotmrT Laus jörð. Hlunnindajörðin Slelá í Árskógsstrandarhreppi er laus til ábúðar næsta vor.- Hámundarstöðum 3. jan. 1935, Davíó Sigurðsson, lörl Ytri-Brenoilióll í Kræklingahlíð er til sölu nú þegar. > Væntanlegur kaupandi snúi sér til undirritaðs. Kristján Árnason. Hjóiiarím sg servant til sölu með tækifæris- verði í Brekkugötu 7. Jóhanna §igucðardótfic. Tilkynning. Að gefiiu tilefni skal það tekiö fram, að enginn hefir leyfi til að nota björgunar- tæki Slysavarnafélags íslands, sem eru á hafskipabryggjum Akureyrarkaupstaðar nema um björgun manna frá druknun 8é að ræða. Akureyri 14. jan- 1935. Olgeir Júlíusson . hafnarvörðun Sigurður Sigurðssou búnaðarmálastjóri, hefir sagt af sér frá 1. janúar 1935, að því er útvarpsfregn hermir, en hefir þó lofað að sitja fyrstu fjóra mánuðina til þess að Ijúka við yfirlit yfir 10 ára sögu jarðræktarlaganna. Eru eftirlaun hans ákveðin af Alþingi 4500 kr. á ári. — Metúsalem Stefánsson hefir, verið settur búnaðarmála- stjóri unz Búnaðarþing kemur saman. Sigurður búnaðarmálastjóri á svo merkilegan og stórfelldan þátt í framförum íslenzks land- búnaðar, að því starfi verður ekki í fám orðum lýst né fullþakkað. Útflutningw minnkar stórkostlega á verkuðum saltfiski, svo að í desem- ber síðastliðnum hafði verið flutt út fyrir um 1 milljón krónum minna af honum en í desember í fyrra. MESSAÐ í Lögmannshlíð á sunnu- daginn kemur, kl. 12 á hádegi. (Ferm- ingarbörn eru beðin að koma. til við- tals).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.