Dagur


Dagur - 24.01.1935, Qupperneq 3

Dagur - 24.01.1935, Qupperneq 3
4. tbi. DAGUR 15 Akureyrardeild K. E. A. «*■ tam Félögum lieíir ijölgað og' við- skipti auki§t á §íða§ta ári. Akureyrardeild K. E. A. hélt aðalfund sinn í Nýja-Bíó 21. þ. m. Fundarstjóri var kosinn Ingi- mar Eydal og ritari ólafur Magn- ússon sundkennari. Skipaðir voru í kjörstjórn við kosningu fulltrúa á aðalfund fé- lagsins Vilhjálmur Þór, Lárus Rist og Hannes Magnússon. Deildarstjóri Sigtryggur Þor- steinsson flutti skýrslu um hag deildarinnar á liðnu ári. i árslok 1933 voru félagar í deildinni 523, en við síðustu áramót voru þeir 592 og’ hafði þannig fjölgað um 69 á árinu. Viðskipti deildar- manna við félagið höfðu aukizt ?.ð verulegum mun á liðnu ári. Skuldir deildarmanna við félagið á ábyrgð deildarinnar voru í árs- lokin 14 þús. kr., en deildarstjóri taldi líklegt, að sú upphæð yrði komin niður í 5 þús. kr. um það að reikningsskilum væri lokið. Skuldtryggingars j óöu r deildar- innar er nálægt 9 þús. kr. Framkvæmdastj óri, Vilhj álmur Þór, flutti ræðu um ýmsar fram- kvæmdir félagsins á liðnu ári. Kosnir voru í deildarstjórn í stað Lárusar Rist og Jóns Guð- laugssonar, er úr gengu, , þeir Snorri Sigfússon og Lái*us Rist (endurkosinn). Fulltrúi í félagsráð var endur- kosinn Snorri Sigfússon. Síðan fór fram listakosning á 29 fulltrúum, auk deildarstjóra, til næsta aðalfundar K. E. A. og auk þess sex varafulltrúum. Að- eins einn listi kom fram, og lýsti kjörstjórn því þá menn, er á hon- um voru, rétt kjöma. Samkvæmt því eru fulltrúar Akureyrardeildar, á næsta aðal- fundi K. E. A. þessir: Sigtryggur Þorsteinsson, (sjálfkjörinn). Vilhjálmur Þór. Böðvar Bjarkan. Árni Jóhannsson. Snorri Sigfússon. Jakob Frímannsson. Halldór Ásgeirsson. Brynleifur Tobiasson. Dr. Kristinn Guðmundsson. Steingrímur Jónsson. Þorlákur Jónsson. Bogi Ágústsson. Sr. Friðrik Rafnar. ólafur Tr. ólafsson. Ingimundur Árnason. Hallgrímur Jónsson, járnsm. ólafur Magnússon. Þorsteinn M. Jónsson. Haraldur Þorvaldsson. Jóhannes Jónasson. Kristján Sigurðsson, kennari. Jónas Þór. Þorsteinn Davíðsson. Jónas Kristjánsson. Finnur Agnars. Hallgrímur Traustason. Helgi Tryggvason. Pétur Tómasson. Eggert Guðmundsson. Garðar Sigurjónsson. Varcmenn: Jón Þórðarson. Ármann Dalmannsson. ■ Björn Þórðarson. Tryggvi Jónsson. Árni S. Jóhannsson. Björn Sigmundsson. Útg/aldaupphœð f/árlaganna. Stjórnarandstæðingar halda því fram í blöðum sínum, að út- gjaldaupphæð ríkisins á árinu 1935 sé samkv. fjárlögum þess árs óvenjulega og ófyrirgefanlega há, en hún er rúmlega 14 milj. kr. En ef gerður er samanburður við útgjaldaupphæðir síðustu ára kemur þó annað í( Ijós. Það sýna lándsreikningar þessara ára. Árið 1931 reyndust útgjöldin 18.2 milj. kr. Árið 1932 reyndust útgjöldin 13.9 milj. kr. Árið 1933 reyndust útgjöldin 15.0 miljón kr. Þessi samanburður sýnir, að tvö árin, 1931 og 1933, hafa út- gjöldin verið til muna hærri, en þau eru í fjárlögum þessa árs, en þriðja árið aðeins lægri. Um útkomu ársins 1934 er enn ekki vitað, en miklar líkur eru taldarfyrir því, að útgjöldin á þvl ári muni reynast fullt svö há og gert er ráð fyrir í fjárlögum þeim, er nú gilda. Af þessu er Ijóst, að ásakanir st j ór narandstæðinga í þessum efnum, eru gripnar úr lausu lofti og hafa ekki við rök að styðjast. Auk þess situr það illa á íhalds- mönnum að vera með ásakanir um of há útgjöld í fjárlögunum, þegar þess er gætt, að útgjöld rík- isins, samkv. fjármálastefnu þeirra, hefðu orðið um 15.2 milj. kr., en eru samkv. nýlega af- greiddum fjárlögum ekki nema rúmlega 14 miljónir. Hvernig hyggjast íhaldsblöðin geta komið lesendum sínum í skilning um það, að þeim þyki 14 milj. kr. útgjaldaupphæð of há, þegar íhaldsmenn sjálfir börð- ust fyrir því, að upphæðin yrði 15.2 miljónir króna? Kvöldskeimntun. Ungmennast. Akur- lilja nr. 2 heldur almenna kvöld- skemmtun í Samkomuhúsi bæjarins n. k. laugavdag kl. 9 síðd. Verður þar til skemmtunar ræða, upplestur, gaman- leikur og vikívakasýning undir stjórn ólafs Daníelssonar. Má því búast við að menn fjölmenni þangað. Geysir. Söngæfíng í kvöld í Skjald- borg, á venjulegum tima. 2ja og 3ja króna sektir framkvæmdar. söng síðastl. fimmtudag, undir stjórn Björgvins Guðmundssonar tónskálds, í Nýja Bíó. Er þetta fyrsti konsert kórsins á þessum vetri. Verkefni voru 5 kórar úr Hátíðarkantötu Björgvins Guð- nnmdssonar »íslands þúsund ár«, og Hreinn Pálsson aðstoðaði með einsöng. Undirleik önnuðust Vig- fús Sigurgeirsson og Sveinn Bjarman. Það dylst engum, sem að kór- söng vinna, að margskonar erfið- leika er við að stríða í því sam- bandi. Mun Björgvin Guðmunds- son ekki fara varhluta af eríið- leikum þessum, fremur en aðrir. Þrátt fyrir það varð ég fyrir von- brigðum, þegar söngskráin boðaði aðeins tónverk, sem kórinn hefir sungið hér öðru hvoru síðastliðin tvö ár. Ég átti von á að heyra ný tónverk, þar sem úr afarmiklu er að velja, þegai' um söng fyrir blandaðan kór er að ræða. Kórinn. Flutningur tónverksins frá hans hendi var að þessu sinni tilfinnanlega gallaður. Söngurinn víða mjög óhreinn og grófur, mis- styrks milli radda gætti mjög til- finnanlega, og gera slíkir gallar tónverkum ómögulegt að njóta sín, hvað góð sem þau eru. Sop- raninn er vafalaust bezta röddin, víða blæfagur og samfelldur, en gætti þó í »forte« nokkurrar yf- irspennu- (forzeringar). Altinn er viðast. fremur veigalítill og í »forte« nokkuð flár og' tónhæfni ekki í bezta lagi. Þó eru sumar raddirnar allgóðar. Tenonnn var að þessu sinni langsízta röddin. Sérstaklega gætti þess hve radd- irnar voru ósamhljóma og ósam- felldar, sem m. a. gerði það að verkum að söngurinn varð sum- staðar mjög falskur (neðan við rétta tónhæð). Einnig varð rödd- in víða alltof sterk (og gróf) samanborið við hinar raddirnar, svo nærri lá að hún yfirgnæfði þær með köflum. Ennfremur eru sumar söngraddirnar hreint og beint ljótar, og gerðu fremur að spilla söngnum en bæta. Bassinn var oftast of veikur og hljómlítill, og var alls ekki sá »grundvöllur« (basis) sem hann ætíð þarf að vera. Gerir það sönginn mun erf- iðari og svipminni, Allir þessir gallar kórsins eru á verksviði söngstjórans, og því miður verður maður að viður- kenna, að framfarir hjá kórnum eru litlar eða engar á þeim tveim árum, sem liöin eru síðan hann lét fyrst til sín heyra. Hins vegar ber að virða þá viðleitni söng- stjórans, að koma upp og halda saman svo stórum kór, og þakka þá tilraun sem gerð er í þá átt, að auðga músíklífið hér í bænum, en maður verður að gera þær kröfur — þrátt fyrir erfiðleika — að mn framfarir sé að ræða frá ári til árs. Vonandi tekst Björgvin Guðmundssyni að lag- færa þessa höfuðgalla kórsins, áð- ur en hann lætur til sín heyra næst. Hreinn Pálsson söng nokkur lög sem að ofan getur. Hann naut sín ekki vegha kvefs, og fer ég því ekki út í einstök atriði í söng hans að þessu sinni. Rödd Hreins er frá náttúrunnar hendi frábær, en nýtur sín ekki í flestum atrið- um sökum vöntunar á tækni. Verður honum því oft á, að grípa til ýmissa ráða með að túlka það efni sem í lögunum og ljóðunum felst, sem valda því oft að lögin »missa marks«. Helzt gætir þessa i lögum, sem mikil viðkvæmni er í. Kemur þá oft fram yfirborðstil- finningaviðkvæmni, sem ekkert á skylt við sanna list. Hins vegar leynir sér ekki, að Hreinn Páls- son býr yfir góðum gáfum á sviði tónlistar, sem því miður hafa ekki hlotið þá aðhlynningu, sem þær og rödd hans á skilið. Söng-v- aranum var vel tekið af áheyr- endum og varð hann að endur- taka flest lögin. Aðsókn að konsertinum var góð, miðað við getu manna á þess- um erfiðu -tímum. Blandaður kór er það fyrir- brigði í tónlist, sem fjöldi stærri og smærri tónskálda allra þjóða hafa samið fyrir ódauðleg lista- verk. Hafa þau verið flutt og eru ílutt mikið um allan heim, og þá oftast með undirleik hljómsveitar. Er hér um að gera hina mestu fjársjóðu á sviði tónlistarinnar. Mér virðist sú skylda hvíla á hverjum söngstjóra sem að þessu vinnur, að hann kynni þessa fjár- sjóðu alþýðu manna, eftir því sem kringumstæður leyfa. Hitt sýnist mér mjög vafasamt, hvort okkar fátæka músíklífi sé holt, að binda sig við flutning tónverka eftir að- eins eitt tónskáld (eða því sem næst), að ég ekki tali um eitt tón- verk. Hefir slíkt í för með sér alltof einhæf áhrif á hæfileika þeirra og tækni, sem að því vinna. Hins vegar er ekki nema sjálf- sagt að hlynna að því sem íslenzkt er og fram kemur í tónlist á hverjum tíma með því að flytja það og gagnrýna. En það má ekki verða til þess að skyggja á og útiloka aðgang að miklu meiri verðmætum á sviði tónlistar þó útlend séu. Væri því óskandi að Björgvin Guðmundsson taki sér fyrir hendur að flytja tónverk eftir fleiri tónskáld en sjálfan sig, og auka með því víðsýni á- heyrénda sinna á tónlist. Gnnrnr Sigurgeirsson. Pað tilkynnist að Sigurfljóð Einarsdóttir andaðist að heimili sínu Hafnarstræti 97 á Akureyri, þann 18. þ. m. Jarðarförin er ákveðin fimmtudaginn 31. s. m. að Laufási og hefst með hús- kveðju kL 9 árdegis frá heimili hennar sama dag. Kransar afbeðnir. Aðstandendur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.