Dagur - 07.02.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 07.02.1935, Blaðsíða 1
D AGUR iiemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIII . ár. | ’AfgreiðsIan er hjá JÓNI Þ. ÞOR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akurcyri 7. febrúar 1935, 6. tbl. Frá bæjarstjórn. Bæjarstjórn hélt fund í fyrra- dag og lágu aðallega nefndar- kosningar til yfirstandandi árs fyrir fundinum. Var fyrst kosinn forseti bæjarstjórnar til þessa árs Sig E. Hlíðar með 8 atkv., en 3 seðlar voru auðir. Varaforseti var kosinn Erlingur Friðjónsson með 4 atkvæðum. Vilhjálmur Þór hlaut 2 atkv., Jóh. Frímann 1, en 4 seðlar voru auðir. Við ritara- kosningu komu fram 2 listar A. og B. Hlaut A-listi 3 atkvæði og var af honum kosinn Jóhannes Jónasson, en B-listi 5 atkvæði og var af honum kosinn Jón Guð- laugsson, en 3 seðlar voru auðir. Síðan hófust hinar eiginlegu nefndakosningar. Við þær komu fram ýmist 2 eða 3 listar, eftir því hvort kommúnistar voru sér um lista eða eigi. Hafði Sjálf- stæðisflokkurinn B-lista og hlaut sá listi með einni undantekningu alltaf 6 atkvæði, með því að full- trúi Alþýðuflokksins, Svanlaugur Jónsson, staðgengill Erlings Frið- jónssonar, vann svo dyggilega með hinu sameinaða íhaldi Sjálf- stæðisflokksins og Jóns Sveins- sonar, cið í kosningium 16 nefnda af 17, þar sem listar komu fram, lagói hann sitt atkvæði i þá vog- arskálina. Annars eru neíndimar svo skipaðar: Fjárhagsnefnd: Vilhj. Þór., Sig. E. Hlíðar, Jón Guðlaugsson. Fátækranefnd: Jóhann Frí- mann, Jón Guðlaugsson, Jón Sveinsson, Sig. E. Hlíðar, Stein- grímur Aðalsteinsson. Vátnsveitunefnd: Vilhjálmur Þór, Sig. E. Hlíðar, Erlingur Friðjónsson. Vegcmefnd: Jóhannes Jónasson, Sig. E. Hlíðar, Jón Sveinsson. Rafmagnsnefnd: Jónas Þór, Jón Guðmundsson, Stefán Jónasson, Erlingur Friðjónsson, Þorst. Þor- steinsson. Swndnefnd: Jóhann Frímann, Jón Sveinsson, Stefán Jónassón. Jarðeignanefnd: Jóhannes Jón- asson, Sig. E. Hlíðar, ólafur Jónsson, Jón Sveinsson, Þorst. Þorsteinsson. Húseignanefnd: Jóhannes Jón- asson, Jón Guðmundsson, Sig. E. Hlíðar. Brunamálcmefnd: Jóhann Frí- mann, Jóhannes Jónasson, Jón Guðmundsson, Stefán Jónasson. Ellistwktwrsjáðsnefnd: Jóhann- es Jónasson, Jón Guðlaugsson, Stefán Jónasson. Kjörskrámefnd: Jóhann Frí- mann, Sig. E. Hlíðar, Jón Sveins- son. Búfjárræktmnefnd: J óhannes Jónasson, Jón Sveinsson, Sig. E. Hlíðar. Sóttvarnarnefnd: S. E. Hlíðar. Heilbrigðisnefnd: J. Sveinsson. Verðlagsskrárnefnd: Jón Guð- mundsson. Hafnarnefnd: Jóhann Frímann, Stefán Jónasson, Árni Jóhanns- son, Jakob Kíarlsson. Byggingarnefnd: Jóhann Frí- mann, Jón Guðmundsson, Tryggvi Jónátansson, ólafur Ágústsson. Skólanefnd,: Böðvar Bjarkan, Elísabet Eiríksdóttir, Jón Sveins- son, Friðrik Rafnar. Bókasafnsnefnd: Brynleifur Tobiasson, ólafur Jónsson, Valdi- mar Steffensen. Atvinnubótanefnd: Jóhannes Jónasson, Stefán Jónasson, Erl. Friðjónsson, Jón Guðmundsson, Steingr. Aðalsteinsson. Þá voru kosnir endurskoðendur bæjarreikninga Svanbjörn Frí- mannsson og Karl Nikulásson. Þá var samþykkt fundargerð fjárhagsnefndar og í sambandi við hana samþ. eftirfarandi till. frá bæjarstjóra: 1) Bæjarstjórn felur fjárhags- nefnd að semja um kaup og flutn- ing á efni í ca. 20 þús. tunnur og gefur bæjarstjóra fullt umboð til þess að gera samninga fyrir sína hönd um hvort tveggja. 2) Bæjarstjómin felur fjár- hagsnefnd að útvega bankatrygg- ingu í Landsbanka íslands fyrir því fé, sem þarf til kaupa á efni í ca. 20 þús. tunnur, 1 3) Bæjarstjómin heimilar fjár- hagsnefnd að taka allt að 40 þús. kr. lán til greiðslu á flutningi tunnuefnis, vinnulaunum, verk- smiðjuleigu og öðrum kostnaði viö væntanlegt tunnusmíði. Þá samþykkti bæjarstjórn og, að fela atvinnubótanefnd að hafa alla umsjón með væntanlegu tunnusmiði. □ Rim 50352128 — Frl.*. Fertugaafmæli á í dag Ingimundur Árnason skrifstofustjóri í Kaupfélagi Eyfirðinga og söngstjóri Geysís, KIRKJAN. Messað í Lögmannshlíð n, k. sunttudág kl 13 á hádegi* Skelmisbrögð í Skagafirði. Seinni hluta janúarmánaðar hófust réttarhöld í Skagafirði i tilefni af faheyrðum atburðum, er í fyrstu voru taldir til »drauga- gangs«, en mega vafalaust teljast til óþokkalegra skelmisbragða. Hermir útvarpið svo frá eftir fréttaritara sínum í Skagafirði, en heimild hans er sýslumaðurinn þar; Á Grófargili í Seiluhreppi búa ung hjón — konan 22 ára — með barn sitt, missirisgamalt. Á miðj- um engjaslætti, þegar hjónin voru á engjum, hafði dag einn verið farið í bæinn og borið út ýmis- legt dót, en þessu var þá enginn meiri gaumur gefinn. Svo þegar haustaði að, og dimma tók, fór það að vilja til, þegar bóndi var eklvi heima, að kynlegir gestir komu og börðu að dyrum — en enginn sást er út var komið. Bær- inn var barinn utan, og lagzt var á glugga með orgi og óhljóðum, einkum þegar myx’kt var, á kvöldi eða nóttu. Stmidum var farið í stofu í fvambænum, brotnir þar gluggar, og öllu umturnað. Þessu slotaði nokkru fyrir jól. Annan janúar, kl. 6 að kvöldi, var bóndi í fjárhúsi, en konan fór í fjós, og er innangengt í það úr bænum. Skildi hún eftir barn- ið sofandi í rúmi í baðstofu. Eft- ir skamma stund hljóðar barnið ákaflega, og rýkur konan inn. Er þá barnið horfið úr rúminu, og brotin rúða á baðstofunni en barnið fann konan undir borði, og var enginn áverki á því. Síðasta heimsóknin af þessu tagi var kl. 7 að morgni 19. jan- úar. Þá var piltur, bróðir bónd- ans í fjósi. Er þá kastað grjóti inn um fjósgluggann. í þessu kemur konan út á hlað, og sér mann hlaupa í áttina til gilsins, sem er í túninu, og bærinn dreg- ur nafn af. Ekki þekkti hún manninn, enda var ekki orðið bjart af degi. Sýslumaður hefir þegar yfir- heyrt í rétti 18 menn af næstu bæjum, og nokkra fleíri, en ekk- ert hefir orðið uppvíst ennþá. — Trúlofun eítta liafa nýlega opinberaó ungfrú Valgerður Áustmar, dóttir Sig- urðar H. Austmar og konu hans, og Leó Árnason, frá Víkum á Skagn, NÝJA-BÍÓ sýnir fimtudaginn 7. p. m. ki. 9. kvikmyndina Kaupmannahafnarliúar. Aðalhlutverkin leika skemmtileg- ustu leikarar Dana. Þar á meðal: Chr. flrhoft. Olga Svendsen. Aase Clausen. E Schrnder. Skottuiækiír kæriur. Að því er útvarpsfregn hermdi á fimmt'udagskvöldið -var, hefir Árni læknir Pétursson í Reykja- vík kært Sigurð Hannesson, smá- skammtalækni þar, fyrir fóstur- eyðingakukl. Hafði stúlka komiö til Árna læknis og talið sig veika orðna af þessum tilraunum Sig- urðar, þótt ekki hefði hún orðið af með fóstrið. Hafði hún farið til skottulæknis þessa 15 sinnum og hann tekið fyrir 30 krónur. Stúlkan er tæplega talin andlega frísk og sendi bæjarlæknirinn, Magnús Pétursson hana á Klepp til rannsóknar. En smáskammta- læknirinn hefir verið tekinn fast- ur og rannsökuð »lækninga«-stofa hans og tæki. Sjéitvarpið komið! Loks er sjónvarpið að verða hversdagslegur raunveruleiki. — Á fimmtudagskvöldið var til- kynnti brezka útvarpið að nefnd sú, er skipuð hafði verið til þess aö rannsaka alla möguleika til starfrækslu sjónvarps í sambandi við útvarpið, hefði nú skilað mjög greinilegri skýrslu og talið, að öllu athuguðu, að sjónvarpið sé nú komið á svo hátt stig, að þegar beri að gera gangskör að því að starfrækja það á Englandi. — (Helztu tilraunirnar hafa verið gerðar þar, í Bandaríkjunum og á Þýzkalandi). Verður nú þegar reist stöð í London og mun hún geta tekið til starfa í sumar. En smám saman ér hugsað að koma upp fleiri stöðvum í stærstu borg- um Englands. Notaðar verða ör- stuttar bylgjur en mjög háar stengur, um eða jrfir 500 fet á hæð, en stöðin á að hafa 10 kw. afl. Dregur hún þó eigi nema um 40 kílómetra á sléttlendi, nokkru skemmra í fjalllendi, en snmstað- (Framh. á 4. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.