Dagur - 07.02.1935, Blaðsíða 3

Dagur - 07.02.1935, Blaðsíða 3
6. tbl. DAGUR 23 íhaldið og æðarkollan. Hæstaréttardómur a ofsóknarmáli «- haldsins á hendur Hernianiii Jónas- syni féll 28. |an. s. 1. Dónii Arnljóts hrundið og' hann vattur fyrir ineð- ferð málsins. Dómsniðurstaðan er svo- hljóðandi: „Þvi dæmist rétt vera: Kœrði, Hermann fónasson, d að vera sýkn af kœrum valdsstjórnarinnar i máli þessu. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku riffils kærða er úr gildi fellt. Allur sakarkostn- aður í héraði, svo og allur á- frýjunarkostnaður sakarinnar, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmála- flutningsmanna Sveinbjarnar fónssonar og Stefáns fóh. Stejánssonar, 150 kr. til hvors. Um fraramistöðu »kolludómar- fins«, Arnljóts Jónssonar, í með- f.erð málsins segir m. a. svo í for- sendum dómsins: »Prófin eru óþarflega marg- brotin og óaðgengileg víða ogýms atriði dregin inn í rannsóknina, sem engu raáli skipta um málefn- in sjálf«. Ennfremur er það vítt, að Arnljótur hafi neitað H. J. um frest til að skrifa vörn í málinu. Framburður þeirra manna, sem Arnljótur sleppti við að sverja, var talinn einskis virði. Þessir menn töldu sig vera Adventista og sögðu að Adventistar mættu ekki vinna eið, og tók Arnljótur það til greina. En það er alveg tilhæfulaust, að Adventistar megi ekki vinna eið. Þetta svokallaða »kollumál« er eitthvert svívirðilegasta tiltækiö, sem íhaldsmenn hafa fundið upp til hefnda og hnekkis pólitískum andstæðing. Sum vitnin, sem í- haldið leiddi, voru kunn að marg- víslegum klækjum. Mál þetta er til háðungar öl!- urn íhaldsflokknum, en þó einkum Magnúsi Guðmundssyni, Arnljóti Jónssyni og sorpblöðunum, Morg- unbl. og Vísi. Raunir íhaldsins eru þungbær- ar. Nýlega voru ritstjórar þess dæmdir í sektir og fangelsi til vara, fyrir róg og níð um einn nýtasta og vinsælasta mann með- hlið stóðu þeir Einar Olgeirsson, Magnús Jónsson og fl. íhaldsmenn og æptu um það, að mjólkurstríð skyldi skella á 1. febrúar, og að þeir skyldu sigra. Her þeirra á hendur mjólkursamsölunni átti að vera ógurlegur! En Þegar til kom reyndist herinn aðeinsl3mjólkur- kaupendur! íhaldsmenn eru lagðir á flótta og fullyrt að þeir telji sig hafa verið einlæga stuðningsmenn málsins frá upphafi! al þjóðarinnar, Sigurð Kristins- son forstjóra. Nú hafa ritstjórar Morgunbl. játað það opinberlega, að rógurinn hafi verið gerður vís- vitandi í þeim tilgangi að spilla fyrir samtökum Framsóknar- manna og Alþýðuflokksins um stjórnarmyndun. Ofan á þessa skömm bætist svo dómur liæsta- réttar í ofsóknarmáli íhaldsins á hendur Hermanni Jónassyni. Ef að þessi sára eymd íhalds- ins getur ekki læknað einhvern hluta þeirra manna, sem fylgt hafa því að málum að undan- förnu, þá eru þeir ólæknandi og eiga sér enga batavon. Á úfleið, hinn stórmerki leikur, er Leikfélag Ak- ureyrar hefir verið að æfa undanfarandi tíma, og sýndur var hér fyrir allmörg- um árum, verður nú leikinn, að for- fallalausu, í næstu viku. Er leikurinn var fyrst sýndur í Reykjavík 1926, skrifaði Einar H. Kvaran rithöfundur grein um leikinn í eitt af blöðum höfuðstaðarins, rétt áður en frumsýning hans var. Fórust Einari á þessa leið orð um leik þenn- an meðal annars: ----— »Hann var sýndur heilt ár í sífellu í einu leikhúsinu í London fyr- ir fullu húsi. Hann hefir farið sigur- för um einhvern mikinn hluta af ver- öldinni — ég veit ekki hvað mikinn. Ég sá hann i Betty Nansens ieikhúsinu í Kaupmannahöfn. Þegar ég kom til Vesturheims, var hann þar á ferð- inni frá einu leikhúsinu í annað. I Noregi hefir hann þótt með af- brigðum hugnæmur og skemmtilegur og eins í Svíþjóð. í Þýskalandi er sagt, að hann hafi verið sýndur hér- umbil í hverjum bæ. Af öllu því, sem ég sá í leikhúsum í síðustu utanför minni þótti mér langmest vert um þennan leik. Efnið er í meira lagi einkennilegt og frumlegt. Það er, í styztu máli, sigling inn í annan heim. Persónurnar eru allar framliðn- ir menn, »á útleið«, á leiðinni frá jarð- neska lífinu inn í það líf, sem tekur við eftir það, sem vér nefnum dauða — allir framliðnir menn, að undan- teknum tveimur, sem hafa reynt að fyrirfara sér, en ekki tekist það, fá ekki inngöngu í landið hinumegin við dauðans haf og verða að snúa aftur inn í jarðneska lífið. Þetta ferðalag er sýnt sem sjóferð. Farþegarnir sýna glöggt, hvern mann þeir hafa að geyma, þegar er þeir eru komnir út á skipið. Enginn þeirra veit, hvernig ástatt er um þá. En svo fer þeim að þykja hitl og annað kyn- legt. Þeir fara smátt og smátt að komast að raun um það, að enginn þeirra veit, hvert ferðinrti er heitið. Þeir verða líka þess varir, að engin ljós eru uppi á skipinu, og að þeir sigla í svarta myrkri. Ennfremur kemur það upp úr kafinu, að skipverjar eru engir aðrir en fáeinir farþegar og veit- ingaþjónn — enginn skipstjóri, engir yfirmenn, engir hásetar, Þátturinn, sem sýnir farþegana, þegar þeir eru að öðlast þessa mikilvægu vitneskju, er með afbrigðum vel samin. Þegar þessi vitneskja er fengin, býrjar kvíði farþeganna fyrir landtökunni. Óneitan- lega hefir mikið vantað á það, hjá þeim flestum, að þeir hafi búið sig rækilega undir hana. Og undir- búningurinn, sem þeir hefja þar á skipinu til þess að taka á móti dóm- aranum, er mjög skringilegur. Sá þeirra, sem lakastur er, tekur að sér að flytja mál þeirra fyrir hinum vænt- anlega rétti. Mikil fegurð og viðkvæmni er í leiknum. Líka er þar margt kátlegt og skringilegt, svo háalvarlegt sem efnið er. Eitt er víst: Þeir sem leik- inn sækja, fá mikið umhugsunarefni, eftir að þeir verða komnir úr leikhús- inu.« Ágúst Kvaran hefir leikforustuna á hendi nú og leikur jafnframt eitt hlut- verkið, þjóninn á skipinu, Scrubby. Var meðferð hans á því hlutverki, er hann fór með það í Rvík, mjög róm- uð. Munu því margir hér á Akureyri bíða þess með eftirvæntingu, að fá að sjá hann í þjóninum. Leikdómara eins Reykjavíkurblað- anna 1926, farast svo orð um leik hans þá. »Um meðferð leikanda má segja það eitt, að hún er víðast góð, Þó ber Ágúst Kvaran þar af. Hann leikur þjóninn á dauðra manna skipinu, og er búinn að fara fram og aftur »um 5000 sinnum«. Kvaran fatast ekki allan leikinn. Eins og full- trúa annarar veraldar sæmir, gengur hann um þögull, alvarlegur, fastur fyr- ir og réttfátur. Það sýnir leikarahæfi- leika Kvarans, að geta farið úr ham Ógautans í »Dansinn í Hruna« beina leið í gerfi þessa Dauðra-þjóns.* Ný eldavél. Hún heitir Serva og er búin til í Svíþjóð. Á síðari árum hafa hugvitsmenn heimsins lagt sig mjög fram við að útbúa þægilegar og sparneytnar elda- vélar. Er það ekki að ástæðulausu, því fá áhöld eru eins almennt notuð og mikið daglega. Svíar hafa staðið mjög framarlega á þessu sviði og er Aga eldavél þeirra fræg orðin. En sá galli er á því á- gæta áhaldi að hún er mjög dýr (ca. 1300 ísl. krónur) og brennir aðeins koksi. Nú hafa Svíar sent á heimsmarkað- inn aðra eldavél, sem virðist hafa alla beztu kosti Agaeldavélarinnar, en kostar aðeins brot af verði hennar. Hún hefir einnig þann ágæta kost, að brenna öllum eldivið. Þessi eldavél heitir Serva og er búin til af A/B Pump-Seperator Oguterier, Kristine- holm í Svíþjóð, en Jón Loftsson heildsali í Reykjavík hefir umboð á sölu hennar hér á landi. I Nýju matsölunni, Hafnarstræti 102 hér í bænum, hefir ein Serva eldavél verið í notkun í tvo mánuði. Hefir hún reynzt mjög vel, og húsmóðirin, Sigurlaug Björnsdóttir, er sérlrga á- nægð með bana. PlæoimanaBi vantar Búnaðarfélag Árskógs- hrepps 6—8 vikna tíma á kom- andi vori. Sá, sem kynni að sinna þessu gefi sig fram við undir- ritaðan, er semur fyrir hönd félagsins. — Sími Krossar. Hellu 1. febrúar 1935. Kr. E. Kristjánsson. Trillubátur til silu. Nýlegur trillubátur, 1.51 smál, að stærð, með 3. h.k. Sóló-vél er til sölu nú þeg- ar. Góðir borgunarskilmál- ar. Semja ber við Kristján Pálsson, Sæborg við Hjalteyri, Serva eldavélin er lokuð eldavél, þannig að soðið er ofan á 3 suðu- plötum, líkt og rafmagnssuðuplötum. Steikaraofninn er rúmgóður og annar suðu- og vermiofn af svipaðri stærð. Vatnsgeymirinn tekur 17 lítra. En þar að auki hitar Serva vatnshitunardunk fyrir baðker og handlaugar. Eldiviðar- eyðslan er sérlega lítil og brennslan mjög fullkomin, þannig að öskuna þarf aðeins að taka tvisvar til þrisvar í mánuði. Serva eldavélin hefir verið reynd mjög rækilega af þar til kjörinni nefnd í Svíþjóð. Er útkoman mjög álitleg og vil ég nefna eitt dæmi: Á vélina voru settir 3 pottar, hver með 3 lítrum af 15° heitu vatni og í vatnskassann látnir 17 lítrar af 20® heitu vátni. Kyndingin stóð yfir í 4 stundir og 45 mín. Þurfti til hennar hálft kg. af uppkveikjuspýtum og 2.4 kg. af steinkolum. Svarar það til 0.56 kg. kola á klst. Við kyndinguna guf- uðu upp 4.76 lítrar af vatni úr suðu- pottunum. Vatnið í vatnsgeyminum hitnaði úr 20° í 54°. Með kolaverði hér hefir þessi, nær 5 stunda kynding kostað 8.6 aura, ef uppkveikjunni er sleppt. Vélinni var svo lokað og haldið heitri til næsta dags. Var þá gerð framhaldskynding með sverði, og á vélina aftur settir 3 pottar, hver með 3 lítrum af 11° heitu vatni og í vatns- kassann voru látnir 17 lítrar af 14® heitu vatni. í fyrsta pottinum sauð eftir 12 mínútur, öðrum eftir 38 mín. og þeim þriðja eftir 1 stund og 21 mín. Kyndingunni var hætt eftir 3 st. og 44 mín. og höfðu þurft til hennar aðeins 3. kg. af sverði eða 0.8 kg. á klst. Upp úr pottunum hafði gufað 6-83 lítrar af vatni. Hitinn í vatns- geyminum hækkaði úr 14° upp í 52°. Þessi eldiviðarneyzla er sérlega lítil og ætti Serva eldavélin að vera mjög heptug hér á landi og ekki síður í sveitum en í kaupstöðum. Sveinbjörn Jónsson, byggingameistari. Sveinspróf. Nýlega hefir Edvard Jónsson, sonur Jóns rafveitustjóra á Húsavík, lokiö sveinsprófi í rakaraiðn með mjög góðri einkupn. Edvard hefir stundað nám hjá Sigfúsi Elíassyni rak- arameistara hér í bænum, en hefir nú að Joknu prófi flutzt^ til Siglufjarðar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.