Dagur - 07.02.1935, Blaðsíða 2
22
r DAGUR
6. tbl.
Stjórnmálafundir
í Eyjafirði.
Samlylking íiialds. cinkaiyrirtækisi og
kommúnisla greiðir alkv. í handjárnuin.
Á fimmtudaginn var boðuðu
þingmenn Eyfirðinga til tveggja
funda á sama tíma í kjördæmi
sínu. Var annar fundurinn hald-
inn í Þinghúsi Hrafnagilshrepps,
og var þar mættur Einar Árna-
son alþm., en hinn fundurinn í
þinghúsi Glæsibæjarhrepps, og
þar mætti hinn þingmaður kjör-
dæmisins, Bemharð Stefánsson.
Hriðarveður var um morgun-
inn og voru báðir fundirnir því
fremur fásóttir, enda enginn und-
irbúningur af hendi Framsóknar-
manna.
Á Hrafnagilsfundinum var
fram borin og samþykkt trausts-
yfirlýsing til ríkisstjórnarinnar
og hlaut hún yfir 30 atkvæði,
en 16 voru á'móti. Voru það at-
kvæði íhaldsmanna og einkafyrir-
tækisins, sem höfðu samtök um
að sækja fundinn.
Víkur þá sögunni að Glæsibæj-
arfundinum. Á þann fund söfn-
uðu íhaldið og Bændaflokkurinn
(einkafyrirtækið) liði, ekki að-
eins úr Glæsibæjarhreppi, heldur
og úr öðrum hreppum. Bíll frá
Moidhaugum var t. d. sendur inn
í Glerárþorp eftir íhaldsmönnum
og ef til vill einhverju af komm-
únisum. Benti þessi smölun á, að
eitthvað mikið stæði til.
Á fundinum urðu harðar deilur
milli Bemharðs Stefánssonar
annarsvegar og Garðars Þor-
steinssonar, Einars G. Jónasson-
ar, Stefáns í Fagraskógi og Jóns
M. Benediktssonar á Rauðalæk
hinsvegar. Var enginn skoðana-
munur heyranlegur milli þessara
fjögra manna. Báru ræður þeirra
það með sér, að þeir væru allir
innilegir flokksbræður, enda kom
það í ljós við atkvæðagreiðslur,
að íhaldsmenn og »bændavinir«
fylgdust fast að. Skrítið var að
sjá verkamenn úr Glerárþorpi,
undir forustu íhaldsmannsins Ste-
fáns Grímssonar, og hlekkjaða
handjámum hans, samþykkja á-
vítur til ríkisstjórnarinnar út af
kauphækkun í opinberri vinnu.
í orðadeilunum bar Bernharð
Stefánsson sigur af hólmi f
hverju máli. Garðar Þorsteinsson
staðhæfði, og kvaðst segja það
öldungis satt, að í fjárlögunum
hefði sósíalistum verið veittar 5
þús. kr. í flokkssjóð. B. St. sann-
aði það með tilvitnunum í fjár-
lögin, að Garðar fór hér með
rakalaus ósannindi, eins og oftar,
og varð hann að láta sér þetta
lynda og ekki sýnilegt að hann
tæki það nærrí sér að vera gerð-
ur að berum ósannindamanni
frammi fyrir öllum fundarmönn-
um.
Um afstöðu flokkanna til fjár-
mála á síðasta þingi bað Bernh.
Stefánsson fundarmenn að ganga
úr skugga með því að kynna sér
þingtíðindin sjálf, því 'þau væru
bezta heimildin í þessu efni og
lygju ekki eins og Garðar og
fleiri íhaldsmenn, en Garðari var
ekki um það að menn leituðu sér
fræðslu um þetta í þingtíðindun-
um, fundarmenn gætu sparað sér
þá fyrirhöfn, því þeim væri óhætt
að trúa sér! Hann sagði, aö sjálf-
stseðismenn hefðu viljað spara
ríkisfé á síðasta þingi! Við, sjálf-
stæðismenn, viljum æfinlega
spara! sagði hann.
Jón M. Benediktsson réðst á
stjórnarflokkana, meðal annars
fyrir það, að þeir hefðu setið hjá
við atkvæðagreiðslu um tillögu
Þorsteins Briem um mjólkurbúa-
styl-k. En hann setti hljóðan þeg-
ar Bernharð upplýsti, að Þ. Br.
hefði haft heimild til að greiða
styrkinn, meðan hann var ráð-
herra, bæði samkvæmt lögum frá
Alþingi og skriflegri áskorun
meiri hluta þingmanna í báðum
, deildum 1933, en Þ. Br. hefði
annaðhvort skort manndóm eða
vilja, eða þá hvorttveggja þetta,
til þess að nota sér þessa laga-
heimild eða sinna eindregnum á-
skorunum meiri hluta þingsins.
Tillaga Þ. Br. hefði því verið ails
óþörf, þar sem heimild til þess, er
hún fór fram á, v.ar til áður. Af
þessum sökum sátu 28 þingmenn
hjá við atkvæðagreiðsluna.
Einar G. Jónasson, annar fram-
bjóðandi Sjálfstæðisflokksihs í
Eyjafirði -viö undanfarnar kosn-
ingar, bar frarn vantraust á rík-
isstjórnina. • Var það samþykkt
með 26 atkvæðum gegn 18. Kom
þá í ljós til hvers refarnir voru
skornir með smölunina á fundinn.
Áður en gengið var til atkvæða
het Einar á kommúnista til fylg-
is við tillöguna, og Stefán í
Fagraskógi hrópaði hvatningar-
orð til Bændaflokksmanna um að
duga nú íhaldinu og greiða til-
lögunni atkvæði. Hlýddu allir
þessir atkvæðabetli þeirra Einars
Jónassonar og Stefáns í Fagra-
skógi. Gekk þannig hin þríeina
samfylking íhalds-einkafyrirtæk-
is-komúnista til atkvæðagreiðsl-
unnar í yndislegum faðmlögum,
hlekkjuð handjárnum Einars &
Stefáns. Var það tignarleg og á-
hrifamikil sjón!
Úrslit atkvæðagreiðslunnar þarí
ekki að koma neinum á óvart
þegar litið er annarsvegar á
deyfð Framsóknarmanna að
sækja fund þenna, sem líklega
hafa ekki búizt við neinni at-
kvæðagreiðslu, en hinsvegar á
ástundunarsama smölun íhaldsins
og félaga þess, »bændavinanna«.
Andstæðingar stjórnarinnar sóttu
liðstyrk í aðra hreppa, en Fram-
sóknarmenn voru ekki mættir ut-
an Glæsibæjarhrepps, nema einn
maður eða svo.
-o-
En eftirtektavert er það, að eft-
ir slíka smölun í úthreppum Eyja-
fjarðarkjördæmis skyldu ekki
fást nema 26 atkvæði með van-
trausti á stjórnina Sýnir það fá-
menni, að ekki er um auðugan
garð að gresja um fylgi við í-
haldsstefnuna á þessum slóðum.
Þó er sagt, að‘ íhaldsmenn séu
ógnarlega glaðir yfir smöluninni
og árangri hennar. Síðasti »ís-
lendingur« er óslcöp hreykinn yf-
ir Glæsibæjarfundinum og þess-
um 26 »rétttrúuðu« sálum og í
Morgunblaðinu koma áreiðanlega
stórar og margorðar'fyrirsagnir
um stórsigur íhaldsins í Eyja-
firði!
Herferðin gegn mjólkur-
samsölunni.
Þegar núverandi ríkisstjórn
skipulagði kjötsöluna innanlands
til hagnaðar fyrir bændur, gerði
íhaldið og fylgilið þess herblástur
mikinn að hinu nýjá skipulagi og
skoraði á kjötneytendur að hætta
að leggja sér þessa fæðutegund
til munns.
Þi-átt fyrir þett'a náðu kjötsölu-
lögin miklum vinsældum; íhalds-
menn sáu, að þeir voru að bíða
ósigur; þá sneru þeir við blaðinu
og þóttust alltaf hafa verið stuðn-
ingsmenn málsins.
Næst kom að því, að skipu-
leggja aðra framleiðsluvöru
bænda, en það er mjólkin. Á sölu
þeirrar vöru hafði lengi verið hið
argasta sleifarlag í Reykjavík,
dreifingar- og sölukostnaður svo
mikill, að þrátt fyrir hátt verð,
sem neytendur greiddu, fengu
framleiðendur mjög lágt verð fyr-
ir mjólkina og stundum ekki
nema' þriðjung af útsöluverðinu.
Mjólkursamsalan í Reykjavík
átti að ráða bót á þessu, hækka
verðið til framleiðenda, en lækka
verðið til neytenda. Þessu marki
varð að ná með mikilli niður-
færslu á dreifingarkostnaði. Áður
en samsalan tók til starfa, um
miðjan síðasta mánuð, voru yfir
100 útsölustaðir mjólkur í Rvík.
Nú er þeim fækkað niður í 30 til
40.
Ekki var samsalan fyrr tekin
til starfa samkv. hinu nýja skipu-
lagi, en samfylking ihalds, komm-
únista og nokkurra manna úr
einkafyrirtækinu hóf nýjan her-
blástur gegn öllum þeim umbót-
um, er barist var fyrir í þessum
efnum. íhaldsmenn og kommún-
istar hóuðu saman íhaldshús-
mæðrunum í Reykjavík og stofn-
uðu til æsingaíunda. Hinar fárán-
legustu kröfur og kenningar voru
bornar íram. 'Krafizt var, að út-
'söluverð mjólkurinnar lækkaði
stórlega í verði þegar í byrjun og
áður en fyrirtækið gat unnið
nokkurn arð, til þess að geta kom-
ið í veg íyrir, að bændur fengju
hækkað verð íyrir þessa fram-
leiðslu. Morgunblaðið og Vísir
lágu ekki á liði sínu. Daglega
fluttu þau blöð niðgreinar um
samsöluna og nýja skipulagið.
Mjólkina nefndu þau samsull,
nema Korpúlfsstaðamjólkina —
öhnur mjólk en þaðan átti eigin-
lega ekki að vera drekkandi.
Nú vill svo einkennilega til, að
einmitt mjólk frá Korpúlfsstöð-
um reyndist eitt sinn svikin; hún
var blönduð vatni. Svikin voru
sönnuð og játuð af hlutaðeigend-
um. Þar við bætist, að nýlega
hafa komið í Ijós önnur svik í
sambandi við sölu mjólkur frá
Korpúlfsstöðum. Flöskur, sem
mjólkin var seld í, reyndust of
litlar. Þessi svik eru einnig sönn-
uð og viðurkennd af hlutaðeig-
endum og stendur enn yfir rann-
sókn í því svikamáli.
Það er afar eftirtektai-vert og
lýsir íhaldihu- mæta vel, að það
skuli einmitt hlaða lofi á mjólk,
frá þeim eina stað, sem ber hefir
orðið að svikum við sölu hennar,
en nefna ósvikna mjólk frá bænd-
um almennt »samsull« og öðrum á
virðingarnöfnum, í þeim auðsæja
tilgangi að spilla fyrir sölu á
henni.
Þá krafðist íhaldið þess, að
rnjólkurbúðum í Reykjavík yrði
aftur fjölgað og að mjólkursalan
yrði yfirleitt færð í það ófremd-
arástand, sem 'áður ríkti, ella var
hótað mjólkurstríði og neyzlu-
banni á mjólk 1. febr. Hlið við
Höímniiú jyrirliggjandi mii úrval ai:
Sængurveraefnum, Fiðurheldum lér-
eftum, Stót, Hvítum og mislitum
léreftum, Tvisttauum, Khakitauum,
hvítum og mislitum. Flónelum, Fóð-
urtauum og Gardínutauum.
Kaupfélag Eyfirðinga.
V efnaðarvörudeildini