Dagur - 21.03.1935, Page 2

Dagur - 21.03.1935, Page 2
46 DAGUR 12. tbl. Þríhyrningur dæmir alkunna gáfu-og sæmdar- menn heimskaog illgjarna. Þríhyrndi rithöfundurinn skrif- ar grein í siðasta ísl. um sam- vinnufélögin og þó sérstaklega um K. E. A., og er vikið að einu atriði hennar (nauðsyn kaup- ’ manna til að greiða útsvör) á öðrum stað hér í blaðinu. I á- minnstri grein er meðal annars þessi klausa: »... getur enginn sæmilega greindur maður, sem vill þjóð sinni vel, haldið fram þeirri fjar- stæðu, að sanngimi sé í þeirri löggjöf, er slíkt misrétti helgarc. Löggjöfin, sem greinarhöf. á við, eru skattskylduákvæði sam- vinnulagaxma frá 1921, og standa þessi tilfærðu ummæli í sambandi við. samanburð höf. á skattskyldu hlutafélaga og samvinnufélaga, er hann segist engan mun sjá á, þó að hlutafélögin séu yfirleitt stofnuð og starfrækt, til þess að einstökum mönnum græðist fé, en samvinnufélögin vinni til gagns öllum almenningi. Þenna mikla mun getur blindur fjandmaður samvinnustefnunnar ekki eygt og má með góðum vilja virða honum það til vorkunnar. Svar við meg- inhluta þessarar íslendingsgrein- ar verður að bíða næsta blaðs, en hér skal aðeins vikið að þeim dæmalausa sleggjudómi, er þríh. kveður upp í hinum tilfærðu um- mælum hans hér á undan. Hann segir, að enginn sæmi- lega greindur maður, sem vilji þjóð sinni vel, hafi getað sett skattskylduákvæði samvinnufé- laga í samvinnulögin. Hverjir voru það, sem unnu að þessari samvinnulöggjöf og beittu sér fyrir því, að hún kæmist á? Meðal annara voru það þeir Pétur á Gautlöndum, ólafur Briem og sfðast en ekki sízt Hall- grímur Kristinsson, allir valin- kunnir sæmdar- og gáfumenn og föðurlandsvinir. Alla þessa áhugasömu ágætis- menn fyrir velfarnaði þjóðarinn- ar stimplar leigutól kaupmanna sem ógreinda menn, heimskingja, er hafi viljað þjóð sinni illa, ver- ið föðurlandssvikarar. Hvað segja Skagfirðingar um þenna dóm yfir ólafi Briem? Hvað segja Þingeyingar um þenna vitnisburð til handa Pétri á Gautlöndum? Hvað segja Ey- firðingar um það, að Hallgrímur Kristinsson hafi verið ógreindur og ekki viljað þjóðinni vel? Og hvað segja yfrleitt allir fs- lendingar um þenna sleggjudóm þríhyrningsins í fsl. ? Svörin geta ekki orðið nema á einn veg. Dómurinn er blygðunar- laus svívirðingyfirþjóðnýtu starfi og minningu þeirra ágætismanna, sem hér eiga hlut að máli. En sú er bót í máli, að hann rýrir þá á engan hátt. Hann er og verður þeim einum til smánar, sem hann hefir upp kveðið, En dónnirinn nær auðvitað til fleiri manna en hér hafa verið nefndir og þá sérstaklega til þeirra þingmanna, sem greiddu atkvæði með þeirri grein sam- vinnulaganna, er ákvað skatt- skyldu samvinnufélaga, en um hana voru atkvæði greidd með nafnakalli. í efri deild var grein- in samþykkt með öllum atkvæð- um gegn tveimur, en í neðri deild með 21 atkv. gegn 5. Allir þeir þingmenn, er atkvæði greiddu með umræddri grein sam- vinnulaganna, falla því undir þann dóm þríhyrningsins að vera ógreindir og vilja þjóð sinni ekki vel. Það er nálega allt Alþingi 1921, sem fær þenna dóm. En hið kátbroslegasta af öllu er, að Magnús Guðmundsson fellur und- ir dóminn. Hann var einn þeirra þingmanna, er greiddu atkvæði með samvinnulögunum. Magnús Guðmundsson er því að dómi þrí- hymingsins heimskingi og ósann- gjarn, er vill þjóð sinni illa. Dagur leiðir sinn hest frá því að dæma um réttmæti þessarar þungu ásökunar á hendur M. G. En það mun þeim finnast, er til þekkja, að hún komi úr óvæntri átt. Rökin fyrir ákvæðum sam- vinnulaganna um skattskyldu samvinnufélaga er að finna í greinum þeim, er birzt hafa hér í blaðinu um þetta efni nú að undanförnu. Meðan isl. reynir ekki að hnekkja þeim rökum, stendur hann berskjaldaður fjnrir í málinu. Úrskurður yfir- skattanefndar. / Verzlunarfræðingur íhaldsins, sá er ritar í fsl. undir þríhyrn- ingsmerkinu, finnur að því, að »Dagur« skyldi aðeins birta fyrri hlutann af úrskurði yfirskatta- nefndar Eyjafjarðarsýslu og Ak- ureyrar gagnvart útsvarskæru K. E. A. Nefnir greinarhöf. þessa aðferð »óráðvendni og lítt for- svaranlega meðferð á opinberum heimildumc. Auðsýnilega ætlar höf. að koma því inn í lesendur sína, að Dagur hafi ekki þorað að birta síðari hiuta úrskurðarins, af því að hann komi í bága við fyrri hlut- ann! Til þess að sýna fram á að þetta er blekking ein, skal úr- skurðurinn hér með birtur í heilu lagi. Hann hljóðar svo samkvæmt staðfestri útskrift úr gerðabók yfirskattanefndarinnar: »Það verður ekki fallist á úr- skurð niðurjöfnunarnefndar, um að Kaupfélagið megi ekki draga útsvar frá fyrra ári frá hagnaði af utanfélagsverzlun, þar sem í lögum um útsvör Nr. 46 frá 15. júní 1926, 6. gr. II. 2 stendur, að samvinnufélög greiði útsvör af arði sakir skipta við utanfélags- menn með sama hætti og kaup- menn á staðnum. Hinsvegar þegar tekið er tillit til, að Kaupfélagið hefir svo mikla veltu í utanfélagsviðskipt- um og þegar á það er litið, hve utanfélagsverzlun félagsins stend- ur á sterkum stoðum, þar sem ramminn um hana er allar eignir Kaupfélagsins og fastir viðskipta- menn þess, og þegar enn er á það litið, hve þörf bæjarins er mikil, þá verður ekki hægt að færa það niður um meira en kr. 5000.00. Þri urskurðasf: útsyar Kaupfélags Eyfirðínga lækkar um krónur 5000.00 — fimm þúsund krónur.« ísl. heldur því fram, að síðari hlúti úrskurðarins beri það með sér, að yfirskattanefndin hafi ekki viljað fallast á, að skýrsla framkvæmdastjóra fyrir hönd fé- lagsins hafi verið rétt, þar sem hún hafi ekki fært útsvarið meira niður en um 5000 kr. En þetta er vísvitandi ranghermi og blekking. Yfirskattanefndin véfengir hvergi skýrslu félagsins, eins og menn geta nú séð, þegár þeir lesa úr- skurð hennar. Ástæðurnar fyrir því, að hún færir útsvarið ekki niður um meira en 5000 kr. eru allt aðrar en röng skýrslugerð. Ástæður nefndarinnar eru þrjár: í fyrsta lagi, að félagið hafi svo mikla veltu, í öðru lagi að verzlun félagsins standi á svo sterkum stoðum, og í þriðja lagi sé þörf bæjarins svo mikil. Allir sjá, að þessar ástæður koma hvergi nærri rangri skýrslugerð og styðjast ekki á nokkum hátt við grun um skatt- svik, eins og verzlunarfræðingur íhaldsins er við og við að gefa I skyn. Framangreindan úrskurð felldu þeir Steingrímur Jónsson fyrrv. bæjarfógeti, Jakob Karlsson, sem varamaður fyrir Böðvar Bjarkan, og Alfreð Jónasson fyrrv. toll- vörður, nú meðritstjóri íslend- ings. Greinarhöfundur telur Steingr. Jónsson framarlega í samvinnu- málum, en getur aftur á móti ekki um afstöðu Jakobs Karlsson- ar í því efni og mun það eiga að skiljast svo, að hann sé á önd- verðum meið við samvinnustefn- una. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort það er rétt skoðun. En sé gengið út frá því, þá er það kunnugt um Alfreð Jónasson, að hann muni fremur hallast á sveif með kaupmönnum en K. E. A. En því eftirtektar- verðara er það fyrir greinarhöf- und, að úrskurðurinn skyldi falla á þá leið, að K. E. A. hefði rétt fyrir sér um skýrslugerðina, en niðurjöfnunarnefnd rangt, ef andstæðingar samvinnustefnunn- ar vorp í meiri hluta í yfirekatta- nefnd. Að lokum skal þessari spum- ingu beint til hins þríhyrnda verzlunarfræðings, sem svo mjög beitir samanburðarvísindum sín- um að K. E. A. og dylgir um skattsvik félagsins: Hefir hann veitt því eftirtekt, að tveimur gjaldþegnum bæjar- ins, sem munu standa honum nokkuð nærri, hefir hvað eftir annað opinberlega verið valið nafnið »skattsvikarar«, án þess að þeir hafi gert nokkra tilraun til andsvara eða að hreinsa sig af ámælinu? Vill nú ekki þessi ritari ísl. »spandéra« einhverju af saman- burðarþekkingu sinni í skatta- málum á þessa vini sína? Ef hann treystir sér ekki til þess einhverra hluta vegna, þá gæti Dagur kannske eitthvað aðstoðað hann í því efni. Nætwlæknar næstu viku: Pöstudagsnótt: Jón Geirsson. Laugardagsnótt: Jón Steffensen. Sunnudagsnótt: Pétur Jónsson. Mánudagsnótt: Vald. Steffensen. Þriðjudagsnótt: Ámi Guðmundsson. Miðvikudagsnótt: Jón Geirsson. Fimmtudagsnótt: Jón Steffensen. HW»WWt»HHHW»W ■Mi *g S Höfum nú fengið SS mikiar birgðir af málnlngavðnmi oHj svo nú er óþarfi að eyða tímanum í JJJj að leita að því sem þér þurfið. Kom- ið beint til okkar og þér fáið það sem yður vantar. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild/ m m

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.