Dagur - 21.03.1935, Page 4

Dagur - 21.03.1935, Page 4
48 DAGUR 12. tbl. söng í samkomuhúsi bæjarins fimmtudaginn .7. þ. m., með góðri aðstoð hr. Gunnars Sigurgeirs- sonar við hljóðfærið. Ég hefi ekki alls fyrir löngu skrifað um söng ungfrú Guðrún- ar, og vildi því nú aðeins bæta þessu við, eða endurtaka: Rödd og framganga eru í eðli sínu að- sópsmikil á söngsviði. Framburð- urinn er yfirleitt ágætur og sömu- leiðis virðast meðfæddir hæfileik- ar til túlkunar vera ágætir, er betur mun sjást, þegar vaninn við söngsviðið hefir náð fullum höml- um á taugaspenningnum, sem byrjendum er svo erfiður, jafn sjálfsagður og nauðsynlegur sem hann er hverjum íþróttamanni. Hversu hreimfögur — víða ó- venju falleg — rödd ungfrú Guð- rúnar er, heyrist gerla þegar hún hlýðir fyllilega vilja söngkonunn- ar. Röddin hefir líka yfirleitt íengið góða þjálfun, sem meðal annars leiðir oft ákjósanlega í Ijós ágætan hæfileika til blæ- brigða, til þess að lita röddina að vild, eftir efni Ijóðs og lags, en sá hæfileiki er einmitt ljóðsöngv- ara (koncert«-söngvara) óum- ræðilega dýrmætur, en ekki nærri öllum gefinn. Nái söngkonan fullu valdi yfir röddinni, hvað sem hún vill túlka, og auðnist henni að stilla svipbrigðum sín- um í samræmi við blæbrigði raddarinnar, verður árangurinn tvímælalaust glæsilegur. Að þessu sinni tókst það ekki alltaf eins vel og söngkonan vildi, en henni til afsökunar var salur- inn, illa fallinn til söngs, og hið gamalkunna »tómlæti Mörland- ans«, sem virðist eiga bágt með að gefa lausann tauminn inni- byrgðum tilfinningum sínum; láta á sér sjá og heyra, að hann hafi komizt verulega við, nema sefjunarmagn meðbræðranna t troðfullum áheyrendasal fái svift af honum stillingarblæjunni. Hér var þetta því ergilegra, sem áheyrendur voru áreiðanlega á- nægðir í sínu hjarta, en salurinn var ekki alveg fullur, og sé ekki svo, er sem við íslendingar kveinkum okkur við að klappa af þeirri hrifningu, sem þarf til þess að gefa listamanninum þann byr undir vængi, sem hefur hann til æðra flugs, lokar sjónum hans gagnvart starandi sjónum áheyr- enda, unz hann óvitandi um stað og stund, syngur af öllu hjarta, og Ijóðar á okkur alla sorg og alla sælu. Þess vegna náði ungfrúin ekki fyllilega tökum á áheyrendum fyrr en í síðasta þætti, söngleika- lögunum. Ef til vill hefði hún átt að setja þau fyrst á söngskrána. En hér virðist vera um svo ó- tvíræða hæfileika að ræða til feg- urðarsöngs og túlkunar, að eig! sé nema herzlumunurinn, að með ágætum verði.' — Þessa herzlu- munar verður að leita með stöð- ugri tamningu, í hvíldarlausri glímu við æ stærri viðfangsefni, og á stærra sviði en hér íæst. Ég er þeirrar trúar, að með því geti þessi hugþekka unga söng- kona og tilvonandi áheyrendur hennar með tímanum átt mikinn fögnuð í vændum. S. H. f. H. Sfúrlíðindí. (Framh. af 1. síðu) stefnu sömdu þeir Sir John og Ramsay MacDonald forsætisráð- herra og sendu til Berlínar fyrir hönd brezku stjórnarinnar, yfir- lýsingu á þá leið, að samkvæmt hennar áliti hefði engin þjóð leyfi til þess að segja upþ Versala- sanrningunum, og að slíka ráð- stöfun hefði ekki átt að gera nema á þeim fundi, þar sem allir ir aðilar hefðu verið saman kcmnir. — Ennfremur harmaði stjój’nln það mjög, að með bess- ari yfirlýsingu Þjóðverja væri lcippt í burtu undirstöðunni undir samræður erindreka brezku stjómarinnar við stjórnina í Ber- lín að svo stöddu. Er nú talið alveg óvíst að Sir John Simon fari nokkuð til Ber- línar, en Anthony Eden mun fara til Moskva, eins og fyrirhugað var. George Lansbury, verkamanna- leiðtoginn brezki, hefir gert fyr- irspurn til stjómarinnar, hvort hún hyggist eigi að kalla saman fund aðila Versalasamninganna. Franska st/órnin hefir þegar æskt þess, að enska og ítalska stjórnin sendi þegar fulltrúa sína til Parísar, til þess að ræða þessar aðgerðir Þjóð- verja, og frönsk blöð kveða hisp- urslaust upp úr með það, að nú sé bráðnauðsynlegt, að Frakkar, Bretar og ítalir geri þegar með sér samband, vegna þessarar yf- irlýsingar Þjóðverja. Þjóðverjar segjast aftur á móti líta svo á að viðræður um þessi mál geti alveg eins fram farið, þótt þýzka stórnin hafi gert þessa sjálfsögðu yfirlýsingu. Sir /ohn fer samt til Berlínar að því er síðustu fregnir henna, og verða Bretar fyrir þungum ámælum bæði í frönskum og ítölskum blöðum, fyrir að taka ekki fastar á þess- um málum. Frönsku blöðin telja það löðrung í andlit Frakklands og ítölsku blöðin eru sízt mýkri í máli. Vísa þau til þess, hvemig Englendingar myndu hafa svarað slíkri yfirlýsingu á dögum Wil- liam Pitt’s, og kveða nú mjög dregna úr þeim dáð og hug síðan þá. — Nýlátirm er í Kaupmannahöfn Guð- mundur Guðmundsson stúdent frá As- láksstöðnm í Arnarneshreppi, aðeins 25 ára að aldri. Hann stundaði há- skólanám og vap námsmaður með af- brigðum og á allan hátt líklegur tö dáða. Er því- mikill mannskaði orðinn, þar sem hann er fallinn fyrir sigð dauðans í blóma aldurs síns og áður en hinn eiginlegi starfsdagur hófst. —> Ranameip Jþnns var bráð berklaveiki. IILKYNNING. Þeir útgerðarmenn og síldarsaltendur, sem óska eftir löggildingu sem síldarútflytjendur á þessu ári, þurfa að sækja um löggildingu til síldarútvegsnefndar fyrir 1. apríl n. k. Athygli skal vakin á því, að enginn má bjóða síld til sölu erlendis án leyfis nefndarinnar og þurfa þeir, er hafa ætlað sér að gera fyrirfram samninga, að sækja til nefndarinnar um leyfi til þess, fyrir sama tíma, og skal tiltekið hversu mikið útflytjandi hugsar sér að selja og á hvaða markaði. Umsóknir. skulu sendar til varaformanns nefndarinnar Sigurðar Kristjánssonar, Siglufirði. Síldarútvegsnefnd. Heli íbúðir og herbergi fyrir einhleypa til leigu. Ingimundur Árnason. Ábyrgdarleysi. Síðasti »fslendingur«, er út kom þann 15. þ. m. og er 11. tölu- blað þessa árgángs, flytur dóna- legar svívirðingar um ríkisstjórn- ina, fræðir lesendur sína á því, að framferði hennar í fjármála- stjóm landsins sé að leiða til gjaldþrots og glötunar fjárhags- legs sjálfstæðis, og að fjármál þjóðarinnar séu komin undir enskt eftirlit. Að öðru leyti er megnið af les- máli blaðsins árásir á samvinnu- félögin. Nafn ritstjórans er horfið af blaðinu, nafn meðritstjórans líka horfið, og meira að segja nafn prentsmiðjunnar einnig horfið. Blaðið er með öðrum orðum á- byrgðarlaust á allan hátt. Ritstjórinn vill ekki við það kannast og prentsmiðjan ekki heldur. Auk þess, sem þetta framferði mun vera skýlaust lagabrot, spyrja menn unnvörpum: Skammast nánustu aðstandend- ur »íslendings« sín svo mikið fyr- ir blaðið sitt, að enginn þeirra vilji eða þori við það að kannast? Menntaskólinn hér efnir til skemmt- unar næstk. laugardags- og sunnudags- kvöld. Ágóðanum verður varið til bygg- ingar skíðakofa fyrir skólann. Málfundur í Skákfélagi Akureyrar annað kvöld. Fréttir af skákþingi la- lendinga og fl. Dánardægur. i gær andaðist að heimili sínu Norðurg. 13 hér í bæ hús- frú Ósk Jónsdóttir, kona Gunnlaugs Gunnlaugssonar ökumanns. Fréttaritstjóri; Sigfús Halldórs frá Höfnttm. Hótel Akureyrí Munið! Fyrst um sinn verður Piano-dansmúsik á fimtu- dags- laugardags- og sunnu- dagkvöldum og byrjar í kvöld fimtud. 21. þ. m. Hver ánægjustund er gulli betri. Ágætt kynbótauaut vill undirritaður selja nú þegar. Einnig vil ég selja 3 ungar kýr nú með vor- inu. Jóhann Sfeinsson, Grundargötu 3. Akureyri. Epli, Appelsínur, Citronur. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeildin. »J6laleyfið« verður sýnt að Munka- þverá laugardaginn 23. mars n. k. kl, 9 s. d. — í siðasta sinn. Dans á eftir, Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.