Dagur


Dagur - 24.04.1935, Qupperneq 2

Dagur - 24.04.1935, Qupperneq 2
68 DAGUR 17. tbl. Aðalfundur Kaupfélags 0yfírðinga. Fundurinn hófst mánudaginn 15. apríl, M. 10y2 f. h., í Nýja Bíó, og stóð yfir í 3 daga; var honum loMð M. 7 síðd. á mið- vikudagskvöldið fyrir skírdag. Mættir voru 110 fulltrúar og auk þess stjórn félagsins, fram- kvæmdarstjóri og endurskoðend- ur; ennfremur margir aðrir fé- lagsmenn víðsvegar af félags- svæðinu. Fundarstjóri var kosinn Hólm- geir Þorsteinsson bóndi á Hrafna- gili, en hann kvaddi sér til að- | stoðar Elías Tómasson bónda á Hrauni. Skrifarar fundarins voni þeir Sigtryggur Þorsteinsson og Bjöm Jóhannsson á Laugalandi. Framkvæmdii félagsins. Samkvæmt skýrslu stjómarinn- ar voru helztu framkvæmdir fé- lagsins á árinu 1934 sem hér segir: Keypt íshús á Dalvík, það inn- réttað og settar i það frystivélar. Keypt landspilda norðan við land kaupfélagsins á Dalvík, á- samt mannvirkjum öllum, fjöru og sjávarréttindum fyrir landinu. Sölubúð félagsins á Dalvík var fullgerð og tekin til afnota í haust. Félagið lánaði efni í 2 brýr í Svarfaðardal og til Svarfaðar- dalsvegar, alls 10 þús. kr., gegn greiðslu í rikisskuldabréfum. Sett á stofn verzlunarútibú í Hrísey. Stjómin setti reglugerð um ræktunarlán K. E. A. 1. júní. Félagsstjómin ákvað, að félag- ið legði fram 10 þús. kr. til land- sk j álftasamskotanna. Bygging á leigulóð félagsins við Hafnarstræti 89 hófst 21. ágúst og hefir verið unnið að henni síð- an og er byggingunni nú svo langt komið, að innan skamms verður hægt að flytja kjötbúð fé- lagsins þar inn. Við athugun kom það í ljós, að vandkvæði vom á að koma brauð- gerð félagsins fyrir á annari hæð ( hússins og yrði þá að líkindum að flytja hana á 3. hæð þess, en þá var hætta á, að það gæti ekki komizt i kring nægilega fljótt. út af þessu var rætt um mögu- leika til að byggja brauðgerðar- húsið ofan á húsi Jóns Guðmanns kaupmanns, sem þá yrði á sömu hæð og önnur hæð nýbyggingar- innar, og um samninga þar að lútandi. Tókust síðan samningar um þetta efni og bygging hafin 8. okt. Var brauðgerðin síð^n flutt þangað 27. febr. sl. Er nú þarna komið upp nýtízku brauð- gerðarhús með fullkomnasta út- búnaði. Hinn 24. nóv. sl. lagði fram- kvæmdarstjóri fram fyrir stjóm- ina konunglegt leyfisbréf, dags. 3. okt. sl., til handa K. E. A. til að setja á stofn og reka lyfjabúð á Akufeyri. út af þvi samþykkti stjórnin að láta þegar hefjast handa með framkvæmd á stofn- un lyfjabúðar. Vegna þess ákvað stjómin að láta útbúa rúm fyrir lyfjabúð á annari hæð í nýbygg- ingu félagsins við Hafnarstræti 89. Jafnframt ákvað stjórnin, að ráðinn skyldi, eftir tilvísun og meðmælum landlæknis, Holger Mikkelsen lyfjafiæðingur í Reykjavík til að vera forstjóri lyfjabúðarinnar. Er lyfjafræðing- ur þessi danskur maður, en talar vel íslenzku. Vonast stjómin til, að lyfjabúðin geti tekið til starfa næsta haust. Vegna þess hvað hey nýttust illa sl. sumar, gerði stjómin á síðasta hausti ráðstafanir um kaup á miklum fóðurbæti, þar á meðal 250 smálestum síldarmjöls. í nóvember sl. réðist stjómin í að kaupa norska skipið »Kongs- haug«, sem strandað hafði á Siglufirði, fyrir norskar krónur 13.500. Gekkst stjómin síðan fyr- ir að stofnað var hlutafélag til að kaupa og starfrækja skipið, þar sem K. E. A. á kr. 47.500 af 50 þús. kr. hlutafé. Hefir skipið verið sent til Noregs til viðgerðar og gefið nýtt nafn og heitir nú »Snæfell«. Rekstar félagsins árið 1934. f sambandi við reikninga fé- lagsins rakti framkvæmdastjóri í langri ræðu starfrækslu félagsins árið 1934 og skýrði fyrir fundar- mönnum afkomu þess á árinu. Skal hér drepið á helztu atriðin úr ræðu hans: Vörusalan hefir orðið tæpum 600 þús. kr. meiri en 1933. Auk þeirra verzlunardeilda, sem voni starfræktar 1933, var á árinu opnuð sérstök skódeild og bíla- hluta- og viðtækjadeild. Á árinu hefir félagið starfrækt 17 búðir og útsölustaði. Mjög hefir verið lagt kapp á að selja vörumar ódýrar; má fullyrða að K. E. A. hefir verið með allra ódýrustu verzlunum landsins árið 1934, engu síður en árið 1933. Smjörlíkisgerðin og brauðgerð- in hafa aukið framleiðslumagn sitt að verulegum mun. Arður af þessum rekstri hefir þó orðið minni en árið á undan, sem staf- ar af því að alveg sérstakt kapp hefir verið lagt á að gera vör- urnar sem , beztar og hráefna- reikningur þar af leiðandi hækk- að, en jafnframt var útsöluverð lækkað. Verksmiðjurnar »Sjöfn« og »Freyja« hafa einnig aukið fram- leiðslumagn sitt. Sjöfn hefir á árinu fengið önnur húsakynni en áður og hefir aukið vélar sínar að miklum mun; er hún nú full- komnasta sápuverksmiðja lands- ins, sem framleiðir beztar sápur af öllum tegundum. Pylsugerð byrjaði félagið að starfrækja snemma á árinu, og hefir framleiðslan farið fram í húsakynnum kjötbúðarinnar, þar sem vélarnar voru settar niður til bráðabirgða. F óðurblöndunarvélar voru keyptar á árinu og byrjað að starfrækja þær um áramótin síð- ustu. Hefir félagið síðan eingöngu selt fóðurblöndu, sem blönduð er í þessum vélum. Kjöt- og síldarfrysting hefir verið starfrækt í fimm eigin frystihúsum: Á Akureyri, Dalvík, Ilrísey, Svalbarðseyri og Siglu- firði. Sala framleiðsluvara. Móttekn- ar sláturfjárafurðir, ull og mjólk, hafa orðið miklu meiri að magni og verði en næsta ár á undan. Aukningin er 40 þús. kg. kjöt, 9 þús. kg. gærur, 4 þús. kg. ull og 196 þús. kg. mjólk. Verðhækkun samtals um 50 þús. kr. Hinsvegar hefir fiskurinn orðið stórum minni. Minnkun fiskmagnsins stafar eingöngu af því, hversu fiskveiðin við fjörðinn brást al- varlega. Þrátt fyrir þetta hefir félagið haft til sölumeðferðar mun meiri fisk en árið áður sam- anborið við heildarfiskafla við fjörðinn þessi tvö ár. Fjárhagsafkoma félagsmanna hefir almennt verið mjög erfið á árinu. Bændur hafa átt við ó- venjulega erfiða heyskapartíð að stríða og þar af leiðandi haft mikinn tilkostnað með öflun heyja, sem hafa þó reynzt mjög léleg, og þeir því orðið að kaupa óvenjulega mikinn fóðurbæti. Sjó- menn hafa haft fast að helmingi minni afla en næsta ár á undan, en tilkostnað svipaðan. Verkamenn hafa átt við mikið atvinnuleysi að stríða, sem er bein afleiðing af erfiðleikum at- vinnuveganna. Sökum þessara örðugleika hafa nokkrar nýjar skuldir myndazt við félagið, og nemur sú skuldaaukning alls að frádregnu því, sem afborgað hef- ir verið af eldri skuldum, tæpum 14 þús. kr. Er upphæð þessi von- um minni, þegar tekið er tillit til hins slæma árferðis. Félagið sjálft hefir orðið fyrir allmiklum skaða á árinu af völdum jarð- skjálfta og sjávargangs í hérað- inu. Hlýtur óáran þessi og óhöpp að hafa skaðleg áhrif á afkomu félagsmanna og félagsins; hefir sjóskaði félagsins sjálfs verið metinn kr. 28,500.00, en jarð- skjálftaskaði þess kr. 18.600.00. Fjárhagsafkoma félagsins út á við hefir orðið sú, að skuldir þess hafa aukizt um 276 þús. kr., sem stafar af því, að félagið hefir aukið vörubirgðir um 254 þús. kr., aukið verðbréfaeign um 39 þús. kr. og auk þess aukið fast- eignir að töluverðum mun. I ársbyrjun voru félagsmenn samtals 2177, en í árslok 2258 og hefir því félagatalan liækkað á árinu um 81. Sjóðeignir. 1. jan. 31. des. Kr. Kr. Stofnsjóður 981.112 1.067.128 Samlagsstofnsj. 16.956 26.214 Varasjóður 390.467 463.867 Fyrningars j óður 163.399 190.696 Byggingarsjóður 46.666 56.868 Sambandsstofnsj. 149.993 168.992 Menningarsj óður 26.376 Sjóðir til að mæta skuldatöpum 113.266 142.280 Innstæða Innlánsd. 397.606 396.688 Innieignir félagsm. í reikningum 242,810 216.650 Brauðgerðin hefir framleitt brauð fyrir kr. 79.167.00. i maímánuði tók nýr brauö- gerðarmeistai'i, Sigurður Bergs- son, við forstöðu brauðgerðarinn- ar; er hann ungur maður, en hef- ir aflað sér mikillar kunnáttu í starfsgrein sinni, enda hefir hann reynzt prýðilega við starf sitt. Smjðrlíkisgerðln hefir framleitt á árinu 124,250 kg. af smjörlíki og bökunarfeiti, sem selt hefir verið fyrir kr. 151.248.00. — Framleiðslan hefir orðið 16,328 kg. meiri en árið 1933. — Á miðju árinu tók smjörlíkismeistari Otto E. Niel- sen við forstöðu verksmiðjunnar. Er hann hér að góðu kunnur áð- ur, því hann veitti verksmiðjuimi forstöðu fyrsta starfsár hennar. Hefir framleiðsla verksmiðjunnar aukizt mikið, síðan Nielsen tók við forstöðu hennar, og er nú borðsmjörlíM verksmiðjunnar, »Gula bandið« og »Flóra«, búið SSffSfSlfffSflffiSfifflSii »• HH — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibæti, ekkert vatn. Pess vegna er Freyju-kaffibætisduft drýgst og bezt og þó ódýrara en kaffibætir í stöng- um. Notið það bezta, sem unnið erí landinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.