Dagur - 01.05.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 01.05.1935, Blaðsíða 1
D AOUR semur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreicslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVIII . ár. | Akurcyri 1» maí 1935, 18. tbl. jónasjónsson fimmtugur. Efnið finnast kann í kónga og jarla í kotungunum sumum upp til fjalla. Gr. Th. Þann 1. maí 1885, fyrir rétt- um 50 árum í dag, fæddist í litlu koti í Ljósavatnshreppi í Suður- Þingeyjarsýslu, er Hrifla heitir, sveinn einn, er hlaut í skíminni nafnið Jónas. Foreldrar hans voru fátæk búandi hjón í Hriflu og hétu Jón Kristjánsson og Rannveig Jónsdóttír. í þessu fá- tæka smábýli ólst Jónas Jónsson upp við svipuð eða sömu skilyrði og aðrir kotadrengir, en líf hans og æfistarf hefir þó orðið með nokkuð öðrum hætti en almennt gerist, því það á skylt við æfin- týri, er segir frá umkomulitlum karlssyni, er hófst af eigin dáð til manndóms og mannvirðinga og vann undir sig hálft kóngsríkið. Jónas Jónssön frá Hriflu gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan vorið 1905, tvítugur að aldri. En hann lét þar ekki staðar numið, því hann vildi hleypa heimdraganum og afla sér meiri menningar, þess vegna hélt hann brátt til útlanda, þótt félít- ill væri, og stundaði svo árum skipti nám erlendis, fyrst í lýð- háskólanum í Askov á Suður-Jót- landi og síðan í Berlín, Oxford, Lundúnum og París. Aflaði hann sér á þessum árum margvislegrar menntunar og mikillar tungu- málakunnáttu. T. d. talar hann prýðilega bæði ensku og frönsku. Nærri má geta að á þessum árum hafi oft verið þröngt um fjárhag hans, en hann gafst ekki upp, enda hefir honum verið annað betur gefið um æfina en svigna fyrir erfiðleikum. Á árunum 1908 —1909 fékk hann styrk nokkum frá Alþingi til að kynna sér skólamál. Heimkominn árið 1909 varð hann kennari í Kennara- skólanum í Reykjavík og gegndi því starfi til 1918. Ennfremur var hann ritstjóri Skinfaxa, mál- gagns ungmennafélaganna, frá 1911 til 1917, og vöktu greinar hans í því blaði mikla eftirtekt, því þær báru þess ótvíræð merki, að þar var enginn hversdagslegur rithöfundur á ferðinni. Síðan gerðist J. J. skólastjóri Sam- vinnuskólans frá 1918 tO 1927. Á þvi sama ári gerðist hann dóms- málaráðherra í ráðuneyti Tr. Þórhallssonar og gegndi þvi em- feætti til 1932, er samsteypu- stjórnin vár mynduð sællar minn- ingar. Árið 1925 var hann kosinn i milliþinganefnd um bankamál, 1926 í dansk-íslenzka ráðgjafar- nefnd og í Alþingishátíðarnefnd sama ' ár, ennfremur í Þingvalla- nefnd 1928. Þá var Jónas Jónsson á síðastl. ári skipaður í skipu- iagsnefnd atvinnumála og á sama ári var hann af fulltrúum á Framsóknarflokksþingi kosinn svo að segja í einu hljóði formað- ur þess flokks, sem hann manna mest hefir átt þátt í að skapa og móta. Jónas Jónsson hefir verið land- kjörinn þingmaður frá því 1923 og fram að síðustu kosningum, en þá bauð hann sig fram í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og hlaut þar kosningu með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Sannast ekki á honum að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi, því að þó hann eigi miklu fylgi að fagna í svo að segja hverju kjördæmi lands- ins, þá er það þó hvergi eins rak- ið og á æskustöðvum hans, í Þing- eyjarsýslu. Það, sem hér hefir verið fram tekið, er hinn ytri rammi um æfi og störf J. J. fram að fimmtugs aldri. í stuttri blaðagrein verður ekki fyllt ut í þann ramma eða gerð skil þeim margvíslegu stefnuhvörfum í löggjöf og stjórn, er orðið hafa fyrir hug- kvæmni hans, gáfur og dugnað. En svo mörg spor hefir hann markað í þeim efnum, að þeirra mun lengi gæta á ókomnum tím- imi. Það er öllum vitanlegt, að Jón- as Jónsson hefir verið og er enn sterkasti krafturinn i Framsókn- arflokknum og áhrifamesti stjómmálamaðurinn í landinu. Gáfur hans eru fjölþættar og marghæfar og skapgerðin óvenju- lega sterk. Þó að hann hafi aðal- lega gefið sig-að stjórnmálum og sé kunnastur fyrir afskipti sín af þeim, þá er honum ekki síður lagið að rita og ræða um fagur- fræði, bókmenntir og listir. Það, sem sérstaklega einkexmir hann sem stjórnmálamann, er hug- kvæmni og hugrekki. Hann þorir að gera það, sem hann álítur rétt vera, og gerir það hiklaust, án þess að hlera eftir, hvemig and- stæðingum eða jafnvel fylgis- mönnum geðjist að. Það orð leikur á, að J. J. sé Fratnh. i 2> siðu, •• ,•••••• ' >•••••• • • • • •••• ••• %••••• •*••••» *•••••• •«••••• • •• •• • # ••••••••• J • ••••••••• • • • •• •• •• ••••••••••• •••••• •• ••••••• ••••••• ••••••• ’•••••* Til jónasar jónssonar alþingismanns á fimmtugsafmæli hans 1. maí 1935. Ungur sástu okkar bresti, allar greinir þjóðlífs meina, tvístraða hjörð með heljar byrðar háðungar, og aldarfarið rangsnúið af raunum þungum, ráðum illum og sjónarviilum, blekking marga, brautir í hlykkjum bornar grómi og vesaldómi. Fátt var manna aðalsættar að anda og rögg þá fjötra að höggva, hefja stríð til stórra dáða, standa fast og þola lastið, manna þjóð og merkið leiða mundu sterkri um dal og grundir, markið setja hátt með heitum, heit sín efna og loforð gefnu. Ungur sástu okkar kosti ennþá blunda í hug og mundu, öflin duldu að heyja hildi, hrinda smán og fielsisráni. Framtíð blasti í móðu og mistri, menning ný þar óð í skýjum. Stríð var hafið, hvergi sofið, hraustum drengjum varðberg fengið. Andans magn og augun skyggnu alþjóð kennir og skarpan penna foringja vors um fjölda ára, fremdarverk og rökin sterku. Hik og liðhlaup, heiít og æði, hatursglóð og svik í hljóði stóðstu allt og bauðst þeim byltu, er báru vél, þóit spertu stélin. Heilagt stríð fyrir heillum þjóðar hefir þú kosið þér og brosað vígum að og á voða teigum velt um hörgum og klofið björgin. Enn við landann styrinn stendur, stærsti andi hér á landi kaupir ei grið fyrir fölsuð fræði, fánýtt prjál, eða veika sálu. Fimmtugan hylla ættu allir, allt þitt starf og hugsun djarfa, binda þér sveig og treysta týgin í trú á land og félagsbandið. Fóstran hyíta ljóma lætur lofstír þinn um sókn og vinning. Pökk og heill! af hjarta öllu hrópar þjóðin, drengur góði. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.