Dagur - 01.05.1935, Blaðsíða 4

Dagur - 01.05.1935, Blaðsíða 4
84 DAGUR verksins, enda vill það oft og ein- att brenna við að um þau atriðin verða skoðanirnar skiptastar. Þó vil ég taka það fram, að söng- urinn var víðast tár-hreinn og samtökin með afbrigðum góð. Má slíkt kallast ganga krafta- verki næst, þar sem samankomið er um 60 manns og margt af því lítt söngvant fólk. Virðist það benda á sérlega mikilvæga söng- stjórahæfileika hjá tónskáldinu. Um hitt mun engum blandast hugur, sem á flutning þessa tón- verks hefir hlýtt, að í því er falin mikil auðlegð fegurðar og til- beiðslu, sem á brýnt erindi til allra manna á öllum tímum, en ekki sízt nú, þegar hugsjón friðar og bræðralags er orðin að útburði meðal þjóðanna. Ég hygg, að enginn hlusti svo á tónverk það, sem hér er um að ræða, að hann verði ekki fýrir einhverjum göfgandi áhrifum. Finni sig andlega auðugri eftir en áður, því að enginn hlutur er lík- legri til áhrifa og siðferðislegs þroska en göfug tónlist, en á flutning hennar hefir »Kantötu- kór Akureyrar« leitast við að leggja áherzlu. F. H. B. Hanitav innusvnino Heimilisiðnaðarfé- lags Nocðotlaiids. Það hefir enn farizt fyrir, að getið væri opinberlega sýningar þessarar, sem Heimilisiðnaðarfé- lag Norðurlands gekkst fyrir og sýnd var í Iðnskólahúsinu síðast- liðinn pálmasunnudag. Var hún þó fyllilega þess verð, að hennar væri að góðu getið, og sýndi lofs- verðan áhuga og framkvæmd þessa félagsskapar, sem stofnað- ur var að nýju 7. sept. s. 1. með atfylgi frk. Halldóru Bjamadótt- ur, eftir að hafa legið niðri ná- lega áratug. Félagið hefir á liðnum vetri haldið uppi þremur námsskeiðum, er hvert um sig hefir staðið í þrjá mánuði, frá 15. jan. til 14. apríl. Eitt í fatasau'm, annað í út- saum og hekli og þriðja í vefnaði. Kennari við fatasaumsnáms- skeiðið var frú Elísabet Friðriks- dóttir, formaður félagsins. Nem- endur voru 16 og unnu 15 stund- ir á viku. Á því námsskeiði var saumað: Morgunkjólar 12 stk. Milliskyrtur 6 — Náttföt og undirföt á börn og fullorðna 18 — Svuntur og sloppar 10 — »Sei*viettur« 4 — Telpukjólar og svuntur 32 — Drengjabuxur og stakkar 8 — Pils 8 — Blússur 22 — Peysusvuntur 2 — Telpukápur 2 — Kvenkápur 8 — Kvenkjólar 25 — Kven-»sportföt« 4 — Kven-»sportbuxur« 5 Aðgerðir 18 — s>Dragtir« 1 •— Drengjafi'akkar 1 — Alls 204 stk. Við útsaums- og hekl-náms- skeiðið kenndi frú Magnúsína Kristinsdóttir, sem er í stjórn félagsins. — Nemendur voi*u þar og 16 og 3 kennslustundir á viku. Þar voru unnir eftirskráðir mun- ir: Dúkar 5 stk. Dúkasamstæða á búnings- borð 1 — Borðrenningar 6 — Kommóðudúkur 1 — Eldhúshandklæði ■ 2 — Púðar 14 — Veggmynd 1 — Vettlingar og hattar heklað (samstæður) 2 —■ Saumað í skemil 1 — Peysa hekluð 2 — Koddaver ísaumað og heklað 1 — Alls 36 stk. Á báðum þessum námsskeiðum voru fjarverustundir nemenda samtals 168, eða IOV2 kl.st. til jafnaðar á hvem. Kennari við vefnaðamáms- skeiðið var frk. Ema Ryel. Nem- endur voru þar 4, en 40 kennslu- stundir á viku. Fjarverustundir engar. Þar var unnið það, sem hér greinir: Kápuefni 12 metrar Gluggatjöld 40 — Kjólaefni 30 — útsaumsjavi 8 — Samtals 90 metrar. Gólfteppi, stórt 1 stk. Gólfteppi, lítil 7 — Tuskuteppi . 11 —- Púðar 5 — Bekkjarklæði 3 — Veggtjöld 2 — Matardúkar 3 •— Kaffidúkar 3 — Borðrenningar 8 —• Handklæði 35 — Gljáþurrkur 20 — Samtals 98 stk. Á sýningu þessari gat að líta margt prýðilega unnið og smekk- víslega fyi’ir komið. En einkum vakti vinna vefnaðarnámsskeiðs- ins mikla athygli, enda virtist þar hver hlutur öðrum vandaðri og þénlegri, bæði að efni og vinnslu. — Annars bar öllum saman um, að sýningin í heild sinni væri öllum hlutaðeigendum til mikils sóma. — Er það sann- arlega hugbót hugsandi mönnum, eins og nú er ástatt fyrir þjóð- inni um fólksfæð í sveitum og at- vinnuskort í kaupstöðum og kaup- túnum, að áhugi er þó vakandi hjá ýmsu góðu fólki til gagnlegr- ar handavinnu á heimilunum, til þess að framleiða góða hluti og kenna þroskandi vinnubrögð bæði fyrir hug og hönd, þeim sem með nokkru móti hafa tíma og tæki- færi að sinna slíku. En um þann áhuga eru slíkar sýningar sem þessi talandí vottur. Æltti þessi sýning, sem hér er 18. tbl. SKRÁ yfir niðurjöfnun aukaútsvara í Akureyrarkaupstað fyrir árið 1935 liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu bæjargjaldkera dagana 1. til 14. maí n. k., að báðum dögunum meðtöldum. Kærum yfir niðurjöfnun sé skilað á skrifstofu bæjarstjóra innan loka framlagningarfrestsins. Bæjarstjórinn á Akureyri 25. apríl 1935. Steinn Steinsen. Uppboð. Föstudaginn 10. þ. m. verður að Hlöðum í Glæsibæjarhr. haldið opínbert uppboð. — Verða þar seld allskonar búsáhöld, nokkuð af sauðfé og eitt til tvö hross. — Uppboðið byrjar kl. 12áhád. Hlöðum 1. mif 1935. Guðrun Sigurfónsdóttir. getið, að orka einhverju um það að vekja athygli á og samúð með Heimilisiðnaðarfélagi Norður- lands og laða fleiri en þegar eru komnir til að leggja hönd á plóg þess nytsama félagsskapar. K. V. Kantötukór Akureyrar. Fundur í Skjaldborg xnánudaginn 6. maí kl. 8% e. h. Áríðandi málefni. MÆTIÐ ÖLL. Mannalát. Bráðkvaddur varð á sum- ardaginn fyrsta Alfreð Jónasson fyrrr. tollvörður. Var hann, ásamt fleirum, á ferð upp til Súlna, þegar iþetta vildi til; hné hann skyndilega niður á göng- unni og var þegar örendur. — Hann var aðeins 26 ára gamall. Á miðvikudaginn fyrir skírdag várð bráðkvaddur Símon Kristjánsson bóndi í Ölvesgerði í Saurbæjarhreppi; hann var um sjötugt. Slcátafélagið »Fálkar« fagnaði sumr- inu með hátíðahöldum á sumardaginn fyrsta. Fór fyrst fram guðsþjónusta á Ráðhústorgi og síðar samkoma í Samkomuhúsinu, þar sem margt var til skemmtunar, og um kvöldið hófst svo dansleikur á sama stað. — Snemma dags fóru skátarnir skrúðgöngu um bæinn. — Samkoman og dansleikurinn var svo endurtekin á sunnudaginn. Sumarblíða hefir verið síðan á sum- ardaginn fyrsta. Guðsþjónustur í Grundarþingapresta- kalli: Kaupangi sunnud. 5. maí kl. 12 á h&d. Munkaþverá sama dag kl. 3 e. h. Möðruvellir sunnud. 19. maí kl. 12 á h. Hólar sunnudaginn 26. maí kl. 12 á hd. Saurbær sama dag kl. 3 e. h. XJngni.st. »Akujrlilja« nr. 2 heldur fund n. k. sunnudag kl. 7% í Skjald- borg. Fundarefni áður auglýst. Skátar skemmta. ÁRSMANN vanan heyskap og skepnuhirð- ingu vantar á sveitaheimili í grennd við Akureyri. Ólafur Jónsson framkv.stj. Ræktunarfél. Norðurlands veitir upplýsingar.________________ Ritstjóri; Ingimar Eydal. Skráning atvinnuleysingja fer fram í bæjarstjórnar- salnum dagana 2., 3. og 4. maí n. k.f kl. 1—7 e.h. Akuréyri, 30. apríl 1935. Bœjarstjóritin. Uppboð! Þann 13. maí n. k. verður haldið uppboð að Klauf á Staðarbyggð, og þar selt meðal annars kerra, aktýgi, klifberar, reipi, skarnvél, skilvindao.fi. Ennfremur 2 kýr, um 30 kindur og 1 hestur ef viðunandi boð fást. Upp- boðið hefst kl. 11 f. h. Klauf 29. apríi 1935. Si^tiður Einajrsdóttir. KAUPAKONU vantar nú þegar á sveita- heimili í nágrenni við Akureyri. Árni Jóhannsson Kea vísar á. SKRÁ yfir niðurjöfnun útsvara í Öngulstaða- hreppi er hreppsbúum til sýnis á Ytri- Tjörnum 1, —28. maf n. k. að báðiim dögunum meðtöldum. Kr. H. Benjamínsson. AUOLiÝSINa. Uppboði því er eg undirritaður aug- lýsti að haldið yrði að heimili mínu Iaugard. 11. maí n. k. verður frestað til mánud. 13. s. m. og verður þá haldið að Samkomugerði í Saurbæjar- hreppi. Ennfremur verður þar seld búslóð dánarbús Sfmonar Kristjánssonar frá Ölvesgerði. Uppboðið hefst kl. 11 f. h. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnnm. Öxnafellskoti 29. apr. 1935. Ingölfur Ásbjarnarson. Prentemiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.