Dagur - 01.05.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 01.05.1935, Blaðsíða 2
72 DAGUR 18 tbl. Jónas Jónsson og ungmennafélögin. Fyrir fimmtíu árum stóð vor- gyðjan við vöggu nýfædda sveins- ins í Hriflu og færði honum að vöggugjöf hlývinda og hækkandi sól með vissu um nýja þróun og nýjan aflvaka alls sem lifir. Margir hafa fyrr og síðar hlot- ið slíkar vöggugjafir, enhve miklu þær hafa áorkað til giftu og gengis þeim er þáðu, er ekki á mínu færi að dæma um, en með sveininn frá Hriflu verður ekki annað séð, en gjafirnar hafi ver- ið góðar og þær beztu, sem hægt var að gefa vormanni með vorhug slíkum sem Jónas Jónsson er. Skömmu eftir síðustu aldamót kom allsterk félagsleg hreyfing hér á landi meðal æskumanna þjóðarinnar. Hreyfing þessa var ungmennafélögin. Fyrirmyndin var að vísu erlend, en færð í al- íslenzkan búning, eins og ljóst má vera, þegar þess er gætt, að félagsskapur þessi var í raun og veru fyrst og fremst þjóðernis- hreyfing. í stefnuskránni var á- kveðið að vinna að því að efla og glæða allt það, sem þjóðlegt væri, gott og gagnlegt og þá eink- um og sérstaklega móðurmálið. Jafnframt átti að vinna að andlegum og líkamlegum þroska cg framförum einstaklinganna. Vormenn íslands hafa þeir ver- ið nefndir, sem skipuðu sér undir merki þessarar hreyfingar og einn af þeim var Jónas Jónsson. En hann varð fljótt annað og meira en óbreyttur liðsmaður. Honum var falin forustan. Vor- mennirnir fundu og viðurkenndu, að af þeim var hann mesti vor- maðurinn og því kjöru þeir hann formann landssambands ung- mennafélaga íslands og fólu hon- um ritstjórn blaðs, sem samband- ið gaf út. Á meðan Jónas gegndi þessum störfum, var blómatíð félagsskap- arins. Blaðið vann sér meira og meira álit og orð og athafnir fylgdust að. Félagarnir voru ó- trauðir og forustan örugg. Nú eru allmörg ár síðan Jónas varð að láta af þessum störfum fyrir ungmennafélögin. Stærri viðfangsefni kölluðu hann. En vordraumarnir gleymdust honum ekki, og þegar tækifæri bauðst, hafði hann þor og þrek til að láta sumt af þeim rætast. Fyrir forgöngu hans var æsku landsins sköpuð aðstaða til meiri andlegs og líkamlegs þroska. Þjóðlegir alþýðuskólar voru reist- ir, sniðnir eftir menntaþörf og fjárhagsgetu alþýðunnar, með að- stöðu til íþróttaiðkana, leikfimis- húsum og sundlaugum, og auk þess var veittur styrkur til fjöl- margra sérstakra sundlauga. Margt fleira mætti telja, en »það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm, því þjóðin mun þau annar- staðar finna«. Og svo vil ég nota tækifærið á þessu fimmtíu ára afmæli vor- roannsins frá Hriflu, að færa honum hugheilar þakkir gömlu samherjanna, ungmennafélag- anna, þakkir fyrir vel unnið starf i þágu áhugamála vorra. Á. Jóhannsson. Jónas fónsson fimmtugur. Framh. aí 1. síðu. góður vinum sínum, en grimmur óvinum. Satt er það, að hann tal- ar aldrei undir rós um gerðir andstæðinga sinna. Hann talar hispurslaust um að »þýið sé þý«. Það, sem kölluð er grimmd í fari hans, er í raun og veru ekki ann- að en það, að hann er með af- brigðum markviss í deilum við mótstöðumennina. Fyrir þetta þola þeir hann alls ekki, og þeir æstustu óska einskis framar, en að hann mætti »bannfærast kirkj- unum í og hengjast að hegning- arlögum«. Það er gamla sagan um hvöt blindra manna eða það innræti þeirra að vilja grýta spá- mennina. Annars má hver sem vill lá Jónasi Jónssyni það, þó að hann neyti vopna sinna í jafnhatram- legum árásum, sem hann hefir orðið fyrir af hendi pólitískra ó- vina. Þeir hafa hvað eftir annað reynt að ræna hann æru og mann- orði og gerðu jafnvel eitt sinn til- raun i þá átt að gera hann að vit- firringi í augum þjóðarinnar. Það verður að teljast vafasöm dyggð og hæpinn vottur um manndóm að halda að sér höndum og hafast ekki að, þegar svo níðingslega er að farið. Það mun og sannast, að J. J. bognar aldrei fyrir árásum óvina sinna. Ef nokkuð megnaði að beygja þenna sterka mann, þá eru það svik eigin samherja við sameiginlegan málstað hans og þeirra og brotthlaup í óvinaliðið. Þetta vita andstæðingar J. J. of- ur vél, og þess vegna leggja þeir sig alla fram um að leita eftir meinakindum í flokki hans og draga þær í sinn dilk, ef nokkrar finnast. Til gamans skal hér getið um Iitinn atburð, sem fyrir kom ný- lega og sýnir átakanlega vel bardaga-aðferð Morgunblaðs- manna gagnvart Jónasi Jónssyni. f vetur var sent út vélritað dreifibréf frá miðstjóm Fram- sóknarflokksins, undirritað af formanni flokksins, Jónasi Jóns- syni. Bréfið fjallaði um ýms al- varleg mál. En svo óheppilega vildi til, að bréfið hafði ruglazt svo mjög í vélritun, að það varð óskiljanlegt á köflum. Áður en tekið var eftir þessu, höfðu nokk- ur eintök verið send út. Var þá strax brugðiö við og vélritunin leiðrétt. Mbl. náði síðar í eitt þessara rangt vélrituðu bréfa og hugðist að færa sér mistök þessi í nyt sér og flokki sínum til framdrátt- ar, en til smánar J. J. og flokki hans. Þess vegna birti Mbl. hið rangt vélritaða bréf sem sýnis- hoi*n þess, að J. J. væri ekki einu sinni sendibréfsfær maður. Nú er það á allra vitorði að Mbl.-menn hafa verið og eru enn á sífelldum hrakningi undan á- deilugreinum J. J. á þá og flokk þeirra. En þessir grunnfæru menn hafa ekki gætt þess, að lítill heiður er það fyrir þá að fara hverja hrakförina eftir aðra fyr- ir manni, sem þeir vilja telja les- endum sínum trú um að ekki sé sendibréfsfær. Mbl.-menn nefna J. J. löngum »Hriflon« og Framsóknarflokkinn »Hriflulið«. Er þetta gert í háð- ungarskyni við flokkinn og for- ingja hans, að minna menn á það, að J. J. hafi upphaflega verið kotadrengur. Sýnir þetta vel fyr- irlitningu þeirra »stóru« í íhalds- flokknum á smábýlum sveitanna. Sjálfum þykir Jónasi Jónssyni frá Hriflu enginn skömm að því að kenna sig við æskustöðvar sfn- ar, þó smábýli sé, og það þykir flokksmönnum hans ekki heldur. Þess hefir áður verið getið, að æfi Jónasar Jónssonar líktist nokkuð æfintýri. Hann, karlsson- urinn úr kotinu, hefir lagt undir sig hálft landið. En lokaþáttur æf- intýrisins er enn eftir. Allir sam- herjar J. J. sameinast á fimm- tugsafmæli hans í dag um þá ósk honum til handa, að hann eigi eftir að leggja undir sig allt land- ið, að vísu ekki sjálfs hans vegna, heldur vegna framfaramála þjóð- arinnar. tnoimar Eydal, Skólapilfur. i. Fyrstu kynni mín af Jónasi Jónssyni eru frá haustinu 1904. Ég kom þá í Gagnfræðaskólann á Akureyri, en Jónas hafði komið þangað haustinu áður og var því kominn í efri bekk, eins og við kölluðum. (Þá voru aðeins tveir bekkir í skólanum). Fyrsta eða annan sunnudaginn, sem skólinn stóð, var haldinn nemendafundur, og var Jónas málshefjandi; man ég fyrst eftir honum við það tækifæri, og tölu- vert man ég eftir ræðu hans enn í dag. Ég hafði þá ekki oft heyrt ræður fluttar og vantaði auðvit- að allan þroska til gagnrýni, en hrifinn varð ég af því, sem hann sagði. Og nú, er ég rifja þetta upp, finnst mér að ræða hans hafi borið vott um miklu þrosk- aðri hugsun, heldur eij hægt er að búast við hjá 19 ára unglingi, eins og Jónas var þá. Þenna vetur, sem við Jónas vorum saman í skóla, var hann foringi okkar skólapilta í öllu skólalífi; á málfundum okkar, í bindindisfélagi, sem hann stofn- aði, o. s. frv. Kom þá þegar í Ijós, að hann hafði hæfileika til — Kennari. að vera foringi og ná valdi yfir öðrum. Skólablað Var gefið út, var það skrifað og lesið upp á nem- endafundum. Ekki man ég nú neitt gjörla um einstakar greinar þar, eða hverjir þær skrifuðu; ég held líka, að þær hafi oftast ver- ið nafnlausar. En það hygg ég, að ef leitað væri í gömlum »Skólapilti« (svo hét blaðið) frá þeim vetri, þá mætti finna þar ritsmíðar með öllum sömu aðal- einkennum og öll þjóðin þekkir nú í skrifum Jónasar. Námsmaður var Jónas mikill, að minnsta kosti á flestar fræði- greinir, enda útskrifaðist hann úr Gagnfræðaskólanum (vorið 1905) með ágætiseinkunn. Vorið 1905 færðust nemendur það stórræði í fang, að halda há- tíðlegt 25 ára afmæli skólans og standa sjálfir fyrir því að öllu leyti. Var kosin nefnd skólapilta til að undirbúa hátíðina og veita henni forstöðu. Jónas var að sjálfsögðu í þessari nefnd, og ég hygg formaður hennar, eða að minnsta kosti var hann aðalmað- urinn, hvort sem hann bar for- mannsnafnið eða ekki. Hátíð þessi fór hið bezta fram, og var ■WHHWHHHWHWIW Utgerðarmenr) § sem hafa hugsað sér að kaupa síldarnet hjá okkur fyrir næstu vertíð, þyrftu að gefa okkur upp pantanir sínar fyrir 1. júní. g* Kaupfólag Eyfirðinga ÍlTMIIirtHMiilliHIMiig

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.