Dagur - 09.05.1935, Page 1

Dagur - 09.05.1935, Page 1
D AOUR sernur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhauns- son i Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIII . ár. | Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 9. maí 1935, 19. tbl. FimmtugsafmÉeli jónasar Jónssonar. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði átti Jónas Jónsson fyrrv. ráðherra fimmtugsafmæli 1. þ. m. Kom þá greinilega í ljós hversu mikil og djúptæk ítök hann á með þjóðinni. Jónas Jónsson. Þenna dag kom Tíminn út þre- faldur að stærð, og rituðu í blað- ið 48 menn, ýmist um Jónas Jóns- son sjálfan eða einstök verk, sem hann hefir átt upptök að og kom- ið í framkvæmd, eða veitt mikils- verðan stuðning. Er þetta afmæl- isblað einstakt í sinni röð og mun verða mjög eftirsótt, vegna þess að það veitir sæmilega glöggt yf- irlit yfir störf og skapgerð. hins mikilvirkasta stjórnmálamanns samtíðarinnar í þessu landi. Höfundar greinanna í þessu af- mælisblaði Tímans voru þeir er hér greinir: ' Jón Sigurðsson, bóndi í Yztafelli. Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri. Hermann Jónasson, forsætisráðh. Eysteinn Jónsson, fjármálaráðh. Sigurður Kristinsson, forstjóri. Þorleifur Jónsson, fyrrv. alþm. Sveinn ölafsson, fyrrv. alþm. Hallgrímur Jónasson, \kennari. Kristinn Guðlaugss., bóndi á Núpi Ingimar Eydal, ritstjóri, Aðalsteinn Sigmundsson, sam- bandsstjóri U. M. F. i. Hervald Björnsson, skólastjóri. Teitur Eyjólfsson, bóndi í Ey- vindartungu. Guðm. Thoroddsett, prófessor. Stefán Jónsson, skólastjóri. Gissur Bergsteinsson, lögfr. Stefán Jónsson, bóndi Eyvindarst. Halldór Kiljan Laxness. Bjarni Bjarnason, skólastjóri. Þorsteinn M. Jónsson, bóksali. Pálmi Hannesson, rektor. Guðm. Davíðsson, umsjónarm. Gunnar Þórðarson, bóndi, Grænu- mýrartungu. Freysteinn Gunnarsson, skólastj. Þórir Steinþórsson, bóndi, Reykh. Halldór Ásgrímsson, kaupfél.stj. Magnús Stefánsson, verzlunarm. Kristinn Stefánsson, skólastjóri. Ingimar Jónsson, skólastjóri. Guðgeir Jóhannsson, kennari. Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari. Steingrímur Davíðsson, skólastj. Sigurður Heiðdal. Markús Torfason, bóndi, ólafsdal Sigurður Thorlacius, skólastjóri. Björn H. Jónsson, skólastjóri. Skúli Guðmundsson, kaupfél.stj. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur. Steingrímur Steinþórss., skólastj. Ríkharður Jónsson, myndskeri. Pálmi Loftsson, útgerðarstjóri. Guðjón Samúelsson, húsameistari. Hannes Jónsson, dýralæknir. Karl Finnbogason, skólastjóri. Jón Þórðarson, prentari. Guðmundur Jónsson frá Hóli. Bjami Ásgeirsson, alþingism. Guðbrandur Magnússon forstjóri. Þegar kom fram yfir hádegi heimsóttu J. J. margir vinir hans og samherjar í tilefni af afmæl- inu. Ýmsar gjafir bái-ust honum frá cirstaklingum og stofnunum. Að kvöldi dagsins var J. J. haldin sú fjölmennasta afmælis- veizla að Hótel Borg, sem nokkr- um einstakling hefir verið haldin hér á landi. Voru það ekki ein- ungis Reykvíkingar, sem veizlu þessa sátu, heldur einnig margir menn úr nærliggjandi sveitum, sem eingöngu komu til að sitja hóf þetta. Hermann Jónasson forsætisráð- herra stýrði samkvæminu og flutti aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins; prófessor Sig- urður Nordal mælti fyrir minni frúar hans, en Guðbrandur Magn- ússon forstjóri fyrir minni dætra þeirra. Þá bar Hermann Jónasson fram þau tilmæli f umboði þeirra vina og samstarfsmanna heiðursgests- ins, sem beitzt höfðu fyrir fagn- aði þessum, að Jónas Jónsson heimiiaði að gert yrði brjóstlíkan af honum, sem síðan yrði steypt í málm og eftir hans dag yrði eign Alþingis. En þeir og fjöl- margir aðrir samherjar hefðu þegar lagt fram fé, sem nægði í þessu(skyni. Þá talaði heiðursgesturinn sjálf- ur í rúma klukkustund og þakk- aði meðal annars vinsemd þá, sem honum og fjölskyldu hans hefði verið sýnd. Indriði Þorkelsson skáld á Fjalli flutti kvæði, er hann hafði ort til J. J. Síðan fluttu ýmsir ræður og linnti eigi fyrr en borð voru upp tekin að liðnu miðnætti, en úr því var stiginn dans langt fram á nótt. Ileillaóskaskeyti höfðu J. J. borizt svo mörg, að engin tiltök voru að lesa þau upp í samkvæm- inu. Þar á meðal voru skeyti frá félögum Framsóknarmanna víðs- vegar á landinu, Samb. ísl. sam- vinnufélaga og fjölmörgum ein- stökum samvinnufélögum, U. M. F. í. og einstökum ungmennafé- lögum, stjórnum búnaðarsam- banda, íþróttasambandi íslands, Bandalagi ísl. listamanna, skips- höfnum, sjúklingum á hælum, ýmsum hópum manna, t. d. bréf- berunum í Reykjavík, hreppsbú- um í Ljósavatnshreppi, fulltrúum erlendra þjóða, ýmsum starfs- mönnum ríkisins erlendis, svo sem sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, fulltrúa íslands í ísl.- danska utanríkisráðuneytinu, konungsritara, verzlunarerindrek- anum í Suðurlöndum og ýmsum mönnum erlendum, þar á meðal dönsku fulltrúunum í lögjafnað- arnefndinni. Alls voru heilla- skeytin um 300 að tölu. Mynd sú, er hér birtist af Jón- asi Jónssyni, var ætlast til að kæmi í síðasta blaði, en mynda- mótið náði ekki hingað í tæka tíð. Dúe Benediktsson fyrrv. lögreglu- þjónn andaðist að heimili sínu hér í hænum að kvöldi 4. þ. m., eftir langa legu, 73 ára að aldri. Dúe gegndi lögregluþjónsstarfi hér í bænum í 30 ár og rækti það starf sitt, eins og öll önnur, af alúð og trú- mennsku. Gufuskipiö »Snæfell« kom hingað fyrir helgina fyretu ferð sína eftir við- gerðina, hlaðið sementi, Nýja-Bíó BS Föstudags-, Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 9. Pað skeði um nótt... Tal- og hljómmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Clark Gable og Clauúette Colbert. Úr biaðaummæium Berlingske Tid- ende 27. *ept. 1934: »í »Metropolc, >Colosseum< og »Rialto< þar sem »Það skeði um nótt< hefir verið sýnd undanfarið, hefir sannast, að orðrómur sá, er gekk um þessa mynd, hefir verið sannur. — Að hún er ekki aðelns ársins bezta gamanmynd, heldur ein af fjörugustu og geðfelldustu og frá hendi höfundar og leikstjóra ein sniðugasta skemmtimyndin, sem við höfum séð hér í í borgirnic. Myndin var sýnd: í New Vork 42 vikur. í París 21 — í Oslo 15 — Sunniidaginn kl. 5. Alpýöusýning. Barnavernd. í síðasta sinn. Pað tilkynnist, að dóttir okkar og |ystir, Hulda Polly, andaðist að Kristnesbæli 4. þ. m. Jarðarför hennar er ákveðin að Saurbæ miðvikudaginn 15. þ. m. og hefst kl. 12 á hádegi. Svanfilður Stetánsdóttir. Stetán Johannesson. Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð og virðingu allra fjær og nær við andlát og jarðarför Oddnýar Þorkelsdótt- ur frá Syðra-Hvarfi. Aðstandendur. GEYSIR: Mætiö allir, félagar, í kvöld kl. 8% í Skjaldborg. Þóröu/r Gunnarsson frá Höfóa and- aðist hér í bænnm í fyrradag. Hann var nokkuð hniginn að aldri og jafnan vel metinn maður og vinsæll. Sýning á handavinnu skólabarnanna er opin á svmnud. n. k. kl. 1—7 e. h. Skólanum verður slitið 15. þ. m. kl. 2.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.