Dagur - 29.05.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 29.05.1935, Blaðsíða 1
D AGUR icemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júií. XVIII. ár. T Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 29. maí 1935. Dóiiuir gáfaðs andsfæðings uin rifsnilli og Ii§fasmekk Jónasar Jónssonar. í »Tímanum«, er út kom 1. maí og helgaður var fimmtugsafmæli Jónasar Jónssonar, var meðal annars grein með yfirskriftinni: »J. J. og fagrar listir«, eftir rit- höfundinn Halldór Kiljan Lax- ness. Fjallar greinin aðallega um það afrek J. J., er felst í stofnun Menningarsjóðs og þýðingu sjóðs- ins fyrir skapandi, listrænt menn- ingarstarf á íslandi í framtíðinni. Ýmsir menn hér norðanlands hafa farið þess á leit, að Dagur birti, niðurlag þessarar greinar, svo að það kæmi fyrir sem flestra augu. Vill blaðið verða við þessu og gefur því H. K. Laxness hér með orðið: »Það virðist vera nokkurskonar kaldhæðni örlaganna, að þessi unnandi fagurra lista, skuli hafa orðið aðalinntakið í ólistrænustu ritsmíðum á íslandi. Ég skal ekki leggja neinn úrskurð á þau deilu- mál sjálf, þar sem hann hefir komið við sögu, enda geir ég ráð fyrir að mínar grundvallarskoð- anir á þjóðfélagsmálum séu hér- umbil eins ólíkar skoðunum Jón- asar Jónssonar eins og skoðunum andstæðinga hans. En ég held mér .sé nokkurnveginn ljóst, hvar andstæðingar Jónasar Jónssonar standa eins hölum fæti og hægt er að standa. Það er í ritsnilld. Það hefir verið meira ritað um þennan mann en nokkurn Islend- ing fyrr eða síðar. Það eru ritaðir um hann langir og breiðir dálkar á hverjum degi ár eftir ár, bráð- um áratug eftir áratug. En ég minnist aldrei að hafa lesið póli- tíska deiluritgerð um Jónas, sem hafi verið þess verð að maður læsi hana, frágangsins vegna; það er eins og allir minnstu ritsnill- ingar þjóðarinnar hafi lagzt á eitt; varla nokkur lína, sem hafi borið í sér lífsneista, er enzt gæti daginn út. Ég held að það sé ekki of djúpt tekið í árinni, þótt ég segi. að sú mergð af rituðu máli, sem um hann hefir verið samin daglega nú í tvo áratugi, sé það auðvirðilegasta, sem framleitt hefir verið í bókmenntum á fs- landi síðan land byggðist, að verstu rímum og lélegasta sálma- kveðskap 17. og 18. aldar ekki undanskildum. Ég hefi oft sakn- að þess mikið, að íhalds- og sjálf- sfseðisflokkurinn skyldi ekki hafa átt einhvern mann á móti honum, til að gera leikinn jafnari. Aftur á móti efast ég ekki um það, að þegar þau deilumál, sem mörg hver hafa verið ærið hjá- kátleg í augum þeirra, sem ekki taka þátt í pólitísku dægurþrasi, eru gleymd, þá muni ýmis inn- legg Jónasar í málunum lifa. En ekki sem innlegg í málunum, held- ur sem bókmenntir. Margar af þessum pólitísku dægurgreinum hans eru skrifaðar af þvílíkri list, og fyndni, að þær munu fyrst njóta sín til fulls í augum hlut- lausrar framtíðar. Hann kann að byggja upp pólitíska forustugrein með sögulegri stígandi eins og þaulvanur skáldsagnahöfundur. Honum er jafnlagið viðkvæmni og háð, góðlátleg kýmni og napr- asta ádeila. Og hann hefir vald á því upprunalega i íslenzku tungutaki, betra en flestir þeir islenzkir höfundar samtímis hon- um, sem annars leggja stund á fagrar bókmenntir. Ýmsar rit- gerðir munu standa sem sýnis- horn þess, hvernig íslenzkt mál var langbezt ritað í stjómmála- deilum á þriðja og fjórða tugi tuttugustu aldarinnar. Ég' hefi einkum kynnzt Jónasi Jónssyni frá þeirri hlið sem veit frá hinni pólitísku dægurbaráttu, heima á hinu vinsæla heimili hans, uppi til sveita, í útlöndum. Hann hefir í fari sínu ákveðna, heillandi eiginleika, sem ósjálfrátt draga mann að honum, bæði já- bræður og andstæðinga. Þessi persónulega snerting er eitt af hans sterkustu vopnum. Ég hefi vitað römmustu andstæðinga hans mýkjast og jafnvel linast alveg upp við persónuleg kynni af manninum sjálfum. Það er erfitt að skýra segulafl sumra manna. Að vísu hefir Jónas Jónsson óvið- jafnanlega samtalsgáfu, hæfileika til að segja sögulega frá einföld- um hlutum, til að láta þann er á hlýðir finnast, að þetta varði sig sérstaklega, gera hvert umræðu- efni persónulegt. Hin almenna menntun hans er langt fram yfir það, sem maður á að venjast hjá stjórnmálamönnum. Hann hefir mjög lagt sund á að kynnast list- um, er vel lesinn í bókmenntum, kann ódæmi af ljóðum, er óþrjót- andi sjóður af persónusögu; starf hans sem stjórnmálamaður, jafn- framt meðfæddri eftirtektargáfu og stálslegnu minni, að ógleymdri þeirri menntun og víðsýni, sem gerir honum allan samanburð svo auðveldan, það hefir allt gert hann að fágætum mannþekkjara, námu fyrir rithöfund. En það er samt sem áður enn eitthvað til viðbótar við allt þetta, sem gæðir hann svo sterku persónulegu seg- ulafli. Frakkar eiga alþekkt orð yfir þennan eiginleika, en ég veit ekki til, að hann hafi neinsstaðar verið skýrður, — þeir segja char- meur. Oft dettur mér í hug, þegar ég tala við Jónas Jónsson, að hann sé í eðli sínu fyrst og fremst listamaður. Það býr eitb- hvað óútreiknanlegt snilldareðli djúpt í manninum. Stundum finnst manni að það sé aðeins brotabrot af því sem hafi fengið að koma fram, — í hans beztu f 22. tbl. Nýja-Bíó FimnifudagS' og' föstndagskvöld kl. 9: Astí meinum (Liebelei). Dýzk tal- oo hljómmynd í 10 háttum- Aðalhlutverkin leika. Madga Scneider, Olga Tchechowa, Willi Eichberger, Paul Hörbiger. Mynd þessi er tekin eftir hinu heims- fræga leikriti >L1EBELEL eftir Arthur Schnitzler. Myndln byrjar á leiksýn- ingu í Wienar óperunni rétt fyrir stríðið og gerist öli í gömlu glað- væru Wien með öliu hennar fjörl og lífsgleði, skrauti og viðhöfn, ástar- æfintýrum og ástum í meinum, Tvær bráöskemmtilegar aukamyndir. skrifum, og í ýmsum þeim stór- virkjum, sem gerð hafa verið í landinu að hans frumkvæði«. Mjólkursamlag K. E. A. sefur upp mfólkureifsölu á Siglufirði. Verö á injólk og mfólkurafurðum lækkur til neytenda. Mjólkursamlag Kaupfélags Ey- firðinga hefir að undanförnu annast um flutninga á og selt nokkrum mönnum á Siglufirði mjólk og mjólkurvörur, sem þeir hafa svo selt út í bæinn fyrir 45 aura lítrann af mjólkinni, eins og útsöluverð hennar hefir verið á Siglufirði. Nú hefir Mjólkursam- lagið sett á stofn sína eigin mjólkurútsölu þar í kaupstaðnum og jafnframt fært verð mjólkur- innar niður í 40 aura og verð annara mjólkurafurða útsölunnar eftir því. Þrátt fyrir lækkað út- söluverð væntir Samlagið þess að bera jafnmikið úr býtum fyrir selda mjólk og mjólkurafurðir á Vinum og vandamönnum tilkynnist hérmeð að afi okkar Kristján Ásmundssoní Víðigerði andaðist að heim- ili sínu laugardaginn 25. þ. m. jarðarförin ákveðin að fari fram þriðjudaginn 4. júní n. k. og hefst með húskveðju heima í Víðigerði kl. 12 á hádegi. Fyrir hönd allra aðstandenda. Hannes Kristfánsson. Jónas Kristfánsson. Hér með tilkynnist, að Jóhann Pétur Sigurgeirsson andaðist að heimili sínu, Syðri-Reistará, 24. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin föstudaginn 7. júní og hefst með húskveðju kl. 11 árd< Aðstandcndur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.