Dagur - 29.05.1935, Blaðsíða 3

Dagur - 29.05.1935, Blaðsíða 3
22. tbl. DAGUR 99 eitt skeið svo lánsamir að eiga stóran hóp þessara nytsömu og göfugu manna, svo sem: Jón Sigurðsson á Gautlönd- um, Jakob Hálfdánarson á Grímsstöð- um, Benedikt Jónsson á Auðnum, Jón Stefánsson á Litluströnd (Porgils Gjall- anda), Jón Hinriksson — skáld — á Helluvaði, Jón, son hans, frá Múla, Pétur Jónsson á Gautlöndum, Sigurð Jónsson í Yztafelli, Einar Ásmundsson í Nesi og fl. Enginn þessara manna var skólalærður, sem kallað er, en allir höfðu þeir menntað sig sjálfir og auðgað anda sinn af þeirri þekkingu og manngöfgi, sem staðbezt reynist til allra sannra framfara, búum við enn að athöfnum og áhrifum þessara manna, bæði á andlegu og verklegu sviði. Allir eru nú þessir menn horfnir af braut lífsins, nema Benedikt frá Auðnum, hann lifir enn og starfar að bókfærslu hjá Kaupfélagi Pingeyinga, þótt kominn sé hátt á níræðis aldur, og er sama snilldin enn á öllum þessum störfum hans og áður var. Hann er enn bókavörður Bókasafns Pingeyinga, og leiðbeinir um bókaval og bóka- notkun, sem mörgum kemur að góðu haldi, því fáir eru færari að leiðbeina á því sviði en Benedikt. Hann fylgist enn vel með öllu því, sem gerist á andlegu athafnasviði þjóðarinnar, þótt hann nú sé að mestu hættur ritstörf- um. Var hann þó, að mínu áliti, rit- færastur allra þeirra manna, sem taldir eru hér að framan, og voru þeir þó mjög vel ritfærir, eins og mörgum mun kunnugt, sem þekktu þá og muna. Benedikt skildi manna bezt þýðingu samvinnu og samhjálpar og barðist ótrauður fyrir hvortveggja. Engan hefi eg heldur vitað skilja eins glöggt þýð- ingu sannarlegs lýðræðis, né hvernig þyrfti að undirbúa menn, svo þeir gætu notað sér það réttilega til ham- ingju. Hann réði líka miklu um skipu- lag Kaupfélags Pingeyinga, þegar það var stofnað, og sá um að sannarlegt lýðræði, með skyldum þess og rétt- indum, skyldi geta náð til allra með- lirna þess. Sakna eg þess mjög hve slakað var á þeirri kló, þegar breyt- ingar voru gerðar á félaginu, nú fyrir nokkrum árum, og það fært meira í útlent form, en áður hafði verið, þó það að sumu leyti væri til bóta. Víst mega Þingeyingar vera þakk- látir fyrir að hafa fengið að njóta starfa Benedikts svona lengi, en óvíst þykir mér að honum hafi verið launað þau eins og vert var og hann í raun og veru átti skilið. Jón á Gautlöndum hóf fyrstur allra þessara manna umbótastarf sitt. Hann byrjaði heima fyrir á sínu heimili og í sinni sveit. Seinna færðist það víðar um héraðið og síðast um allt landið eftir að hann varð þingmaður. Allan þann tíma, sem þau hjón, Sólveig og Jón, bjuggu á Gautlöndum, var heimili þeirra eitt hið merkasta og bezta, sem eg hefi nokkru sinni þekkt. Það var sannur griða- og hjálparstað- ur fyrir alla, sem bágt áttu, og þau hjón náðu til. Og það var líka góður skóli fyrir þá, sem þar dvöldu, annað- hvort sem hjú cða heimamenn. Það var fyrirmyndar regluheimili bæði utan bæjar og innan, svo að þeir sem þar dvöldu um lengri tíma, týndu niður allri óreglu, en vöndust á þrifnað og reglusemi. Jón átti stórt og fjölbreytt bókasafn, sera heiraamenn hans áttu aðgang að og meira að segja yoru hvattir til að nota. Þeim var líka, ef þeir vildu, gefinn kos'ur á tilsögn í nauðsynleg ustu undirstöðuatriðum til menningar, og hjúunum gefið eins til tveggja tíma frí á dag að vetrinum til lær- dóms. Kannslubækurnar lagði Jón til og tilsögn líka, ýmist sjálfur, eða börn hans, þegar þau voru orðin því vaxin. A þenna hátt fengu þeir, sem notuðu sér þetta, rétta undirstöðu til þess að byggja á framhaldslærdóm, og með þessu móti breiddisf út frá Gautlöndum margskonar menning og menntalöngun, bæði um Mývatnssveit og víðar. Oft kom það fyrir, ef ’einhver sjúkl- ingur í Mývatnssveit ekki gat fengið þá hjúkrun heima fyrir, sem honum var nauðsynleg, að hann var fluttur að Gautlöndum og honum hjúkrað þar, unz honum batnaði. Og yrði bjargarskortur á eihhverju heimili sveitarinnar, sem kom stundum fyrir, einkum á útmánnðum, þá hjálpuðu þau Gautlandahjón oftast upp á sak- irnar, án þess að taka nokkra borgun fyrir. Börn þessara hjóna líktust líka foreldrum sínum að öllu leyti, og hefi eg ekki kynnst greindari né betri börnum um mína daga. Enda munu þessir frábæru mannkostir loða við þessa ætt, meðan nokkuð er uppi af henni. Það yrði alltof langt mál í blaða- grein að rita sérstaka kafla um hvorn og einn þeirra manna, er eg nefndi hér að framan, sem menningarfröm- uði Þingeyinga. Þó vil eg geta þess, að jakob Hálfdánarson stofnaði vetur- inn 1875 félag í Mývatssveit, sem hann nefndi Menntafélag Mývetninga. Þetta félag hélt svo uppi unglinga- skóla í sveitinni í mörg ár. Hver fé- lagsmaður borgaði eina krónu árlega í félagssjóð, og þeim sjóði varði fé- lagið til þess að borga kennurunum kaup þeirra. Skólar þessir stóðu þetta einn til þrjá mánuði á vetri og voru til skiptis á ýmsum bæjum í sveitinni. Fyrsti skólinn var á Grímsstöðum, og stóð einn mánuð. Jakob varð líka fyrstur til að gefa út skrifað sveita- blað og látá það ganga um Mývatns- sveit, Þetta var veturinn 1876. — Þeir Jón í Múla og Sigurður í Yzta- felli kenndu unglingum til og frá um sýsluna í nokkra mánuði á vetri í allmörg ár. Að endingu vil eg segja það, að hin andlegu fræ, sem allir þessir menn sáðu í hjörtu sinna meðbræðra hér í sýslu, hafa borið svo ríkulegan ávöxt, að allar líkur eru til að sá gróður endist fram í ókomnar aldir. Þeir opnuðu augu manna svo glöggt fyrir því, hvaða aðferð þyrfti að beita til þess að geta orðið sinn eiginn gæfusmiður. Og það geta menn, eins og búið er að sýna fram á hér að framan, að- eins með því, að rækta með' fullum áhuga dyggðirnar í sinni eigin sál. Fara þar líkt að og við matjurta- garð, hlúa kostgæfilega að nytjajurt- unum, en uppræta illgresið. — Leggja fyrst réttan og traustan grundvöll undir sanna menningu og leggja síð- an ofan á þann grunn allt það bezta, sem framtíðin megnar að bera í skauti sínu. En af því viðhorfin eru alltaf að breytast, og alltaf kemur nýtt og nýtt í stað hins gamla, þá verður byggingin alltaf að halda áfram, kyn- slóð eftir kynslóð. En grunnurinn á alltaf að vera sá sami: Fróðleiksþrá, manndyggð, manndáð, sannleiksást, góðvild, hjálpfýsi, réttlæti, ráðveiidni, trú og siðgæði. Þetta þurfa allir, sem vilja verða nýtir og göfugir menn, að festa sér vel í minni, og ekki sízt hin uppvax- andi kynslóð. Guðlaugur í Fremstafelli. lý iii uni náiiúru íslands. 1. Skýrsla Náltúrulræðisfélagsins 1933-34. Skýrsla Náttúrufræðisfélagsins er ný- lega komin út, er hún yfirlætislítil að vanda. Hún hefst að þessu sinni með myndum og minningarorðum um tvo nýlega látna meðlimi félagsins þá prófessoiana Johannes Schmidt og Guðmund G. Bárðarson. Ritar dr. Bjarni Sæmundsson um hinn fyr- nefnda en Jóhannes Áskelsson jarð- fræðingur um hinn sfðarnefnda Þar á eftir fer starfsskýrsla, með- limatal og reikningar félagsins og sjóða þeirra, sem undir stjórn þess eru, Félagsmenn eru nú 181, hefir þeim heldur fækkað á þessum tveim- ur árum. Náttúrugripasafnið hefir eign- ast allmarga muni á þessum árum, og þá suma mjög merka. Verða því húsnæðisvandræði þess tilfinnanlegri með hverju ári sem líður, Aftast í Skýrslunni eru fjórar smá- ritgerðir um náttúrufræðileg efni. Fyrst ritar dr. Bjarni Sæmundsson um >Nýjungar úr dýraríki íslands«. Skýrir hann þar frá fimm nýjum fuglateg- undum, einum fiski og einu fiðrildi, sem fundist hafa á tveimur síðastiiðn- um árum. Auk þess eru athuganir um sjaldgæfa fugla og fiska. Þessar smáskýrslur dr. Bjarna, sem nú eru orðnar margar, geyma mikinn fróð- leik um dýralíf landsins. Þar næst ritar höf. þessara lína um >Flórunýjungar« 1034. Er þar skýrt frá nýjum fundarstöðum og útbreiðslu ýmissa sjaldgæfra plantna. Þá skýrir Jóhannes Áskelsson frá merkilegum fornskeljafundi í Breiða- víkurbökkum á Tjörnesi. Síðastliðið sumar fann hann þar nokkrar íshafs- skeljar í eldri lögum en þar höfðu áður fundist. Verður skeljafundur þessi til að skera úr ágreiningsatriði, er verið hafði um aldur laganna í Breiðuvík. Staðfestir þessi skeljafundur skoðun dr. Helga Péturssonar, að lög þessi séu frá jökultímanum. Síðast í Skýrslunni er greinargerð um Fuglamerkingar II. og III. ár eftir umsjónarmann þeirra Magnús Björns- son. Fuglamerkingunum er það kom- ið áleiðis, að merktir hafa verið 1517 fuglar alls. Af þeim hefa endurheimtst 61, 39 innanlands en 22 eriendis. Má þetla teljast allgóður árangur á jafnskömmum tíma. Þess er og að vænta, að merkingar þessar. megi í framtíðinni gefa mikla vitneskju um ferðir fugla um norðanvert Atlandshaf. Eins og yfirlit þetta sýnir, er ýmsan fróðleik að finna í Skýrslunni nú eins og endranær. En samt gefur hún að sumu j leyti tilefni til alvarlegra hug- leiðinga um hag og framtíð félagsins. Það er þannig illt til bess að vita, að meðlimum þess skuli nú fækka, ein- mitt á sama tíma og almennur áhugi á náttúrufræðum þó virðist heldur glæðast raeðal þjóðarinnar, og meira er unnið að rannsókn landsins af ís- lendingum en áður. Æskilegt væri því, að þeir menn víðsvegar um land, sem náttúrufræði unna, sameinuðu krafta sína og gengju í féiagið. Verk- efni félagsins eru ótæmandi, enda þótt mest sé aðkallandi nú að reisa hús yfir Náttúrugripasafnið. Það kreppist nú í ónógum húsakynnum, svo að ekki er kleift að >setja upp< nema örlítið að þeim munum, er því á- skotnast árlega. Vinnustofur fyrir fræði- menn, er vildu nota safnið, vantar og algerlega. Þá mundu og ýmsir kjósa að Skýrslan gæti komið út árlega og flutt meira af ritgerðum en verið hef- ir, En fyrsta skilyrði þess, að hægt væri að þoka þessum framkvæmdum nokkuð áleiðis er að allir þeir, sem fræðum þessum unna taki höndum saman. 2. Jóhannes Áskelsson: Kvarlargeologíschen Studíen von Island. Ritgerð þessi, sem er rúmar 20 síður að lengd, er prentuð í ritum jarðfræðifélagsins sænska í Stokkhólmi. Skýrir höf. þar frá rannsóknum og at- hugunum, er hann hefir gert á all- mörgum stöðum sunnanlands undan- farin ár. Rannsóknarstaðirnir eru við Þjórsá, Stóru- og Litlu-Laxá, Hvítá, Brúará og Sog. Hefir hann á öllum þessum stöðum athugað afstöðu og eðli jarðlaga, en einkum þó minjar gamalla sjávarmála, sem þarna eru. Gerir höf. grein fyrir skeljaleifum þeim, er hann hefir fundið þarna. Glöggar sjávarminjar er að finna í 100 — 110 metra hæð yfir núverandi sjávarmáli, en jafnframt kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að sjávarstaðan hafi við lok jökultímans verið næsta óstöð- ug á þessu svæði. Sjórinn ýmist verið að hækka eða lækka, Hærri sjávar- mörk í 125 metra hæð finnast þarna einnig, en þau telur höf. eldri en hin lægri, sem getið er að ofan. Að lok- um ber höf. saman sjávarminjar þess- ar og sjávarmörk við Faxaflóa, sem Guðmundur G. Bárðnarson hefir rann- sakað. Virðist honum margt benda til þess, að sjávarmörkin við Faxaflóa, sem eru í 40 — 50 metra hæð séu samtíma myndun og hin 100 — 110 metra háu sjávarmörk á Suðurlands- undirlendinu. Hæðarrounur þessi hefði orsakast af því, að landið hefði á Jökultímanum sigið mismunandi mikið norðan og sunnan Reykjanessfjallgarðs eða risið mishátt úr sjó síðan. En or- sakir þessa missigs gæti hafa verið ójafnt jökulfarg. Margt er merkilegt í rannsóknum þessum, og er vafalítið, að fái höf. haldið þeim áfram, munu þær leiða margt nýtt í Ijós um sögu landsins frá jökultíma og fram til vorra daga. (Framh.). Guðsþjónustur í Grundarþingapresta- kalli. Á Hvítasunnudag: Gi’und kl. 12 á hádegi (ferming). Annan hvítasunrm- dag: Kaupangi kl. 12 á hádegi (ferm- ing)- Kárlakór Reykjavíkur, söngstjóri Sigurður Þórðarson, er nýlega heim kominn úr söngför til útlanda. Söng kórinn í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Færeyjum, alstaðar við ágætan orð- stír og ágæta blaðadóma. Telja blöðin hann jafnoka beztu kóra á Norður-* löndum og sum jafnvel allra beztan^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.