Dagur - 29.05.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 29.05.1935, Blaðsíða 2
98 DAGUR 22. tbl. Siglufirði, eins og áður, sem þá stafar af minnkuðum útsölukostn- aði. Fyrir neytendur á Siglufirði er þessi nýja skipun ti) venilegra hagsbóta. Sigfús Halldórs frá Höfnwm fór til Reykjavíkur með síðustu ferð Brúar- foss. Er haim, ásamt Gísla Guðmunds- syni, ráðinn ritstjóri Nýja Dagblaðsins fyrst um sinn. Sigfús hefir að undan- fömu verið fréttaritstjóri Dags; flytur blaðið honum kærar þakkir fyrir starf- ið og' ámar honum allra heilla í hinum nýja verkahring. Kristján Ásmundsson í Víðigerði í Hrafnagilshreppi andaðist 25. þ. m.; var liann kominn hátt á þriðja árið yfir tírætt, fæddur 7. sept. 1832. Hann hafði fótavist þar til hann var tíræð- ur, en hefir síðan legið rúmfastur. Látinn er á Syðri-Reistará í Amar- neshreppi Jóhann Pétur Sigurgeirsson, hátt á áttræðisaidri. Hann bjó um skeið á Nunnuhóli í sömu sveit, en hefir hin síðari ár dvalið hjá dóttur sinni og tengdasyni, Þorláki Hallgrímssyni á Syðri-Reistará. Jóhann sál. var dugnaðar- og skerpu- maður, greindur vel og áhugasamur um landsmál og fylgdist vel með á því sviði til hins síðasta. Liistigcuröurinn verður opnaður á uppstigningardag og verður síðan op- inn til afnota fyrir almenning daglega frá kl. 9—12 og síðari hluta dags frá 1%—6, og þegar veður leyfir einnig að kvöldinu frá 8—10. Konunglegt hjónaband. Ingiríður Svíaprinsessa og Friðrik ríkiserfingi íslands og Danmerkur voru 24. þ. m. gefin saman í hjónaband í dómkirkj- unni í Stokkhólmi. Kennarafundiir. (Niðurlag); c. Hann er mótfallinn stofnun framfærslusjóðs fyrir starfsmenn ríkisins. d. Hann er fylgjandi tillögum minni hluta launamálanefndar (G. M. M. og Kr. A.) um staðar- uppbót á launum kennara. e. Hann álítur að aldursuppbót á launum kennara eigi ekki að falla niður með öllu, en að hún eigi að greiðast árlega fyrstu 5— G árin. f. Hann mótmælir því eindregið að kennarar eigi ekki að fá laun sín greidd beint úr ríkissjóði, eins og aðrir starfsmenn ríkisins. g. Að framvegis munu kennar- ar útilokaðir frá öllum atvinnu- möguleikum að sumrinu og hafa því ekki annað á að lifa, en laun sin. Fundurinn vill benda hinu hátt- virta Alþingi á þá staðreynd, að bamakennarar hafa verið lægst launaðir af öllum opinberum starfsmönnum rikisins, og öll launamálanefnd viðurkennir að þeim beri að fá bætt kjör. En svo óhönduglega hefir tekizt til hjá meiri hluta nefndarinnar, að lagt er til að starfstíminn lengist en hámarkslaun lækki. En skil- yrði þess, að barnakennarar geti leyst hið mikilvæga starf sitt vel af hendi í þágu alþýðufræðslunn- ar í landinu eru, að þeir hafi sæmileg kjör við að búa. Ennfremur vill fundurinn benda á það, að jafnframt því, að útgjöld ríkisins hafa hækkað á öllum sviðum hin síðari ár, hafa útgjöldin til bamafræðslunnar svo að segja staðið í stað. Og nú ver ísland langsamlega lægstum hundraðshluta af ríkisgjöldum til menntamála af öllum Norðurlönd- um, og þessi hundraðshluti fer lækkandi. Fundurinn telur það mjög al- varlegt mál, ef það, að fræða og mennta þjóðina verður látið sitja á hakanum, en með tillógum meiri hluta launamálanefndar virðist ó- tvírætt stefnt í þá átt. * * * Aðalfundur F. B. E. skorar á fræðslumálastjórnina, að hefjast nú þegar handa um að koma upp safni af fræðandi kvikmyndum handa skólunum, bæði með því að kaupa eða leigja erlendar fræðslu- myndir og láta taka myndir, t. d. úr atvinnuITfi íslendinga til lands . og sjávar. Ennfremur skorar fundurinn á fræðslumálastjómina, að byrja strax á því að láta búa til mynda- spjöld til notkunar við kennslu; Vill fundurinn nefna til dæmis: 1) Myndir af störfum íslend- inga eftir árstíðum. 2) Myndir af veiðiaðferðum og veiðitækjum íslendinga. 3) Myndir af íslenzkum^ iðnaði og tækjum. 4) Myndir af húsaskipun til sveita og í kaupstöðum. 5) Myndir af islenzkum merk- um mönnum. 6) Myndir af íslenzkum merk- isstöðum. 7) Myndir af íslenzkum dýrum. 8) Myndir af ísl. jurtum. * * » Fundurinn álítur rétt, að lands- próf fari árlega fram í lestri,. stafsetningu og reikningi. Hins- vegar álítur hann óþarft að árs- próf, eða prof mflli bekkja séu höfð að öðru leyti, þar sem hvort tveggja er, að áðumefndar náms- greinar hljóta alltaf að ráða mestu um skiptingu barna í bekki og breyttir kennsluhættir og auk- in bekkjakennsla gera slík próf þarflaus. * * * Aðalfundur F. B. E. lýsir sig fylgjandi ríkisútgáfu skólabóka, ef framkvæmdir þeirrar starf- semi verða að mestu eða öllu leyti í höndum trúnaðamianna kenn- arastéttarinnar, en er mótfallinn því, ef þingflokkamir eiga að hafa aðalafskiptin af fram- kvæmdinni. # * * Fundurinn felur stjórn félags- ins að koma hér á, næstkomandi haust, ef fært þykir, allt að hálfs mánaðar námskeiði í ýmiskonar handiðju, sem kennurum má að gagni koma, vinnubókagerð, móð- urmálskennslu o. fl. með þeim beztu kennslukröftum, sem hægt er að ná til. * * * Aðalfundur F. B. E. skorar á stjórn S. í. B. að vinna að því að komið verði á stuttum, árlegum námskeiðum fyrir kennara, er njóti styrks af ríkisfé, og séu þau haldin til skiptis í landsfjórðung- unum. Vill fundurinn benda á héraðsskólana sem heppilega staði til slíkra námsskeiða. * * * Fundurinn telur æskilegt að sýning á handavinnu bama, úr skólum á félagssvæðinu, verði í sambandi við aðalfundi félagsins. -!• H5 Aðalfundur F. B. E. tjáir sig í öllum aðalatriðum samþykkan því frumvarpi til íræðslulaga, er milliþinganefnd hefir samið, og skorar á Alþingi að lögfesta það sem allra fyrst. * * * Aðalfundur F. B. E. telur á- stand áfengismálanna í landinu vera svo alvarlegt, og allt uppeldi og framtíð þjóðarinnar í svo mik- illi hættu af völdum vaxandi á- fengisnautnar, að svo búið megi ekki standa, og skorar því á alla kennara landsins að beita sér fyr- ir þróttmikilli bindindisstarfsemi meðal æskulýðsins. Allar þessar tillögur og álykt- anir voru samþykktar mótat- kvæðalaust. Akureyri 20. maí 1935. Hannes J. Magnússon. Nytsamir 09 göfugir mi Sjálfsagt er að gera ráð fyrir því, að allir sæmilega vitibornir menn óski þess að geta orðið nýtir og göfugir menn. En jafnframt verða þeir þá að gera sér grein fyrir því, hvaða aðferð þeir eigi að beita tii þess að getaöðl- ast þessa fullkomnun. Verður þá óefað bezt að fara að dæmum þeirra manna, sem áður hafa náð þessu takmarki, en þeir hafa allir, undantekningarlaust, beitt þeirri aðferð að rækta með kost- Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að móðir okkar og tengda- móðir, ekkjan Kristín Kristjánsdóttir frá Litla-Garði við Akureyri, andaðist 26. þ. m., að heimili sínu, Grettis- götu 81, Reykjavík. Líkið verður flutt hingað norður. — Jarðarförin verður ákveðin síðar. Börn og tengdabörn. w nmniiBtiirmM'a mb»bwbmmíwm gæfni og alúð sína eigin sál, hlúa þar að öllu því bezta og göfugasta, en varpa frá sér, umsvifalaust, öllum hinum Iakari hvötum og líða þeim ekki að festa þar rætur. Þeir hafa byrjað á því að mennta sig sjálfir, efla vitsmuni sína með lestri góðra bóka, taka sér til fyrirmyndar dæmi og aðferðir göfugustu og beztu manna heimsins og tendra þá um ieið Ijós sinnar eigin skynsemi, svo hún yrði fær um að lýsa þeim sem gleggst á hinum torsótta og krókótta vegi lífsins. Reir elskuðu allt fagurt, göfugt og nytsamt, allt, sem gat orðið til sannra framfara, Peir sýndu velvild og um- hyggju öllum, sem bágt átlu, eða hjálpar og aðstoðar þörfnuðust. Samt voru þeir sparsamir og sáu um að engu væri eytt til ónýtis, eða að óþörfu. Töldu þeir líka sparsemina eina af þeim höfuðdyggðum, sem manninum bæri að rækta og hafa > fulium heiðri. Reir sýndu aldrei dramb né stærilæti, en umgengust alla jafnt, smáa og stóra, sem sína jafningja, voru alúðlegir í viðmóti og miðluðu fúslega af þekkingarforða öllum þeim, sem minna vissu og fræðast vildu. Þeir tóku að sér forystu þeirra nauð- synjamála, sem á dagskrá voru í það og það sinnið, ef þeir voru kvaddir til þess, og settu líka sjálfir á dagskrá þau framfaramál, sem þeir sáu, að aðrir ekki myndu setja þar, og urðu, á þann hátt, mestu framfaramenn síns tíma. Það gefur að skilja, að allar fram- farir, á hverjum tíma sem er, fara eftir því, hve marga og öfluga nyt- semdarmenn hver tími á, og því verð- ur öldugangur á framfarabraut mann- kynsins, ýmist framför, kyrstaða eða afturför. Og af því að það er lán fyrir hvert land, hvert hérað og hverja sveit að eiga sem flesta og bezta afburða- menn, þá er bæði skylda og hagur að styrkja þá og hlynna að þeim í hvívetna. En oft vill samt verða mis- brestur á að það sé gert sem skyldi. Við Suður-Þingeyingar vorum um Mjög mikið og fjölbreytt úrvalv:af öllum nauðsynlegum verkfærum til notkunar við garðrækt og ennfremur vatnsslöngur fást nu 1 Kaupféiagi Eyfirðinga. Járn- og glervörudeil d.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.