Dagur - 12.06.1935, Side 2

Dagur - 12.06.1935, Side 2
106 DAGUR 24. tb!.. Ummæli erlendra blaða á fimmtugsafmæli J. J. Fjöldi norskra, danskra og sænskra blaöa fluttu greinar um Jónas Jónsson í tilefni af fimm- tugsafmæli hans 1. maí. „Tidens Tegnu. í grein, sem »Tidens Tegn« birti um Jónas Jónsson ásamt mynd af honum, er aðallega talað mn hinn glæsilega stjórnmálaferil hans og hina áhrifamiklu stjórn- málaaðstöðu hans sem foringja Framsóknarflokksins. Niðurlag greinarinnar hljóðar svo: »Samherjar hans telja, að hann hafi átt allra manna virkastan þátt í þeim umbótum, sem nú séu gerðar á íslandi og sem stefna að því að koma fullkomnu nútíma- skipulagi á málefni þjóðarinnar. Víst er um það, að hin marghátt- aða og áhrifamikla framtakssemi hans hefir verið afar mikilvæg fyrir land hans. Þess vegna verð- ur hann almennt hylltur af lönd- um sínum í dag, þrátt fyrir þann mikla styr, sem staðið hefir um nafn hans«. „Norges Handels og SJö- fartstidende". í »Norges Handels- og Sjöfarts- tidende« segir svo: »Jónas Jónsson fyri'v. dóms- og menntamálaráðherra, sem er þekktastur allra núlifandi íslend- inga, verður 50 ára 1. maí. Um 20 ár eru síðan hann byrjaði að taka þátt í stjórnmálum og það verður með sanni sagt, að á þess- um 20 árum hafi orðið meiri framfarir á islandi en á mörgum undanfömum öldum. Á flestum sviðum hefir orðið alhliða við- reisn. Það er alkunnugt, að Jónas Jónsson hefir átt allra manna mestan þátt í því að mögulegt hefir verið að framkvæma þessar miklu umbætur. Að rekja nánar starfsferil hans, mundi því vera það sama og útlista mikinn hluta af þeim framkvæmdum, sem orðið hafa á íslandi hin síðustu áhrifa- ríkustu ár. Naumast hefir nokkur íslend- inguraðöllu samanlögðu haft eins mikla þýðingu fyrir land sitt og hann. Á íslandi verður fimmtugs- afmælis Jónasar Jónssonar minst með mikilli viðhöfn. Efalaust fær hann líka margar hamingjuóskir frá Noregv því þar er starsemi hans vel þekkt og þar á hann marga vini«. „Nye Dagligt Allehandau. Sænska stórblaðið »Nye dagligt Allehanda« birtir mynd af Jónasi Jónssyni og segir um hann m. a.: »Vissulega hefir enginn annar islendingur fyrir hans daga gert eins mikið fyrir land sitt eða haft meiri áhrif á viðreisn þjóðarinn- ar en hann«. »Nye Dagligt Allehanda« segir að lokum, að Jónas Jónsson komi til Svíþjóðar sem fulltrúi Alþing- is á afmælishátíð sænska þings- ins. „ Social-Demokraten “. »Social-Demokraten«, málgagn dönsku r íkisstj órnarinnar, segir m. a., að skólamálin, heilbrigðis- málin, samvinnufélagsskapurinn og fjölda margt annað, hafi tekið stórfelldum framförum á þeim tíma, sem Jónas Jónsson hefir haft áhrif á framgang þeirra mála. Ennfremur segir blaðið: »Sem foringi Framsóknarflokks- ins, er eínkum hefir fylgi hjá hinni frjálslyndu bændastétt hef- ir Jónas Jónsson unnið mikið starf, sem brautryðjandi og menningarfrömuður. Hann er skólastjóri samvinnuskólans ís- lenzka, og með því starfi, jafn- framt því að vera dóms- og menntamálaráðherra um nokkurt skeið, hefir hann haft mikil áhrif á menningu og atvinnulíf á sögu- 4 eyjunnk. „Dagens Nyheder“. »Dagens Nyheder« flytur undir fyrirsögninni: »íslenzkur foringi 50 ára«, mynd af Jónasi Jónssyni og segir m. a., að »áhrif Jónasar Jónssonar á stjórnmál, menningu og atvinnulíf íslendinga á seinni árum hafi verið svo þýðingarmik- ið, að hann megi telja í fremstu röð íslenzkra áhrifamanna«. — Greininni lýkur með þessum orð- um: »Jónas Jónsson hefir verið einn af forystumönnum þeirra umbóta sem gerðar hafa verið á seinni ár- um, til að koma högum íslenzku þjóðarinnar í nútímahorf. Hann hefir með miklum dugnaði unnið að endurbótum á kennslumálum, heilbrigðismálum, einkum hvað snertir útrýmingu berklaveikinn- ar, verið ákveðinn talsmaður þjóðleikhússins og nýs háskóla. Hann er óvenjulegur athafnamað- ur og góður sonur íslands«. Dánurfregn. Þann 8. þ. ni- andaðist hér á sjúkrahúsinu, eftir þunga legu, frú Rannveig' Stefánsdóttir frá Hrauni í Öxnadal, dóttir Stefáns Bergssonar fyrrum bónda á Þverá í sömu sveit og systir Bernharðs Stefánssonar alþingis- manns. Rannveig sál. giftist ung Jð- hannesi Jóhannessyni í Hrauni, hinum gervilegasta manni, bjuggu þau á Hrauni, þar til Jóhannes andaðist árið 1909, á bezta aldri; eftir það bjó hún sem ekkja í Hrauni í mörg ár, þar til Rósalín, einkadóttir þeirra hjóna, og Elías Tómasson maður hennar reistu þar bú. Rósalín andaðist með snöggum hætti á síðastl. vetri og varð skammt á milli þeirra mæðgna. Rannveig sál. var ein hin glæsileg- asta og myndarlegasta kona hér um sveitir. Hún var tæplega 59 ára að aldri. Leiðrétting. 1 greininni Heimavistar- skólar« í síðasta blaði, bls. 102, 2. dálki, 10. 1. að ofan, hefir misprentazt: ó- frjótt lestrarstarf fyrir ófrjótt lestrar- stagl. Mannúðin og tófuyrðlingarnir. Það eru nú full 80 ár síðan ég kynntist fyrst refaveiðum. Hefi ég stöku sinnum verið við þær sjálfur, þó að ég hafi raunar al- drei verið vel til þess fallinn. Mér hafa ætíð þótt þær aðfarir ljótar; sérstaklega féll mér illa við bogana, meðan ég notaði þá; en ég er nú löngu hættur því, og vildi óska, að þeir yrðu algjörlega lagðir niður. En mér verður tæp- ast að þeirri ósk, því að þeir eru furðu vinsælir. Gegn um allar mannúðar- og- dýraverndunarræð- ur, hefi ég aldrei heyrt á það minnzt; bogamir þykja víst mjög hentugir og samboðnir menning- unni. Það var engin furða, meðan hvolpar eða yrðlingar voru einkis virði, því að þó að mikið sé um dýraverndun, hefir hún sjaldan hátt um sig, ef að kvalaramir hafa ekkert upp úr því hagsmuna- lega. Mannúðin er góð, þegar hún er komin að verki; en hún er værukær, og sjaldan að hún vakni, nema hún heyri einhvern návaða til öfundarinnar, en öf- undin kemst ekki að, þótt yrðling- arnir séu kvaldir, því að menn gjöra það sér til skaða; en mann- úðin getur sofið, þótt yrðlingarn- ir hafi hátt. Svo dýraverndarar verða aldrei til að útrýma boga- veiðinni, sem ég tel næstum glæp- samlega. Veiðartæki þau, sém ég tel sjálfsögð á yrðlinga, eru gildrur, — og hefi ég gjört allt, sem ég hefi getað, til að láta þær útrýma bogunum, en það hefir gengið seinlega. Hefir mér þó ekki geng- ið eintóm meðaumkvun til þessa. Það er vart við að báast, að veiði- menn finni til með dýrunum, enda mun það sjaldgæft og getur illa samrýmst. En það voru þeirra eigin hagsmunir, sem ég hélt að mundu koma þessu máli að liði, en mér brást sú bogalistin. Til dæma má telja einn mann, sem kom á greni, þegar yrðlingarnir voru meir en hálfvaxnir, svo þeir voru taldir óvinnandi. En hann fékk gildru og náði þeim öllum, hafði stórfé fyrir, en vildi samt ekki viðurkenna ágæti gildrunn- ar, þótt hann gæti ekkert móti því haft. Annars hafa flestir tekið vel í það að nota gildrur, þeir, sem ég hefi talað við um þetta efni. En það virðist ómögulegt að koma þeim til að láta verða af því — og er það illa farið. — Tvær gildrur, önnur stór, hin lítil, eru vissar með hvern yrð- ling og kosta 20 kr. En ég veit um tugi og hundruð króna, sem menn hafa tapað á því að tíma ekki að kaupa þær, þó að maður sleppi meðferð dýranna og gjöri fjárhagshliðina að aðalatriði. Tel ég mikla nauðsyn, að þær komi í stað boganna, enda veit ég fyrir víst, að það verður með tíð og tíma, og þá verða yrðlingarnir betri verzlunarvara en þeir eru nú. Þeir eru harðir og ekki gott að sjá í flýti, þó að þeir séu eitt- hvað bilaðir, sem getur þó verið nóg til þess, að þeir séu lítils virði. Bogar eru flestir með svipaðri stærð. Þó að þeir séu svo harðir, að þeir beinbrjóti litla yrðlinga, eru þeir ekki vissir næð að halda þeim stóru. En sá yrðlingur, sem sleppur úr boga, næst aldrei. — Vanir menn geta nokkuð gjört við þessu, en aldrei til fulls. Og við því fær enginn gjört, að hver yrð- lingur, sem fer í boga, hljóðar svo ógurlega, að þeir, sem eftir eru, flýja svo langt, sem þeir komast og nást seint og sumir al- drei, ef þeir eru margir, því að alltaf versnar leikurinn. Gildi’a tekur hvern yrðling án þess að koma við hann, svo það gengur allt þegjandi og hljóðalaust, nema ef þeir eru lengi í gildrunni; þá fara þeir að væla og jafnvel gagga af leiðindum, en það vekur engan ótta í greninu. Auðvitað er það áríðandi, að gildran sé að öllu vel úr garði gerð og óbiluð; og nokkuð er það undir æfingu komið, hvað vel gengur veiðin, en flestir hljóta þó að ná fljótt lagi á gildrunum, og fljótar en á bog- um, þeir menn, sem eru alveg ó- vanir. Enda fer allur veiðiskapur eftir því, hvað vel er á haldið, og er því ekki frekar hægt að heimta af gildrunum, að þær séu alveg sjálfbjarga. Tel ég þær gallalaust veiðarfæri að öðru en því, að þær eru óþægar í flutningi; komast i Raftæki svo sem: bakaraofnar, ofnar, suðu» plötur, hárþurrkur, skaftpottar, strau- boltar og margt fleira í miklu urvali, 2® en verðið mikiu lægra en áður. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.