Dagur - 12.06.1935, Side 3

Dagur - 12.06.1935, Side 3
24. tbl. DAGUR 107 þó í hryggtösku og eru léttar í vöfum. Ég smíðaði fyrir fáeinum árum nokkrar gildrur, sem flestar eru seldar. Þeir, sem keyptu, voru mér ókunnir, svo ég veit ekkert meíra um það. Ef einhver, sem vill fá nákvæma lýsingu á gildru, og hvernig ég nota hana, þarf hann ekki annað en skrifa eftir henni og senda mér áritun sína. Ég tel það ljótt skarð í menn- ingu nútímans, að bogar sltuli enn vera notaðir og það á saklaus smádýr. Frekar ættu fullorðin dýr svo illt skilið, og væri þó lít- il málsbót og af tvennu illu betra að drepa þau á eitri. Tel ég næst- um hlægilegt, að menn skuli fá eitrun afnumda með lögum. Þeir þykjast hafa samvizkubit af því, að bræður þeirra verði til þess, að fullorðin, grimm dýr fái kval- ir í sig og drepist á nokkrum mínútum, en þeir vilja ekki anza •því, að afsegja bogana, sem taka saklaus börn þessara dýra og mylja á þeim fæturna, og láta þau orga úr sér öll hljóð, oft svo klukkutímum skiptir, unz hinn mjúkhenti veiðimaður kemur til þess að bæta gráu ofan á svart: Hann sviftir yrðlingnum úr bog- anum og treður honum í poka til þess að veltast þar á brotunum, svo fæturnir standa í ýmsar áttir, þangað til maðurinn sér það fyrir víst, að hann er búinn að fara svo með yrðlinginn, að hann er einkis virði, svo hann tekur hann aftur og annað hvort hengir i greip eða rotar við stein. Þá vil ég heldur hafa lagt gildru, og fá yrðlinginn alveg heilbrigðan og margra króna virði. — Sem betur fer er þetta ekki al- gengt, að yrðlingar brotni og laskist, þótt bogar séu notaðir,- en það má alls ekki koma fyrir. Við því verður aldrei séð með öðru móti en því, að skilja bogana eftir heima, en hafa með sér gildrur á veiðum þessum og um fram allt: hafa þær vel smíðaðar og í góðu lagi, því að mistök mega ekki eiga sér stað með þeim, frekar en öðrum veiðarfærum, enda kemur það ekki til, ef vand- virkni og varkárni er við höfð og gildran óbiluð. Til boganna mætti heimfæra vísu eftir örn Arnar- son: Hvenær skyldi vizkuvald vanans heimsku dæma, svo að þvílíkt þrælahald þyki engum sæma. — Þorsteinn M acjnússon frá Gilhaga, nú á Varmaiandi í Sæmundarhlíð. Samtíðin, 3. h., er komin út. Efnis- yfirlit: Útlend niifn eftir Jakob Jóh. Smára, Bókasöfn og bókaútgáfa eftir Eggert P. Briem, Spádómurinn (saga), Gamansamur pistill frá Færeyjum, eft- ir Björn Jónsson ritstjóra, Gjaldeyria- og viðskiptahöft, Úr frönsku stjómar- byltingunni, Hve langlífir getum vér orðið? og auk þess bókafregnir og amá- greinar. K. A. gengst fyrir hátíðahöldum 17. júní n. k. eins og undanfai’ið. Sjá götu- guglýsingar, Hf rit na náttúru Islands. (Niðurlag). 3. Guðmundur G. Bárðarson: íslands Gletscher, Vísindafélag íslend- inga, Rvík 1934. Rit þetta hafði höf. skilið við í handriti áður en hann lézt. Finnur sonur hans hefir nú búið það til prentunar, og lætur hann þess getið í formála, að sennilega hefði höf. breytt þar einhverju hefði hann mátt leggja síðustu hönd á verkið. Fyrst er í ritinu stutt yfirlit yfir þær jöklarannsóknir, sem gerðar hafa verið á íslandi, allt frá því er Rórður Vídalín skrifaði jöklarit sitt 1695 og til ársins 1930. í yfirliti þessu er get- ið hins belzta, sem ritað hefir verið um þetta efni á þessum öldum. Höfuðkalli ritsins er síðan um stærð og hreyfingar allra helztu jöklanna á íslandi frá fornöld og til vorra tíma. Þessum jöklum er Iýst: Frá Vatnajökli 15 skriðjöklum, Mýrdals- og Eyjafjalla- jökli 4 skriðjöklum, Tindafjallajökli, jökli á Skarðsheiði, Langjökli 3 skrið- jöklum, jökli á Hrútafelli, Hofsjökli, Tungnafellsjökli, Snæfellsj. og Dranga- jökli 3 skriðjöklum. Efnið er eins og vænta má, tínt saman úr fjölda rita, og frá fyrstu öldum eru upplýsingarn- ar bæði fáar og smáar. En flestra hinna stærri jökulhlaupa mun þó get- ið í annálum. Einna heillegastar eru þær upplýsingar, er menn hafa um Breiðamerkurjökul, bæði eftir frásögn- ura og tninjum um byggð við nágrenni hans. Það er víst, að hann er nú stærri en hann var um 1700, en þá var hann þó langtum stærri en verið ha'ði til forna. Er það saga jarðarinn- ar Breiðár, þar sem Kári bjó Söl- mundarson, sem veitt hefir þenna fróð- leik. Þar var forðum stórbýli og kirkjustaður. Byggð var þar en 1697, en skömmu þar á eftir virðist jörðin hafa farið í eyði. Þegar Eggert Ólafs- son fór þar um 1756 sáust þar en nokkrar minjar um byggð, en mestur hluti jarðarinnar var jökli hulinn, og svo er það enn f dag. Annars benda hinar nýjustu athugan- ir til þess, að síðan um aldamótin 1900 hafi allir jöklar farið minkandi, og víða svo allmiklu nemur. Jökul- röndin er nú allvíða nokkur hundruð metra frá því, sem hún áður hefir lengst gengið fram, Rit þetta er gert af sömu vand- virkni og önnur rit höfundarins, og við lestur þess hlýtur að rifjast upp á ný, hversu mikið íslensk nátt- úruvísindi hafa mist við fráfall hans. 4. jakob H. Lfndal: Jarðvegsrannsóknir. Sérprentun úr »Bún- aðarritinu*, Rvík 1935. Ritgerð þessi, sem er 67 bls. að lengd, má kallast nýjung f íslenskum rannsóknum. Að vísu hefir verið ritað áður ura íslenskan jarðveg, en þetta eru fyrstu samfeldu rannsóknirn- ar, sem gerðar hafa verið á sýrumagni hans, en sýrumagnið hefir mjög djúp- tæk áhrif á frjósemd jarðvegsins og og jurtagróður þann, er hann elur. Hðf. skiftir ritgerð sinni í tvo meg- inkafla. í hinum fyrri gerir hann grein þeirra undirstöðuatriða í jarð- vegs- og efnafræði, sem vita þarf, til að geta notfært sér seinni hlutann. Yfirlit þetta er hið þarfasta, því að Hvílasunnurok. Slórskaðar í Ólafsfirði. Snemma á hvítasunnudagsmorgun rak á norðaustanrok með slyddu. í Ólafsfirði brast veðrið svo skyndilega á, að kl. 5 um morguninn var þar hver á aanan, brotnuðu og sukku sumir, en aðra rak til lands og brotn- uðu þar. Urðu af þessu geysilegir bátstapar i Ólafsfirði og er tjónið af- blíða logn, en að hálftlma liðnura var skaplegt. Er fullyrt, að ýmsir eigendur sjórokið og brimgangurinn orðinn bátanna hafi orðið öreigar þenna dag. svo ægilegur, að ófært var út í vél- Flestir bátarnir voru óvágtryggðir. og inllubáta, er voru þar í legunni. Eftir þeim fregnum, sem blaðinu Þegar á morguninn leið, tók bátana hafa borizt, hefir tortíming og skemmd- að slíta upp ög reka, rákust þeir þá ir verið sem hér segir: Bátatapar í Ólafsfirði Q. júní 1935. V é 1 b á t a r : Ástand : Eigendur: Sævaldur Ónýtur, 1 /átryggður Þory. Friðfinnsson Þór — — Þorst. Þorsteinsson o. fl. Kári stórskemmdur, óvátryggður Jón Halldórsson Bergþóra viðgeranleg,. — Lúðvík Grímsson Blíðfari — vátr. Árni Bergsson T r i 11 u r : Bragi ónýtur, óvátr. Júlíus Sigurðsson Jósef — — Kristinn Sigurðsson Hafmey — — Jón Bjðrnsson Vífill — — Gunnar Þ. Ásgrímsson Bjarni — vátr. Gísli Gíslas. og Grímur Gríras. Gissur — óvátr. Guðm. Þorsteinsson Gunnh Friðf. — — Þorv. Friðfinnsson Máui viðgeranl. • Jón Þorsteinsson o. fl. Hreggviður — Einar Jónss. og Einar Einarsson. Guðrún lítið skemmd — Guðni Olafsson Stígandi — — — Guðni Jónsson Háaskála Bjarmi — — — Björn Magnúss. og Jóh, Júifuss. Víkingur — — — Sigurjón Jónsson Svalan ónýt — Þorsteinn Þorsteinsson. Auk þess rak einar 3 trillur en náðust óskemmdar. Varðskip er komið á staðinn til að bjarga því, sem bjargað verður. fæstum mun kunnugt um þau efni, er hverjum þeim sem byggst að ná jafn mikilvæg og þau þó eru í allri nokkrum viðunandi niðurstöðum á jarðyrkju. Þar einnig getið um áhrif rannsóknarefni sínu. Auk þess er ðll sýrufars jarðvegs á jurtagróðurinn eft- greinargerðin bæði skýrt og skemtilega ir því sem alraennt er talið. Þótt framsett. greinargerð þessi sé ekki löng veitir Þess er óskandi að höf. megi tak- hún samt haldgóða undirstöðufræðslu um þessi efni. Síðari hluti ritgerðarinnar fjallar um rannsóknir þær, er höf. hefir sjálfur gert á sýrufari ýmissa jarðvegstegunda undanfarin tvö ár. Alls hefir hann rannsakað 650 sýnishorn, er hafa verið fengin víðsvegar af landinu en mest úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Rannsóknirnar leiða í ljós, að jarð- vegur er hér fremur lítið súr, minna en í nágrannalöndum vorum. Er hann að því leyti hæfari til ræktunar ýras- um nytjajurtum hér en þar, því að sýrumagn jarðvegs hér er einmitt víð- ast mjög nálægt því, sem hagfeldast er talið ýmsum yrkiplöntum, Ef litið er á töflu þá, sem sýnir niðurstöðu rann- sóknanna sést að jarðvegurinn er því súrari, sem hann er votari. Sýrumest- ar eru flatlendu mýrarnar og fióarnir, en þurlend tún og valllendismóar sýru- minstar. Þó er enn minna sýrumagn í ísaldarleir, Nokkur munur er á sýru- magni túnanna eftir því hvort þau eru þurlend eða votlend’ Þá er greinargerð ýmissa fleiri rann- sókna. Er það t, d. árstíðaáhrif á sýrufar, gróðrarfar og sýrustig o. fl. ennfremur nokkrar athuganir á vatni. Annars er hér ekki rúm, til að rekja efni ritgerðar þessarar nánar, enda mun hún brátt komast í hendur al- menningi í Búnaðarritinu. AUar rannsóknir höf. virðast gerðar af þeim áhuga og alúð, sem nauðsynleg ast að halda áfram þessura rannsókn- um, svo vel sem hér er af stað farið, því að þessar rannsóknir hafa, auk hins fræðilega gildis, stórmikla hag- nýta þýðingu fyrir ræktunarmál vor, Þær eru áreiðanlega einn merkasti þáttur þess mikla starfs, sem vinna þarf, til þess að gera landbúnaðinn tryggari og arðvænlegri atvinnugrein en verið hefir, En vitanlega þarf að auka rannsóknirnar og vinna að þeim víðari grundveili, t. d. þarf nána rann- sókn jurtagróðurs í sambandi við jarð- veginn. Hafi höf. beztu þakkir fyrir starf sitt. Akureyri, 14. maí 1935. Steindór Sleindórsson Irð Hlöðum. Stjórn Fisksölusambandsins nýja er þannig skipuð: Aðalstjórn: Héðinn Valdemarsson alþm., Jón Árnason framkvstj., Magnús Sigurðs- son bankastj., Helgi Guðmundsson bankastj., Sigurður Kristjánsson alþm., Jóhann Jósefsson alþm., ólafur Einars- son útgerðarm. Varastjórn: Emil Jónsson alþingism., Vilhj. Þór kaupfélagsstj., Georg Ólafsson bankastjóri, Björn ólafsson skipstjóri, Jón A. Jónsson alþm., Jón Kjartansson ritstj., Halldór Kr. Þorsteinsson skip- stjðri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.