Dagur - 27.06.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 27.06.1935, Blaðsíða 1
DAGUR itemur út á hverjum íimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanus- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVIII. » > ♦ » ár. j Akureyri 27, júní 1935 26. tbl. Hekla endurborin í sambandi norð- lenzkra karlakóra hjelt fyrsta söngmót sitt í Nýja-Bíó 23. þ. m., fyrir húsfylli og við ágætar við- tökur. Svo sem blöðin hafa áður frá skýrt, er félag þetta stofnað á síðasta vetri til minningar um Magnús Einarsson söngkennara, sem, eins og kunnugt er, var að- sópsmestur kórsöngsfrömuður um langt skeið hér í Norðlendinga- fjórðungi, og má hiklaust telja hann einn af merkustu braut- ryðjendum þjóðarinnar á þeim sviðum. Samband þetta ber nafn söngfélags þess, sem Magnús stofnaði og stjórnaði. Fór söngmótið fram undir fána þeim hinum dýrmæta og glæsi- lega, sem Norðmenn gáfu Heklu er hún sótti þá heim árið 1905. Er fáninn nú í eign þessa félags. Fjögur söngfélög tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Voru það Karlakór Akureyrar, karlakórinn Geysir, Karlakór Mývatnssveitar og karlakórinn Þrymur af Húsa- vík. Karlakór Reykdæla, sem og er í sambandi þessu, gat ekki tekið þátt í mótinu sökum fjar- veru söngstjóra. Mótið setti varaformaður Gísli E. Magnússon með stuttu ávarpi. Síðan söng hvert félag fjögur lög, -svo allir saman sitt lagið undir stjórn hvers söngstjóra. Söngmót þetta fór hið bezta fram, og var hið ánægjulegasta. Það mun ekki teljast viðeig- andi að rita um hvert félaga þess- ara út af fyrir sig. Söngur þeirra var að vísu misgóður og raddir misjafnar. Gætti þess þó undar- lega lítið er allir fóru í einn hóp, og mátti telja að flokkur þessi, er kominn var undir eins manns stjóim,. félli merkilega vel saman. Sannaðist þar, sem auðvitað er enginn leyndardómur, að fátt mun betur fallið til sameiningar á sundurleitum kröftum en söng- urinn. Það er full ástæða til að óska þessu félagi langra lífdaga, og enginn efi á, að vegur þess mun vaxa með ári hverju, því ekki er hægt annað að segja, en að mjög myndarlega sé af stað farið. Ingimcur Eydal ritstjóri lagði af stað til Reykjavíkur s. 1. sunnudag, til að' sitja aðalfund S. í. S., ásamt fleiri fulltruum héðan að norðan. Vilhjálm- ur Þór framkvœmdastjóri fór á þriðju- dagsmorgurt í sömu eriodagerðum. Karlakór K. F. U. M. frá Reykjavík, undir stjórn Jóns Halldórssonar, kemur hingað til bæjarins næstkomandi föstudag, kl. 8 árdegis. Mun hann halda hér söngskemmtun þann dag kl. 9 síð- degis og aðra daginn eftir kl. 6 ]/2 síðdegis. Einsöngvarar eru Einar Sigurðsson -og Garðar prestur Þorsteinsson, sem báðir eru vin- sælir og þekktir söngvarar af út- varpssöng sínum. Karlakór K. F. U. M. er elztur söngflokkur hér á landi. Mun starfað hafa samfleytt nálægt 20 árum undir stórn sama manns, Jóns Halldórssonar, fyrv. ríkisfé- hirðis, sem er áhugasamur og vandvirkur söngstjórnandi með afbrigðum. Er flokkurinn orðinn mjög vel samsunginn, og nýtur hinnar mestu íhylli höfuðstaðarbúa. Fyrir nokkrum árum fór flokk- urinn til Noregs, og söng þar á ýmsum stöðum við ágæta frammi- stöðu og vakti þar á sér mikla athygli. Til Kaupmannahafnar fór flokkurinn og fyrir fáum ár- um, sem gestur danska kórsins Bel Canto, og tók þátt í sönghá- tíðahöldum, ásamt með færustu kórum Norðurlanda, í tilefni af 25 ára starfsafmæli heimbjóð- enda, og gat sér þar hinn bezta orðstír. Væntanlega verður þessari á- gætu heimsókn vel tekið af bæjar- og héraðsbúum. Siórslújdipiiigið. Þing Stórstúku íslands af al- þjóðareglu Goodtemplara verður að þessu sinni háð hér í bænum, og hefst það í dag (fimmtudag) með guðsþjónustu í kirkjunni, kl. 5 síðd. Templarar safnast saman í Skjaldborg kl. hálf-fimm. Verð- ur gengið þaðan í kirkju. Síra Friðrik A. Friðriksson frá Húsa- vík prédikar. Úr kirkjunni verð- ur svo gengið út í Templarahúsið Skjaldborg, og verður þá Stór- stúkuþingið sett. Stendur það svo yfir næstu daga. Jafnframt verð- ur haldið Unglingaregluþing, og stjórnar Steindór Björnsson stór- gæzlumaður ungtemplara því. -— Núverandi formaður Reglunnar á íslandi er Friðrik Á. Brekkan (stórtemplar), rithöfundur, Akur- eyringum að góðu kunnur. Um- boðsmaðul' Alþjóða-hátemplars er Brynleifur Tobiassoii mennta- skólakennari. Það er í fjórða skipti, sem Stórstúkuþing er háð hér í bæn- um (1907, 1924, 1928 og 1935). Meðal embættismanna og full- trúa, sem hingar koma á Stór- stúkuþing, má nefna: Friðrik Bi'ekkan, Jón Bergsveinsson, Jó- hann ögmund Oddsson, Steindór Björnsson, Felix Guðmundsson, Einar Bjömsson, Helga Helgason, Pétur G. Guðmundsson, Pétur Zophoníasson, og af ísafirði þá Árna Gíslason og Vigfús Ingvars- son. Ef til vill koma þeir Jakob Möller, Valdimar Snævarr, Þórð- ur Bjarnason og Sigurgeir Gísla- son. Það er í ráði, að útbreiðslu- fundur verði haldinn hér, meðan Stórstúkuþing stendur yfir, og verða aðkomumenn þá ræðumenn. Þess er að vænta, að Akureyr- ingar sýni Stórstúkunni þann virðingarvott og vinsemdar að flagga þann dag, sem þingið verð- ur sett. Allir eru velkomnir i kirkju, meðan rúm endist. Templarar í bænum og grennd- inni æ.ttu að nota tækifærið að sitja þingið, eftir því sem hentug- leikar þeirra leyfa. Gera' má ráð fyrir, að flestir fundir þingsins verði haldnir á 1. stigi. Við bjóðum Stórstúkuna VEL- KOMNA hingað til Akureyrar. Blessist störf hennar, til hag- sældar landi og lýð! Syndir annara. Það má teljast viðburður, þeg- ar úrvalsleikarai- úr höfuðstaðn- um koma hingað, til þess að sýna Akureyrarbúum listir sínar. Þetta hefir nú skeð. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, sýndi leik- flokkur úr Reykjavík »Syndir annara« hér, og var leiknrinn sýndur í þrjú kvöld, við ágæta aðsókn, þegar tekið er tillit til þess á hvaða tíma árs sýningin fór fram. í leik þessum munu fram hafa komið allir beztu kraftar hins nýja leikfélags, und- ir stjórn frú Soffíu Guðlaugsdótt- ur og Haralds Björnssonar. Að- alþungamiðja leiksins er barátta Nýja-Bíó Fimmtudagskvöld kl. 9: GULL þýzk talmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Hans Albers og Brig'ette Helm. Spennandi og æfintýrarík mynd um tilbúning gulls. Tekin af Ufa. milli tveggja afla eða stefna. önnur stefnan vill kaupa glæsi- lega yfirborðsmenningu fyrir verðmæti, sem standa í órjúfan- legu sambandi við viðkvæmustu hjartataugar og dýpstu þjóðern- istilfinningar íslendinga. Hin stefnan telur það svívirðingu að selja sál þjóðarinnar fyrir pen- inga. Grímur lögfræðingur er fulltrúi hinnar fyrmefndu stefnu, Þorgeir ritstjóri hinnar síðar- töldu. Inn í þessa baráttu er svo ofinn þáttur úr einkalífi ritstjór- ans, sem er honum afar viðkvæm- ur. Allt er þetta dregið fram af mikilli list af höfundi leiksins. Um meðferð leikendanna á hlutverkum þeirra er það að segja, að hún var í alla staði prýðileg, og kemur þar þá eink- um til greina leikmeðferð þeirra þriggja, er höfðu aðalhlutverkin með höndum, því hún bar mjög af því er hinir leikendurnir lögðu fram leiknum til styi'ktai'. Haraldur Björasson lék Grím, yfirdómslögmann, af mestu snilld. Var framkoma þessa geðríka at- orkumanns vel stillt í hóf frá leikandans hálfu, svo pei’sónan varð sannari og eðlilegri fyrir þá sök. Hin langa ox’ðasenna Gríms og ritstjórans, í öðrum þætti, sem mikill vandi er að fara með, tókst afbragðsvel. Að- eins ma geta þess, að H. B. var um of hraðmæltur síðasta kvöldið sem leikið var. Þorgeir ritstjóra lék Gestur Pálsson. Hlutvei-kið er all-vanda- samt meðferðar og vei’ðru að leik- ast vel, sem og tókst að þessu (Framh. á 4. síðu). Karlakér K. F. U. M. Rí||(jjyj|( hcldur samsöng í Nýja>Bíó föstudaginn 28. þ.n». kl.;9 e.h. og laugardaginn 29. ki. 6>/2 e.h. SJá götuauglýsingar, -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.