Dagur - 27.06.1935, Blaðsíða 4

Dagur - 27.06.1935, Blaðsíða 4
116 DAGUR 26. tbl. I. O. G. T. I.O.G.T. Rafveita Akureyrar. StðrstAknþingboO. Paö kunngerist, að þrítugasta og fimmta þing Stórstúku íslands af I. O. O. T. verður sett á Akureyri Fimtudaginn 27. Júní 1935, að af lokinni guðsþjónustu í Akureyrarkirkju. Kl. 4,30 e. h. hittast þingfulltrúar og þinggestir í samkomuhúsinu •Skjaldborg* og ganga þaðan í skrúðfylkingu inn í kirkju og hlýða messu. Síra Friðrik A, Friðriksson prédikar. Úr kirkju verður aftur gengið í skrúðfylkingu út að »Skjaldborgc og þingið sett. — Stórstúkustigið verður veitt í þingbyrjun. — Stórritari verður til viðtals í »stúkustofunni» í »Skjaldborg« kl. 11—12 f, h. þingsetningardaginn. — Ber fulltrúum og stigbeiðendum að skila þangað kjörbréfum og meðmælum. — í trú, von og kærleika. Reykjavík 24. Júní 1935. fóhann Ög:n. Oddsson. stórritari. I.O.G.T. LO.G.T. (Framh. af 1. síðu). sinni. Gestur sýndi óvenju vel þenna yfirlætislausa en stefnu- l'asta mann. Var allur leikur hans sléttur, en þó þróttmikill í við- skiptum hans vió lögmanninn. Persónugerfi var ágætt. Frú Soffía Guðlaugsdóttir lék frú Guðrúnu, hina góðu og göfugu konu Þorgeirs, af list og djúpum skilningi, og bezt þar sem mest á reyndi, svo sém í þriðja þætti, þar sem henni finnst hamingjusól sín vera að ganga til viðar; var leikur frú Soffíu þar svo sannur og átakanlegur, að flestir áhorf- endur munu hafa fundið til með konu þessari. Sumum öðrum af leikendunum tókst vel og engum illa með verk- efni sín, verður að öðru leyti ekki i'rekar gerð grein fyrir meðferð þeirra hér. Áhorfendur voru yfirleitt mjög hrifnir af leiksýningunni, sem og var að verðleikum, því óhætt má telja hana með því allra bezta, sem sýnt hefir verið hér á leik- sviði til margra ára. Hafi leik- endur beztu þökk fyrir komuna. H. V. Það voru háværar raddir um það, að of snemmt væri að halda heim strax, heldur dvelja einn dag á Héraði enn, og vissulega hefði það verið ánægjulegt, en á- stæðurnar leyfðu það nú ekki. Veður var enn hið sama, sólskin og blíðviðri. Það er því áreiðan- lega fögur mynd sem unga fólk- ið geymir í huga sér af Fljóts- dalshéraði, þótt hún hefði mátt vera nokkru ský'rari. Segir nú lít- ið af ferðum okkar þennan dag, sem var nokkuð erfiður, því för- inni var heitið norður að Skinna- stað í Axarfirði. En þótt haldið væri áfram viðstöðulítið var þó nóg um tilbreytni og aðalfræðsl- an fór þennan dag fram, sem aðra daga, í bifreiðunum. Rúman klukkutíma var dvalið í Möðru- dal, en síðan haldið áfram norð- ur að Skinnastað og komum við þangað kl. 11 um kveldið, og sá ég þá í fyrsta skipti þreytu á fevðafólkinu. Annars vil ég segja það, að ég dáðist að dugnaði barnanna á þessu ferðalagi, stundvísi og vaskleika. Og vegna þessara ágætu eiginleika var allt- af hægt að fylgja áætlun. Og ekki heföi ég fyrir mitt leyti viljað skipta é því, að eiga að stjórna 60-—70 fullorðnum mönnum á þessu langa ferðalagi. Á Skinnastað var okkur, eins og alls staðar annarstaðar tekið með hinni mestu alúð og gestrisni af húsbændunum, síra Páli Þor- leifssym og frú hans. Það er ekki heiglum hent á einu sveitaheim- ili, aö hýsa 70 rnanns, en þó fór svo, að þarna mötuðust allir, og allir komust fyrir til svefns. Um morguninin þurftum við í fyrsta skipti að vekja unga fólkið, og sagðist það aldrei hafa sofið eins vel eins og þessa nótt, en þreytan mun nú hafa átt sinn þátt í því, en þó ekki síður það mikla erfiði, sem prestshjónin voru búin að leggja í það að láta öllum líða sem bezt. Eftir þessa endurnærandi hvíld var svo lagt af stað kl. 9 að morgni þess 20. og næsti áfang- inn var Ásbyrgi, því þangað gát- um við ekki komið í austurleið. Hafi mest tilhlökkun barnanna verið bundin við Hallormsstaða- skóg, má óhætt fullyrða, að Ás-' byrgi hafi verið annað i röðinni, þetta meistaraverk náttúrunnar, sem . sameinar svo aðdáanlega bæði tign og fegurð, að ósjálfrátt verður maður snortinn af þeirri tilfinningu að vera staddur á helgum stað. Þessi stórfenglega hamraborg fyllir hugann lotningu og tilbeiðslu, og stóri bergfaðm- urinn, sem umlykur ‘ Byrgið gróðri vafið, boðar manni öryggi, hvíld og frið. Börnin urðu hrifin af fegurð og tign þessa staðar, og við hefðum vafalaust öll viljað dvelja þarna heilan dag, en við höfðum ákveðið að komast heim um kvöldið og þeirri áætlun urð- um við að fylgja, og með söknuði og lotningu kvöddum við þennan fagra stað og héldum viðstöðulítið til Húsavíkur. Þar var hópnum leyft að dreifa sér um bæinn, en ákveðið áður að fara eftir 1 kl.st., og sem dæmi upp á stundvísi barnanna er vept að geta þess, að Tilkynnin Vegna aðgerðar á rafveítukerfinu verður straumlaust milli kl. 12 á miönætti til kl. 6 f. h. frá Mánudegi 24. þ.m. til Sunnudags 30. þ. m. — Akureyri þann 21, ]úní 1935. Rafveita Akureyrar. Dráttarvextir falla á fyrri hluta útsvara í Akureyrarkaupstað, fyrir árið 1935, ef eigi eru greidd fyrir l.Júlí næstkomandi. — Dráttarvextirnir eru \% á mánuði og reiknast frá 1. Maí slðastl. Bæjargjaldkerinn á Akureyri, 21. Júní 1935. Friðrik Magnússon. Samkoma. U. M. F. Bjarmft í Fnjóskadal gengst fyrir samkomu í Vaglaskógi sunnudaginn 30. júní næst komandi, sem hefst kl. 12 á hádegi. Þar verður: 1. Predlkun (sr. Friðrik Friðriksson Húsavík) 2. Fyrirlestur (sr. Benjamín Kristjánsson Tjörnum) 3. Söngur (einn eða fleiri kórar) 4. Upplestur (Sigfús Elíasson Akureyri) 5. D A N S. Merki verða seld á staðnum og kosta kr 1.50. Veitingasala fer fram á staðnum NEFNDIN. eftir klukkutíma og tíu mínútur voru bifreiðarnar komnar af stað, og þó áttu margir þarna góða kunningja. Ég efast um að þetta hcfði verið hægt, cf þarna hefði verið fullorðið fólk á ferð. Og nú var eftir síðasti áfang- inn. Á leiðinni ýar numið staðar í Aðaldalshrauni og Gálgahrauni, og síðast við Goðafoss, og kl. 10 /2 um kvöldið námu bifreið- arnar staðar við barnaskólann, og énn heyrðist söngur, hlátrar og gamanyrði. Þessi för var á enda, lengsta námsferðin og fjölmenn- asta sem farin hefir verið. Vafa- laust hafa einhverjir verið þi’eytt- ir, en auðugri miklu af minning- um, víðsýni og með ofurlítið dýpri skilning á landi sínu og þjóð. Og það sem öllum mun verða minnisstæðast úr förinni er þetta tvennt: Fegurð landsins og gestrisni og alúð fólksins er land- ið byggir, og tel ég þá vel farið, ef námsferðirnar eiga einhvern þátt í því, að kenna hinni uppvax- andi æsku að elska og meta land sitt og þjóð. Við eigum nóg af tortryggni og úlfúð, en ekki nóg af gagnkvæmu trausti og samúð. En hvernig komu svo börnin fram? munu vafalaust einhverjir spyrja. Ég verð að segja, að þau urðu allstaðar bæ sínum og heim- ilum til sóma, og að ferðalokum á ég ekkert nema ánægjulegar minningar um för þessa, og þar ciga börnin sinn ríka þátt í. Innileg þökk til allra, er stuöl- uðu að því á einhvern hátt, að námsferð þessi tókst svo giftu- samlega. Hannes J. Magnússon. Tapast hefir frá Víðidal á Fjöll- um brún hryssa 8 vetra gömul, stygg, óaffext og ójárnuð. Sá sem kynni að verða var við hryssu þessa er beðinn að gjöra Landss.stöðinni á Gríms- stöðum viðvart. með banna ég öllum, sem ekki hafa fengið leyfi, alla veiði fyrir Staðatungulandí og alla berjatöku í Staðatunguhálsi. Friðbjörn Björnsson. Til Sviþjóðar. Farmiði til Gautaborgar til sölu fyrir tækifærisverð. Upp- lýsingar hjá ritstjóra »Dags«. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiöja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.