Dagur - 01.08.1935, Side 4

Dagur - 01.08.1935, Side 4
136 DAGUR 31. tbl. Verið einhuga um að Iíftryggja yður hjá eina innlenda líftryggingarfélaginu. LÍFTRYOGINGARDEILD Sjóvátryggingarfélagsíslandshf. Umboð á Akureyri hefir: Kaupfélag Eyfirðinga. Sérstaka athygli get ég að veki veí'naður Ernu Ryel, hann cr bæði snyrtilegur og’ þjóðlegur. Krist- ján Sigurðsson sýnir vefstól og spunavél,, hvort tveggja hina at- hyglisverðustu hluti. Geir Þormar sýnir stól í fornum stíl, mjög skorinn og merkilegan grip. — Þá er á sýningunni mikill fjöldi ijósmynda frá Vigfúsi Sigurgeirs- syni og Jóni og Vigfúsi. Þar eru einnig merkileg mál- verk eftir lngvar Hauk. Þar á meðal hin ágæta mynd hans af Snorx*a Sturlusyni. Væri ástæða til að skrifa ítarlegar um rnyndir Hauks en hér er gert, og af þeirn, er skyn ber á málaralist. Hér hefir aðeíns verið drepið á nokkur sérstök atriði, en þó nægi- lega mörg til að sýna, að hér er um merkilega og alvarlega til- raun að ræða, til að sýna hvað hér er hugsað og starfað í íðnað- argreinum. Sýningin hefir staðið síðan 16. júní s. i.,, en aðsókn að henni hef- ir ekki verið sú, sem vænta rnátti. Hefir almenningur á Akureyri veiúð fremur tómlátur í þessu efni og virðist naumast hafa full- an skilning á þýðingu sýningar- innar. Er það því eínkennílegra, þar sem vitað er, að yfirstand- andi tirni er hinn aivarlegasti í atvinnulííi bæjarins. Það mun nú flestum ljóst, að sjávarútvegurinn og sú atvinna, er hann hefir skapað, er nú að fjara út héðan og hverfa til ann- ara staða. Sjávarútvegurinn kemur aldrei aftur til Akureyrar í þeirri mynd er áður var, en skarðið stendur eftir opið og ófylit. Ekkert getur fyllt þetta skarð, nema iðnaður, og þá vitanlega eins fjölþættur og framast er unnt. Það leiðir því af sjálfu sér, að athygli þeirra, er hafa velferð- arrnál bæjarins með höndum og um leið alií’a einstaklinga bæjar- félagsins, verður að beinast með fullum alvöruþunga í þá átt, er »Iðnsýning Akureyx-ar« vísar 'tíl, en það er til iðwiðwr í stærri og smærri stíl. Aldi’ei hefir þörfin til fram- kvæmda á því sviði verið jafn Höfum til fjallagrðs , Nýlenduvörudeild. ÍBÚÐ. Pægileg íbúð, 2—3 stof- ur og eldhús, óskast til leigu 1. okt. Ritstjóri vísar á. — Citronur eru nú komnar aftur mjög stór- ar og góðar. Nýlenduvörudeildin. brýn og nú, en hitt er einnig satt, að erfiðleikar til framkvæmda eru margvíslegir, en einbeiting og samvinna í þágu þessa máls mundi án efa skapa nýtt farsæld- ar-tímabil í sögu Akureyrar. Ef vel væri, þyrfti að stofna til iönsýningar á hverju ári, og allir að taka höndum saman um að gex*a hana sem fjölbreyttasta. Til- gangur sýningar er ekki sá, að sýna »listaverk« í iðnaði, heldur nauðsynlega, nothæfa vöru, sem skapi atvinnu og afkomumögu- leika í þjóðfélaginu. F. H. B. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Frá happdrættinu: Endurnýjun til 6. flokks á að vera lokið 3. ágúst. Eftir þann tíma og til dráttar er eignarréttur fallinn á miðunum. BúilS er að draga út 1300 vinninga fyrir kr. 252.000. - Kflis* er að draga út 3700 vinninga fyrir kr. 798-000 — Þar áf: 1 vinning á 50 þúsund, 2 vinninga á 25 þúsund, 3 vinninga á 20 þúsund o, s. frv. — F*að er því sýnilegt: að óhyggilegt er að endurnýja ekki, og að enn er mjög gróðavænlegt að kaupa nýja raiða. ....... .— Muuið að endurnýfa! Kaupið nýja uiiða! Þér, sera gátuð ekki endurnýjað í s. fl., getið nú endurnýjað þá miða gegn /AII lb. greiðslu fyrir báða flokka og kr. i oo að auki. Tilkynning. Síldarútvegsnefnd hefir ákveðið Iágmarksverð á fersksíld til matjessöltunar kr. 8,00 fyrir uppsaltaða tunnu. Ennfremur hefir nefndin ákveðið veiðileyfi til matjessöltunar 750 tunnur uppsaltaðar á bryggju á hvert herpinótarskip eða báta- félag, sein sótt hefir um veiðileyfi til söltunar, þó að þeim skip- um undanskildum, sem selt hafa veiði sína í bræðslu til 20. Ágúst og að undanskildum togurum, sem leggja upp síld í eigin bræðslur. Jafnframt aðvarast skip og bátafélög um, að svo framarlega, sem matjessíldarsöltun verður ekki framkvæmd jafnhliða annari söltun, með hæfilegum hraða eftir að almenn söltun byrjar, geta þeir sem verða aftur úr með söltun, búist við að matjessíldarleyfi þeirra verði afturkallað, og jafnað niður til annara skipa. í framhaldi af áður útgefinni tilkynningu Síldarútvegsnefndar um aðvörun til skipa og bátafélaga, að selja ekki fyrirfram meira en 2000 tunnur síldar til söltunar, áskilur nefndin sér rétt til að stöðva söltun hjá skipum, þegar þau hafa saltað 2500 tunnur, þar í meðtaldar 750 tunnur matjessíldar. — Viðkomandi söltun á matjessíld, leiðir nefndin athygli salt- enda að því, að einungis fyrsta flokks vara, vel verkuð, verður tekin til útflutnings. Siglufirði 23. Júlí 1935. Síldarútvegsnefnd. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.