Dagur - 22.08.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 22.08.1935, Blaðsíða 1
DAGUR £emur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlS. XVIII. ár Afgreiðsian er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. NorðurgötuS. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akurcyíi 22. ágúst 1935 34. tbl. Skáldkonan vesiur-íslenzka skemmtír Akurevringum nel upplestri kvæða sinna. Þegar minnzt er á vestur-ís- lenzku skáldkonuna, vita allir aö átt er við frú Jakobínu Johnson. Svo þekkt er hún orðin sem skáld bæði vestan hafs og austan. Frú Jakobína hefir dvalið nú um hríð á æskustöðvum sínum í Þingeyjarsýslu, og hafa sveitung- ar hennar þar tekið henni með opnum örmum gestrisninnar. Einnig hefir hún ferðast til Aust- urlands. Skáldkonan kom hingað til Ak- ureyrar laust fyrir síðustu helgi og las upp úr kvæðum sínum í Samkomuhúsinu á laugardags- kvöldið; var þeim upplestri tekið með miklum fögnuði áheyrenda sem verðugt var, því þar fór saman aðlaðandi skáldskapur og prýðileg meðferð eða framsaga. Áður en skáldkonan hóf upp- lestur sinn, bauð Brynleifur To- biasson menntaskólakennari hana velkomna með nokkrum orðum, en Friðgeir Berg kynnti hana síð- an nánar í alllangri ræðu og minntist nokkuð á skáldskap hennar. Að kvæðaupplestrinum loknum ílutti Konráð Vilhjálmsson kenn- ari skáldkonunni kvæði, er hann var höfundur að, og birtist það á öðrum stað hér í blaðinu. Viöstaddir munu hafa verið hátt á annað hundrað manns og hefði mátt betur vera; var tvö- föld ástæða til að Akureyringar hefðu fyllt húsið að þessu sinni, fyrst til virðingar skáldkonunni og í annan stað til verðugrar minningar hins ástkæra skáids, Matthíasar Jochumssonar. — Á- góðinn rann til væntanlegrar Matthíasarbókhlöðu bæjarins. Að lokum var skáldkonunni haldið kaffisamsæti í bæjarþing- salnum; tóku allmargir þátt í því; fluttu þar ýmsir ræður, og Friðgeir Berg flutti kvæði, er hann hafði ort. i kaffisamsætinu tók skáldkon- an oft til máls og ílutti kveðjur vestan um haf. Á sunnudaginn fóru milli 20 og 30 kvenfélagskonur skemmtiför með frú Jakobínu út að Völlum i Svarfaðardai. Voru viðtökur þar með ágætum. Hafði frúin sér- staka ánægju af að koma í Svarf- aðardal, meðal annars vegna þess að hún er þaulkunnug fornsögum þeim, sem bundnar eru við það hérað. Skáldkonan hélt áleiðis tii Reykjavíkur í morgun. Hafi hún heila þökk fyrir komu sína til Noröuriands og ekki sízt íyrir að heimsækja Akureyri. Árnaðaróskir Norðiendinga fylgja henni vestur um haf. Samvínnu- mál. Þróun samvlnnu- hreyfíng'arinnar. Samvinnusambönd í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Is- landi hafa á síðastliðnu ári aukið stórkostlega umsetningu sína, eða sem hér segir: Umsetn. Aukning frá - í milj. 1933 Danmörk 273.0 * 26.0 milj. Finnland 143.5 12.9 — Noregur 36.03 3.16 — . Svíþjóð 377.1 24.44 — ísland 13.4 1.8 — Porsteini M. Jónssyni fagnað (imintupoi. Þorsteinn M. Jónsson bókaút- ;efandi og óðalsbóndi á Svalbarði tti fimmtugsafmæli 20. þ. m. Að :völdi þess dags héldu nokkrir inir hans og kunnmgjar honum g konu hans, frú Sigurjónu Jak- bsdóttur, fagnaðarsamsæti i amkomuhúsinu Skjaldborg, og óku um 40 manns þátt í því. ikemmtu menn sér lengi og vei ■ið fagnað í mat og drykk, ræðu- iöld, söng og samræður. Aðalræð- na fyrir minni afmælisbarnsins lutti Sigurður Eggerz bæjarfó- ;eti, en Brynleifur Tobiasson :ennari mælti fyrir miimi frúar ians. Auk þess fluttu ræður Ingi- nar Eydal, Jóhannes Laxdal Lreppstjóri í Tungu, Jón Sigurðs- on kennari í Reykjavík, Kristján Sigurðsson kennari og Bjarni Jónsson bankastjóri. Afmælis- barnið tók og til máls og þakkaði fyrir þann heiður, er sér og konu sinni hefði verið sýndur. Mörg heillasókaskeyti bárust þeim Svalbarðshjónum viö þetta tækifæri. Kom það skýrt í ljós, sem vitað var áður, að Þorsteinn M. ' Jónsson á afarmiklum vin- sældum að fagna meðal allra stétta og flokka, ekki sízt sem bókaútgefandi og þó einkum sem maður. Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari frá Eyvindará andaðist fyrir skömmu á Elliheimilinu í Reykjavík. Hann mun hafa verið fullt áttrœðui; að aldri. Nýja-Bíó sýnir fimmtudaginn 22. p. m. kl. 9: Tom Mix konungur allra Cowboy- kappa í aðalhlutverkinu. Bönnuð fyrir börn. Meðhmatala samvinnufélag- anna eykst árlega á Norðurlönd- um. i svensku samvmnuíélögin gengu árið 1934 16832 nýir með- lirnir, og eru þeir nú rúmlega 550 þúsund talsins. Eru því um 2 milj. 200 þús. manns, eða rúm- lega 1/3 hluti þjóðarinnar, á framfærslu samvinnumanna, ef gengið er út frá því, að meðaltal fjölskyldumeðlima sé 4. Á íslandi eru um 8500 meðlim- ir í samvinnufélögum, og sé geng- ið út frá sömu hlutföllum um meðaltal sifjaliðs samvinnu- manna hér eins og í Svíþjóð, er því nær þriðjungur allra íslend- inga á framfærzlu meðlima ís- lenzku samvinnufélaganna. Samvinnuhreyfingin er straum- ur nýrra tíma, þar sem neytendur sameina orku sína um að geta sjálfir haft með höndum fram- kvæmdir og stjórn þess skipulags, er heppilegast reynist til að flytja nauðsynjavörur frá framleiðslu- fyrirtækjum til neytendanna, þar sem allur ágóði af viöskiptunum, annar en sá, er rennur 'tn mynd- unar nauðsynlegra tryggingar- sjóða og til greiðslu nauðsynlegs kostnaðar við starfræksiu sam- vinnufélaganna — skiptist í réttu hlutfalli til meðlimanna sjálfra. Það er eftirtektarvert, að sam- vinnuhreyfingin hefst um líkt leyti og ný menning — vélaiðnað- armenningin — fer að ryðja sér til rúms, og að vagga þessarar verzlunarstefnu stóð í því sama landi (Bretlandi), sem vélamenn- mgin átti mestan framgang. Síð- an hefir hreyfingin farið fram hröðum skrefum og á nú mikil ítök í öllum hfiimsálfum. Það hafa verið bomar fram ýmsar umbótahugmyndir, sem hafa átt skamman aldur, ^og ýms- ar félagslegar hreyfingar hafa myndazt, sem farið hafa sömu leið, en stöðug þróun samvinnu- hreyfingarinnar áratug eftir ára- tug, á öllum tímum, með ólíkum þjóðum, meðal ríkra og fátækra, er sönnun þess, að í samvinnu- hreyfingunni er falið ódrepandi lífsmagn, að í hreyfingunni er fólgin lausn vandamála þjóðanna í nútíð og framtíð. Hver er sá, sem eigi vill veíta fylgi sitt til eflingar þeirri fé- lagsmálahrejrfingu, er hefir það að markmiði að bæta kjör fjöld- ans? Samvinnuhreyfingin hefir á liðnum tímum gengið í gegnum margar eldraunir og staðizt þær allar. Hún hefir eflzt jafnt og þétt. Efling hennar hefir aldrei verið meiri en nú, er þúsundir manna fylkja sér undir merki hennar ár- lega. Hún va.r hreyfing þeirra, er fundu, að þeir lifðu við úrelt verzlunar-fyrirkomulag. Hún er hreyfing þeirra, sem vilja láta mannvit og manndáð ráða, en ekki peninga. Hún verbur hreyfing þeirra, cr vilja umbæta heiminn. Sa/mnnrtfumadur, Slys. síðastl. laugardagsmorgun va maður að nafni Sigurbjörn Sigurðsso: að keyra handkerru eftir bryggju Grenivík. Annað kerruhjólið fór út a bryggjunni, en við það hrataði maður inn út af henni og féll niður allmikl hæð; meiddist hann svo við fallið, a hann var tafarlaust fluttur hingað sjúkrahúsið. Andaðist hann af meiðsl 'unum að kvöldi hins sama dags. - Sigurbjörn sál. var um sjötugt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.