Dagur - 22.08.1935, Side 3
34. tbl.
DAGUR
147
Tii irú Jakwbínu Johnson
skáldkonu.
Við lieimkomu hennar fil tislands sumarið lt)35.
»Ég veit ekki af hverskonar völdum«
svo viðkvæmur ég er; —
sem ílaumur af fjarlægum öldum
nú flyzt að eyrum mér.
En andans augu mín nemur
vor íslenzka, bláa Rín,
sem brunandi úr berggljúfri kemur
og blítt við heiðsói skín.
f>ar smámey með blikandi blómum
á bakkanum unir sér -
og' heillast af árinnar ómum,
sem út hjá hraðan fer,
og blátær með seiðandi brögum
sér byltir flúðum á
og syngur und ljúfustu lögum
um líísins von og þrá.
Að fullu þótt skilji ei fræðin,
sem flytur strengur tær,
í kvöldblævi hugfestir kvæðin
hin kyrrláta sveitamær.
Og glampa. á blikandi bárum
hún blíðum augum sér,
sem daprast af daggar tárum,
er dagsins ljómi þver.
Og- mærin af vorleiðslu vaknar
og' vökudraumum þeim
og' ylsins og sólskinsins saknar
og' syngjandi skoppar heim.
Og ástdraum um æsku bjarta,
um ár-fit, tún og hlað
til geymslu hún græðir í hjarta
við gamla Hólmavað.
En æskan er umbreyting gripin
og örlagastundin slær,
og hafið og húsin og skipin .
á huganum valdi nær,
því íoreldrar fastráðið hafa
að flytjast um víðan sæ
frá harmsviði gróinna grafa
og gömlum sveitar-bæ.
En erfitt var andans manni
sinn ættar kveðja reit,
og tregur hans saknandi svanni
að sigla í gæfu leit.
Sá óður er enn í minni
frá orðsins snjalla dreng,
er hljómaði í hinzta sinni
úr heima gripnum streng.
Siyurður Skagiielil
hélt hljómleika í gærkvöldi í Ný.ja
Bíó. Aðsókn mátti heita mjög
góð, þegar þess er gætt, að mánu-
dagur er óheppilegur til hljóm-
ieika, og sérstaklega erfiðir tím-
ar sakir atvinnuleysis í bænum.
Viðtökur áheyrenda voru ágætar,
og vaxandi hrifning frá byrjun
til enda. Varð söngvarinn að end-
urtaka mörg lögin og syngja
aukalög.
Skagfield hefir aldrei áður sung-
ið í Nýja Bíó, en rödd hans naut
sín þar ágætlega, og því betur
sem lengra leið á sönginn og hann
vandist húsinu. Mörgum fellur
illa að syngja í þessu húsi í fyrsta
sinn, en húsið fer prýðisvel með
söng, enda venjast söngvarar því
ágsetlega.
Því auðnu andbyr vavð kaldur
þeim orku-reynda hal,
í fátækt um fimmtugs alduf,
er flutti úr æsku-dal —
á hafleið um hálfhvel jarðar,
og hugði loks á töf,
ef þar milli fjalls og fjarðar
hann fyndi þráða gröf.
Og- vestur er siglt um viði
í Vínlands hinn slétta geim,
til félags við framandi lýði,
úr fornum sögu heim.
Og' enn skiptast þrif og þráutir,
en þekkjanlegt er fátt,
og- brotizt um nýjar brautir
og' breytt um mavgan hátt.
Og skáldið fær skilning hlýjan
og skynjar margt frá rót,
og' æfir við umheim nýjan
sinn anda, hönd og' fót.
Við upprof frá erfiðisstundum
ti! ánægju snót og dreng
hann grípur á góðvina íundum
sinn gamla hörpustrehg.
En dóttirin drauma stækkar
og drýgir þroska-starf
og hug’sjóna aðdráttum hækkar
sinn heimafengna. arf.
Með hugást á heimkynnis-svæði
hún helgar sér norrænt mál
og ræktar Fjallkonu fræði
í frjórri, íslenzkri sál.
Nú þökkum við fetin förnu
til frama um Vesturheim
við heiðskin frá heillastjörnu,
er hlotnaðist feðginum tveim,
og' gígjunnar geymslu og æfing
\
og guðs rödd í konu sál, —
og' íslenzkrar orðlistar hæfing
á erlent veraidar-mál.
Svo brosi þér sumarið bjarta
í Bjarmalandinu því,
sem geymdirðu og hlúðir í hjarta,
en hefir nú litið á ný.
Hver æð vor til auðnu þér slái,
@r aftur þú rennir í hlað.
En árnað og ástarhug tjái
»hver árhvammur, fjallströnd og vað«.
K. V.
i þetta sinn söng Skagíield all-
mörg af iögum þeim, er hann
söng á hljómleikunum síðastl.
vetur, en af lögum, er ekki hafa
heyrzt hér áður, má t. d. nefna
Aríu úr óp. »Anima allegrcu eftir
Vitt-andini og »Kölski og flóm«,
eftir Moussorgshy. Var síðar-
nefnda lagið óefað sungið bezt
allra lagánna. Er íarra meðfæri
að syngja það svo vel sé, og sann-
ar Skagfield þar betur en nokkru
sinni áður, að hann er afburða
listamaður, einkum sem »ballade«-
söngvari og leiksöngvari (drama-
tiskur söngvari). Yfirleitt tókust
stærstu og erfiðustu hlutverkin
bezt. Auk áðurnefnds lags eftir
Moussorgsky söng hann sérstak-
lega vel Drei Wanderer eftir II.
HermMnn, Die beiden Grenadiere
eftir Sc/vtummn og Ariu ur »Kad-
dara« eftir Barresen, einkum hið
*
síðastnefnda. Hefi ég aldrei heyrt
rödd hans njóta sín betur en í
því lagi, var þaö nú mun betra en
í vetur, þó ágætt væri þaö þá. —
Aftur á móti naut »Paradísar-
arían« úr óp. »L’Africana« eftir
Meyerbeer sín ekki eins vel og
nú. Mun það hafa staíað af því,
að næsta iag á undan: »When Ce-
lia sings« var allt of óskylt að
efni og formi. Það er »koloratur«-
lag í »klassiskum« stíl. En það
var prýðilega sungið, og hæsta
tóninum (þrístrikað c) skilaði
söngvarinn betur en nokkur annar
söngvari sem ég hefi heyrt. Betra
hefði verið að hafa þetta lag ann-
arstaðar á söngskránni, en byrja
þennan kafla hljómleiksins á arí-
unni, eins og á hljómleikunum í
vetur, en þá var hún glæsilegust
af öllu, sem hann söng. Af auka-
lögunum ber einkum að nefna »Ég
vil elska mitt land«, sem hann
söng með framúrskarandi krafti
og glæsileik.
Undírleikinn lék Árni tíjörns-
»lslendingur« er í öngum sín-
um út af því, hversu starfsemi
kaupfélaganna dafni vel á sama
tíma og verzlanir kaupmanna eigi
erfitt uppdráttar og gangi saman.
Kemur þetta fram i grein eínni,
er birtist í síðasta tölublaði og
nefnist »Samvinnugróður«.
Það veldur kaupinannablaðinu
sýnilega sárrar þjáningar, að
samvmnugróður skuli vaxa á erf-
iðleikatímum þeim, sem nú standa
yfír. Allt gróðurmaga á því sviði
er blaðinu sár þyrnir 1 augum.
isl. fer nú að leita að orsökun-
um að þessum samvinnugróðri og
vaxandi umsetningu kaupfélag-
anna og kemst að þeirri niður-
stöðu, að þær sé að finna í »skatt-
frelsi samvinnufélaganna og tak-
mörkunum á ínnflutningi, sem
komi emgöngu niður á kaup-
mannaverzlununum, en kaupfélög-
in fái óhindrað að auka innflutn-
mg sinn í samkeppninni við þær.
i þessu sambandi talar kaup-
mannablaðið um »nytjagróður« og
»illgresi«, sem vaxi honum yfir
höfuð og kæfi hann. Fyrir augum
bJaðsins er »nytjagróðurinn«
kaupmannaverzlanirnar en »ill-
gresið« er látið tákna starfsemi
samvinnufélaganna. En þessi lík-
ing er ekki ný í blaðinu.
Báðar þessar orsakir, sem lsl.
þykist eygja fyrir þróun sam-
vinnufélagsskaparins hér á landi,
eru ofsjónir taugaveiklaðra
manna. Isi. heimskar sig enn á
rausi um »skattfrelsi samvinnufé-
laga« og er honum ekki of gott að
gera sig enn á ný að athlægi í
því efni. Og á meðan kaupmanna-
blaðið færir engin rök fyrir því
að kaupfélögunum sé vilað í um
innflutning, verður fleipur þess
um það efni ekki tekið alvarlega.
Það er öllum vitanlegt að kaup-
félögin flytja aðallega inn nauð-
synjavörur handa viðskiptamönn-
um sínum og miða ekki innflutn-
inginn við milliliðagróða, eins og
son. Er hann efnilegur píanóleik-
ari, og lék víða, einkum í stærri
‘lögunum, af mikilli list, t. d. í
»Drei Wanderer«, »Die beiden
Grenadiere«, »Kölski og flóin« og
»Kaddara«. Auk undirleiksins lék
hann einleik: Fantasíu op-77 eftir
Beethoven. Var hún prýðisvel leik-
in, tónninn íagur, »themun« skýr
og vel flutt. Er sárt að vita, að
slíkir menn skuli þurfa að slíta
kröftum sínum við að spila á
kaffihúsum.
— Sigurður Skagfield er nú á
förum af landí burt, þangað sem
list hans fær betur notið sín en
hér heima. Munu hinir mörgu
vinir hans, er hann hefir áunnið
sér með söng sínum, senda honum
hlýjar kveðjur og óska honum
hamingju og frægðar á hinni erf-
iðu og þyrnum stráðu listabraut.
Þökk fyrir sönginn Skagíield!
Hamingjan fylgi þér!
Akureyri 20. ágúst 1935.
kaupmannaverzlanir gera. Það er
vegna þessa milliliðagróða, sem
kaupmenn eru yfirleitt mótfallnir
öllum innflutningstakmörkunum,
því gróðavon þeirra má sín meira
en umhyggjan fyrir verzlunar-
jöfnuðinum við útlönd. Frá þessu
eru þó heiðarlegar undantekning-
ar innan kaupmannastéttarinnar.
Orsakirnar til sívaxandi gengis
samvinnustarfseminnar hér á
landi er ekki að leita í »skatt-
frelsi« samvmnufélaga, sem ekki
er til, og ekki heldur í ívilnunum
um innflutning vara, því þær eru
heldur ekki til. Orsök þessa er að-
eins ein og hún er fólgin í s/ciln-
ingi framleiðenda og neytenda á
yfirburðum samvinn/uMarfsins
fram yfir venjuleg viðskipti við
kaupmannaverzlanir.
Við þessa staðreynd verða blöð
íhaldskaupmanna að sætta sig, og
það er ekkert annað en skortur á
karlmennsku, að bera sig eins
kveifariéga og ísl. gerir gagnvart
þessari staðreynd.
Á öðrum stað hér í blaðinu er
skýrt frá vaxandi umsetningu
samvinnusambandanna á Norður-
löndum. Sá vöxtur skiptir miljón-
um og tugum miljóna króna í
sumum þessara nágrannalanda á
síðasta áii.
Hvað segir isl. um þenna mikla
vöxt samvinnustarfseminnar i
þessum löndum?
Treystir kaupmannablaðið sér
aö halda því fram, að þessi mikla
aukning umsetningarinnar sé »ill-
gresi«, sem sé að kæfa allan
»nytjagróður« á Norðurlöndum?
Framvegis
nota eg ekki heitið Sigurður
Kristinn Harpann á nokk-
urn hátt, heldur undirritað heiti, og
óska að vera ávarpaður með skírnar-
nafninu, en að síðara nafnið sé haft
til aðgreiningar frá öðrum mönnum.
Vinsamlegast.
Sigurður Draumland,
Aðalstræti 4, Akureyri,
9
Áskell Snorrason.
DÉ kipmanna pjáist yiir velgengni kauplélaganna.