Dagur - 05.09.1935, Qupperneq 2
154
DAGUR
36. tbl.
Sjálfstæði þjóðarinnar
og S. í. S.
a
lilaðið »Islendingur« á Akur-
eyri birtir þá fregn 26. júlí s. 1.,
að Sambandið sé orðið enskt úti-
bú. Skrifar ritstjórinn nokkrar
hugleiðingar um þetta og þykir
tíðindin stór og ill. Segir hann
meðal annars:
»Menn geta hú nokkurn veginn
gert sér í hugarlund, hversu sjálf-
stætt S. í. S. muni verða úr þessu.
Enski kaupfélagshringurinn er
einhver stærsti og voldugasti auð-
hringur Bretlands, er heldur
deildum sínum í járngreipum, og
vissulega mun S. í. S. ekki í'á
meira sjálfsforræði en þær. Er
því enskum auðvaldshring afhent
hér það vald yfir verzlnn lands-
manna, sem beinlínis stefnir
sjálfstæði þjöðarmnar í voða.
Og hvernig finnst nú íslenzkum
samvinnubændum málum þeirra
komið, er þeir hafa þannig verið
ofurseldir ensku auðfélagi. Jarð-
írnar þeirra og aðrar eignir veð-
settár C. W. S. íyrir skuldum S.
í. S. og framhaldsviðskiptum þess
við enska hringinn«.
Svo mörg eru þessi orð. En
hvað er það, sem gerzt heíir?
Ritstjórinn byggir fréttaburð
sinn og hugleiðingar á því, að
Sigurður Kristinsson forstjóri
skýrði frá því, á síðasta aðalfundi
S. í. S., að Sambandið hefði gerzt
meðlimur í enska Kaupfélaga-
sambandinu C. W. S. (Coopera-
tive Wholesale Society, Ltd., Man-
íchester).
C. W. S. er stofnað áf ensku
kaupfélögunum árið 1863. Það
annast innkaup á vörum um all-
an heim fyrir þau, og starfrækir
fjölda af verksmiðjum til að
framleiða iðnaðarvorur, sem
kaupfélögin selja. Starfsemi þess
hefir aukizt jafnt og þétt, og nú
er það sterkasta vopnið, sem
enska alþýðan hefir í baráttunni
við hina fésterku auðhringa og
kaupmenn. Enska alþýðan myndi
undrast, ef hún frétti, að biað-
kríli norður á íslandi hefði skipað
C. W. S. á bekk með hinum illa
þokkuðu auðRringum.
C. W. S. hefir á boðstólum alls
konar vörur, sem keyptar eru
víðsvegar um heim, og framleidd-
ar í verksmiðjum þess. Vörurnar
selur það með gangverði, en
skiptir síðan nettó-tekjuafgangi
milli meðlima sinna, í hlutfalii
við gerð kaup.
Öll samvinnufélög i Engiandí
eru í C. W S. Þær skyldur, sem
meðlimir þess taka á sig, eru að
kaupa eitt stofnbréf, að upphæð
1 sterlingspund, í C. W. S. fyrir
hverja tvo meðlimi sína. En ekki
þurfa þeir þó að greiða nema 1
shilling í hverju stofnbréfi. Af-
gangurinn er greiddur með út-
hlutuðum tekjuafgangi. Meðlim-
irair bera ábyrgð á skuldbinding-
um C. W. S. aðeins með stofn-
bréfum sínum, og engin skylda
hvilir á þeim að kaupa vörur þar.
C. W, S. hefir enga heimild til að
hlutast til um stjórn eða rekstur
meðlima sinna, svo að ritstjóri
»íslendings« getur verið óhrædd-
ur um sjálfsforræði Sambandsins
þess vegna.
Hver maðlimi|r í C. W. S. hefir
heimild til að senda fulltrúa á
fundi þess og hafa þar áhrif á
afgreiðslu mála og stjórnarkosn-
ingar o. s. frv. Þeir fá útlalutað-
an tekjuafgang, s.em er greiddur
út að fullu í peningum, strax og
stofnbréfin eru greidd. Þegar
meðlimur segir sig úr C. W. S.,
eru stofnbréfin greidd honum út
að fullu.
Útlend samvinnufélög geta
gerzt meðlimir í C. W. S. með
sömu kjörum og ensk kaupfélög.
Hafa ýms samvinnusambönd, sem
skipta við England, notfært sér
þessa heimild.
Síðustu árm hefir S. 1. S. keypt
allmikiö af vörum frá C. W. S.
Vörur þess hafa reynzt vel og ó-
dýrar samanborið við gæði. Það
þótti því sjálfsagt, að S. í. S.
gerðist meðlimur í C. W. S. til að
njóta þar beztu kjara um vöru-
kaup.
Þegar S. í. S. sótti um upptöku
i C. W. S. voru 39 félög í Sam-
bandinu. S. i. S. þurfti því að
kaupa tuttugu stofnbréf og greiða
1 shiliing í hverju eða samtals 1
sterlingspund, sem gerir í íslenzk-
um peningum kr. 22.15. Afgang-
urinn af stofnbréfunum verður
greiddur með úthlutuðum tekju-
afgangi, og mun því nú bráðum
lokið. S. I. S. á því ekki á hættu
að tapa öðru en þessu eina ster-
hngspundi, og mun sjálfstæði
landsins varla stofnað í stóran
voða með því.
Hins vegar skapar þetta ster-
lingspund Sambandinu betri kjör
um vöruinnkaup hjá C. W. S.
Ekki þurfa samvinnubændur
heídur að vera hræddir um, að
C. W. S. gleypi jarðir þeirra upp
í skuldir S. i. S. öll viðskípti við
C. W. S. fara fram gegn stað-
greiðslu, og Sambandið skuldar
því ekki einn einasta eyri.
í félagsdeildum C. W. S. í Eng-
landi eru nu um 7 millj. manna,
iðnaðarmenn, verkamenn, bænd-
ur og sjómenn, — konur og karl-
ar um allt England. Það er von,
að lítill karl, kaupmannasinnl
norður á Akureyri, verði hrædd-
ur, ef hann heldur, að sameinuðu
afli þessa mannfjöida verði beint
gegn skjólstæðingum hans. En ís-
lenzkir samvinnumenn skilja,
hvað gerzt hefir. Þeir þakka Sig-
urði Kristinssyni og stjórn Sam-
bandsins fyrir að hafa tryggt
þeim beztu kjör um vöruinnkaup
hjá samvinnumönnum Englands.
Og þeir undrast brjóstheilindi
ritstjórans, sem er málsvari um-
boðssala og heildsala, sem margir
fá allt sitt rekstursfé frá erlend-
um sölufélögum og sumir eru
beint í þjónustu þeirra sem lepp-
ar, — að hann skuli dirfast að
Hvernig á að bæta úr því?
Því verður ekki neitað, að
aldrei hefir verið jafnljótt útlit
með atvinnulífið hér á Akureyri
sem nú. Fjöldi duglegra manna
bjóða fram vinnu sína, en fá
enga vinnu. Þeir vilja vinna fyrir
sér og sínum, en verða að sitja
auðum höndum.
Þá eru og aðrir, sem reyna að
skapa sér atvinnii, ráðast í bygg-
ingar, ræktun, útgerð, smáa eða
stóra, iðnað o. fl, Þessi viðleitni
skapar atvinnu. Hvað sú atvinna
er mikil, fer auðvitað eftir því
hvað fyrirtæk;ð er stórt og hver
á heldur.
Það, sem mestu skiptir fyrir
okkur nú, er að leggja grundvöll
að varanlegri, curðgæfri framtíð-
aratvinnu„
Það þýðir ekkert fyrir »islend-
ing« að halda því fram að það
þurfi engar atvinnubætur, á með-
an fjöldi fólks býður fram starfs-
krafta sína, en fær lítið eða ekk-
ert að starfa.
Það eru engin bjargráð, þó
»Verkamaðurinn« blað eftir blað
krefjist þess, að allt verði tekið
af þeim, sem eitthvað eiga, og
lagt í óarðberandi fyrirtæki, svo
sem kirkjubyggingu, götur, hol-
ræsi, gangstéttir, gamalmenna-
hæli o. fl. Þó þetta séu allt nauð-
synlegir hlutir, þá tryggja þeir
ekki framtíðaratvinnulífið í bæn-
um.
Þá á framtíð þessa bæjar held-
ur ekki langan aldur, ef tillögur
»Alþýðumannsins« eru teknar al-
varlega, þar sem hann virðist
ekki sjá lengra fram á leið en yf-
ir næsta vetur og þá helzta úr-
ræðið að róta í einhverjum ösku-
haugum og byggja kirkju, til þess
að bjargast yfir næsta vetur.
halda fram, að sjálfstæði landsins
stafi hætta frá þeirri stofnun,
sem meira en nokkur önnur hefir
unnið að því, að verzlun lanðsins
yrði frjáls og kæmist í hendur
innlendra manna.
Ragnar ólafsson.
(»Samvínnan«, ágúst 1935).
Hvað sem hinum mikla trúará-
huga »Verkamannsins« og »A1-
þýðumannsins« líður, þegar um
kirkjubyggingu er að ræða, og
hvað sem »íslendingur« vonzkast
yfir kröfum um aukið atvinnulíf,
þá vita það allir menn, er heil-
sýnir eru á þessi mál, að atvinnu-
leysið er okkar mesta böl, því það
orsakar andlegt og efnalegt
heilsutjón þeirra, er fyrir því
verða, það skapar trúleysi á land
og þjóð, sem er öllu trúleysi
verra, það lamar starfslöngun og
starfsþrek hvers einasta manns,
sem á við það að búa, og skilur
eftir vonlausa framtíð.
Það er annað og meíra, sem nú
þarf að gera, en að grípa til
bráðabirgðaráðstafana um óarð-
gæfar framkvæmdir. Það þarf að
gera ráðstafanir um varanlega
atvinnu-aukningu í þessum bæ,
en varanlegar atvinnubætur eru
aðeins þær, sem gefa arð.
Það, sem nú þarf að gera, er
að auka gjaldeyrismáttinn, því á
honum byggist framtíðaratvinna
og með honum er hægt að leggja
út í hin óarðberandi fyrirtæki, en
sem nú verða að bíða, þangað til
gjaldeyrismátturinn er það traust-
ur, að hann þoli það.
Skal hér leitazt við að sýna
nokkuð fram á hvað hægt er að
gera, til þess að draga úr at-
vinnuleysinu eða jafnvel leysa
upp með öllu hinn stóra, ógæfu-
sama atvinnuleysingjahóp þessa
bæjar.
Það er á hvers manns vitund,
að mikið af þeim hráefnum, sem
við framleiðum, svo sem skinna-
vörur allar, ull, lýsi, síld, fiskur
o. fl., er flutt út úr landinu ó-
unnið. "Síðan fáum við margt af
þessu heim aftur í allskonar
myndum, með álögðum tvöföldum
flutningskostnaði, tollum og er-
lendum vinnulaunum.
Mikið af þessu má vinna í
landinu sjálfu og auka á þann
hátt atvinnuna.
Hér í bænum eru starfandi iðn-
fyrirtæki, sem veita fjölda fólks
atvinnu, og héfir Kaupfélag Ey-
firðinga og Samband íslenzkra
■HIWWWWWHWWWWg Em í 3
1 w \ xj i d y d i 11•«
WB* £ höfum við nú fengið altur. 3 aS
E Kaupfélag Eyfirðinga. S
m* Sh Járn- og glervörudeild.