Dagur - 19.09.1935, Síða 2

Dagur - 19.09.1935, Síða 2
162 DAGUR 38. tbl. íhaldið býr sig undir sláturtfðina. Á síðastl. vetri stofnuðu íhalds- menn í Reykjavík hið alkunna »Húsmæðrafélag«, sem beitti sér fyrir þeirri lífsvenjubreytingu, að menn hættu að neyta mjólkur, en drykkju í þess stað ýsusoð. Til- gangurinn, sem var sá, að skaða mjólkurframleiðendur í sveitum, mistókst að mestu. Nú hafa íhaldsmenn í höfuð- staðnum stofnað nýtt neytandafé- lag, sem hefir það að markmiði að kaupa ekki kjöt að Framsókn- arbændum. Áður en félag þetta var stofnað, var sent út umburð- arbréf, þar sem fram er tekið, að kjötlögin, sem sett voru til hagn- aðar bændum, séu »einn þáttur- inn í ofsóknum« gegn »sjálfstæð- ismönnum« í Reykjavík, og er jafnframt skorað á »sjálfstæðið« að þjappa sér fast saman til varn- ar gegn þessari ofsókn »rauð- liða«. Alþýðublaðið skýrir frá því, að á framhaldsstofnfundi félagsins, þar sem tíðindamaður blaðsins hefir sýnilega verið staddur, hafi frummælandi skýrt frá því, að það hafi lengi verið »sjálfstæðis- mönnum« sár raun að þurfa að leggja sér til munns kjöt af Framsóknarrollum! Þess vegna hafi foringjaráð Varðarfélagsins hafizt handá um stofnun þessa neytendafélags, en »tilgang fé- lagsins kvað hann þann, að menn kæmu sér saman um að kaupa alls ckJci kjöt, sem useri ættafi frá neinu kafripfélagi, sem væri í SÍS«. Brezki andino sigrar í GenL Stefna Breta í Abessiníudeil- unni er sú, að fullnægja sann- gjörnum óskum ítalíu, án þess að misbjóða sjálfstæði nokkurrar annarrar þjóðar. Kom þetta skýrt fram í ræðu, er Sir Samuel Hoare utanríkismálaráðherra Bretlands hélt á fundinum í Genf 11. þ. m. og vakti mikla hrifningu. Menn biðu fulÁr óþreyju eftir svari Frakka í þessu máli. Það svar kom 13. þ. m. Þann dag hélt Laval ræðu á Genf-fundinum og sagði meðal annars: »Frakkland heldur fast við Þjóðabandalags- sáttmálann og það getur aldrei komið fyrir, að það bregðist skuldbindingum sínum«. Þetta kvað hann vera rödd þjóðar sinn- ar, sem yrði að heyrast. Ennfrem- ur sagði Laval: »Frakkland held- ur áfram að vinna með Stóra- Bretlandi að því að varðveita Þjóðabandalagssáttmálann og fá ákvæði hans virt og viðurkennd í viðskiptum þjóðanna«. Eftir þessa ræðu Lavals þótti það sýnt, að brezki andinn sigr- aði á fundinum í Genf. Þrátt fyrir þetta heldur Musso- lini áfram stríðsundirbúningi sín- um eins og ekkert hafi í skorizt Það er og tekið fram í umburð- arbréfinu, sem Alþýðublaðið hefir komizt yfir og birtir, að það sé »skoðun mikils fjölda allra sjálf- stæðra Reykvíkinga, að reyna eft- ir megni að styðja þá menn í sveitum landsins, sem styðji okk- ar stefnu í landsmálum«. Ber hér því alveg saman við ummæli frummælanda á fundin- um: Tilgangur þessa nýja neyt- endafélags sjálfstæðismanna í Reykjavik er sá, að hætta að kaupa og neyta kjöts frá Fram- sóknar- og samvinnubændum. Og það er lögð mikil rækt við að koma þessum neytendasamtökum á fyrir næstu haustkauptíð. Það mun engum vafa bundið, að »máttarstólpar« Ihaldsflokks- ins standa á bak við þessi samtök samvinnubændum til skaða. En ekki munu þeir þora að hafa sig í frammi opinberlega og að sjálf- sögðu afneyta þeir þessu neyt- endafélagi á sínum tíma frammi fyrir bændum, eins óg þeir í vor afneituðu »Húsmæðrafélaginu« á stjórnmálafundum í sveitum. Blað kommúnista í Reykjavík segir um þetta neytendafélag í- haldsins að það sé »hið mesta nauðsynjamák, að neytendur bindist samtökum til að berjast gegn kjöt- og mjólkurokrinu. Það vantar ekki gott samkomulag milli íhaldsins og kommúnista, þegar hagsmunir bænda eru ann- arsvegar. i og hefir hótanir í frammi, ef Ev- rópuþjóðir skipti sér noKkuð af framferði ítala í Austur-Afríku. Segir hann, að það sé á þeirra á- byrgð, ef Abessiníudeilan leiði af sér Evrópustríð. Mussolini segist hafa eina miljón undir vopnum og segist geta bætt annari við, hvenær sem á þurfi að halda. Skýrt er frá að Abessiníukeis- ari hafi hálfa miljón manna und- ir vopnum. Eins og Abessiníumálið liggur nú fyrir virðist úrslitaspurningin þessi: Getur 5 manna nefndin boðið ítölum þá kosti, að þeir hætti við að fara í stríð við Abessiníu? Og ef svo verður ekki, getur þá Þjóðabandalagið með því að beita refsiákvæðum Bandalagssáttmál- ans hindrað ítali í því að leggja út í stríð? Slátrun sauðfjár hófst í sláturhúsi K. E. A. á Oddeyrartanga í fyrradag og stendur yfir til 7. október. Alls er gert ráð fyrir að slátrað verði í húsinu í haust um 18500 fjár. Féð er drepið með i’afmagni. Dánardægur. Nýlega er látin að heimili sínu, Geislagötu 35 hér í bæ, húsfrú Hólmfríður Gísladóttir, kona Sigurjóns Jóhannessonar, Heilsníræðissýningin. Hingað kom með s. s. Súðinni frá Húsavík Jón Jónsson læknir, sem hefir ferðazt í sumar á veg- um læknafélagsins og séð um heilsufræðisýningu þá, sem lækna- félagið kom sér upp og sýndi í Reykjavík síðastliðið haust. Þessar umferðasýningar eru orðnar alltíðar í öðrum löndum, sérstaklega Þýzkalandi og á Norðurlöndum til að vekja áhuga almennings á ýmsu því, sem lýtur að heilsu manna og heilbrigði bæði til varúðar og eftirbreytni. Sýningu þessari hefir verið vel tekið, enda er hér um mjög merkilega og gagnlega fræðslu að ræða, sem almenningur ætti að notfæra sér. Héraðslæknir Stgr. Matthías- son gekkst fyrir því að fá sýn- inguna hingað til bæjarins ein- mitt á þessum tíma og verður hún haldin hér í Barnaskólanum dag- ana 22. sept. til 6. okt. að báðum dögum meðtöldum, með sérstöku tilliti til þess, að þá er mennta- fólk bæjarins komið aftur úr sumarfríum og allir skólar að byrja sitt starf; ennfremur að þá stendur yfir haustkauptíðin, um- ferð úr nærliggjandi sveitum því óvenjulega mikil, en þessa merki- legu sýningu, sem er hrein nýung hér á landi, ætti helzt hver maður að kynna sér. Skólanefnd Barnaskólans hefir góðfúslega lánað nokkrar af kennslustofum skólans fyrir sýn- inguna og verður hún opin þar daglega yfir sýningartímann kl. 4 —7 og 8—10 e. h. Aðgangur að sýningunni kostar 1 krónu fyrir fullorðna og 25 au. fyrir börn. Þeir, sem ætla sér að athuga sýninguna sérstaklega vel og koma þar fleirum sinnum, sem auðvitað er mjög æskilegt, geta fengið sérstaka aðgöngumiða fyr- ir 2 krónur, sem gilda allan tím- ann. Kennaramétið i Stokkliólmi. Viðfal við Kri$tb|örgu Jónatans- dóttur kennslukonu. (Niðurl.). Aðalefni erinda og umræða hefir vitanlega verið skóla- og uppeldismál. Var ekki svo? Jú auðvitað, en frá ýmsum hliðum og sjónarmiðum. E*au snerust um kennslufyrirkomulag og kennsluaðferðir í flestum námsgreinum allt neðan frá smá- barnaskólanum og upp til sam- bandsins milli barnaskólanna og hinna æðri skóla, um heilsu- vernd, likamlega og sálarlega, um bókasöfn, um blöðin og skól- ana, um útvarp og skóla, um borgaralegar skyldur og ábyrgð þjóða á nailli, um uppeldi kenn- ara, um próf o. s. frv. o. s. frv. Voru nokkur ferðalög í sam- bandi við kennaramótið ? Já, nokkur. Annan dag móts- ins stóðu fyrirlestrar aðeins til hádegis. Siðari hluti dagsins var mönnum ætlaður til ferðalaga. Var það sænska ferðamannafé- lagið, sem hafði stofnað til þeirra og sá um fyrirkomulag á þeim. Var um 4 ferðir að ræða. 1. Til Uppsala og Gamla Upp- sala. Þangað gátu komist mest 800 manns. 2. Til Sigtuna, 175 manns, en gert ráð fyrir 2 hópum. 3. Til Mariefred og Gripsholm- hallar, 300 manns. 4. Að skoða hið markverðasta í Stokkhólmsborg og umhverfi, 300 manns. Ferðir þessar kostuðu 6 kr. á mann (7 til Uppsala), og var í því innifalinn sameiginlegur mið- degisverður fyrir þátttakendur. Ennfremur voru menn til að leiðbeina og skýra það, sem skoðað var. Mönnum var skipt í BHWWWHWWHWffWWlj Höfum fil: Niðursuðnpotfa nauðsynlega í slátur- tfðinni Niðursuðudósir riðfríar með gúmmíhring Niðursuðuglðs bestu fáanlegu. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. s

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.