Dagur - 03.10.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 03.10.1935, Blaðsíða 2
170 DAGUR 40. tbi. bl. er annt um gjaldeyrinn. Að þessu hafa ihaldsmenn heimtað óhindraðan innflutning erlendra vara, ekki aðeins nauð- synjavara, heldur og allskonar »luxus«-glingurs, sem þeir telja vel til þess fallið að skapa milli- liðum í flokki þeirra nokkurn fljóttekinn gróða. Á þennan hátt hefir komið fram í íhaldsflokknum frámunalegt skeytingarlcysi um verzlunarjöfn- uð þjóðarinnar út á við og með- ferð gjaldeyrisins. En nú bregður svo við að Morgunblaðið er allt í einu orðið mjög áhyggjufullt út af meðferð erlends gjaldeyris á ákaflega tak- mörkuðu svæði. Þetta málgagn í- haldsins vill láta banna utanfarir núverandi ráðherra, af því að þær muni hafa í för með sér einhverja ofurlitla eyðslu á erlendum gjald- eyri. Einkum leggur þó málgagn í- haldsins sterka áherzlu á að Jón- asi Jónssyni sé ekki hleypt út fyr- ir landsteinana, af því að hann sé sá skelfilegur eyðslubelgur á erlendan gjaldeyri. Harmar blað- ið það mjög, að hann hafi farið utan á fund lögjafnaðarnefndar- innar ásamt öðrum nefndarmönri- um og verið þar nokkrum dögum lengur en hinir nefndarmennirn- ir, vegna sjúkleika konu hans. Er þetta ekki í fyrsta skipti, sem íhaldsmenn ráðast með ó- skammfeilinni frekju inn fyrir vébönd heimilislífs Jónasar Jóns- sonar. Slíkt blygðunarleysi á hvergi heima nema meðal íhaldsmanna og er vitanlega skárri hluta flokksins til sárrar raunar, af því að auðsætt er, að slík framkoma spillir fyrir flokknum í augum allra sæmilegra manna. Umhyggja Mbl. fyrir greiðslu- jöfnuði íslendinga við útlönd nær ekki lengra en þetta. Hún tak- markast við utanfarir ráðherr- anna og Jónasar Jónssonar og kemur hvergi annarstaðar fram. Hverjum heilvita manni hlýtur að skiljast, að á þessum erfið- leikatímum viðskiptanna landa á milli eru utanfarir ráðherranna brýn þörf, sem ófyrirgefanlegt væri að láta undir höfuð leggjast. Það ætti og hverjum viti bomum manni að vera augljóst mál, að ráðherrarnir hafa betri aðstöðu en aðrir til nýtilegrar ráðs- mennsku erlendis fyrir þjóðarinn- ar hönd. Þess vegna telja núver- andi ráðherrar það ekki eftir sér að bregða sér til útlanda, þegar þeir sjá, að skyldan kallar þá til þeirra ferða. Auðvitað skýtur þetta nokkuð skökku við fram- ferði íhaldsmanna, þegar þeir hafa verið við völd. Þeirra regla var að hreyfa sig sem minnst þegar mest lá við. Sem minnis- stætt dæmi má nefna þegar ó- skapalánið var tekið 1921. Þá sat Magnús Guðmundsson í makind- um heima, en hafði fyrir milli- göngumenn um lántökuna of- drykkjumann og stórbraskara og staklc að þeim 100 þús. kr. fyrir það ónæði, sem hann hafði gert þeim. í sambandi við utanfai'ir Jónas- ar Jónssonar í þágu íslenzkra roála verður Mbl. fyndið aldrei þessu vant og nefnir hann »lúxus- flakkara«. En þessi fyndni Mbl. ætlar að verða því nokkuð dýr. Hún gefur tilefni til að rifja upp' utanfarir ýmsra flökkukinda í- haldsins, sem rápað hafá land úr landi í hinu viðbjóðslegasta »lúx- us«-flækinga-ástandi, sjálfum sér til vansæmdar og þjóð sinni til stórskammar, sóandi erlendum gjaldeyri ráðlaust og vitlaust frá íslenzkum almúga. Frá einni slíkri »lúxusflakkara- för« íhaldsmanna skýrir Nýja dagblaðið á þenna veg/(auðsýni- lega eftir sjónarvotti): »Síðastliðið vor fór m. a. til út- landa einn háttsettur íhaldsmaður Rvíkur. Hann er einn af íhaldsins út- völdu, frambjóðandi þess til bæj- arstjórnar, jafn ágætur nazisti sem íhaldsmaður að dómi beggja þeirra flokka, og talin höfuðprýði hverrar sveitarinnar sem er. Þessi maður hafði fengið er- lendan gjaldeyri, og hann hafði þegar milli landa byrjað að gleðja sitt fróma hjarta við ölföng skipsins. Við þetta óx honum svo sjálfstæði og afrekslund, að hann steðjaði aftur á 2. farrými til þess (eftir því sem hann sagði) að slá af þá farþega, sem þar hittust. Þetta ölóða bæjarfulltrúaefni í- haldsins, réðst þar inn, beit einn farþegann í síðuna utan yfir öll föt, svo að blátt mar varð undan. Sömuleiðis beit hann þenna far- þega í fingur djúpt inn í vöðva og veitti enn einum af þjónum skips- ins samskonar áverka, áður en hinir óviðbúnu farþegar höfðu náð að kasta honum á dyr. Ekki er nokkur efi á því, að hefði þessi skepna ferðast með erlendu skipi, myndi honum hvergi hafa verið hleypt lausum á land erlendis. En nú slapp hann refsilaust eða lítið til útlanda með, erlendan gjaldeyri — til þess að bera með framkomu sinni hróður sinnar ættjarðar út meðal framandi þjóða. Þetta er eitt dæmj um þá gagn- semi fyrir þjóðina og þann álits- auka, sem íhaldsins útvöldu fyrir- myndir bera með sér út fyrir pollinn«. Já, aðeins »eitt dæmi«. Því mið- ur er þar af nógu að taka. Þarna blasir við umhyggja að- almálgagns íhaldsflokksins fyrir gjaldeyrinum. Það er algerlega kærulaust um hann, þegar »skepnur« íhaldsins sóa honum til svívirðingar landi og þjóð, en eys óhróðrinum yfir þá menn, sem Blað „einkafyrirtækisins". Gísli Brynjólfsson, sem verið hefir ritstjóri »Framsóknar«, er farinn til útlanda til framhalds- náms í guðfræði. Jón Jónsson frá Stóradal hefir tekið við ritstjóm blaðsins. Fyrsta blaðið undir stjóm Jóns flytur loginn óhróður um fram- leiðsluvörur bænda. Það skýrir frá því, að Mjólkurbú Flóamanna selji ost í tonnatali til svínafóð- urs, og að verðið á ostinum sé 5 aurar pundið. Vísir tekur síðan upp frásögnina um ostsöluna. Út af þessum fréttaburði, fyrst Framsóknar og síðan Vísis, hefir forstjóri Mjólkurbús Flóamanna birt svohljóðandi yfirlýsingu í »Nýja dagblaðinu« 25. sept. s. 1. »í tilefni af grein, er stóð i »Framsókn« þ. 21. og í »Vísi« sunnudaginn þ. 22. þ. m., vil ég hér með leyfa mér að mótmæla, að nokkurt kg. af osti hafi verið selt héðan frá Mjólkurbúi Flóa- manna til svínafóðurs hvorki fyr- ir 10 aura pr. kg. eða á öðra verði. — Þessi frásögn í »Fram- sókn« og »Vísi« hlýtur því að wAlþýðum.tt byggjast á óráðvendni í frétta- burði eða óeðlilegri tilhneigingu ritstjóranna til þess að fara með ósannindi, ef þeir telja, að með því yrði hægt að hnekkja áliti Mjólkurbús Flóamanna og starfs- manna þess. C. Jörgensen, forstjóri Mjólkurbús Flóamannac. Engum kemui- á óvart þó að Vísir grípi til lyginnar með það fyrir augum að hnekkja áliti á framleiðsluvörum bænda. En að líkindum kemur þeim bændum, sem villzt hafa inn í einkafyrir- tæki Jóns í Stóradal, það undar- lega fyrir sjónir, að blaðið, sem nefnir sig »Bændablað — Sam- vinnublað«, gerist fynrmynd og heimild Vísis að tilhæfulausum fréttaburði til álitshnekkis fram- leiðsluvörum bænda og það undir byrjunarritstjóm Jóns í Stóradal. Getur þetta varpað nokkm ljósi yfir þann anda, sem ríkir meðal forystumanna »Bændaflokksins«. En um ritstjórn Jóns í Stóra- dal má segja: 111 var þín fyrsta ganga. og K. E. A. Alþm., er út kom 28. f. m. var- ar við ofsatrú, hvort heldur er á einhvern guðdóm, stofnanir, verknað eða eitthvað annað, því ofsatrúarfólk sé sjónlaust á stað- reyndir og gagnrýnislaus trú geri menn heimska. Látum þetta nú gott heita. Þó getur leikið á tveim tungum hvort ofsatrú er ekki hóti skárri, þó óheppileg sé, en algert trúleysx á guð, menn og málefni, en út í það skal ekki farið hér. Blaðið nefnir tvö dæmi mn utan fara í brýnum viðskiptaer- indum eða í þágu atvinnuvega þjóðarinnar og telur eftir lítil- fjörlegan gjaldeyri til þeirra, þeg- ar borið er saman við gegndar- laust sukk og svall lúxusflækinga íhaldsins. Hver botnar í þessari dæma- lausu ónáttúru íhaldsblaðanna? ofsatrú, sem geri áhangendur sína blinda og heimska. Komm- únistar trúi á byltingu, en ein- hver G., sem riti í Dag, komist lengst í þeirri heimsku að trúa á Kaupfélag Eyfirðinga. Alþm. gleymir alveg að nefna nærtæk- asta dæmið um blinda ofsatrd. Það hefðu sannarlega verið hæg heimatökin fyrir blaðið að benda á, að það tryði sjálft á ríkis- og bæjarrekstur, sem allra meina bót. Alþm. segir, að oftrú mín á K. E. A. sé »sömu tegundar« og trú kommúnista á byltingu, en henni lýsir blaðið á þá leið, að komm- únistar trúi því, »að ef bylting fer einungis fram, hafi kreppur, óár- an í uppskeru og aflabrögðum, styrjaldir og veðurfar engin áhrif á afkomu fólksins«. Þar sem nú Alþm. segir, að trú mín á Kaupfélag Eyfirðinga sé pWIWWWBBHli UPcjónavélar af fleiri gerðum og stærðum, S« hrin^vélar m «• ™ U langvélar, fást nú í Kaupfélagi Eyfirðinga. Járn- og glervorudeild. ÍíiiMiðii&iiilftiiliftliiiíl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.