Dagur - 10.10.1935, Síða 3
41. tbl.
DAGUR
175
samanburði við dreifingu land-
anna í Vesturfieimi? Nokkrar
þúsundir manna búsettar frá hafi
til hafs víðsvegar um hið geysi-
víðáttumikla meginland Norður-
Ameríku, hafa eflt með sér fé-
lagssamtök, er um fimmtíu ára
skeið hafa staðið með íurðuleg-
um blóma. Þeir hafa með þraut-
seigri atorku og ótrúlegri fórn-
fýsi byggt fjölda kirkna og mynd-
að um þær margþætt félagslíf.
Og sumt af þessu er unnið mitt í
frumbýlingsbaráttunni, meðan
þeir voru enn í lítt byggðu landi,
þar sem skorti vegi og verkfæri,
þolanlega bústaði og öll hugsan-
leg þægindi líkams og sálar.
Þetta sýnir, að viljinn og eljan
og hin andlega sinna ræður meira,
en nokkrir ytri örðugleikar. Það
sýnir ennfremur, að í lífsbarátt-
unni við tröllauknar torfærur
hins víða meginlands, fann þessi
nýja kynslóð landnemanna af ís-
lenzku bergi meiri styrk, andlegt
öryggi og gleði í kirkjulegum fé-
lagsskap um fagrar og mannúð-
legar trúarhugsjónir, en í því að
berjast sín á milli og sitja aldrei
á sátts höfði. Kirkjan hefir verið
fjöregg þeirra, andlegt heimili og
ættarland og hefir borgið þeim
frá að týna sjálfum sér i hinu
nýja landi, hún hefir viðhaldið
þjóðerni þeirra og félagssamtök-
um.
Enda þótt því verði ekki neitað,
að erfðasyndin frá forfeðrunum:
andi sundurlyndisins hafi einnig
gert vart við sig í þessum félags-
skap við og við, og valdið dálitl-
um usla í eindrægninni, þá má þó
telja kirkjulegan félagsskap landa
vorra vestan hafs svo mikið þrek-
virki, að lærdómsrikt sé fyrir oss
hér heima. Þess má og vænta, að
óðum sléttist yfir þær misfellur,
eftir því sem nýir tímar færa víð-
sýnni og frjálslyndari trúarhug-
sjónir til öndvegis í hugum
manna, svo að eigi verði tekið
jafn hart á hverjum örlitlum
skoðanamun og hinum eldri
mönnum hætti við. Er það einlæg
ósk þess, er þetta ritar, að kirkja
landa vorra vestan hafs megi efl-
ast í eindrægni og víðsýni og
hverskonar andlegu atgervi, og
jafnframt halda áfram að verða
þeim sú andlega máttartaug, er
hún hefir ávalt verið í bliðu og
stríðu.
Þeim, sem fræðast vilja um
þessa merkilegu félagsstarfsemi
landa vorra vestan hafs, vil ég
benda á ofanskráð Minningarrit,
sem prentað er í apríl til júní-
hefti Sameiningarinnar þetta ár.
Hinn góðkunni rithöfundur, dr.
Richard Beck, ritar sögu kirkju-
félagsins með þeirri hófsemi og
sanngirni, sem honum er lagin og
hefir dregið saman geysi mikinn
fróðleik um hið margþætta starf
þess í eigi lengra mál en 90 bls.
Er Minningarritið allt hið á-
nægjulegasta og prýtt fjölda-
mörgum myndum af vestur-ís-
lenzkum kirkjum og prestum. Því
fylgja og skýrslur um hag félags-
ins og embættismenn.
Þeir, sem fylgjast vilja með lífs-
Söltimartímmii og
síldarverðið í sumar.
Það hefir allmikið verið ritað
um starfsemi Síldarútvegsnefnd-
ar, sérstaklega í blöðum Sjálf-
stæðisflokksins, á þessu sumri, og
er það einkum tvennt, sem henni
er fundið þar til foráttu:
1. Að hún hafi látið byrja sölt-
un allt of seint og með því skaðað
alla þá, er við síldveiði og síldar-
verkun hafa fengizt í ár og þar
með þjóðina í heild sinni.
Og að hún, seinni hluta sum-
arsins hafi haldið niðri fersksíld-
arverðihu, til stórtjóns fyrir sjó-
menn og útgerðarmenn.
Það mun hafa verið blaðiö
Siglfirðingur, sem hafði heiður-
inn af því, að skrifa fyrst um hve
óhæfilegt það væri, að byrja sölt-
un svona seint, og skaða með því
landið, jafnvel um miljónir króna.
Leiðinlegt var samt, að hann
skyldi ekki benda á þetta fyrr en
auðséð var, að síldveiði mundi
bregðast, því annars hefði mátt
segja: Sjá, mikill spámaður er
upp risinn meðal vor! v
En viðvíkjandi sjálfri spurn-
ingunni: Var rétt að ákveða, að
söltun byrjaði ekki fyrr en 22.
júlí, eins og átti sér stað í sum-
ar? má upplýsa eftirfarandi.
Islenzkir síldarseljendur höfðu
gert fyrirframsamninga um sölu
á síld til Svíþjóðar og Danmerk-
ur, alls um 140 þús. tunnur. I
þvínær öllum þessum samningum
var tekið fram, að söltun mætti
ekki byrja, nema með sérstöku
leyfi kaupanda, fyrr en 25. júlí á
venjulegri saltsíld og 1. ágúst á
kryddsíld. Til þess að undirstrika
þetta var með lögum í Svíþjóð
bannaður innflutningur á síld frá
íslandi til 5. ágúst. í samningum
þeim, er Síldarútvegsnefnd gerði
um matjessíld, var einnig ákveðið,
að söltun mætti ekki byrja fyrr
en 20.—.25. júlí. Og hvernig var
svo útlitið að öðru leyti? Það var
þannig, að óhemju mikill síldar-
afli var fyrri hluta júlímánaðar
og meiri rauðáta í sjónum, en
dæmi eru til áður á þessum tíma.
Allt fram að 12.—15. var því ekki
annað fyrirsjáanlegt, en að veiði
mundi verða meiri, en þekkst
hefði áður, sérstaklega þegar til-
]it var tekið til þess,‘ að fiskiskipa-
flotinn var því nær 1/3 meiri en
síðustu árin á undan. Var nú und-
ir þessum kringumstæðum nokk-
urt vit í því, að byrja söltun t. d.
5.—10. júli? Því svo snemma
hefði söltun þurft að byrja, ef að
nokkru verulegu gagni hefði átt
að koma, þar sem sáralítil veiði
var eftir 12. júlí. Voru nokkur
minnstu líkindi til þess, að unnt
baráttu og sögu frænda vorra
fyrir vestan haf, geta eigi kosið
sér betra rit, svo nátengd hefir
saga þeirra frá upphafi verið
kirkjufélagsskapnum. Ritið mun
vera hægt að fá hjá Prestafélagi
Islands.
Benjamín Kristjánsson.
yrði að selja þá síld, er söltuð
hefði veriö á þeim tíma, ef veiði
hefði haldið áfram? — Nei, það
voru engar líkur til þess, þar sem
Svíar með fyrirframsamningum
höfðu keypt alla þá síld, er þeir
ætluðu sér aö kaupa, og öllum
sem bera eitthvert skynbragð á
þessi mál, ætti að vera það ljóst,
að það er mun betra að fá minni
síld, er unnt er að selja með sæmi-
legu verði, en salta niður í tugi
þúsunda tunna, sem enginn vill
líta við, sbr. síðasta starfsár síld-
areinkasölunnar.
Norðmennirnir höfðu eríga Síld-
arútvegsnefnd, en þeir byi'juðu
þrátt fyrir það ekki að salta síld
fyrr en við, enda hafa þeir áreið-
anlega orðið þess varir á síðustu
árum, að það eru fyrst og fremst
kaupendur síldarinnar, sem á-
kveða hvenær söltun skuli byrja.
Um það atriði, hvort ekki sé rétt-
ara að fara eftir fitumagni sildar,
en almanakinu, um byrjun söltun-
ar, má geta þess, að ýtarlegar til-
raunir hafa verið gerðar í þá átt
af síldarseljendum, en sænskir
síldarkaupendur að niinnsta kosti
halda því fram, að júlísíld yfir-
leitt verði alltaf slæm vara, þótt
feit sé, því sú síld sé »aldeles u-
holdbar«, enda kemur þetta heim
við reynslu ýmsra þeirra, er við
síldarsöltun hafa fengizt hér á
landi. Að lokum má benda á það,
að fjöldi síldarsaltenda fékk ekki
tunnur á þessu ári fyrr en eftir
miðjan júlí, og sáralitlar tunnu-
. birgðir voru fyrirliggjandi í land-
inu. Það má einnig benda á, að i
fyrra var engin Síldarútvegs-
nefnd, og var þó ekki byrjað að
salta þá fyrr en um 25. júlí. Af
hvaða ástæðum skyldi það hafa
veiúð ?
Um síðara atriðið þarf ekki að
fara mörgum orðum, því vitan-
lega er það öllum ljóst, sem ekki
eru úti á þekju í þessu máli, og
sem vilja segja það sem rétt er,
að Síldarútyegsnefnd hefir alls
er.gar ráðstafanir gert til þess að
halda niðri fersksíldarverðinu. —
Þvert á móti. — Fyrsta verk Síld-
arútvegsnefndar í sumar var að
hækka fersksildarverðið til sjó-
manna og útgerðartnanna um 30
prc., eða úr fimm krónum, eins og
það var í fyrra upp í 6 kr. og 50
til 7 krónur.
Fékk nefndin fyrir þetta ámæli
síldarsaltenda. Á þeim 140 þús-
und tunnum, sem búið var að
selja fyrirfram, auk matjessíld-
arinnar, nam verðhækkun þessi
alls minnst 210 þúsund krónum.
Þá má og geta þess, að jafnaðar-
verð á matjessíld þeirri, er Síld-
arútvegsnefnd hafði selt fyrir-
fram, var rúmar 30 krónur fob,
en árið áður höfðu ýmsir síldar-
saltendur selt matjessíld fyrir-
fram fyrir miklu lægra verð,
jafnvel allt niður í 18 krónur
tunnuna. Síldarútvegsnefnd hafði
þannig þegar unnið að mikilli
Hérmeð tilkynnist, að jarðarför
tengdaföður míns, Jóns Jóhannssonar,
sem andaðist á sjúkrahúsinu 6. þ. m.,
fer fram næstkomandi laugardag frá
kirkjunni, kl. 1 síðdegis.
Jón Vilniundarson.
hækkun á síldinni, án þcss að
lcuupéndtur drægju sig til baka.
Strax og það varð ljóst, að
veiði mundi bregðast, eins og
raun varð á, tilkynnti Síldarút-
vegsnefnd þeim, er keypt höfðu
matjessíld með fyrirframsamn-
ingum, að ekki væri unnt að láta
meira upp í þá samninga, en 10
prc. af því magni, sem samið var
um. Aftur á móti var kaupend-
um bent á, að ef þeir vildu fylgj-
ast með í daglegri verðhækkun
síldarinnar, þá mundu þeir geta
fengið matjessíld, alveg eins og
Svíar fengu saltsíld og kryddsíld,
en þeir vildu ekki taka því boði,
nema að örlitlu leyti, kusu heldur
að vera án síldarinnar.
Það eru annars gerðar ýmsar
kröfur til Síldarútvegsnefndar.
Sennilega er þó síðasta krafan,
sem blaðið Einherji flutti nýlega,
einna frumlegust. Þar er þess
krafizt af Síldarútvegsnefnd, að
hún leiti markaða, þar sem ekki
séu gerðar hámarkskröfur um
fitumagn síldar og önnur gæöi,*)
enda muni þeir markaðir finnast,
ef vel sé leitað. Það er víst enginn
vafi á því, að allar menningar-
þjóðir gera hámarkskröfur um
gæði matvæla yfirieitt, og þá ekki
síður til gæða síldar en annara.
Er það því sennilega meining
blaðsins, að leita til þeirra þjóða,
er ekki geta talizt menningarþjóð-
ir, til að selja þeim þá síld, er
ekki getur talizt fyrsta flokks
vara. Þessi krafa meðal annars er
ljósasta dæmi þess, hvað unnt er
að komast langt í vitleysunni,
þegar rætt eða ritað er um síld.
Það má vafalaust með réttu
finna að ýmsum gjörðum Síldar-
útvegsnefndar, en gera verður þá
kröfu til þeirra, er skrifa um
síldarmál, að þeir hafi þekkingu
á síldarútgerð og síldarverzlun, en
það virðist þá menn hafa skort
allmjög, er ritað hafa um þau
mál á þessu sumri.
Siglufirði, 28. september 1935.
F. h. Síldarútvegsnefndar.
Finnur Jónsson,
Sig. Kristjánsson.
Knattsp ymukap p leikur fór fram
Suimudaginn 29. sept. s. 1. milli Ung-
mennafélags Svarfdæla. og Knatt-
spyrnufélags Akureyrar. Úrslit urðu
þau, að K. A. vann með 9 mörkum
gegn 1. Sama dag kepptu Þór og K. A.,
II. flokkur, og vann Þór með 6 mörk-
um gegn 1. Að síðustu var kappleikur
á milli starfsmanna á sláturhúsi K. E.
A. og verzlunar- og’ skrifstofumanna
kaupfélagsins. Úrslit urðu þau, að
verzlunarfólkið vann, með 4 mörkum
gegn 0.
* Leturbr. bér,