Dagur - 17.10.1935, Blaðsíða 1
DAGUR
ttemur út á hverjum fimtu-
degi. Iíostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
XVIII. ár. J
Afgreiðslan
er hjá JÖNI Þ. ÞÓR.
NorðurgötuS. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við áro-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Akureyri 17. október 1935
Alþingi.
Þann 10. þ. m. hófst fyrsti
fundur framhaldsþingsins í sam-
einuðu þingi.
Eftir að forsætisráðherra hafði
lesið upp konungsboðskap um að
Alþingi væri kvatt saman til
starfa að nýju, tilkynnti forseti
fjarveru fjögurra þingmanna. Ás-
geir Ásgeirsson verður fjarver-
andi allan þingtímann og Thor
Thors aö mestu leyti. Eru þeir
báðir í Vesturheimi. Gunnar
Thoroddsen og Stefán Jóhann
eru báðir utanlands, Stefán vænt-
ahlegur til þings bráðlega, en Ei-
ríkur Einarsson mætir sem vara-
maður Gunnars.
Þá minntist forseti fjögurra
látinna fyrrv. þingmanna, Hann-
esar Þorsteinssonar, Jóhannesar
Ólafssonar, Tryggva Þórhallsson-
ar og Jóns Sigurðssonar á Hauka-
gili-
Því næst gaf forseti fundarhlé
í 30 mín., meðan kjörbréfanefnd
athugaði kjörbréf Eiríks Einars-
sonar.
Kœra hafði komið fram frá
miðstjórn Bændaflokksins út af
þingsetu Magnúsar Torfasonar,
þar sem þess var krafizt, að þing-
ið svifti hann þingsætinu og setti
Stefán Stefánsson í Fagraskógi í
hans stað. Fékk kjörbréfanefnd
kæru þessa til athugunar.
í kjörbréfanefnd eiga sæti
Bergur Jónsson, Einar Árnason,
Gísli Sveinsson, Pétur Magnússon
og Jónas Guðmundsson (í stað
Stefáns Jóhanns).
. Við kjörbréf Eiríks hafði
nefndin ekkert að athuga og var
það samþykkt með samhljóða at-
kvæðum. Aftur á móti klofnaði
nefndin um kæru Bændafl. Lögðu
sjálfstæðismenn til, að kæran yrði
tekin til greina, en þeir Bergur,
Einar og Jónas lögðu á móti því.
Lagði meiri hlutinn fram svo-
hljóðandi rökstudda dagskrá:
»Með því að stjórnarskráin
heimilar eigi Alþingi að taka um-
boð af þingmanni, sem gilt kjör-
bréf hefir fengið, nema hann hafi
glatað kjörgengi sínu, og þar sem
framkomin kæra Bændaflokksins
út af kjörgengi 2. landkjörins
þingmanns snertir á engan hátt
kjörgengisskilyrði stj órnarskrár-
innar, sem að fullu er greind í 28.
gr. hennar, ályktar sameinað Al-
þingi að taka kæruna ekki til
greina og tekur fjrrir næsta mál á
dagskrá«.
Umræður um þetta mál stóðu
yfir í sameinuðu þingi allan Iaug-
ardag og mánudag s. 1., og stóöu
Sjálfstæðismenn og Bændaflokks-
menn hlið við hlið í umræðunum.
Framsóknarflokkurinn óskaði að
umræðunum yrði útvarpað og að
Magnús Torfason fengi á þann
hátt aö svara fyrir sig, en því
neitaði Sjálfstæðisflokkurinn, og
Bændafl. vildi því aðeins leyfa
það, að Stefán í Fagraskógi fengi
líka að tala! Þessum umræðum
frá Alþingi var því ekki útvarp-
að. —
Á þriöjudag var svo gengið til
atkvæða um dagskrártillögu meiri
hluta kjörbréfanefndar og hún
samþykkt við nafnakall með 25
atkvæðum gegn 17.
Fundir hófust síðan í báðum
deildum á þriöjudaginn.
GaoRtræðaskóIi Akureyrar
var settur 15. þ. m. Sú breyting
héfir orðið á starfskröftum við
skólann, að Sigfús Halldórs frá
Höfnum hefir látið af skóla-
stjórastarfinu, en við því hefir
tekið Þorsteinn M. Jónsson bóka-
útgefandi, settur til eins árs.
Sigfús Halldórs frá Höfnum
kom hingað til bæjarins og tók
við skólastjórastarfinu haustið
1930; hefir hann því gegnt því í
5 ár. Sigfús er víðförull mennta-
maður, skarpgáfaður og glæsi-
menni og sómdi sér pi*ýðilega sem
leiðtogi námfúsra unglinga þessa
bæjar. Varð því skarð fyrir skildi
í skólamáhmi bæjarins, þegar
hann fyrir nokkru sagði upp
starfi við gagnfræðaskólann, þar
sem hann var ráðinn ritstjóri við
aðalmálgagn Framsóknarflokks-
ins, Nýja dagblaðið í Reykjavík.
Hefir hann þar mikið verk með
höndum og kemur sér vel, að
hann er enginn viðvaningur í
blaðamennskunni, þar sem hann
árum saman hafði það starf með
höndum í Ameríku og einnig að
nokkru hér á Akureyri. Kioma
gáfur hans, víðtæk þekking og
ritleikni ekki síður að notum við
ritstjórnina en skólastjórastarfið.
Kona Sigfúsar, frú Þorbjörg
Halldórs frá Höfnum, hefir einn-
ig undanfarna vetur haft á hendi
kennslu við Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar og getið sér ágætan orðs-
tír fyrir það starf, enda er hún
í fremstu röð menntaðra kvenna
hér á landi.
Munu allir þeir mörgu, er kynni
höfðu af þeim hjónum hér á Ak-
ureyri, finna til saknaðar við
brottför þeirra héðan.
Hinn nýi skólastjóri, Þorsteinn
M. Jónsson, er, eins og kunnugt
er, víðsýnn og áhugamikill í
skóla- og menntamálum. Hefir
áhugi hans og dugnaður í þeim
málum jafnan komið í Ijós, bæði
fyrrum á Alþingi og eins heima
fyrir. Hann hefir liaft kennslu-
störf og skólastjóm með höndum
mestan hluta fullorðinsáranna og
jafnan verið mikils metinn sem
kennari og skólastjóri. Hann hef-
ir verið formaður skólanefndar
Gagnfræðaskólans frá stofnun
hans til þessa tíma og ætíð notið
mikils og verðugs trausts í þeirri
stöðu. Þarf ekki að efa að skól-
anum er vel borgið undir hand-
leiðslu hans.
NÝJA-BÍÓ
B
I Föstu- laugar og sunnudagskvöld kl- 9
Síðusfu
40 ár.
Sannsöguleg kvikmynd um merk-
ustu atburði síðustu 40 ára, lán-
uð úr leynimyndasöfnum ýmsra
þjóða. Koma fram í myndinni
flestir stjórnarformenn og sögu-
legar persónur í Evrópu og víð-
ar svo sem: Vilhjálmur keisari
og synir hans, Hindenburg,
Ludendorff, Georg Bretakonung-
ur, Mary drottning, Prinsinn af
Wales, Lloyd George, Poincaré,
Clemenceau, Joffre, Foch, Franz
Joseph kgisari, Rússakeisari með
fjöldskyldu, Victor Emanuel kon-
ungur, Wilson o. fl. Auk þessa
sýnir myndin hvermg Evrópa er
í dag og hvað er að gerast þar nú.
Þjóðabandalagsþingið kom sam-
an 9. þ. m. Forseti þingsins til-
kynnti, að ekki yrðu greidd at-
kvæði með nafnakalli um þann
Smjðr os smjðrfíkj.
Landbúnaðarráðherra hefir gef-
ið út tilskipun um, að frá 1. okt.
þ. á. og þangað til annað verði á-
kveðið skuli allt smjörlíki, fram-
leitt og selt hér á landi, blandað
með þremur hundraðshlutum af
smjöri frá viðurkenndum rjóma-
búum.
Tilgangurinn með tilskipun
þessari mun aðallega vera sá að
koma í veg fyrir verðfall á
smjöri. Ætti og ekki að þurfa að
óttast offramleiðslu á þessari
vörutegund fyrst um sinn, þar
sem 36 smálestir af smjöri þarf
árlega til blöndunarinnar miðað
við núverandi framleiðslumagn
smjörlíkis í landinu.
ú.rskurð ráðsins, að ítalía hefði
gerzt friðrofi og að þjóðabanda-
laginu bæri því skylda til að beita
í'efsiaðgerðum gegn henni, en
fulltrúar þeirra rikja, sem ekki
vildu samþykkja úrskurðinn,
væru beðnir að tala, en þögn
hinna yrði tekin sem samþykki.
Samþykktu þá , allir úrskurð
þjóðabandalagsráðsins með þögn-
(Framh. á 3. síðu).
□ Kún 593510228 - Frl.\
Útför elsku drengsins okkar,
S'gtryggs^ er ákveðin þriðjud.
22. okt. að Kaupangi.
Athöfnin hefst með bæn á
heimili okkar ' Brekkugötu 2,
Akureyri, kl 1 e. h.
Sigilöur Júnsdöttir. Guðlaugur Sigmundsson.
Hér með tilkynnist að faðir okkar og tengdafaðir, Einar
Hansson, andaðist að heímili sínu, Ouðrúnarstöðum í Saur-
bæjarhreppi, þriðjudaginn 15. þessa mánaðar.
Jarðarförin er ákveðin að Möðruvöllum fimmtudaginn 24.
október næstkomandi og hefst kl. 12 á hádegi.
Magnúsína Einarsdóttir, fónas Sigurðsson.
Ólöf Einarsdóttir. Hans Einarsson.