Dagur - 17.10.1935, Blaðsíða 4

Dagur - 17.10.1935, Blaðsíða 4
180 DAGUR 42. tbl. -#-# • ## #•# #-# -#- AKUREYRARBÆR. DRÁTTARVEXTIR. Dráttarvextir falla á síðari hluta útsvara í Akureyrarkaupstað ef eigi er greitt fyrir 1. nóvember næstkomandi. Vextirnir eru 1% á mánuði og reiknast frá 1. september síðastliðnum. Akureyri, 16. október 1935. BÆJ ARG J ALDKEHI. SKölafólK! Höfum nú mikið úrval af allskonar ritföngum, t. d.: Rissblokkir Umslög 50 st. Glósubækur Ritblý á kr. 0,20 - - 0,50 0,10 - - 0,05 Vasabækur Stílabækur Blekbyttur Strokleður á kr. 0,10 . _ 0,10—0,25 - - 0,20 - — 0,10 Lindarpenna, mikið úrval, Skrúfblýantar, mikið úrval, og laus blý, Teikniblakkir og teikniblý, Vatnsliti, Tusk, Lakk, Stimpilpúða, Þerriblaðapressur, Lím, Penna, Pennasköft o. m. m. fl. ........... Kaupfél. Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. I Alfa-Laval skilvindurnar eru ætíð þær beztu og sterkustu, sem fáanlegar eru. -------- Nýjasta gerðin er með algerlega sjálf- virkri smurningu, og skálar og skil- karl úr ryðfríu efni. —... Samb. ísl. samvinnufél Dettifoss. Ferð til orkumesta ft'oss Nocðurlands. Fyrir velvild og hjálp ýmsra góðra vina hér á Akureyri auðn- aðist mér að fá að sjá hinn þjóð- fræga Dettifoss 9. þ. m. Herra Gunnar Eiríksson hafði færzt undan því að ég færi með hans bíl, sem fór héðan s. 1. þriðjudag til Grimsstaða á Fjöll- um, ég mundi ekki þola ferðina. Þetta afsvar kostaði mig dálítil útlát, en breytti ekki þvi átormi mínu að sjá fossinn, meðan timi og tækifæri leyfðu, og sem sagt fékk ég s. 1. þriðjudag vanalegan fólksflutningsbil hjá B. S. O. til ferðarinnar með Gísla Sigurjóns- syni, sem bílstjóra, og Guðmundi Jónssyni félaga hans. Eftir talsverðan undirbúning komumst við þrír af stað litlu eftir hádegi og eftir stanzlausa ferð, yfir Vaðlaheiði, Ljósavatns- skarð, Skjálfandafljótsheiði og fram hjá stórbýlinu Laxamýri, komum við til Húsavíkur laust fyrir 4 síðdegis, þaðan stýrðum við sem leið liggur yfir Reykja- heiði, austur um Kelduhverfi og náðum bænum Lindarbrekku kl. 7.30 um kvöldið, þar fengum við ágætan beina og gistum þar um nótfina. Næsta morgun fórum við á fætur kl. 6, og eftir stund- arhressingu keyrðum við þaðan, sem leið liggur austur yfir brúna á Jökulsá og síðan eftir veginum suður með ánni framhjá bænum Austara-Land, og um 25 — 30 km. lengra framhjá Hafursstöðum, þar til afleggjari beygist til vest- urs af fólksveginum inn að hin- um þráða Dettifoss. Hérumbil hálfri stundu eftir dagmál kom- um við að fossinum, og um leið lituðumst við tim kring eftir sjónarhæð til að sjá hinn dásam- aða foss í sinni kyrrlátu tign, en árangurslaust; fossinn fellur nefni- lega ofan í geysidjúpt gljúfur og þar brotna hans hamslausu öld- ur á grásvörtum hraunklettum beggja vegna, en upp af þeim rýkur eimur, sem hálfþekur foss- inn. Frh. Frlmann B. flrngrímsson. Skólwr bxjarins. Meimtaskólinn, Gagnfræðaskóli Akureyrar og Iðnaðar- mannaskólinn voru allir settir 15. þ. ni. — Aftur á móti er setningu barna- skólans frestað fyrst um sinn að ráð- stöfun skólanefndar. Stendur sú frest- un í sambandi við ný mænusóttartilfelli hér í bænum. Hjónabönd: Síðastliðið laugardags- kvöld voru gefin saman í hjónaband hér í bæ ungfrú Jenny Hansen frá Vester Villing per Randers,, Danmörku, og Ingvi Jónsson, verkamaður; ungfrú Dagmar Sveinsdóttir Sigurjónssonar og Jón Árnason vélstjóri; ungfrú Ástríður Guðmundsdóttir frá Súgandafirði og Álex Stave, bifreiðaviðgerðarmaður. Ennfremur voru síðastliðinn laugar- dag gefin saman í hjónaband af séra Stefáni á Völlum í Svarfaðardal ung- frú Þorbjörg Jónsdóttir, Sægrund á Dalvík og Garðar Guðnason, matsveinn frá Svalbarðseyri. Hanstþing Umdæmisstúkimnar nr. 5 verður* haldið á Akureyri 19. og 20. okt. n. k. Á sunnudaginn kl. 1 e. h. verða teknar til umræðu tillögur frá nefndum: Klukkan 4 s. d. verður flutt erindi. Þess er vænzt að templarar fjölmenni á þingið á sunnudaginn. Ungm.st. Akurlilja nr. 2 heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 20. okt. n. k. kl. 8% s. d. Dáncm-dægur. Þann 15. þ. m. andað- ist Einar Hansson fyrrum bóndi að Guðrúnarstöðum í Eyjafirði rúmlega hálfníræður að aldri. Dvaldi hann hin síðari ár á vegum dóttur sinnar og' tengdasonar, búandi hjóna á Guðrún- arstöðum. Eitt af börnum hans er Hans cand. phil., kennari á Isafirði. Einar sál. var prýðilega- greindur maður og góður hagyrðingur, en fór dult með þá gáfu. Þann 8. þ. m. andaðist hér í bænum Jón Stefánsson, faðir Finnboga póst- þjóns og þeirra systkina, 68 ára gam- all. — Erindi um lífið í Reykjavík. Steindór Sigurðsson rithöf., sem staddur er hér í bænum, mun á næstunni flytja hér erindi um þetta efni. — Er nokkur hluti þess samanburður á Reykjavík í dag og Reykjavík 1888, samkvæmt lýs- ingu Gests heitins Pálssonar í hinum fræga fyrirlestri sínum. — Síðari hluti erindisins er svo skopmynd af nútíma- lífinu og mun þar kenna margra grasa, svo vænta má að hér sé um nokkuð nýstárlega skemmtun að ræða. Maður bíður bana af bílslýsi. Hinn 9. þ. m. varð 74 ára gamall maður, Brynjólfur Magnússon frá Fífuhvammi, fyrir bifreið, er kom úr Keflavík og var á leið til Reykjavíkur; fékk hann mikinn áverka á höfuðið og andaðist síðdegis þennan sama dag. Freyr, septemberblaðið, er kominn út. Flytur eftirfarandi greinar: Garð- yrkjufélagið 50 ára, Búnaðarfélags- skapurinn á íslandi 100 ára, Félag nor- rænna búvísindamanna, Réttir, eftir Pál Zophoníasson, Dýralækningabálkur og Mjólk og heilsa. Ddnska þingið var rofið í byrjun þessa mánaðar út af ágreiningi um landbúnaðarlöggjöf og efnt til nýrra kosninga, er fram eiga að fara 22. okt. næstk. Stendur kosningabaráttan nú sem hæst. Lýðveldi afnumið. Hinn 10. þ. m. skeði sá stjórnmálaatburður, að lýð- veldið í Grikklandi leið undir lok. Her- foringjum í Aþenu tókst að steypa stjórninni. Leiðtogi konungssinna, Kon- dylis að nafni, myndaði þegar í stað nýja stjórn og hefir honum verið falið af hinu nýja ráðuneyti að gegna rík- isstjórnarstörfum, þar til Georg kon- ungur er kominn til Grikklands. A- kvarðanir þessar verða bornar undir þjóðaratkvæði til staðfestingar 3. nóv. næstkomandi. Björgvin Schrami, hinn ágæti og vel- þekkti knattspymumdður frá Reykja- vík, er staddur hér í bænum. Er hann í erindum fyrir heildverzlun Magnúsar Kjarans. Hjálpræðisherinn. Föstudag kl. 8; Dorkas. Laugardag kl. 6: Drengjasam- koma. Sunnudag kl. 1014 : Samkoma. Sunnudagaskóli kl. 2 og 6. Kl. 8%: Hjálpræðissamkoma. MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. næstk. sunnudag'. Haustkappskákir eru nýlega byrjaðar í Skákfélagi Akureyrar. Er keppt um 3 verðlaunapeninga, sem nokkrir á- hugamenn þessarar íþróttar hér í bæ hafagefið í þessu skyni. Kappskákirnar fara fram á veitingahúsinu Skjaldborg. Knattspyrnukappleikur fór fram á sunnudaginn var milli Knattspyrnu- félags Akureyrar og »Þórs«. Úrslit urðu þau, að K. A. vann með 3 mörkum gegn 1. — Er þar með Knattspymu- móti Norðlendinga í ár lokið, með sigri Iínattspymufélags Akureyrax, Vetrarstúlku vantar mig nú þegar. Samúel Krisibjarnarson raívirki. /ðnaðarmannafélag Akureyrar heldur fyrsta fund sinn á þessum vetri á sunnudaginn kl. 4. Verða þar rædd at- vinnumál bæjarins auk ýmsra félags- mála. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.