Dagur - 31.10.1935, Blaðsíða 1
D AGUR
íemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhaims-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júli.
Afgreíðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR.
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Akureyri 31. október 1935,
44. tbl.
NÝJA-BÍÓ
-#-#- •
XVIII. ár. |
Skugga-
Sveinn.
Svo er gert ráð fyrir, að Leik-
félag Akureyrar sýni hann 10.
nóvember í liletni af 100 ára af-
mæli höfundarins, þjóðskáldsins
mikla, Matthíasar Jochumssonar.
Sökum mikils kostnaðar, heíði
L. A. tæplega ráðist nú í að sýna
leikinn, ef þannig hefði ekki sér-
staklega staðið á. Að visu geri eg
ráð fyrir að margir myndu segja
sem svo, að það ætti að vera
hægt að sýna leikinn nú sem
endrarnær, þar sem hann hafi
oft verið leikinn hér á Akureyri
áður og víða annarsstaðar um
land. En þvi til vil eg svara, að
svo miklar kröfur er nú farið að
gera til leiksýninga, sem betur
fer vil eg segja, að ekki kemur
til mála að sýna leikinn af jafn-
miklum vanefnum og oftast áður
hefir verið gert, sérstaklega í
smáþorpum og sveitum lands
vors, án allrar leiðbeiningar og
nokkurs verulegs leiksvíðsútbún-
aðar.
»Skugga-Sveinn« er, eins og
öllum er kunnugt, eitthvert allra
vinsælasta leikrit, er sýnt hefir
verið. Síðan eg man eftir, má
svo að orði kveða, að í hvert
sinn er hann hefir verið »settur
upp á fjalirnar« hér á Akureyri,
hafi allar nærliggjandi sveitir
svo að segja gersópast af fólki, er
komið hefir til að horfa á hann,
og sama má segja um aðsókn
kaupstaðarbúa. Það hefir jafnan
verið rifist um aðgöngumiðana
að leiknum, sem hafa selst upp
á dálitilli stundu, og áhorfendur
þjappast saman sem síld i tunnu,
svo legið hefir við meiðslum.
Það mun hafa verið á árunum
1877 — 79, að byrjað var að sýna
leik þennan hér á Akureyri (með
Hallgrími Hallgrímssyni frá Rif-
kelsstöðum í aðalhlutverkinu) og
þá að sögn 12 leikkvöld í röð.
Hét leikritið þá »Útilegumenn-
irnir«, en síðan gerði séra Matt-
hias ýmsar breytingar á þvi, og
nefndi það upp frá því »Skugga-
Sveinc. Voru lagfæringar þessar
flestar til mikilla bóta. »Skugga-
Sveinn« sjálfur ekki gerður að
slfkum óvætti, sem áður hafði
verið í »Útilegumönnunumc, o. fl.
Á árunm fyrir síðustu aldamót
var leikurinn svo oft sýndur hér
með stuttu millibili, oftast í vöru-
geymsluhúsum kaupmanna, þar
til hið svonefnda »gamla leikhús«
á Barðsnefi var reist..
Þeir, sem kunnugastir eru, og
hér á Akureyri hafa langvistum
dvalið, telja að alls muni vera
búið að hafa 80 — 90 sýningakvöld
á leikuum og er það afarmikið
(næst að leikkvöldatölu er »Æf-
inlýri á gönguförc, en það var
ekki byrjað að sýna það hér fyr
en um 1890).
Að þessu sinni verður leikur-
inn »settur upp« með talsverðum
breytingum frá þvi, sem áður
hefir verið hér á Iandi. Eru þær
meðal annars fólgnar í því, að
einstöku sýningar eru færðar
saman, sem kallað er, og verða
því leiksviðssýningar færri en
áður. Styttir þetta leikinn all-
mikið og gerir hann ekki eins
þungan i vöfum og að undan-
förnu. Ennfremur hafa sum sam-
tölin verið stytt og sérstaklega
hin löngu eintöl, sem voru svo
víða í leiknum, og sem eru
hreinasta gildra fyrir okkar ís-
lenzku leikendur, sem ekki eru
mjög Jeiksviðsvanir, flestir hverjir.
Retta, sem tekið hefir verið
hér fram um breytingar á leikn-
um, er sniðið eftir því, sem
Leikfélag Reykjavíkur hefir tekið
upp með góðra manna aðstoð
þar syðra, við sýningu leiksins
þar nú urn þessar mundir. Er
leikurinn sýndur þar við geysi-
mikla aðsókn og hrifningu áhorf-
enda.
Tjöld þau, er nú eru notuð
við sýningu þessa í Rvík, eru
gerð að nokkru eftir hinum upp-
runalegu málverkum Sigurðar
heitins Guðmundssonar listmál-
ara, er fyrstur málaði tjöldin í
leikinn þar. Þessi nýju leiktjöld
eru talin bin fegurstu, er þar
hafa sézt í borginni, að mestu
gerð af Freymóði Jóhannssyni.
Haukur Stefánsson, malari hér
f bæ, málar tjöldin fyrir Leikfél.
Ak. og að mestu eftir fyrirmynd
tjalda Fr. Jóh.
Ágúst Iívaran hefir leiðbeining-
arstarf með höndum, sem endra-
nær, sem og að ýmsu leyti aðra
leikstjórn og leikur eitt af stærstu
hlutverkunum. Er það því ærið
starf, sem á hans herðum hvílir.
Leikendur verða þessir: Skal
þar fyrst telja þá Jón Steingríms-
son sem Skugga-Svein og Pál
Vatnsdal sem Ketil, þar sem þeir
hafa farið með þessi hlutverk
lengi, fyrst 1912, svo 1917 og
1926. Hafa þeir orðið alkunnir,
a. m. k. hér norðanlands, fjrrir
ágæta meðferð á hlutverkum
þessum, og þá P. V. ekki síður
fyrir Hróbjart, lítið hlutverk, sem
haun hefir leikið af snilld. Ingimar
Eydal leikur Sigurð í Dal, er
hann og gamalkunnur í því blut-
verki, hið sama má og segja um
Jóhannes Jónasson, er leikur
Grasa-Guddu. Lárenzius sýslu-
mann leikur Ágúst Kvaran, Ástu,
ungfrú Ingibjörg Steingrimsdóttir,
Jón Slerka, Björn Sigmundsson,
Ögmund, Jón Norðfjörð, Harald,
Sigmundur Björnsson, Margréti,
ungfrú Elsa Friðfinnsson, Gvend
smala, ungfrú Margrét Steingríms-
dóttir, stúdentana, Helga og Grím,
tveir Menntaskólapiltar, Gísli Kon-
ráðsson og Jóhann Guðmundsson,
Þess má að síðustu geta, að
búningar og gervi leikenda verða
að ýmsu með öðru móti en áður
hefir tíðkast. H. V.
syngur gamanvísur og segir gam-
ansögur f Samkomuhúsi bæjar-
ins næstk. sunnudagskvöld. Er
nú á þriðja ár síðan hann hefir
beitt list sinni á þenna hátt
frammi fyrir bæjarbúum, og er
það löng þögn, þar sem hann
fyrir löngu er orðinn landskunn-
ur sem gamanvisnasöngvari og
leikari.
Allt, sem J. N. syngur að þessu
sinni, eru glænýjar vísur um
bæjar- og landsmál, eftir nýtt
gamanvísnaskáld.
Aðgangur að skemmtun þess-
ari segir Jón að verði aðeins ein
króna, og virðist það ódýrt að
geta hlegið hjartanlega á aðra
klukkustund fyrir það verð, en
svo mun verða, ef að vanda
lætur hjá Jóni.
Augiýsinganefnd íslenzkra
afurda
hefir nú verið skipuð samkvæmt
ósk landbúnaðarráðherra, og eru
í nefndinni: Frá Samb. ísl. sam-
vinnufélaga: Sigurður S. Bjarklind
bankagjaldkeri; frá Búnaðarfélagi
íslands: Steingrímur Steinþórsson
búnaðarmálastjóri; frá Mjólkur-
sölunefnd: Halldór Eiríksson for-
stjóri; frá Fiskimálanefnd: Július
Guðmundsson , stórkaupm.; frá
Sildarútvegsnefnd: Finnur Jóns-
son alþm.; frá Verzlunarráði ís-
lands: Jóhann Ólafsson stór-
kaupm.; frá Landssambandi iðn-
aðarraanna: Einar Gíslason mál-
arameistari; frá Fiskifélagi fslands:
Þórður Þorbjarnarson fiskifræð-
ingur.
Sigurður S. Bjarklind hefir
verið kosinn formaður nefndar-
innar, Júlíus Guðmundsson vara-
formaður og Þórður Þorbjarnar-
soo ritari.
Sýnir fimtudaainn 31.
þ. m. kl. 9.
Baboona.
Stórfengleg og fróðleg
kvikmynd lekin úr rann-
sóknarleiðangri í flug-
vélum um Afriku af
hjónunum:
0SA og MARTIN
J0HNSEN.
- íJtskýrð á dönsku -
□ Kún 50351157=5.'.
SilfurbrúðJcaup áttu 20. okt. s. 1.
hjónin Þjóðbjörg Þórðardóttir og Jör-
undur Brynjólfsson alþingismaður.
Aldarminning Matthíasar Jochums-
sonar. — Á fundi Kirkjuráðsins 21. þ.
m. var samþykkt að beina þeim til-
mælum til allra sóknarpresta landsins,
að minnast aldarafmælis síra Matthías-
ar Jochumssonar 10. nóv. n. k. og
næstu messudaga, þar sem kirkjur eru
fleiri en ein í prestakálli. Hefir Kirkju-
ráðið þegar tilkynnt þetta öllum pró-
föstum landsins símleiðis, og falið þeim
að birta það sóknarprestunum.
27. okt. s. 1. var 261 ár liðið frá
dauða sálmaskáldsins fræga, síra Hall-
gríms Péturssonar.
Áfengissalan ó Akureyri. Verklýðs-
fundur í Ólafsfirði, er flestum félög-
um þar á staðnum var boðin þátttaka
í, samþykkti nýiega, með öllum greidd-
um atkvæðum, að vinna að því, að á-
fengisverzlun ríkisins á Akureyri verði
lokað.
18. ]>. m. varð 5 ára gamall drengur
í Rvík fyrir bifreið, og slasaðist svo
mikið, að hann andaðist samdægurs.
/ fjullgöngunum s. 1. haust, á Kefla-
víkurdal, austan Gjögurs, sá einn
gangnamaðurinn tófu, og sigaði hann
hundi sínum á hana. Voru fleiri hund-
ar þar nálægt og fóru þeir allir að
elta tófuna, og náðu henni fljótt. Barst
nú leikurinn þarna fram og aftur, þar
til gangnamaðurinn sá sér færi og
tókst að rota tófuna með steinkasti.
Nýkoniin fregn segir, að Bandaríkja-
menn vilji ekki viðurkenna Leif Eiríks-
son sem fyrsta landnema í Vestur-
heimi.