Dagur - 31.10.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 31.10.1935, Blaðsíða 2
186 DAGUR 44. tbl. Sérstök tegund samvmnnmaima iKaupfélagsskapurinn hér i landi hefir frá því fyrsta átt í höggi við kaupmannavaldið eins og hvarvetna annarstaðar. Sjálfbjargarviðleitni þá, sem hafin var með starfi kaupfélag- anna, vildu kaupmenn kyrkja þegar í fæðingunni. Það tókst ekki af því að stefna samvinn- unnar var heilbrigð og miðaði að aukinni velgengni almennings. En »andinn lifir æ hinn sami« í garð kaupfélaganna meðal kaup- manna og fylgisveina þeirra. Heitasta ósk þess lýðs er að leggja allt starf samvinnumanna í rústir,, svo að keppinautar þeirra geti setið einir að krásun- um og matað krók sinn eftir vild. i tveimur stjórnmálaflokkum hefir einkum gætt viðhorfsins til þessara ólíku stefnumála: kaup- mannastefnunnar og samvinnu- stefnunnar. Þeir flokkar eru í- haldsflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn. Sá fyrrnefndi er stundum nefndur kaupmanna- flokkur, af því að flestir kaup- menn eru í honum og ráða þar miklu. Er þá svo sem auðvitað, að eitt af stefnuatriðum þess flokks er að hlynna að kaupmönn- um og gæta hagsmuna þeirra, en hatast við samvinnumenn og um- bótastarf þeirra. Framsóknarflokkurinn er aftur á móti oft kenndur við samvinnu- stefnuna, þar sem það hefir orðið hlutskipti hans að hafa með hönd- um sókn og vörn í samvinnumál- unum. Hefði þess flokks ekki not- ið við í löggjafarstarfinu, væru kaupfélögin nú í mikilvægum at- riðum réttlaus að lögum, og myndu foringjar íhaldsins óspart hafa fært sér þá aðstöðu í nyt kaupmönnum til framdráttar en kaupfélögunum til tjóns. Um það getur enginn efazt í alvöru. Fjandskapur íhaldsins hefir fyr og síðar komið berlega í ljós gagnvart kaupfélögunum og öllu starfi samvinnumanna. Svo langt hefir óvildin til kaupfélaganna gengið í blöðum ihaldsins, að þau hafa kveðið skýrt að' orði með það, að kaupfélögin væru blátt á- fram illgresi í akri þjóðlífsins, sem væri að kæfa allan heilbrigð- an gróður. Kunnugt er og um það, að íhaldð í Reykjavík hefir reynt að koma á samtökum um, að hætt yrði að kaupa framleiðslu sam- vinnubænda. íhaldsmenn eru auð- vitað frjálsir að skoðunum sínum og framferði gagnvart samvinnu- félögunum, en um það verður ekki deilt, að samkeppnismenn- irnir,, sem mestu ráða í íhalds- flokknum, eru fullir af illsku og hatri til félaganna og vilja vinna þeim alt það mein, er þeir megna. Er það í fullu samræmi við þá lífsskoðun þeirra, sem studd er af þröngsýnni eigingirni og sjálfshagnaðarhvötum, að blind og skefjalaus samkeppni sé heppi- legust til úrlausna á öllum svið- um. Stingur þessi lífsskoðun al- gerlega i stúf við skoðanir sam- vinnumanna í þjóðfélagsmálum, og þarf því engin að kippa sér upp við það, þó að árekstur verði milii þessara tveggja stefna: sam- keppnis- og samvinnustefnuimar. En það er annað mikið undrun- arefni,. sem komið hefir fram á síðustu tímum í þessu falli. For- kólfarnir í flokksnefnu þeirri, er kennir sig við bændur, vilja láta telja sig með beztu samvinnu- mönnum landsins. Þeir gefa út sict eigið málgagn, þó lítið sé og ómerkilegt, og í hvert sinn, er það kemur út, auglýsir það sig sérstaklega sem »samvinnublað« og vill auðsýnilega með því gefa til kynna,, að það og flokkurinn, er að því stendur, sé í brjóstfylk- ingu samvinnumálanna á landi hér. Að óreyndu væri auðvitað ekkert annað en gott um þetta að segja. En hvað verður uppi á ten- ingnum, þegar betur er að gætt og málið skoðað niður í kjölinn? Fyrst verður þá fyrir þessi spurning: Á hvern hátt hyggjast þeir Þorsteinn Briem, Jón í Stóra- dal, Hannes frá Hvammstanga og nánustu aftaníhnýtingar þeirra að vinna að framgangi og þróun samvinnustefnunnar og eflingu kaupfélaganna hér á landi? alþm. hefir ritað grein i danska blaðið »Berlingske Tidende« um sambúð Dana og íslendinga. Grein J. J. er að nokkru leyti svar við grein, er birtist í »Poli- tiken* skömmu eftir andlát Tryggva þórhallssonar, þar sem sveigt var ósmekklega og alveg að óverðskulduðu að minningu hins mæta merkismanns. Um þessi atriði farast J. J. meðal annars svo orð í islenzkri þýð- ingu: »Eg vil nefna dæmi úr danskri blaðamennsku frá seinni árum til að sýna hve óheppilegar af- leiðingar geta orðið fyrir dönsk blöð af þessari vantandi þekk- ingu á íslenzku máli og staðhátt- um einmitt í sambandi við þá litlu vitneskju, sem blöðin flytja annars frá fslandi. Árið 1930 sim- ar blaðamaður trá einu stærsta blaði Kaupmannahafnar til blaðs síns um þúsund ára afmælishá- tíð íslendinga, að hún sé hreinn og beinn óskapnaður, ölUhátíð- arhöldin hafi misheppnast, gest- irnir streymt burt frá Pingvöll- um eins og flóttamenn í styrjöld. Og nú i sumar ritar sami blaða- maðurinn dánarminningu um einn þekktasta stjórnmálamann íslendinga á þessari öld, þann mann, sem vegna stöðu sinnar bar höfuðábyrgðina vegna lands sins á Alþingishátíðarhöldunum 1930. Fyrir utan annað, sem rangt er í dánartninningunni, gef- ur blaðamaðurinn i skyn, að for- Ætla þeir aö gera það á þann hátt að bindast samtökum við þá menn, sem fyrr og síðar hafa sýnt það og sannað, að þeir unna sam- vinnustefnunni og eru tryggir fylgismenn hennar? Það er nú eitthvað annað. For- ingjar »Bændaflokksins« ætla svo sem ekki að binda trúss með þeim flokki, sem fyrir löngu er viður- kenndur samvinnuflokkur af öll- um almenningi. Þvert á móti. Þeir ætla að hallast til samvdnnu við þá menn,, sem kunnir eru að fjandskap við allt, er nefnist sam- vinna og kaupfélög. Svo óðfúsir eru forystumenn þeirrar flokks- ómyndar, er sérstaklega þykist bera kaupfélögin fyrir brjósti og auglýsir blað sitt sem sérstakt samvinnumálgagn, til pólitískrar sængurfarar með opinberum ó- vinum samvinnustefnunnar, að þeir gerðu kröfu til þess, að Magnús Torfason yrði úrskurðað- ur þingrækur fyrir það eitt,, að vilja ekki þýðast hvílurúmið með íhaldiiiu. Um samruna Bændaflokksins við íhaldið liggur nú fyrir allgóð heimild frá þeim aðila,, er hér má gerzt um vita, en það er sjálft aðalmálgagn íhaldsflokksins. í forystugrein kemst Morgunblaðið meðal annars svo að orði 18. þ. m.: , » ... Bændaflokkurinn á fram- tíð sína mjög undir því, að sam- vinna takist með honum og Sjálf- stæðisflokknum. sætisráðherrann og frú hans hafi við þetta tækifæri ekki staðið í stöðu sinni svo, sem gestirnir hafi mátt vænta. Að lokum gerir blaðamaðurinn gys að því, að hinn dáni stjórnmálamaður hafi talað af eldmóði um ísl. klett- ana og fjöllin I Athugum nú sannleiksgildið í frásögn þessa blaðamanns og tökum þá fyrst Alþingishátíðina og flóttamennina. Móti staðhæf- ingu þessa eina manns stendur dómur 30—40 þúsund manna, sem taka þátt í hátiðinni, og við- urkenndu, að hátíðin væri í huga þeirra glæsileg endurminning og mikill sigur fyrir þá, sem höfðu Á fundum þeim, sem haldnir voru úti um land í sumar, kom allsstaðar í ljós, að flokksmenn beggja þessara flokka töldu nauð- syn bera til þess, að samvinna tækist. Það virðist því liggja fyr- ir nú, aö forystumenn Sjálfstæð- is- og Bændaíiokksins komi sér saman um drög að málefnasamn- ingi, sem flokkarnir standi saman um í framtíðinni. Svo að endanlega yrði gengið frá samningum þessum yrði auð- vitað að boða til landsfunda beggja þessara flokka, sem haldn- ir yrðu samtímis á komandi vetri«. Með þessu hefir íhaldið svift grímunni af Bændaflokknum og boðað samruna hans við sig á landsfundum, sem haldast eiga í vetur. úr þessu fer því að verða þýð- ingarlaust fyrir einkafyrirtækið að þræta fyrir þaö að Bænda- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn séu eitt og hið sama. En alveg hlýtur það að vera sérstök tegund samvinnumanna, sem kýs sér til fylgilags verstu óvini samvinnustefnunnar, eins og áhrifamenn íhaldsins óneitanlega eru. Engir sannir kaupfélagsmenn geta trúað slíkum foringjum, sem svo fara að ráði sínu, fyrir málum sínum. Varizt þá. undirbúið og stýrt þessum mann- fagnaði. Og um framkomu og stjórn þess manns, sem þá var forsætisráðherra, á hátiðarhöld- unum, eru til lýsingar á flestum tungumálum Evrópu frá öðrum gestum, frá mönnum, sem að andlegum hæfileikum og menn- ingu stóðu hærra en sá blaða- maður, sem hér er um að ræða, og þar sem sá dómur er hik- laust felldur, að forstaða hátíð- arinnar haíi í alla staði verið eins og vera bar«. Fess skal getið, að hinir nýju »vinir« Tryggva Þórhallssonar gerðu enga tilraun í þá átt að verja minningu hans fyrir þess- ari óverðskulduðu árás danska blaðamannsins. Saumavélar. Höfum nú hinar viðurkenndu Husqvarna og Juno saumavélar, handsnúnar og fótvélar af mörgum gerðum. __ Kaupfélag Eyfirðinga. jgjfrai Járn- og glervörudeildin. Jónas Jónsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.