Dagur - 21.11.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 21.11.1935, Blaðsíða 2
198 DAGUR 47. tbl. Breytfng á lögum um Kreppulánasjóð Þingmenn Eyfirðinga, þeir Bemharð Stefánsson og Einar Árnason, bera fram á Alþingi frv. til laga um breytingu á lög- um nr. 78, 19. júní 1983, um Kreppulánasjóð. Þar sem telja má víst, að marg- ir bændur hafi áhuga fyrir þessu máli, skal frumvarpið birt hér á eftir, ásamt greinargerðinni: 1. gr. Aftan við 15. gr. laganna bæt- ist: Heimilt skal þó stjórn Kreppu- lánasjóðs, með samþykki land- búnaðarráðherra, að verja allt að 250000 kr. af reiðufé sjóðsins og allt að 500000 kr. í skuldabréfum Kreppulánasjóðs, sem afgangs verða, þegar lánveitingum er lok- ið úr sjóðnum, til greiðslu hluta af þeim kröfum, sem lánsstofn- anir eða einstakir menn eignast á ábyrgðarmenn lántakenda úr Kreppulánasjóði, vegna þess að kröfurnar fást ekki greiddar að fullu úr sjóðnum, gegn því, að að minnsta kosti jafnhá upphæð af ábyrgðarkröfunum sé látin niður falla. Framlag þetta skal greitt að */3 hluta í peningum og að 2/3 hlutum i skuldabréfum Kreppulánasjóðs. 2. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 22 9. jan. 1935, um breyting á lögum nr. 78 19. júní 1933, um Kreppulánasjóð. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og ná ákvæði þeirra jafnt til þeirra krafna, sem til eru orðnar fyrir gildistöku laganna, og þeirra, er síðar kunna að verða til. Greinarger ð. Enn er ekki að fullu lokið lán- veitingum úr Iíreppulánasjóði, og verður því ekki sagt með fullri vissu, hvað háar upphæðir falla alls á ábyrgðarmenn lántakenda í sjóðnum. Þó er þegar víst, að sú upphæð verður nokkuð yfir 2 mil- jónir króna. Margir þessara á- byrgðarmanna munu ekki vera af- lögufærir og hætta á, að þeir komist í greiðsluþrot, ef að þeim er gengið. Ákvæði kreppulána- sjóðslaganna um það, að skulda- skilasamningur haggi - ekki á- byrgðum, þykja mörgum hörð og ósanngjörn í garð ábyrgðar- manna, þar sem þeir hafa yfir- leitt ekki verið kvaddir til samn- inganna, og því sé, einnig af þeirri ástæðu, rétt að létta byrðar þeirra, Fjöldi lántakenda í Kreppulánasjóði telur það sið- ferðisskyldu sína að láta ábyrgð- armennina ekki tapa á sér, og reyna því til lengstra laga að standa sjálfir straum af þeim upphæðum, sem á ábyrgðarmenn þeirra hafa fallið í orði kveðnu, en við það verða »eftirgjafir«: þær, sem ákveðnar eru í skulda- samningunum, þýðingarlausar og koma ekki að notum. Síðasta Alþingi (1934) viður- kenndi, að þörf væri á, að ríkið veitti hjálp í þessu efni og heim- ilaði því að verja 250 þús. kr. af reiðufé Kreppulánasjóðs til að greiða hluta af ábyrgðarkröfun- um, gegn eftirgjöfum frá kröfu- höfum. Lög þessi (nr. 22 9. jan. 1935) eru að vísu ekki komin til verulegra framkvæmda ennþá, en þó er bersýnilegt, að í þeim felst alveg ófullnægjandi hjálp. Fram- lag Kreppulánasjóðs verður sam- kvæmt þeim lítið yfir 10% af á- byrgðarkröfunum, og er engin von til þess, að lánsstofnanir og aðrir kröfuhafar gefi svo mikiö eftir, að afgangurinn verði ekki samt sem áður of þung byrði fyr- ir ábyrgðarmennina (eða lántak- endur sjálfa). í þessu frv. er því lagt til að þrefalda þetta framlag, og verði aukningin greidd í skuldabréfum Kreppulánasjóðs. Ennfremur að það skilyrði verði sett fyrir fram- lági, aö kröfuhafi gefi. að minnsta kosti jafnháa upphæð eftir og framlaginu nemur. Mundi þá láta nærri, að ábyrgðarkröfurnar, þær sem til greina koma, gætu skipzt í 3 nokkurriveginn jafna hluta: einn greiddist með framlaginu, annan gæfi lánsstofnun eða kröfuhafi eftir, og þann þriðja greiddu svo ábyrgðannenn. Mundi þessi tilhögun án efa þykja sann- gjörn og flestum verða kleift að standast greiðslur samkvæmt henni. Það mundi að sjálfsögðu koma á ríkissjóð á sínum tíma að inn- leysa þá þt millj. kr., sem frv. gerir ráð fyrir, að lögð verði fram í kreppubréfum, en þar sem útgjöld af því dreifðust niður á 40 ár, virðist það ekki mjög til- finnanleg byrði fyrir ríkissjóð. Nýtt samkomuhús. Fyrsta vetrardag sl. komu ung- mennafélagar í Saurbæjarhreppi saman í Saurbæ ásamt fleiri hi-eppsbúum og nokkrum boðs- gestum, til þess að vígja nýbyggt samkomuhús Ungmennafélags Saurbæjarhrepps (U. M. F. S.). Kl. 10 um kvöldið settust menn að kaffidrykkju í húsinu. Sam- komuna setti formaðui- Ung- mennafélagsins, Daníel Pálmason. Undir borðum skemmtu menn sér við ræðuhöld og söng. Að því loknu var stiginn dans fram und- ir morgun. , Húsið byggði byggingameistari Eyþór Tómasson. Er það að stærð 16,7X7.7 m., tvöfaldir steinvegg- ir með torfi á milli. Leiksvið er í húsinu. Ennfremur verður út- búin stofa og lítið eldhús í öðrum enda þess, þegar fjárhagur leyfir. Mestöll vinna við húsið er gjafavinna ungmennafélaga og fleiri manna. • • ♦ #-# Békafregn Margit Eavn: Sunnevurn- ar þrjár. Helgi Valtýsson íslenzkaði. Útgefandi Þor- steinn M. Jónsson. Alcur- eyri MCMXXXV. Sagan er norsk og talin að hafa verið vinsæi í heimalandi sínu. Hún segir frá þremur ungmeyj- um, sem allar hétu sama nafni. Þær koma í heimsókn til móður- systur sinnar, aldraðrar og efn- aðrar ekkju, sem býr á óðali sínu, V engi. Ein Sunnevan er úr sveit, önn- ur frá Oslo, þriðja frá hafinu, hefir alizt upp í siglingum meö föður sínum. Þessi þrjú englabörn eru hvert um sig fulltrúar þeirra stétta og stöðu, er þau eru komin af. Þau starfa, hugsa og tala í sam- ræmi við sitt uppeldi, en ekki æ- tíð eftir viðteknum reglum, hvorki málfræðilegum eða öðrum. Þegar þau lýsa einhverju, er það oftast »agalegt; stundum »sætt« og í einstökum tilfellum »huggulegt«. Borgarmeyjan á ýmislegt fag- urt og girnilegt í fórum sínum: »Grisjulétt creations frá Poulsson og Silkibúðinni, og óteljandi skrautskó frá Bally — úr cheve- raux, lakkskinni og brókade«, enda liggur við að Sunnevu úr sveitinni fallist hugur við að heyra og sjá frænku sína úr borg'- inni, en svo kemur Sunneva frá hafinu, og þá kemur skrið á at- burði sögunnar. Útlend orð, er fyrir koma í bók- inni, hefði cflaust mátt skera nið- ur í íslenzku þýðingunni, þau geta tæplega talizt nauðsynleg. Að öðru leyti er frásagnarblær sög- unnar lipur og hún geymir ekkert grugg á botninum, og menn munu lesa hana sér til skemmtunar. F. H. B. Rafveíla Akureyrar. Eins og kunnugt er, var nýlega gerö breyting á innheimtu- og reikningskerfi rafveitunnar, reikningskerfinu breytt þanmg, að allir viðskiptamenn eru færðir í höfuðbók, og í stað þess, að af- -#-#-# -# ## ■# # #-#--#- lesararnir færðu inn í aflestrar- bækurnar jafnoðum og þeir lásu af, þá er nú lesið af á sérstök spjöld og síðan fært af þeim inn í 'aflestrarbækurnar. Þetta hvort- tveggja hefir í för með sér mjög mikla vinnu, og það verður ekki séð, hvað viðvíkur spjaldafyrir- komulaginu, að það sé neitt til bóta. Fyrst farið var að breyta til, átti að gera þær breytingar, er hvorttveggja í senn hefðu gert innheimtuna og reikningshaldið kostnaðarminna og þá jafnframt að tryggja rafveitunni betur en áður var, að rafgjöldin innheimt- ust. Sú leið, er fara þarf í þessu máli, er að húseigendur einir beri ábyrgð á rafgjöldunum á sama hátt og á sér stað með vatnsskatt- inn, sótaragjöldin og lóðaleigurn- ar, og ættu rafgjöldin að vera tryggð með íorgangskröfu í hús- eignunum, eins og þessi gjöld. Með þessu fyrirkomulagi mætti komast af með þrjá aflestra, 2. janúar, 1. maí og 1. september.. Þetta mundi hafa þá kosti í för með sér, að innheimta og reikn- ingshald yrði margfalt ódýrara en það nú er, og öll rafgjöldin mundu greiðast, þar sem þau væru tryggð með forgangskröfum í húseignum. Réttast væri að hafa gjalddaga rafgjaldanna 1. febrú- ar, 1. júní og 1. október ár hvert og beita þá hiklaust kröfuréttl rafveitunnar á húseignir, ef þörf gerðist, en fella niður, eða að minnsta kosti beita ekki þeim á- kvæðum að taka rafstauminn af fólki. X. Tungwniálakennsla útvarpsins hefst 9. desember n. k. Eru nýkomnai kennslubækui- í íslenzku, ensku, dönsku og þýzku, snidnar fyrir kennslu þessa og' eru þær til sölu á póstafgreiðslu- stöðvunum. Verð þeirra í bandi er sem hér segir: í íslenzku kr. 4.50, ensku kr. 4.50, þýzku kr. 8.00 og dönsku kr. 2.60. Er þessi kennsla sérstaklega hentug því sveitafólki, sem útvarp hefir, en á erfitt með að afla sér kennslu kostnað- arins vegna. »Flúóir<t. heitir nýútkomin' kvæðabók, eftir Jón Magnússon, skáld. Áður er komið út eftir sama höfund »Bláskóg- ar« og »Hjarðir«. Avextir niðursoðnir Og nýir. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvorudeildin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.