Dagur - 28.12.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 28.12.1935, Blaðsíða 2
220 DAGUR 52. tbl. Farsæld oj hagsæld. Það mætti víst margt segja um þessar frænkur, því margur hefir litið til þeirra hýru auga um dagana og það ekki sefinlega orðið æfintýralaust. Það er víst óhætt að fullyrða það, að allir þrái sína eigin far- sæld, og margur — því er betur — bæði sína og annarra. En mjög hefir verið ög er enn misjöfn aðferðin, sem menn beita til þess að höndla þessi hnoss, enda hafa oft orðið mistök á þessu, og margur í stað farsældar hreppt ófarsæld, sem allir þó, að sjálf- sögðu, vilja forðast, sem heitan eld. En þar sem allir berjast um þetta sama, leiðir af sjálfu sér að ekki muni allir geta orðið fylli- lega sjálfráðir í þessari baráttu, af því aðstaða og kringumstæður eru svo misjafnar. Enda sýnir sagan það á eigi svo fáum blað- síðum, að einn maður hefir stund- um hrifsað farsældina frá heilli þjóð, og jafnvel þjóðum, og samt sem áður ekki getað höndlað hana sjálfur. Og það eru þó nokk- uð hrottaleg mistök. Þegar svona tekst til, er far- sældarinnar, undantekningarlaust, leitað í gegnum hagsældina, og trúin sú, að því meir, sem náist í peninga og völd, því meiri og tiyggari verði farsældin. En þetta er afar hæpin skoðun, því allir þeir, sem beita þessari að- ferð, afvegaleiðast meira og minna. Þeir safna auði og krækja í völd, þar til þeir fá við hvorugt ráðið. Og þegar svo er komið, hörfar hin sanna farsæld burtu, en ófarsældin streymir hvaða- næfa í hið auða rúm og fyllir það. Þar sem svona er barizt, til að ná í farsældina, verða mistökin svo átakanleg, að öllum góðum mönnum ganga þau til hjarta, og afleiðingarnar svo ægilegar, að seint eða aldrei verður úr bætt, því ávallt liggur eftir á vígvelli þeim fjöldi manns, allslaus og ör- eiga, sem ekkert liggur fyrir ann- að en hungurdauði, nema sönnum mannvinum heppnist að koma til hjálpar í tæka tíð. Þetta á að vísu aðallega heima hjá hinum stærri þjóðum heims- ins, þó finnst mér líka tekið að bóla á því hér á landi, að menn séu famir að leita sinnar farsæld- ar gegnum öfgakennda hagsæld. En ég hygg, að það geti aldrei orðið réttur lykill að sannri far- sæld. En hvar er hann þá að finna? munu ýmsir spyrja. Að mínu áliti finnst hann ekki, nema menn geti samhliða far- sældinni öðlazt r ó s e m i og á n æ g j u, en auður, upphef ð og iðjuleysi eru ekki hinar sönnu lífslindir þeirra systra. Tvö eru þau öfl, og bæði ná- skyld, sem mér finnst bezt geta stutt að sannri farsæld mann- anna, og öfl þessi eru ást og v e 1 v i 1 d. Flestir vita það og viðurkenna, að ást milli karls og konu, sönn og einlæg hjónaást, skapi himin- sæla farsæld. Sama er um einlæga og vakandi velvild til meðbræðr- anna, að hún skapar sælu á báða bóga. Sá, sem elskar konuna sína eins og vera ber, verður sjálfur sæll af sambúðinni við hana. Hann keppist líka við, á allar lundir, að gera hana sæla. Hann elskar bömin sín, og kappkostar eftir megni, að gera þau sæl, bæði í viðbúðinni við foreldrana og í sannri menningu, og þá um leið skapast honum gott og fagurt heimilislíf sem er fyrsta og æðsta skilyrði fyrir því, að hann öðlist rósemi og ánægju. Sá, sem sýnir öðrum út í frá sanna velvild, á- vinnur sér velvild þeirra á móti, en allir vita, hve dýrmætt það er að hafa mannalán, enda reyn- ist það drýgra til hagsældar en peningar. Þannig er heimilisástin, átthagaástin og ættjarðarástin sterkasta aflið til þess að skapa mönnunum sanna farsæld. Sá, sem ann fjölskyldunni sinni og jörðinni, sem hann býr á, kærir sig ekki um að hafa bústaða- skipti, heldur unir kyrr á sama stað og reynir að gera þar sem byggilegast og lífvænlegast, og eflir á þann hátt farsæld sína og sinna. Og þó menn séu hjú ann- arra og eigi enga fjölskyldu, ef þeir aðeins unna húsbændum sín- um og blettinum, sem þeir dvelja á, þá langar hina sömu ekki til að breyta um verustaði árlega, heldur una rólegir á sama stað, og geta þá óslitið stundað sinn hag og sinna húsbænda, og þá um leið eflt sína og þeirra far- sæld. Sá, sem ann sveitinni sinni, sem hann býr í, eða dvelur í, læt- ur sér þá um leið annt um heiður hennar og hamingju, hann leitast við, á allar lundir, að verða henni að gagni, bæði með ráðum og dáð, og að hrynda framfarafyrirtækj- um hennar áfram og styðja þau af alefli. Og eigi sveitin marga slíka meðlimi, mun eigi líða á löngu að hún komist i tölu góð- sveitanna og verði viðurkennd og virt af héraðsbúum, og lands- mönnum yfir höfuð. Ást einstak- linganna á sveitinni verður henni þannig til farsældar og hagsæld- ar í senn, og má þá vel við una. Sá, sem elskar ættjörðina sína, landið sitt, vill ekki vamm þess vita, ekki fáfræði, örbirgð, ánauð, kúgun né kröm, heldur gerir hann allt, sem í hans valdi stendur, til þess að landið megi auðgast að þekkingu, frelsi, dáð og dreng- lund. Þá um leið langar þann hinn sama ekki til að yfirgefa ættjörð sína og leita til annarra landa, þvi ættjarðarástin bindur hann traustum og mjúkum bönd- um við hans eigið land, og gerir honum Ijúft og létt að þola með því súrt og sætt. Og eigi landið marga slíka ættjarðarvini, þarf það naumast að kvíða fyrir auðn né örbirgð, deyfð né dáðleysi. En nú munu máske einhverjir segja, að þetta geti ekki sannazt á land- inu okkar, islandi, það megni ekki að farsæla niðja sína, og geymi heldur ekki hagsældina í skauti sínu. En þá vil ég benda hinum sömu á þessar hendingar, eftir góðskáldið okkar Jónas Hall- grímsson: »ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir...« Hér nefnir Jónas landið okkar farsældar land og móður hagsæld- anna, og mundi hann naumast gera það, ef hann teldi það ekki algildan sannleika. Enda er reynslan búin að færa okkur heim sanninn um það, að þetta sé ckk- ert hégómamál, þrátt fyrir það þótt náttúruöflin séu hér stund- um nokkuð fasmikil og hörð I horn að taka, og menn hafi flutt héðan, suma tíma, í stórum stíl til annarrar heimsálfu. Landið hefir þó, enn þann dag í dag, sigrazt á þessu öfugstreymi og ótryggð, og einatt flutt íbúum sínum hagsæld og farsæld úr skauti sínu og það í jafn fullum mæli og fögrum búningi og sum nágrannalöndin sínum íbúum. Enda hefir þetta land, bæði fyrr og síðar, átt marga sanna og trygga föðurlandsvini, sem hafa unnað því af alhug og barizt fyr- ir það djarft og örugglega, til sinnar hinstu stundar. En það hefir samt aldrei átt þá nógu marga, því hefði svo verið, hefðu sár þess verið færri og framfarir þess meiri og farsæld þess full- komnari. Því eins og auðurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal, svo er og á s t i n og v e 1 v i 1 d- i n þau öfl, sem farsældina skapa, og flytja oss hagsældina, bæði úr skauti ættjarðarinnar og um- heimsins. Elskum því af hjai-ta landið okkar, sveitir þess og heimili, elskum líka hver annan og stundum annara hag jafnt okk- ar eigin hag. Þá mun okkur aldrei langa í þras né illindi, heldur lifa í sátt og einingu, og launin verða þau, að farsældin tekur sér fastan bústað hjá hverjum og ein- um og h a g s æ 1 d i n verður allt- af heimilisprýðin. Guðlaugur í Fremstafelli. Þinc/lausnir fóru fram á mánudaginn var. Varðskipið Ægir kom með norðan- þingmenn til Akureyrar á aðfangadag jóla. E i ð a s k ó I i. Nýlega er komin út skýrsla um alþýðuskólann á Eiðum fyrir árin 1933—34 og 1934—35. Sýna skýrslur þessar að skólanum farn- ast vel undir stjórn hins ágæta skólastjóra Jakobs Kristinssonar. Hefir skólinn verið fullskipaður hæöi þessi ár. Kennslukrafta hef- ir skóJmn haft góða, og er þar kennt jöfnum höndum bókleg og verkleg fræði. Byrjað er á skrif- legum prófum í skólanum, og get- ur skólastjóri þess, að bæði kenn- arar og nemendur hafi verið sam- mála um það, að þær breytingar sóu ótvírætt til bóta. í sambandi við 50 ára afmæli skólans hefir Norður-Múlasýsla gefið kr. 500.00, sem verðlaun, er afhent séu, kr. 100.00 á ári næstu fimm ár, þeim nemanda, er tekið hefir mestum framförum við námið á skólaárinu, að dórni kennara skólans. Fyrra skólaárið hlaut Stefán Einarsson þessi verðlaun, en síðara árið Guðrún Bjarnadóttir, Borgarfirði eystra. Síðastliðinn vetur vai- á ný stofnað matarfélag við Eiðaskóla. Ráðskona var frú Hulda Magnús- dóttir frá Hjartarstöðum. Varð fæðiskostnaður lægri en áður hef- ir þekkst í sögu Eiðaskóla, eða kr. 1.35 á dag fyrir pilta og kr. 1.25 á dag fyrir stúlkur. Þakkar skóla- stjóri það mest ráðskonu skólans og formanni matarfélagsins. Ste- fóni Einarssyni. Nú í sumar hefir verið unnið að rafvirkjun á Eiðum. Hefir Eiðavatn verið stíflað og hækkað, og rafstöð verið byggð við af- rennsli þess — Fiskilækinn — niður við Lagarfljót. Þegar búið verður að hita og lýsa Eiðaskóla með rafmagni, stendur hann jafn- fætis að ytra útbúnaði þeim skól- um, sem standa á heitum stöðum. Má því vænta þess, að hann verði í framtíðinni, eins og hingað til, til menningar og blessunar fyrir austfirzka æsku. E i r í k u r S i g u r ð s s o n. Skugga-Sveinn verður sýndur næstk. sunnudag' (29. desember) í SÍÐASTA sinn. — Leikurinn fórst fyrir vegna illviðris, síðast er átti að sýna hann. Sjafnarvörur. Handsápa, Sólsápa, Stangasápa, Krystalssápa. Gólfáburður, Skóáburður, Tannkrem, Næturkrem, Dagkrem o. fl. _ i SJAFNARV0RUR 3 SnilMMillllMIMIIHi8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.