Dagur - 16.01.1936, Page 2

Dagur - 16.01.1936, Page 2
10 DXjGrUR 3. tbl. Ueðíerðin á kreppulánunum. Kajli úr eldhúsdagsrœðu Jónasar fónssonar alþm. Jón í Stóradal og Þorsteinn Briem sviku Framsóknarflokkinn í tryggö- um á meðan verið var að vinna -að þessu máli (Kreppulánasjóðnum). Þeir felldu tillögu Steingríms á Hól- um og Ingólfs í Fjósatungu um að tryggja bændum reiðufé, eins og við Framsóknarflokksmenn vildum leggja sjóðnum. Lið einkafyrirtæk- isins vildi þá ekki fá þessa peninga, en stóð síðan félaust uppi, og AI- þingi varð í fyrra að Ieggja fram 250 þús. og nú 500 þús. til að hjálpa bændum út úr ábyrgðar- flækjunum. En ekkert af þessari augijósu nauðsyn sá hv. 10. lands- kjörinn. En þessir menn vildu verzla fyrir sig. Jón í Stóradál hefir haft 14 þús. kr. laun fyrir sig og notað tímann aðallega til »agitationa« fyr- ir íhald sitt. Pétur Magnússon hefir haft jafnmikið og Jón. Og nú þegar er Pétur Magnússon búinn að lána út úr sjóðnum, eins og ég mun gefa dæmi um. — Þessi sjóður er þannig rekinn af þessum tveim mönnum, að það er mál manna, að ekki þekkist meira ranglæti en útlán hans. Jón í Stóradal hefir notað sjóðinn til framdráttar þessari uppreisnar- hreyfingu sinni. Ég ætla að lesa hér dæmi upp úr skýrslu, sem liggur fyrir frá sjóðn- um, um það, hvernig Pétur Magn- ússon lánaði út úr sjóðnum til bænda á Rangárvöllum, eins og Jón i Stóradal lánaði bændum í Húna- vatnssýslu. Pétur lánaði íhalds- bónda, sem er á skrá nr. 42 (þess- ir menn eru númeraðir eins og fangar í myrkrastofum) upp á 4390 kr., en veðið er 1823 kr. — Fínt að vera íhaldsmaður á Rangárvöllum og láta Pétur Magnússon Iána sér út á lítil veð. — Þá kem ég að öðr- um, sem er Framsóknarflokksmað- ur. Hans upphæð er lítil, 1200 kr. Fyrir láninu er tekið veð í lausafé 1248 kr. og húsaveð 2090 kr., alls er veðið 3338 kr. Þá kem ég að íhaldsmanni í miðri Rangárvallasýslu, kosningasmala Péturs Magnússonar. Hann er skráður nr. 5 með 10770 kr. lán, en veðið er 8485 kr., auk sjálfskuldar- ábyrgðar eins manns. Þannig má nefna dæmi í tugatali, af því, sem upp hefir komizt um lánastarfsemi Kreppulánasjóðs, sérstaklega 1 Rangárvallasýslu og Austur-Húna- vatnssýslu. Nú ætla ég að minnast á tvo af vinum og aðstandendum hv. 10. landsk., sem þekktir eru frá lands- málabaráttunni, þá Ólaf í Brautar- holti og Kolbein í Kollafirði. Kol- beinn er nr. 90. Veðið er þriðji veð- réttur í fasteign, sem er 16400 kr. að fasteignamati og 15 kýr. En á þessu veði hvíldu fyrir 17587 kr. Og svo lánar Kreppulánasjóður þessum vini ofan á toppveðsetningu 23 þús. 270 kr. ( Hvernig halda menn að Pétur Magnússon lögfræðilegur ráðunaut- ur bankans fari að fóðra þessi lán til vina sinna? Hann Iætur þá skuldugu gera með sér bræðralag og meta hver hjá öðrum. Á þann hátt hækkar jörð Kolbeins úr rúm- lega 17 þús. kr. upp í rúmlega 54 þús. kr., en héraðsnefndin hefir metið endurbæturnar síðan mat fór fram, aðeins á 3000 kr. Hvað sýnist ykkur, góðir áheyrendur? Haldið þið að svona sé farið að af dreng- skaparmönnum, sem hafa milli handa annarra fé? Þá er næsta lán, hjá Ölafi mínum i Brautarholti. Það er 52450 kr. Það er tekið með veði í fasteign, sein er eftir síðasta fasteignamati 67600 kr., en á þessari eign hvíla fyrir 51422 kr. í stuttu máli, á fast- eign, sem er metin á 67000 kr., hvíla 51000 kr., og þar við er svo bætt 52450 kr. En til þess að rétt- læta þetta, þá lætur lögráðanautur nefndarinnar, Pétur Magnússon, gera endurmat, og þá er matið hækkað úr 67000 kr. upp í 138000 kr., en þær umbætur, sem gerðar höfðu verið á jörðinni, voru metnar á 12400 kr. Laugardaginn 28. des. s.l. héldu nokkrir gamlir og nýir nemendur og kennarar Iðnskóla Akureyrar kaffi- samsæti í Samkomuhúsi bæjarins, i tilefni af 30 ára starfsafmæli skól- ans. Var skemmtun þessi hin á- nægjulegasta og sátu til borðs á 3ja hundrað manns. Sigurbjörn Árnason, umsjónar- maður í skólanum, stýrði samsæt- inu. Gunnar Pálsson söng einsöng en kona hans, frú Else Pálsson, lék undir á slaghörpu. Sveinbjörn Jóns- son, formaður Iðnaðarmannafélags- ins, sagði sögu skólans í stórum dráttum og mælti fyrir minni fornra iðnaðarmanna. Jóhann Frímann, skólastjóri Iðnskólans, mælti fyrir minni skólanefnda skólans og fyrir minni skólanemenda. Karl Einars- son, húsgagnafóðrari, flutti ræðu fyrir minni skólakennaranna, en Konráð Vilhjálmsson kennari flutti afmæliskvæði, og var það prentað i síðasta tölublaði »Dags«. Guðjón Bernharðsson, formaður skóla- nefndar, þakkaði afmælisnefndinni og ræðumönnum. Hann las einnig heillaóskaskjal sem skólanum barst, skrautritað, frá núverandi nemend- um skólans, og heillaóskaskeyti sem bárust frá nokkrum félögum. Eftir kaffidrykkjuna var stiginn dans fram eftir nóttu. Það hefir verið hljótt um þessa litlu menntastofnun, sem þó hefir áreiðanlega haft sín álirif á mennt- Ég ætla í ofanálag á þessi dæmi frá Kolbeini í Kollafirði og vinum hans, að segja frá þriðja bóndan- um. Hann fær lán upp á 18000 kr., með 4. veðrétti í fasteign, sem er metin á 17700 kr., en á henni hvíla 19000 kr. En til þess að gera þetta allt saman inndælt, þá eru sömu menn fengnir til að meta þessa jörð, og þeir meta hana nú á 50000 kr. Allt er þetta gert til þess að lög- ráðunauturinn geti litið með ánægju yfir sitt réttláta dagsverk. Ég vii taka það fram, að þessir sömu herrar í Mosfellssveitinni hafa upp á síðkastið hlustað með vel- þóknun á hinar viturlegu tillögur Jóns í Stóradal, þar sem hann ráð- leggur mönnum að borga ekki kreppuskuldir, og einn af þessum fjármálamönnum hefir heimsótt nefnd á Alþingi í vetur og tilkynnt að búið sé að lána sér of mikið og nú vilji hann alls ekki borga. Jón i Stóradal er að reyna að kenna mönnum pretti. Þessir menn, sem hafa brotizt til valda í sjóðnum, segja nú, að ekki þurfi að borga og ekki sé rétt að borga kreppuskuldir. Og svo koma þessir sömu menn tll Alþingis og í blöðin og segja að það sé búið að lána svo mikið út á jarðir bænda, að þeir geti ekki stað- ið í skiluin. Svona er flokkur sá, sem var byggður upp utan um Kreppulánasjóðinn og aflað fylgis með tálvonuin um afurðasöluhjálp í Kreppulánasjóði. un og menningu iðnaðarmanna á Akureyri undanfarna áratugi. Ræða Sveinbjarnar Jónssonar varpaðí yfir skólahaldið nokkru ljósi, og fer hér á eftir: »Það var ekki nema eitt ár liðið frá stofnun Iðnaðarmannafélags Akureyrar, þegar forvígismenn þess félagsskapar sáu sér fært að stofn- setja kvöldskóla fyrir iðnnema og iðnaðarmenn í bænum. Sjálft »frækornið« til skólastofn- unarinnar er það, að þeir tveir al- kunnu heiðursmenn þessa bæjarfé- lags, Jón Guðmundsson, fæddur í Þingeyjarsýslu, og Oddur Björns- son, fæddúr í Húnaþingi, höfðu dvalið í Danmörku fyrir og um síð- ustu aldamót og kynnzt þar iðn- fræðilegum kvöldskólum. Þegar jþeir svo komu hingað til Akureyrar, sáu þeir að við urðum einnig að hefjast handa á þessu sviði. Jón byrjaði á því að hafa teikniskóla upp á eigin reikning tvo vetur í röð. En svo hóf Iðnaðarmannafé- lagið starfsemi sína og má óhætt fullyrða að þessir tveir menn, Jón og Oddur, hafi verið aðalhvatamenn að stofnun skólans, þó auðvitað margir fleiri mætir menn ynnu þar að. Oddur var fyrsti skólanefndar- formaður, samtímis því sein hann var formaður Iðnaðarmannafélags- ins lengi fyrst. En fyrstu kennarar voru: séra Jónas á Hrafnagili í ís- lenzku og dönsku, Páll Árdal skálct í fríhendisteikningu, Hannes Ó. Bergland í reikningi og bókfærsiu og Jón Guðmundsson í fagteikn- ingu. Það er á fundi félagsins 3. apríl 1905, að fyrst er talað um aö stofn- setja iðnskóla og samþykkt að sækja um styrk til Alþingis í því skynL Þetta sama ár fékk félagið bréf frá bæjarstjórn Akureyrar, þess efn- is, að hún sé fús til að lána félaginu endurgjaldslaust húsnæði handa skólanum. Og skólinn tók til starfa í gamla barnaskólahúsinu í nóvem- ber 1905. i bókum Iðnaðarmannafélagsins er ekki margt skráð um skóiahaldið og lítur út fyrir að það hafi runnið áfram í rö og næði undir hand- leiðslu forystumannanna. Það ber þó brátt á því, að nemendur sæki skólann slælega. Var rætt um það sem vandamál á fundi 12. febrúar 1906. Guðmundur Hannesson, sem þá var hér héraðslæknir og aukafé- lagi í Iðnaðarmannafél., ber þá fram tillögu um það, að náð verði tali af öllum þeim, sem sótt hafi um inntöku í skólann og þeir látnir skýra frá ástæðum fyrir því, að þeir sæki ekki skólann. Ekki er hægt að sjá hvern árangur þetta hefir borið. Árið 1908 ér ekkert ininnzt á skólann í bókum félagsins. Samt er til skólaskýrsla undurskrifuð að sr. Jónasi fyrir skólaárið 1908—09 og ber hún með sér, að nemendur hafa verið 30 í skólanum. Á annari skýrslu séra Jónasar sést að árið áður hafa þeir verið nokkru fleiri. | /Vppelsínur 20 au ra 15 aura FÓSt i Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. 30 ára afmæli Iðnskóla Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.