Dagur - 06.02.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 06.02.1936, Blaðsíða 2
22 DXjGrTTB 6, tbl. M ú t u m á 1 i ð. Hin svokallaða „skýcslaM lorsífór anna er ekki annað en varnar grein fyrir mútugreiöslu. Sjálfan samninoinn við Gismondi birta peir ekki I síðasta blaði var gerð nokkur grein fyrir 330 þús. kr. greiðslu for- stjóra Fiskisamlagsins til ítalska fiskkaupmannsins Gismondi. Þessi greiðsla fór fram snemma á árinu 1933. Skal hér enn gerð nokkru fyllri grein fyrir þessu máli. Forsaga málsins er í .stórum drátt- um sem hér segir: Árið 1931 keypti Gismondi mikið af fiskframleiðslu íslands. Næsta sumar þar á eftir stofnar Kveldúlf- ur og Alliance til samtaka sinna og reyna að kúga alla fiskframleiðend- ur inn í þau. Takmark félaganna var að verða einráð yfir allri salt- fiskssölu út úr landinu- Þetta tókst um leið og Ólafur Thors fékk að skjótast upp í ráðherrastól og sitja þar í fáeinar vikur fyrri hluta vetr- ar 1932. Þá notaði hann tækifærið til þess að gefa út bráðabirgðalög um útflutning á fiski með það fyrir augum að láta Kveldúlf fá einka- sölu á þessari vöru. Kom sú einka- söluhugmynd og framkvæmd henn- ar úr allra hörðustu átt, því eins og kunnugt er, hefir Ólafur Thors og fylgdarlið hans jafnan tjáð sig fjandsamlegan hverskonar einkasöl- um í hvaða mynd sem væri. Allt átti að vera svo ósköp frjálst og óbund- ið, var jafnan viðkvæði íhalds- manna. En hvað um það, ól. Th. braut þessa gullvægu reglu sína jafnskjótt og hann fékk færi á því, af því hann hélt, að Kveldúlfur myndi hafa hag af því. Þá um haustið hafði verið send- ur út fiskfarmur frá Vestmannaeyj- um, og keypti Gismondi þann fisk fyrir gott verð. Sending þessa fisk- farms og sala fór fram í trássi við Kveldúlf og á móti hans vilja. Annar fiskfarmur frá Faxaflóa átti að fara sömu leið til sama kaupanda, en þá komu bráðabirgða- lög Ólafs Thors þar í opna skjöldu og hindruðu soluna á fiskinum. 1 maí 1933 tókst þó að koma fisk- farmi frá Vestmannaeyjum til Gis- mondi þessa, en samtímis seldi sölu- samband ísl. fiskframleiðenda einn- ig Vestmannaeyjafisk til ftalíu, er fór þar í gegnum hendur umboðs- manna Kveldúlfs. En þá kom það í ljós, að fyrir þann fisk fékkst að minnsta kosti 20% lægra verð en fiskinn, sem Gismondi keypti. Af þessu var það Ijóst orðið, að Kveldúlfur og bandamenn hans þoldu ekki samkeppni við Gismondi, þegar um fisksölu var að ræða á Italíu. Skömmu síðar er hann keyptur fyrir 330 þús. kr. út úr samkeppn- inni við umboðsmenn Kveldúlfs. En það broslega við þetta er, að það eru dýrkendur samkeppnisstefn- unnar, sem verja 330 þús. kr. af verði þess fiskjar, sem þeir hafa til sölumeðferðar, til þess að verja sig fyrir sinni eigin stefnu og lífsskoð- un. * Samband íslenzkra fiskframleið- enda er stofnun, sem er viðurkennd af ríkinu og starfar í sambandi við ríkisstjórnina. Það er því eðlilegt, að út í frá sé beinlínis litið á Sam- band þetta sem ríkisstofnun. Því er það, að þegar sá orðrómur kemst á, eða opinbert verður, að forráða- inenn þessarar stofnunar beiti jafn óviðeigandi og óh'eiðarlegri aðferð og mútur jafnan teljast í viðskipt- um sínum út á við, þá setur það blett á heiðarleik og siðferði allrar þjóðarinnar í augum útlendinga. Því er líka þannig farið, að í í- tölskum blöðum að minnsta kosti, hefir komið fram óánægja og verið farið hörðum orðum um þessa>mútu- ráðstöfun frá íslands hálfu, sem miðaði til þess að veita ítölsku fisk- sölusamlagi einkasölu á öllum ís- lenzkum fiski á ítalíu. Því er ver, að á greiðsluna til Gis- mondi getur ekki verið litið á annan veg en sem mútur. Uin það þarf ekki að deila. Nú hafa forstjórarnir gefið út vörn í málinu, sem þeir og blöð þeirra nefna »skýrslu«. En menn verða að gæta þess, að hin svo- nefnda skýrsla þeirra er ekki skýrsla í venjulegri merkingu, heldur miklu fremur varnarskjal fyrir þá sjálfa. Og því síður er þessi skýrsla þeirra sama og sjálfur samningurinn við Gismondi. Sá samningur er óbirtur enn. Hvers vegna er hann ekki birt- ur og spilin þannig lögð hreinlega á borðið? Að vísu hefir því verið fleygt, að enginn skriflegur samningur hafi verið gerður við Gismondí, heldur hafi múturnar verið greiddar þegj- andi og hljóðalaust fyrir að hætta að bjóða hærra verð en Kveldúlfur fyrir íslenzkan fisk- En þetta sýnist svo inikil fjarstæða að því verður ekki trúað, nema það sannist. Vit- anlega verður að álíta að samning- urinn sé til, þó honum hafi verið og sé enn haldið leyndum. En þá er lika eðlilegt að menn spyrji: Hvers vegna þessi mikla leynd, ef allt er hreint og heiðarlegt, eins og for- stjórarnir og flokksblöð þeirra vilja halda fram að sé? Forstjórarnir halda því fram f »skýrslu« sinni, að Gismondi hafi verið hættulegur maður fyrir ís- lenzka fiskframleiðendur að þvf leyti, að hann hafi keypt fisk utan Islands og þrengt á þann hátt að markaði fyrir íslenzkan fisk í ítalíu. Þessu hafi verið nauðsynlegt að af- stýra og þess vegna hafi þeir keypt hann fyrir 330 þús. kr. til þess að hætta þessari starfsemi um stundar- sakir. Þó þetta væri nú satt, en sem ekki verður sannað, nema með samningnum við Gismondi, sem for- stjórarnir vilja halda leyndum, þá er þetta ekkert annað en bein- ótvíræð jjátning um að hér hafi verið beitt mútum. Eða hvað er það annað en mútur, að kaupa Gismondi fyrir 330 þús. kr. til þess að hætta að hafa á boðstólum fisk frá Noregi, Færeyj- um eða Nýfundnalandi? En forstjór- arnir sýnast ekkert sjá siðferðislega rangt við svona lagaða aðferð. Þeir afsaka sig með því að þeir hafi greitt múturnar í þeirra góðu trú, að þeir væru að vinna góðverk! Þetta góðverk átti að vera í því fólgið, að með því að gefa heilan skipsfarm af saltfiski, hefðu þeir keypt burtu inn- flutning frá samkeppnislöndunum árið 1933. En »góðverkið« hefir þá að minnsta kosti ekki náð tilgangi (sínum, því að þrátt fyrir það, að Gismondi kaupir ekki fisk það ár, þá vex ekki innflutningur frá íslandi að rieinu ráði. Gjöfin til Gismondi hafði því engin sýnileg áhrif á inn- flutninginn til ítalíu. Þá er því haldið fram af forstjór- Kunnir eru ritstjórar íhaldsblað- anna að klaufalegri málafærslu, en líklega hafa þeir sett met í því efni í njósnaramálinu fræga eða land- ráðamálinu eins og flestir nefna það- Það er nú uppvíst orðið, að all- álitlegur hópur úr íhaldsliðinu hefir gefið sig í þjónustu útlendra veiði- þjófa. Hve stór þessi hópur er, vita menn ekki með vissu enn, og ó- rannsakað er einnig um dulmáls- skeyti til innlendra veiðiskipa, en um það atriði verður að sjálfsögðu hafin rækileg rannsókn innan skamms. Má vera að einhverjum i- haldsmönnum renni kalt vatn milli' skinns og hörunds við þá tilhugsun. íhaldsblöðin treysta sér alls ekki til eða þora ekki að verja ættjarðar- svik njósnaranna, þau láta þessa vesölu flokksmenn sína yfirgefna á eyðimörk fyrirlitningarinnar, en jafnframt taka þau upp það ráð að kenna Jónasi Jónssyni um allt njósnarahneykslið, hann hafi verið dómsmálaráðherra frá 1927 til 1932, og á þeim árum hafi það ver- ið á allra vítorði að njósnararnir unum, að múturnar hafi verið lítil- fjörlegar, ekki nema 75 aurar af hverjum fiskpakka, þessir aurar séu svo sem ekki til að gera veður út af. En þegar fiskpakkarnir eru orðnir nægilega margir, verður upphæðin 330 þús- kr. Það er auðsjáanlega ætlazt til þess, að fiskimennirnir, sem urðu að greiða þetta gjald, festi augun á 75 aura gjaldinu af einum fiskpakka, en gleymi heildarupphæð- inni. Á því leikur enginn vafi, að 330 þús. kr. greiðslan til Gismondi eru mútur. Það er opinberlega viður- kennt og skjalfest af forstjórum Fiskisamlagsins, þó þeir af skiljan- legum ástæðum vilji gefa þessari aðferð annað og fínna nafn. En þeir gera meira en að við'urkenna þetta. Þar á ofan hæla þeir sér af mútu- gjöfinni. Og blöð Sjálfstæðisflokks- ins hæla þeim líka og halda uppi vörnum fyrir mútunum. En þau eiga eftir að bíta úr nál- inni í þessu máli. væru að störfum, en hann hafi enga rögg sýnt af sér til þess að taka fyrir þenna ósóma. Hann beri því sökina í landráðamálinu. Menn eru nú ekki búnir að gleyma baráttu Jónasar Jónssonar fyrir því að fá setta IÖggjöf um misnotkun loftskeyta í sambandi við togara- veiðar í Iandhelgi, og heldur ekki hafa menn gleymt hatramlegri mót- spyrnu íhaldsmanna í því máli. Nú loks er hugsjón J. J. komin til fram- kværnda með bráðabirgðalögum Hermanns Jónassonar. Fullyrðing íhaldsblaðanna um það að njósnarastarfið hafi í stjórnartíð Jónasar Jónssonar verið á allra vit- orði, stingur heldur í stúf við orð ýmsra fulltrúa íhaldsins á þingi á þessum sama tíma. Er því vel til fallið að rifja þau upp lítilsháttar. Fyrst má nefna það, er ólafur Thors hélt því fram, að frumvarp J. J. um misnotkun loftskeyta væri til skannnar fyrir þingið. Svo mikil fjarstæða væri að hugsa sér að þessi misnotkun ætti sér stað. Nú segja íhaldsblöðin að það Höfum ágæt Verðið kr. 40,00 smálest. jg* Kaupfélag Eyfirðinga. BHIiilllMWHMHMIltii Fóru þingmenn íhaidsins með vísvitandi ósannindi?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.