Dagur - 06.02.1936, Blaðsíða 4
24
6. tbl.
Aðalfundur
Framsóknarfél. Akureyrar
verður haldinn í Skjaldborg á laugardaginn kemur (8. þ. m.)
og hefst kl. 9 e.m.
Dagskrá samkvæmt félagssamþykkt.
Alþ.m. Einar Árnason skýrir frá nokkrum helstu málum, sem
afgreidd voru á síðasta þingi.
S t j ó r n i n.
Skattanefnd Akureyrar
verður til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra frá 1. Febr, n.k. til 29. s. m., kl.
8,30—9,30 síðdegis, alla virka daga og geta skattframteljendur á þeim
tímum fengið aðstoð við útfyllingu skattaeyðublaða sinna hjá henni.
Framteljendur, sem aðstoðar beiðast, þurfa að hafa með sér sundurlið-
un á eignum sínum og skuldum, ennfremur að hafa naeð sér lista jiir
tekjur sínar síðasta ár og yíir gjöld þau, sem koma til frádráttar tekjun-
um, svo sem vexti af skuldum, skatta og opinber gjöld.
Peim, sem framtalsskyldir eru og eigi hafa fengið skattaeyðublöö, ber
að vitja þeirra á skrifstofu bæjarstjóra. Einnig ber vinnuveitendum að
vitja þar eyðublaða undir kaupgjaldsskýrslur.
Akureyri, 30. Jan, 1936
Skattanefnd Akureyrar.
Skemmtiferð til
Bieiksmýrardals.
Laugardaginn 17. ágúst s. 1. var
vægast sagt ekkert útlit fyrir ferða-
veður. Þokan hékk dimmgrá og hrá-
slagaleg á fjallahring Eyjafjarðar
og öðru hverju var rigning. »Félag
ungra Framsóknarmanna á . Akur-
eyri« hafði ákveðið að fara skemmti-
ferð austur á Bleiksmýrardal að
kvöldi þessa dags, en útlitið var aílt
annað en glæsiLegt sem fyrr er sagt
og álitu margir, að ekkert myndi
verða af förinni. Seinni part dagsins
létti þó svo til í lofti, að þeir fram-
gjörnustu í félaginu hugðu til farar.
Klukkan 9 um kvöldið skreið svo
»body«-bíll, með tólf félaga, hægt
og hljóðlega inn bæinn, svo til aust-
urs og stefndi til Vaðlaheiðar. Gerð-
ist fátt til tíðinda fyrst til að byrja
með annað en það, að á heiðinni
var sótsvarta þoka og dálítil rign-
ing. Var það harla æfintýralegt
ferðalag, því varla sást meira en
þverhandarbreidd út úr augunum og
ljósið frá bílnum gerði þokuna að-
eins enn ægilegri. En okkar góði og
gætni bílstjóri, sem alltaf var hinn
ábyggilegasti í allri ferðinni, sá
djarfmannlega um það að við lent-
um ekki á bólakaf út í forina. Fyrr
en varði tók að halla ofan 1
Fnjóskadalinn og við sluppum úr
greipum heiðaþokunnar með sæmd.
En nú var nóttin komin og haust-
myrkrið grúfði yfir dalnum og
byrgði allt útsýni. Aðeins niður ár-
innar barst til eyrna og einstaka
þrastarkvak bergmálaði í Vagla-
skógi.
Neðan við Skóga var bíllinn
stöðvaður og farið út til að viðra
sig. Voru allir hinir kátustu; var
svo haldið suður Fnjóskadalinn 1
blíðskaparveðri hinnar dimmustu
haustnætur.
Að Reykjum, innsta bæ í Fnjóska-
dal vestan ár, komum við kl. tólt
um nóttina og var það rösklega gert
í náttmyrkri, eftir blautum vegum,
sem víðast hvar eru torfærir á þess-
um slóðum. Fólkið á Reykjum var
svo vinsamlegt að lána okkur hlöðu
með nýju heyi til að sofa í. Einnig
leyfði það okkur að tjalda á túninu
og völdum við okkur þar gott tjald-
stæði. Síðan var tekið til óspilltra
málanna að framreiða kvöldverð og
borðuðu flestir af beztu lyst. Þar
næst var lagzt til svefns, sumir í
hlöðunni og aðrir í tjaldinu. Liðu
ferðalangarnir á vængjum værðar-
innar inn í draumheima sína svo að
segja rétt við landamæri fyrirheitna
landsins.
(Framh.).
Jónatan Snælund.
Kristilegw samkomur heldur trúboð!
Sigm. Jacobsen frá Noregi í Verzlunar-
mannahúsinu laugardaginn 8. febr. kl.
8. e. h. og sunnudaginn 9. febr. kl. 5 e.
h. — Allir velkomnir.
Hjálprieðisherinn. Æskulýðssamkoma
kl. 8Ys á Fimmtud. Strengjasveitin. —
Sunnud.: Bæn kl. 10%. Sunnudagask.
kl. 2. Kl. 8% almenn samkoma. Um-
ræðuefni: Hlaup hinna fjögurra hesta.
Allir velkomnir. Strengjasveitin.
Áfengismálið
o g skó lar nir.
Hinn fyrsta þessa mánaðar var
víða i skólum hér á landi vakin at-
hygli nemenda á böli því, er áfeng-
isnautnin hefir í för með sér. i skól-
unum hér á Akureyri vár mál þetta
tekið til meðferðar þenna dag, þar
á meðal í barnaskólunum. 1 fyrstu
kennslustund ræddu bekkjarkennar-
ar um mál þetta við börnin stutta
stund, og síðan voru nemendur t
efri bekkjunum látnir skrifa stuttar
ritgerðir um málið. í Gagnfræða-
skóla Akureyrar var stofnað bind-
indisfélag þenna dag-
Er það vel farið og sjálfsagt að
skólarnir beiti áhrifum sínum til
bóta á núverandi ástancii, því ef
»æskan vill rétta örfandi hönd«, þá
er mikið unnið.
Morgunn í seli.
Glóey snemma bregður blundi,
blikar skin um heiðardal.
Kvakar fugl í kvista-lundi,
kliðar lind í hamrasal.
Ljósum skýjum loftið fylla
léttar gjólur suðri frá. —
Við sjónbaug fjalla-tröll sér tylla,
tindahvöss og móðublá.
Ærnar stefna upp til hiíða.
Óma tónar smalabrags.
— Við efstu kletta einstig bíða
æfintýr hins nýja dags.
Sigurður Draumland.
Aðalfundur Kvennadeildar Slysa-
varnafélagsins verður haldinn í bæjar-
stjórnarsalnum uppi, þriðjudaginn 11.
þ. m. kl. 8 e. h. Vonumst eftir fjölda
nýrra meðlima. Stj&rnin.
Dánardægur. Hinn 29. f. m. andaðist
að heimili sínu, Gi'ánufélagsgötu 51 hér
í bæ, Loftur Jónsson múnari, 71 árs að
aldri, sunnlenzkur að ætt og uppruna,
en flutti hingað um síðustu aldamót.
Hann lætur eftir sig konu og fjögur
börn á lífi, en alls eignuðust þau hjón
12 böm.
Samkoma Kvennadeildar Slysavarna-
félagsins hér, sem haldin var í Sam-
komuliúsinu s. 1. sunnudagskvöld var
ágætlega sótt og fór prýðilega fram.
Ungfrú Sesseija Eldjárn, formaður
deildarinnar, hóf samkomuna með
stuttri ávarpsræðu. Því næst söng
kvennakór undir stjórn Björgvins Guð-
mundssomar nokkur lög, og að því búnu
flutti Pétur Oddsson guðfræðingur er-
indi um fórnir íslenzku þjóðarinnar til
Ægis og tilgang og starf Slysavarnafé-
lagsins. Síðan hafði Helgi Valtýsson
kennari yfir þrjú kvæði, og voru þau
»Eiríkur formaður« eftir Grím Thom-
sen, »Þorgeir í Vík« í hinni snilldar-
legu þýðingu Matthíasar, og að lokum
»Hafísinn« eftir Hanhes Hafstein, og í
sambandi við framsögu þess kvæðis var
sýnd skrautmynd. Þótti það vel gert af
H. V. að hafa yfir »Þorgeir í Vík« upp
úr sér, án þess að fipast nokkurstaðar
í því.
Að lokum söng Hreínn Pálsson »A1-
faðir ræður«,
Maðwr slasast. í fyrradag var Árni
Guðjónsson bóndi í Kaupangí og kona
hans á ferð hér í bænum með hest og
sleða, er þau sátu á. Hesturinn fældist
á götunni, og köstuðust hjónin bæði af
sleðanum. Konuna mun lítt eða ekkl
hafa sakað, en Árni meiddist alvarlega
á höfði, og var hann fluttur hér á
sjúkrahúsið og liggur þar.
ÍBÚÐ
óskast frá 14. mai n.k. i út-
bænum, 2 stofur og eldhús.
Uppl. hjá ÁRNA JÓHANNSS.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Björnssonar,