Dagur


Dagur - 20.02.1936, Qupperneq 2

Dagur - 20.02.1936, Qupperneq 2
30 8. tbl. Trúin á „heimsku prédikunarinnar^. Mér skilst að Sæmundur G. Jó- hannesson telji sig með þeirri út- völdu hjörð, sem verða muni hólpin fyrir »heimsku prédikunarinnar« og er það reyndar ekki óeðlilegt að hugsa sér í sambandi við hina síð- ustu grein hans, að sá vegur mundi honum helzt fær til sáluhjálpar, ef maður annars getur trúað þeirri hugmynd hans, að guði sé heimsk- an sérstaklega þóknanleg. Eg fyrir mitt leyti hefi nú enga trú á þessu og mundi ekki trúa því, jafnvel þó allir postularnir slæju í þessu efni skjaldborg um Sæmund, þar sem hann íklæðist alvæpni þessarar »dyggðar« til að ákæra mig í nafni Jahve fyrir trúarvillu og afvegaleið- ingu lýðsins. Því síður þykir mér hann framganga sem hógvær stríðs- maður Krists, þar sem hann heitir mér andlegum eða líkamlegum meiðingum fyrir ómak það, sem eg gerði mér til að upplýsa skilning hans, og líkist hann mjög í þessu efni Pétri áður en hann iðraðist. Pétri var aðeins meiri vorkunn. Hann dró sverð sitt, eins og frægt er orðið, og hjó eyrað af Malkusi, en hlaut fyrir snuprur einar af meistaranum. Hver veit nema eins fari fyrir Sæmundi. Pétur var þó að reyna á fávísan hátt að verja meist- arann í lífshættu. Sæmundur er að- eins að reyna til að verja sinn eig- inn misskilning. Og við þá vörn svellur honum svo mjög móður, að honum virðist mest um það hugað, að þeir sem vilja fræða hann fái »að kemba um fleiri en eina kúluna á eftir«. Þetta er auðvitað í fullu samræmi við þá trú, sem þessi mað- ur hefir tekið á heimskuna. í hans augum er hún hið æðsta hjálpræð- isskilyrði. Ekkert kemur mér á óvart þessi viðleitni til stórra höggva gegn þekkingu og skilningi. Tilhneiging- in til þessa hefir viljað loða fast við suma afkomendur Adams og Evu, síðan þau voru rekin út úr Paradís. En svo mjög greinir hér á um sköð- anir okkar Sæmundar, að eg tel einmitt kjarna erfðasyndarinnar fólginn í þessum þráláta strekkingi á móti skilningnum. Það er náttúru- hvöt hins óendurfædda hugarfars. Hins vegar mun Sæmundur telja sér skylt að trúa með þrjú þúsund ára gömlum Gyðingum, að erfðasyndin stafi af syndsamlegri þekkingarfýst. Þeir hugsuðu sér, að guði hefði blóðsárnað, þegar manninn fór að langa til að þekkja greinarmun góðs og ills. »Aðeins að hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lifsins tré og lifi eilíflega«. Þess- ar horfur þóttu Jahve svo skugga- legar, að hann þorði ekki annað en reka þau Adam og Evu úr aldin- garðinum, en bölva síðan jörðinni í hefndarskyni þeirra vegna, svo að þau hefðu eitthvað fyrir hina bí- ræfnu ósk sína, að þrá að líkjast guði. Þannig trúðu nú Gyðingar þús- und árum fyrir Krists burð og í þessa heimild sækja þeir bókstafs- trúarmenn kenningu sína, sem enn í dag ætla, að guði sé heimskan þóknanlegust og að hún verði sér til réttlætis reiknuð á dómsdegi. En það var löngu eftir þetta, að Jesús kom ( með þá kenning, að menn ættu að leitast við að verða fullkomnir eins og þeirra himneski faðir væri fullkominn og að menn ætti að elska guð af allri sálu sinni, öllum huga sínum og öllum mætti sínum og náunga sinn eins og sjálf- an sig. Þessi kenning virðist óneitanlega ríða talsvert í bág við þá grundvall- arsetning í guðfræði Sæmundar, að menn verði hólpnir »með heimsku prédikunarinnar«. Enda var Jesús ekki Iíkt því eins biblíufastur og Sæmundur. Að vísu sótti hann kjarnann í þessari kenning sinni í lögmálið og spámennina. En hann las ávallt þessa helgu bók þannig, að hann tók það, sem honum þótti skynsamlegast, en hafnaði hinu. Þetta er líka hið eina gagn, sem mannkynið getur haft að menning- ararfi liðinna kynslóða. Vér verð- um öll, að hugsa upp trú vora að nýju. En trúarreynsla Iiðinna kyn- slóða getur leiðbeint oss, alveg eins og öll samansöfnuð reynsla og þekking gerir. En það er jafn ó- hyggilegt í trúarefnum að aðhyllast umsvifalaust trúarhugmyndir Abra- hams, ísaks og Jakobs, og halda að þar sé engu við að bæta, eins og það væri óhyggilegt í vísindalegum efnum, að leggja fastan trúnað á hugmyndir þessara manna í stjörnu- fræði, Iandafræði og náttúrufræði. Að vísu er það ekki útilokað að þeim hafi getað opinberazt eitthvað satt um þessa hluti. En það er eins og um allt annað. Kenning þeirra verður aðeins metin eftir því, hvað hún er skynsamleg. Þegar, löngu fyrir Krists burð vissu margar forn- þjóðir ýmislegt merkilegt um gang himintungla. Margt af þeirri fræði stendur enn í fullu gildi. Sumt hefir hinsvegar verið talsvert leiðrétt. Og margt hefir reynzt hégilja ein. AI- veg eins er það með trúarritin. Þau geta ekki, fremur en kirkja eða páfi skoðazt óskeikul, því að þau eru öll saman skrifuð af skeikulum mönn- um. En þau geta verið dýrmæt þrátt fyrir það og haft mikinn og marg- háttaðan sannleik að geyma, skýrt frá merkilegri trúarreynslu goðmál- 'ugra manna. Alt þetta verður mönn- um þó því aðeins að einhverju gagni, að þeir lesi það af skilningi ■og hafi vit á að greina gott frá illu, annars kafnar góða sæðið í þyrnum og þistlum, eins og sýnt er fram á í dæmisögunni. Jesús ætti að geta orðið hverjum kristnum manni til fyrirmyndar um það, hvernig ritn- ingin verði lesin til ávinnings en ekki sálutjóns. Hann vitnaði oft í kenning hennar, bæði lögmálið og spámennina og benti jafnan á hina djúpúðugustu staði. En stundum gekk hann í berhögg við ritninguna og fór eigi dult með, að hann vært henni ósamþykkur. Deildi hann þá oft mjög við hina skriftlærðu bók- stafstrúarmenn þeirra tíma og sýndi fram á það, út í hverja hræsni og vitleysu bókstafstrú þeirra leiddi. Þá tók hann jafnan þannig til orða: Vei yður fræðimenn og farisear, þér hræsnarar! Eða.: Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna----------en eg segi yður o. s. frv. Þannig las Jesús helgasta trúarrit þjóðar sinn- ar og sæinir öllum lærisveinum hans að feta að þessu leyti í hans fótspor og lesa með samskonar gagnrýni og hann. En hinir skilningslausu bók- stafstrúarmenn, sem altaf eru í s’i- feldum vitahring að berjast við að sanna biblíuna með biblíunni, en óttast alla skynsemi eins og heitan eldinn, eiga andlega heima í flokki fræðimannanna og fariseanna. Þeir hefðu áreiðanlega barizt tnanna mest á móti Jesú, ef hann hefði komið fram nú mitt á meðal vor. Svo meinilla er þeim við hverja frumlega hugsun, að þeir gera heimskuna að sinni einu sáluhjálp- arvon. En ef hún er hin mesta höf- uðdyggð á guðs grænni jörð, hví þá ekki að taka sér til fyrirmyndar skynlausa skepnuna, sem bítur gras og brýtur öll boðorðin? Ekki þarf Sæmundur að áminna mig um lítillæti, því að það er hann, en ekki eg, sem þykist þekkja: »Krist, kraft guðs og speki guðs«. Eg hefi haldið því fram, að til þess að þekkja Krisí þurfi maður að eignast hugarfar Hans og sálar- þroska og til þess að þekkja speki guðs þurfi maður að gerast honum jafnsnjall. Mér hefir aldrei dottið neitt því um líkt í hug um sjálfan mig og sannast að segja hefi ég enga trú á því, að Sæmundur sé hér neitt mikið betur á vegi staddur. Allar hugmyndir hans þar að Iútandi og annara líkt hugsandi manna, er þykjast vera öðrum betri og mikils- virtari af heilögum anda, koma mér fyrir sjónir sem fávíslegasti barna- skapur eða hlægilegasta mont. Ein- ungis þeir menn, sem ekki hafa glóru af skilningi á því, hvað þetta felur í sér, geta fyllzt svo takmarka- lausum ofmetnaði og misskilningi á andlegu ástandi sínu, að halda að þeir þekki Krist og speki guðs, þeir sé »frelsaðir», lifi í samfélagi við guð og s. frv. En með þessum hé- gómlegu hugrenningum er guði lítil sæmd ger, þegar það er kraftur heimskunnar, sem þeir halda sig hafa frelsast fyrir. Gæti eg fremur trúað því, að guði leiddist slíkur fé- lagsskapur, þar sem »heimska pré- dikunarinnar« er talið hið æðsta hjálpræðismeðal. Eg hefi þegar sýnt franr á það að Jesús gat með engu móti þolað hræsni bókstafstrúar- manna. GuðspjöIIin taka það skýrt fram, að hann hafi ekki kennt eins og fræðimennirnir, heldur eins og sá er vald hafði. Það þýðir, að hann lét alltaf heilbrigða skynsemi ráða gegn biblíunni þegar því var að skipta. Sama hugsun er sett fram í Jóhannesarguðspjalli þar sem sagt er, að hann hafi búið með oss fullur náðar og sannleika, en það þýðir: fullur ástúðar og skilnings. Annars býst eg ekki við því, að um þetta efni, fremur en önnur, þýði að ræða við þá, sem einráðnir eru í því að halda dauðahaldi í »heimsku prédikunarinnar«. Allar tiivitnanir Sæmundar sanna það eitt, að hann hefir ekki skilið það sem eg sagði honum síðast. Þær sanna alveg hið öfuga við það, er hann heldur að þær sanni. Þegar æðsti presturinn spyr : »Ertu Kristur, sonur hins blessaða?«, þá þýðir það: Gerir þú kröfu til að vera Messías, hinn guðs útvaldi konungur Gyðinga? Og Jes- ús svarar: »Eg er það«. Þá játar hann þessu, enda sannar áletrunin yfir krossinum: »Konungur Gyð- inga«, að þetta var það, sem Róm- verjar dæmdu hann fyrir. Þannig sannar tilvitnunin einmitt það, sem eg benti Sæmundi á síðast, að Jesús var dæmdur fyrir það, að hann áleit sig vera Messías, þ. e. smurðan konung Gyðinga, guðsson í andlegri merking. Að menn geta ekki skilið svona einfalt mál, stafar eigi af öðru en vanþekkingu, sagnfræðilegri eða málfræðilegri, eins og eg benti hon- um einnig á. Svo að enda þótt Sæ- mundi finnist mikið til um vilja sinn, til að þekkja vilja guðs, þá verður það þó bert af þessu, að vilj- inn hefir aldrei komist á svo hátt stig hjá honum, að hann hafi látið sér verða það að vegi, að afla sér hinna nauðsynlegustu fruinskilyrða til að skilja ritningarnar, er hann Iæzt þó hafa slíka tröllatrú á. En það er hliðstætt því, og ef maður létist hafa ,brennandi löngun til að læra að lesa og nennti svo aldrei að leggja það á sig að læra að þekkja V Fffffffflfffffffffffff! K | , 1 S Appelsinur 3 S A 1 á 10, 15 og 20 aura | S nýkomnar. 3 s w Kaupfélag Eyfirðinga. 8! Nýlenduvörudeild. ss

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.