Dagur - 27.02.1936, Síða 1

Dagur - 27.02.1936, Síða 1
D AGUR íemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112 Úppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðsiumanns fyrir 1. des. XVIV. ár ár. ^ Akureyri 27. febrúar 1936. 9. tbl. Stórmerk bók Héradssaga Borgarfjarðarl Fyrir nokkru er út komið allmikið ritverk, er nefnist Héraðssaga Borg- arfjarðar. Formála bókarinnar hefir ritað síra Eiríkur Albertsson á Hesti og segir þar meðal annars: »Það, sem fyrst og fremst gaf þessari hugmynd um útgáfu héraðs sögunnar byr undir seglin, var það, að í héraðinu sjálfu er stórmerkur fræðimaður, er átti þegar í fórum sínum safn söguþátta um borgfirzkt menningarlif. Var þar fyrir hendi hinn ákjósanlegasti meginstofn þessa verks, og með því að hann yki við þættina var vitað, að fást myndi heildarinynd af lífi héraðs- búa um rúmrar hálfrar aldar skeið, eða frá um 1850 og fram um síð- ustu aldamót«. Fræðimaður sá, sem hér er átt við, er Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi í Borgarfirði. Er hann einn af afkomendum hins þjóðkunna klerks, síra Snorra Björnssonar á Húsafelli. Hefir þessi bóndi lagt stund á fræði-iðkanir og sagnaritun og farizt það prýðilega. Ritverk þetta er í heild hátt á 5. hundrað blaðsíður, og eru meira en þrír fjórðu hlutar þess fyrrnefndir þættir Kristleifs. Efni þáttanna er sem hér segir: Inngangur. — Á Arnarvatnsheiði. — Hvítá. — Kvíarnar á Húsafelli. — Heimilisvenjur og hýsing. — Búnaðaryfirlit. — Veðurfar og heyjaforði. — Ættaróðul og ættar- þróttur. — Búferli. — Vinnuhjú. — Heimilisiðnaður. — Hestar. — Hús- dýrasjúkdómar. — Fjárkláðinn og fjárkláðaþrasið. — Refaveiðar. — Um viðarkolagerð. — Sjávarútveg- ur og vermenn. — Sjóslysið mikla. — Slysfarir. — Eftirminnileg veiði- för. — Lestaferðir. — Ameríkuferð- ir. — Alþýðumenntun. — Æðri menntun. — Frá Húsafelli og Húsa- fellsprestum. — Frá Reykholts- prestum. — Kirkjur og kirkjusiðir. — Brúðkaupssiðir og brúðkaups- veizlur á 19. öld. — Söngur og söngmenn. — Lækningar. — Ein- kennilégir menn. Auk hins mikla og margháttaða fróðleiks, er þættir þessir hafa að geyma, eru þeir afbragðs vel ritað- ir, svo að hreinasta nautn er að lestrinum. Höfundur þeirra hefir frásagnahæfileika á háu stigi og meðferð málsins er hrein og sterk. Auk þátta Kristleifs hefir Pálmi Hannesson rektor ritað Héraðslýs- ingu Borgarfjarðar; er hún bæði landfræðileg og jarðfræðileg, og fylgja henni margar landslagsmynd- ir og uppdráttur af héraðinu. — Einnig flytur bókin stutt ágrip af sögu héraðsins frá upphafi vega og þangað fram, sem þættir Kristleifs hefjast. Er ágrip þetta eftir dr. Guðbrand Jónsson. Þó ritverk þetta sé allstórt, er það aðeins 1. bindi héraðssögunnar og er því von á framhaldi hennar síð- ar. Bókmenntum vorum er inikill fengur að útkomu þessa rits, Borg- firðingum er það til sóma og fróð- leiks — og lesfúsum mönnum til á- nægju. Leikhúsið. Fyrsta fiðla. Gustav Wied var eitt af beztu kímniskáldum Dana, bráðfyndinn og skemmtilegur. Sérstaklega kveð- ur að því í sögum hans og leikrit- um, hve gjarnt honum er að gera hlægilegt kynferðislíf karla og kvenna, en þó á góðlátan hátt. Það væri synd að segja að orðbragð hans sé teprulegt, sízt í þeim efn- um, og hann gerir sér engan mannamun; hann skopast jafnt að háum sem lágum. Þessa gætir og í »Fyrsta fiðla«, sem er eitt með beztu ritum hans. Andinn í leiknum er aldanskur, og þar eru mörg orða- tiltæki, sem erfitt er að snúa á ís- lenzku, enda hefir þýðanda eigi tek- izt þetta að öllu leyti, en þó svo, að vel má við una. Hr. Jón Norðfjörð hefir búið leik- inn undir sýningu og verður að segja, að þar hafi honum tekizt á- gæta vel, þegar litið er á allar að- stæður. Leikendur eru flestir við- vaningar. Stærsta hlutverkið, Önnu, leikur ungfrú Else Friðfinnsson, og má heita að hún geri það vel, en í leik hennar skortir nokkuð mýkt og til- breytingu, því frekari má hún ekki vera. Langbezt leika þau Gunnar Magnússon (Möller) og frú Svava Jónsdóttir (Stína), leikur þeirra er blátt áfram ágætur og þeim skeikar livergi. Slíkur leikur er ánægjulegur á að horfa. Aftur á móti er leik Jóns Norðfjörðs (Dilling dýralæknir) i mörgu ábótavant. Eg held að ég taki eigi of djúpt í árinni, þótt ég fullyrði, að hann sýnir eigi danskan dýralækni, hvorki að því er látæði né klæðaburð snertir; hitt er annað mál, að hann er skemmtilegur á leiksviði, nú sem endranær. Dýra- læknirinn verður »karrikatur« i meðferð hans. Kjartan Ólafsson sýnir Hansen fiðluleikara, og vant- ar ekki, að hann geri hann kímileg- an. Þessi manntegund er til, og er skemmtilega hlægileg í svip, en verður leiðigjörn, er til lengdar læt- ur. Stefán Jónsson leikur Clausen lyfsala mjög snoturlega, og sama er að segja um Sigvalda Sigvaldason í hlutverki Lúðvígs. Bæði eru hlut- verk þessi hin þurrustu í leiknum, en eigi vandaminnstu, og því varla tiltökumál, þótt nokkuð skorti á að í bezta lagi sé. Niels vinnumaður er mjög vel sýndur af Vigfúsi Jóns- syni. — Leiktjöldin eru prýðilega máluð. Þegar á allt er litið, má leikur þessi teljast prýðilega af hendi leystur: samleikur ágætur, hvergi dauðir »punktar«, fyndni leiksins nýtur sín oftast, og skyldi svo fara,‘ að leikurinn þætti fulllangur, þá eiga leikendur eigi sök á því, held- ur höfundur. Óskandi væri að allir bæjarbúar hefðu efni á að sjá þenna leik, því hann vekur hressandi, græskulaus- an hlátur, og nú er okkur eigi van- þörf á að byggja oss hlátraheim, þegar tök eru á. Hér eru þau fyrir hendi. Leikfélagið, og sérstaklega Jón Norðfjörð, eiga beztu þakkir skyldar fyrir að sýna þennan leik og sýna hann svona vel. Spectator. Frægur íiifundur linn. Rudyard Kipling, hínn heimsfrægi brezki rithöfundur og skáld, lézt 18. janúar sl. Hann var kominn af brezkum prestaættum, en fæddur í Bombay á Indlandi 30. desember 1865, og var faðir hans umsjónar- maður við »The Lahore Museum«. Kipling átti að verða hermaður, en nærsýni hans olli þvi, að svo varð ekki, en hann var vel kunnugur her- mannalífinu og lýsti því ágætlega, bæði í »Barrack-room Ballads« og víðar. Tvítugur gaf hann út »De- partmental Detties« — »Stjórnar- deildarvísur« — og fékk að verð- launum 500 rupees — um 2000 kr. — En tekjur hans og útgefanda al þeim vísum eru taldar að hafa num- ið 100.000 dollars. Honum hlotnuð- ust margar viðurkenningar fyrir rit- störf sín, og þar á meðal Nobels- verðlaun 1907, en sjálfur var hann lítið gefinn fyrir rithöfundadekur. Hann var viðförull og mikill að- dráttamaður um öll yrkisefni. Hann átti miklum vinsældum að fagna i NÝJA-BÍÓ Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. ð: » « Tal- og hljómmynd í 10 þáttum. flðaltilutverkin leika: George Raft og Carole Lombard. »BOLERO« er ein af dans- myndum þeim, er fara nú sigurför um allan heim. — »BOLERO« dansar og leikur aðalhlutverkið G E O R G E R A F T, sá er sagt er að hafi sömu heillandi eiginleika og kvennagullið Valentino, sem uppi var fyrir nokkrum árum, enda mjög líkur hon- um að útliti. — »BOLERÖ« og aðrar líkar dansmyndir geyma mikla fegurð, því list- dans, með skrauti sínu og heillandi músik, sýnir okkur þá undraverðustu kosti, sem líkami mannsins nær með góðri og viturlegri þjálfun. Jarðarför Kristjönu Jónatans- dóttur, er lézt að heimili sínu, Hallandsnesi, 21. þ. m., fer fram 2. marz og hefst kl. 11 f. h. með húskveðju á heimilinu. Aðstandendur. Pökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför Jóns Jóhannessonar frá Skjaldarvik. Aðstaudcndurnir. Ameríku, vegna ljóða sinna og sagna, enda má segja að hann væri jafnvígur á ljóðafornr og sögustíl og hafa ljóð hans og sögur borizt heimsendanna á milli. Útför Kiplings fór fram í London, og var aska hans lögð til hinztu hvíklar í »Skáldahorninu«, »The Poets Corner« í Westminster Ab- bey, í nánd við þá Dickens og Har- dy. Hannen Swaffer getur þess, að við útförina hafi verið sunginn sáimurinn »Abide with me« — »Ó, (Framh. á 4, síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.