Dagur - 27.02.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 27.02.1936, Blaðsíða 2
34 DAQUR 9. tbl. Noroangarrinn r __ i „I§lendi Yfirstandandi vetur hefir reynzt óvenjulega harður. Óslitin norðan- átt með fannkomu og frosti. Þegar svo fellur, er mikils um vert að fyr- ir hendi séu lífsnauðsynjar handa mönnum og skepnum. Kaupfélag Eyfirðinga hefir lagt mikla áherzlu á að tryggja viðskiptamenn sína gegn yfirvofandi hættu af völdum náttúrunnar. Kaupmannahlaðið hér í bæ viðurkennir þetta að vísu, en heldur því hinsvegar fram, að kaup- menn vilji feta í fótspor félagsins hvað þessu við kemur, en þeir geti það ekki, vegna rangsleitni og hlut- drægni formanns innflutningsnefnd- ar. Það er eins og ísl. dragi dám af náttúrunni; það hefir hlaupið í hann nokkurskonar norðangarri, og hann er argur og illur i skapi. Þeg- ar K. E. A. fær rúgmjölsslatta, ber iblaðið sér á brjóst í ergelsi og hrópar: Ösómi! ósómi! Ef K. E. A. fær hafragrjón, rífur Isl. klæði sín og reitir hár sitt emjandi: Hiut- drægni! Rangsleitni! Ot af röggsemi og fyrirhyggju kaupmanna í þá átt að sjá við- skiptamönnum sínum fyrir næguin birgðum af nauðsynjavöru í harð- indatíð, sem ísl. grobbar af, mætti spyrja bláðið: Hvað Iögðu kaup- menn mikið í áhættu við kaup á innlendum fóðurbæti á síðasta hausti? Ekki þarf innflutningsleyfi til síldarmélskaupa. Vill ekki fsi. gefa upplýsingar um þetta atriði? Kannske kaupmannablaðið vilji leiða það hjá sér, eins og það skor- ast undan með þögninni að ræða um óleyfilegan innflutning miður nauðsynlegra vara, þegar kaupmenn eiga í hlut? ísl. heldur því fram, að fram- kvæmdastjóri K. E. A. hafi formann innflutningsnefndar í vasa sínum. Af því stafi rangsleitnin, hlutdrægn- in og allur ósóminn! Veit ekki blað- ið, að innflutningsnefndina skipa 5 menn? Það gagnaði því lítið, þó að formaðurinn einn væri í vasa, það þyrfti þá að vera meirihluti nefnd- arinnar. Nú eiga kaupmenn einn fulltrúa i nefndinni. Kaupmanna- blaðið skal nú frætt á því, að þessi fulltrúi hefir alls ekki reynzt örð- ugri en hinir nefndarmennirnir, þeg- ar ræða er um innfiutningsleyfi til handa K. E. A., því hann mun vera maður réttsýnn, því að það eru til réttsýnir menn innan kaupmanna- stéttarinnar. Eða treystir Isl. sér til að bera Birni Ólafssyni á brýn »rangsleitni«, »hlutdrægni« og »ó- sóma« í starfi sínu í innflutnings- nefnd. Við bíðum og sjáum hvað setur. Þá er að snúa sér að aðal-ágrein- ingsefninu, en það er á hvaða grundvelli eigi að veita innflutnings- leyfi. ísl. neitar því afdráttarlaust, að þar eigi »höfðatala« fastra við- skiptamanna nokkru um að ráða. I því efni farast blaðinu svo orð meðal annars; ngi“. »Nei — leyfin á að veita í hlut- falli við innflutning verzlananna síðustu árin áður en innflutnings- höftunum var dembt á þjóðina í þeirri mynd, sem nú er«. Síðan bætir blaðið því við, að engum hafi »dottið þessi höfðatölu- regla Dags í hug«. En nú skal ísl. spurður að einu, sem iniklu ináli skiptir: Við hvað miðuðu verzlanir innflutning sinn, áður en innflutningshöftin komu til sögunnar? Vitanlega getur hvorki ísl. né neinn annar svarað þessu nema á einn veg, svo að nokkurt vit verði úr. Verzlanirnar iniðuðu innflutningsmagn sitt eingöngu við það, sem þær töldu sig geta selt. Enginn kaupmaður er svo grunn- hygginn að kaupa inn vöru, aðeins til að láta hana liggja hjá sér ó- selda. Nú hlýtur það að liggja í augum uppi, jafnvel hverju barni, að því fleiri viðskiptamenn, sem ein- hver verzlun hefir, því meira vöru- inagns þarfnast hún. Niðurstaðan verður því óhjákvæmilega þessl: Kaupmenn og kaupfélög miðuðu innflutning sinn, áður en innflutn- ingshöftin gengu í gildi, við það vörumagn, er seljast mundi, en það var aftur fyrst og fremst bundi'ð við fjölda viðskiptamanna — »höfða- töluna«, er ísl. orðar svo. Þetta allt er ofur auðskilið og einfalt mál. Er það hastarlegt, að »sjálfstæðismenn« skuli velja sér svo fávísan ritstjóra, að hann botni ekki í torskildara efni en hér er um að ræða. Það er hin fáránlegasta vitleysa, að engum hafi dottið »höfðatölu«- reglan í hug fyrr en Degi. Þegar verzlanirnar gáfu upp innfiutnings- magn sitt 3 undanfarin ár, áður en innflutningshömlurnar hófust, þá hlaut sú skýrslugerð að byggjast á viðskiptamannafjöldanum, og þegai innflutningsleyfum var úthlutað, þá hlaut áframhaldandi að vera byggt á sama grundvelli. Þessum staðreyndum neitar fsl. Það er kallað að berja höfðinu við steininn. Stefna kaupmannablaðsins er Ijós í þessu máli. Það krefst þess að ekkert tillit sé tekið til viðskipta- mannafjölda og um leið vöruþarfa, þegar innflutningsleyfi eru veitt. Það er auðskilið, hvar fiskur liggur undir steini. Menn þyrpast hópum saman inn í K. E. A. frá kaupmönn- um, ekki nauðugir eins og lsl. segir Ijúgandi, heldur af fúsum og frjáls- um vilja, af því þeim þykir betra að skipta við féiagið en kaupmanna- verzlanir. Viðskiptainönnum kaup- félagsins fjölgar, en fylkingar kaup- mannaverzlana þynnast. Þess vegna vill Isl. spyrna á móti því, að við- skiptamannafjöldinn sé tekinn til greina, þegar innflutningsleyfi eru veitt, svo að vöruþurrð verði, þar sem almenningur vill hafa viðskipti, og fólkið neyðist til að flytja við- skiptin til kaupmannaverzlana aftur. A þenna hátt vill ísl. láta þrýsta mönnum með ofbeldi til að flytja verzlunarviðskipti sín til hinna deyj- andi fyrirtækja og brjóta um leið vaxtarbrodd framþróunarinnar í verzlunarsökuin. Þetta kallar fsl. heiðarlega sam- keppni! Réttsýnir menn líta aftur á móti svo á, að .fólkið eigi að fá að hafa viðskipti, þar sem það sjálft vill að frjálsu vali, og að þar megi sízt verða þurrð á nauðsynjavörum. Þessi stefna ber sigurinn í sjálfri sér, af því hún grundvallast á frelsi og réttlæti. Stefna ísl. er dauðadæmd, af því hún er byggð á ofbeldi og óréttlæti. ísl. talar um »ósóma«, sem Dag- ur sé að verja, en við þá vörn verði »skömm« hans meiri. Ojæja. Það er þá ekki úr vegi að minna á það, að ekki eru nema nokkrar vikur síðan »fslendingur« þorði ekki annað en eta ofan í sig lygi og róg, er hann hafði flutt um K. E. A. og fram- kvæmdastjóra þess. Hvað er meiri skömm í blaðamennsku en að haga sér þannig, en »mega svo biðja mn miskunn þar og .......«. — Nóg um það. fsl. getur kynnt sér niður- lag þessarar vísu síra Jóns Þorláks- sonar. Og gargaðu svo, nazistaungi, eins og þú hefir hljóðin til. SnndnáDi og slysavarnir. Lárus Rist hefir nýlega lagt fram eftirfarandi tillögu til umræðu. Hún hefir vakið athygli syðra og er ekki ósennilegt að hún eigi eftir að verða að veruleika. Allir þekkja áhuga Lárusar á hverskonar líkamsmennt æskulýðsins í landinu og vita, að hann var um skeið einn aðal forvíg- ismaður sundíþróttar hér norðan- lands. — Það er og að verða æ ljós ara með hverju ári sem líður, að skortur á heilbrigðum og haldkvæm- um markmiðuin í allri íþróttastarf- semi eru hið mesta mein. Sú hin eitraða sýningafýsn og metasótt, sem íþróttastarfsemin er um of hald- in af, dregur úr henni þann mátt og kjarna, sem hún gæti annars verið hrjáðum og heifsuvana lýð. — Því er hvert orð og hver tillaga, sem fram kemur um breytingu til bóta, þess verð, að hún sé tekin til athugunar. Þessvegna er tillaga L. R. birt hér. Vera má, að einhverjir hafi ýmislegt við hana að athuga. En komi þeir þá með annað betra. Höfuðviðfangsefnið er það, að koma auga á heilbrigt markmið, sem unga fólkið þarf svo að keppa að. Og hér er svo tillaga Lárusar Rist. Sn. S. T I L L A G A til athugunar fyrir Slysavarnarfélag íslands. Innan Slysavarnarfélags íslands og undir þess umsjá sé stofnuð sér- stök starfsdeild er nefnist: Sundbjörgunardeiid Slysavarnar- félags Islands. Deild þessari mundi mega koina fyrir með tvennu móti, eftir því sem hentara þætti, annaðhvort með því að fjölga mönnum í stjórn Slysa- varnafélagsins með sérstöku tilliti til þessarar starfsemi, eða að valin sé af Slysavarnarfélaginu sérstök nefnd (Sundbjörgunarráð) er hafi stjórn þeirra mála með höndum, er að starfseini þessari lúta, undir yfir- umsjón Slysavarnarfélagsins. Öll verkleg störf séu unnin af skrifstofu Slysavarnarfélagsins. Hlutverk þessarar starfsdeildar er að vinna að sundbjörgunarkunnáttu og öllu því er lýtur að björgun druknaðra. Hlutverki sínu vill deildin ná, ineðal annars með því, að reyna að koma því til leiðar, þar sem sund- kennsla fer fram, að sérstök áhersla sé lögð á alla þjálfun og kunnáttu f því, er að slíkri björgunarstarfsemi lýtur, auk þess sem deildin gengst fyrir því, að nátnskeið séu haldin í þessu augnamiði eftir því sem hún telur sér fært. Sundbjörgunardeildin annast að sundnemar geti tekið fullnaðarpróf í sundkunnáttu og sundbjörgun og skulu þau vera stighækkandi og nefnast: kandidatspróf í sundkunn- áttu og sundmeistarapróf. Slysavarnardeildin útnefnir próf- dómendur eða votta og lætur útbúa prófskírteini auk þess, sem deildin gWIHWIWWIWWWWWg | Suðusúkkulaði | 82 .Petit' 3 82 .Freyja* 28 82 .Cabello'. JS 8M Þessar ágætu tegundir fást alltaf í •£ 82 Kaupfélagi Eyfirðinga, 28 Nýlenduvörudeild,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.