Dagur - 12.03.1936, Blaðsíða 1
D AGUR
íemur út á hverjtim fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanng-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júli.
lAfgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR.
Norðurgötu3. Talsími 112-
Uppsögn, bundin við áxa-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XVIV. ár
Akureyri 12. marz 1936.
11. tbl.
Að utao.
ítalir telja sig hafa unnið mikinn
sigur á norðurvígstöðvunum í Abes-
siníu og að heilar herfylkingar hafi
gefizt upp fyrir jaeim. Abessiníu-
menn neita ekki sigri ítala á þess-
um slóðum, en telja undanhald sitt
einkum gert til þess að ná betri
hernaðaraðstöðu.
ítalir hafa enn á ný gert loftárás
á brezku Rauða kross stöðina í
Abessiníu og gjöreyðilagt hana.
Mælast þessar aðfarir hið versta
fyrir og hafa Bretar mótmælt þeim
harðlega.
Viðsjár fara vaxandi milli ítala
annarsvegar og Frakka og Eng-
lendinga hinsvegar. Hefir Musso-
lini heimtað skýringu á vígbúnaði
Breta í Miðjarðarhafi, en þeir svara
fáu til. í Englandi eru nú miklar
ráðagerðir um aukinn vígbúnað og
rætt um þær af miklum krafti.
Fyrir nokkru gerðu Frakkar og
Rússar með sér svonefndan vin-
áttusamning«. Þetta þoldi Hitler
ekki; flutti hann ræðu í ríkisþing-
inu, þar sem hann tilkynnti, að hér
eftir hefði Þýzkaland að engu hinn
svonefnda »Locarnosáttmála«, þar
sem Frakkar hefðu gert samning
við Rússa. Jafnframt tilkynnti Hit-
ler, að þýzka þingið væri rofið, og
að nýjar kosningar færu fram 29.
marz næstk.
Á laugardaginn var gerðust s'íðan
þau tíðindi, að þýzkar hersveitir
voru sendar inn í Rínarhéruðin, og
tóku þær sér þar bólfestu. Var nu
Frökkum nóg boðið og töldu, eins
og rétt er, þessar aðfarir skýlaust
brot á fyrrnefndum Locarnosátt-
mála. Hafa síðan verið stöðugar
ráðstefnur i París út af þessu til-
tæki Hitlers. Hafa Frakkar kært yf-
ir þessu framferði til Þjóðabanda-
lagsins.
Auk þessa hafa Frakkar sent her
til austurlandamæranna.
Fyrir fáunr dögum sást þýzk
flugvél á sveimi innan landamæra
Frakklands. Þegar það vitnaðist,
fóru franskar flugvélar þegar á
vettvang, en þá var þýzka flugvélin
horfin.
Víkur nú sögunni til Englands.
Anthony Eden lýsti yfir því í
ræðu, er hann hélt í enska þinginu,
að brezka stjórnin hlyti að telja
það skyldu sína að sitja ekki hjá,
ef Þjóðverjar réðust á Frakkland
og Belgíu, heldur veita þeim ríkj-
um liðsinni, og aðhylltist þingið þá
stefnu hans.
Er af öllu þessu auðsætt, að ó-
friðvænlega lítur nú út í Norður-
álfunni.
Kosningar gengu um garð á
Spáni í síðasta mánuði, og vöktu
úrslit þeirra mikla athygli um alla
Norðurálfu. Jafnaðarnrenn og
frjálslyndir menn unnu feikilegan
kosningasigur og rneiri hluta I
þinginu, en að sama skapi fóru
fasistar, sem undanfarið hafa ráðið
stjórn landsins, hinar mestu hrak-
farir. Hafa rniklar æsingar verið á
Spáni í sambandi við þessar kosn-
ingar og hlutust víða af meiðingar
og sumstaðar manndráp.
I fréttum frá Japan hér á dögun-
um var frá því skýrt, að í uppreist-
inni þar hefði forsætisráðherrann
verið einn meðal þeirra, er myrtur
var af uppreistarmönnum. Seinna
var þetta borið til baka. Forsætis-
ráðherrann slapp og það meira að
segja ómeiddur. Var annar maður
drepinn í hans stað í misgripum.
Nýjustu fréttir herma, að fundur
Þjóðabandalagsins komi saman
næstk. laugardag í London. ítalir
telja það blygðunarleysi að halda
fund Þjóðabandalagsins þar.
Á laugardaginn lögðu verkamenn
við Sogsvirkjunina niður vinnu.
Ástæðan var sú, að yfirverkfræð-
ingurinn hafði rekið einn verka-
mann úr vinnunni út af ágreiningi
um það hvar losa skyldi grjót úr
flutningavagni. Verkamennirnir ósk-
uðu þess, að hinn brottrekni maður
væri aftur- tekinn í vinnuna, en því
var ekki anzað. Samþykktu þá
verkamenn á fundi sínurn að fela
Dagsbrún þetta mál, og lýsti stjórn
félagsins yfir verkfalli kl. 3 e. h.
sl. laugardag.
Stjórn Dagsbrúnar tekur það
fram, að verkfall þetta stafi ekki
eingöngu af framkomu verkfræð-
ingsins við þenna eina mann, held-
ur einnig vegna framkomu hans yf-
irleitt við verkamennina.
Fyrsta fiðla verður leikin í síðasta
sinn næstkomandi simnudag.
Dáncurdægw. Aðfaranótt ö. þ. m.
andaðist hér á sjúkrahúsinu Hólmfríð-
ur Jónasdóttir frá Kjarna, 58 ára að
aldri. Banamein hennar var krabbi.
Hólmfríður sál. var mesta gæðakona,
sem ekki vildi vamm sitt vita í neinu.
■»>
Alþýðusa/mband fslands er 20 ára í
dag. Er þess minnst á ýmsan hátt í
Reykjavík.
t
Amsrímur Einarssoi.
Óx ungur sveinn,
íturvaxinn.
Hló móti heiðrikum degi.
Brosti veröld víð.
Veitti gjöful hönd.
Angaði ilmur í blænum.
Ástsælu naut
allra, sem hann þekktu.
Allstaðar gleði jók.
Greind og góðlyndi,
glæsimanns yfirbragð
gefið var horskum hal.
Árum fjölgaði.
Atorka og vilji
efldust í ungri sál.
Fulltíðamaður
fór um foldar-rann.
Lífið var leikur einn.
Kjarkur, karlmennska,
kapp og fjör,
forsjá oft til fylgdar.
Hjarta heitt,
hjálpfús hönd
hans var óskift eðli.
* * *
Er ást mætir ást
í ungs manns hjarta,
uppfyllast óskir og þrár.
Hillir undir framtíðar
fagurt land.
Blikar heiður himinn.
Alvara lifs
er oft á ferð,
eins um bjartan dag.
Skyggir í lofti.
Sköpum má ei renna.
Örlög sínar rúnir rista.
Hvarf sól af himni.
Heyrðist veðra-dynur.
Hrundi heimur nýr.
Harmi lostið hjarta
hans, er tállaust unni.
Heitmey var hulin moldu.
Viðkvæmum manni
veittisí aftur finna
vin, er aldrei brást.
Hafist var handa.
Heimur byggður nýr.
Hlýtt var í heimilis-ranni.
Oft er örðug ganga
eftir áföll stór.
Ýmsum illt að rata,
Villugjarnt er víða
vegum mannlífs á--------
Breisk er barnalundin.
sýnir í kvöld fimmtudaginn
12. þ.m. k .9
Fagurl er
á fjölliiin
Sleppið ekki tækifærinu og.
sjáið þessa skemmtilegu
mynd í kvöld.
Mikið blés á móti.
Margskift kjör
reyndu á karlmennsku þor.
Áfram að halda,
ekki gefast upp,
einkunnarorð hans voru.
Lifði og naut,
leið og gladdist
liðinn ágætis maður.
Sakna börn og frændur,
sakna vinir allir.
Svo — er gott að deyja.
F r áe n d i.
Hvernis vindbelgir springa.
Mörgum er í minni þegar full-
trúar íhaldsins á Alþingi fundu upp
á því fáránlega tiltæki, að mæta
ekki við þingslit. Þetta var í þing-
lokin 1934.
Þetta ólýðræðislega og fruntalega
framferði mæltist illa fyrir um land
allt, einnig meðal íhaldsmanna.
Margir sögðu, að þessa ósvinnu
myndi Jón Þorláksson aldrei hafa
þolað.
Þá gugnaði Kveldúlfskfikan fyrir
almenningsálitinu. Og 1935 mætti
íhaldsflokkurinn við þingslit og sat
á strák sínum.
En rétt áður hafði Ól. Th. hleypt
flokknum út á nýtt gönuskeið: Öl.
Th. og menn hans höfðu í bræði
sinni hlaupizt á brott úr utanrikis-
málanefnd og neitað að mæta á
lokuðum þingfundum um utanríkis-
mál.
Nú á hinu nýbyrjaða þingi átti
að kjósa nýja utanríkismálanefnd.
Ýmsir héldu, að Ó. Th. myndi þá
neita að leggja til menn í nefndina.
En íhaldsmennirnir tóku allir við
endurkosningu. Almenningsálitið
hefir kennt þeim að taka sönsum í
annað sinn.
(N. dagbl.).
KIRKJAN. Messað á Akureyri n. k.
sunnudag (16. marz), kl. 2 e. h.