Dagur - 12.03.1936, Blaðsíða 3
11 tbl.
DAGUR
43.1
„Mér er það fyrir minnstu að
vera deemdur af yður.“i Kor.3 4).
Svar við opnu brefi I*áls H. Jötissonar.
(Framh.).
Víkur nú sögunni að predikun
þeirri, er eg flutti í Einarsstaða-
kirkju á nýjársdag í fyrra. Til
þess að enginn þurfi að hafa
sögusögn annara fyrir satt um
það, hvað eg hafi sagt þar um
skólana, ætla eg að birta hér orð-
réttan þann kafla predikunarinn-
ar, er að þvi lýtur:
»Eg lít fyrst til skólanna, sem
eiga að veita æskunni veganesti
og vegsögn fram á leið. Skyldi
nafn Jesú Krists vera letrað yfir
þeirra inngöugu- og útgöngudyr?
Skyldi nemendur vera leiddir til
þess að láta persónu hans vera
sína hæztu hugsjón?
Svo er guði fyrir að þakka, að
enn eru kristnir kennarar til í
þessu landi, en þeir fá engan
stuðning utan að; kristileg áhrif
á æskulýðinn í skólum landsins
eru nær eingöngu bundin við þá
sem einstaklinga. Skólarnir sjálflr
hafa minna og minna rúm fyrir
Krist. Barnaskólarnir takmarka
fræðslu i kristindómi, og æðri
skólarnir þurrka hana út. Getum
vér væust þess að skólavist, sem
gengur á snið við Iírist, geti orðið
til alhliða blessunar?* í niður-
lagsorðum ræðunnar segir svo
ennfremur i áframhaldi þessa:
»Megi skólarnir læra að skilja
sítt æðsta hlutverk: að leiða æsku-
lýðinn til Krists og kenna þeim
að verða samverkamenn guðs*.
Fleiri orðum fór eg ekki um
skólana. En svo hastarlega
hneyksluðust Laugamenn fyrir
hönd skólans, að því er yður
segist frá, herra kennari, að jafn-
vel einn þeirra kvaðst ekki
myndi koma oftar í kirkju til
mín ótilneyddur. Mér verður á
að spyrja: Hver myndi gerast til
að neyða hann? Mér vitanlega
tíðkast það hvergi að knýja menn
til kirkjugongu, og mín er ánægj-
an að vera laus við þá kirkju-
gesti, er koma sér til gremju í
guðshús. Kýs eg heldur kirkjuna
tóma en troðíulla fyrir tyllisakir.
Rétt er það, að Lauganemandi
talaði við mig að lokinni messu-
gerð, en ekki voru þeir nokkurir
eins og þér segið, Páll. Skiptir
það að visu ekki máli i
sjálfu sér, en er þó missögn,
sem vandalaust hefði verið að
sneiða hjá. Þessi nemandi krafð-
ist þess í fyrstu, að eg tæki aftur
það, sem eg hefði sagt um skól-
ana. Var það að vísu til rnikils
mælst, en þó kvaðst eg manna
fúsastur til að gera það, ef hann
gæti sannnð mér, að eg hefði
eitthvað ofsagt. Var hann að vísu
ekki við því búinn. Spurðist hann
þá fyrir um það, hvort eg hefði
átt við Laugaskóla. Kvaðst eg
ekki undanskilja neinn ákveðinn
skóla; hver yrði að taka það til
sín er hann þættist eiga, en hins-
vegar væru orð mín aðallega
miðuð við þá skóla er eg þekkti
betur en Laugaskóla nú, þá skóla
er eg hefði sjálfur gengið í, kennt
við eða átt um að sjá. Og að svo
miklu leyti sem í þeim fælist
ádeila, beindist hún fyrst og
fremst gegn þeim aldaranda og
opinberu stjórnarfari, sem lætur
sér í léttu rúmi liggja, hvaða
andlegum áhrifum nemendur
verða fyrir og leggur skólunum
engar skyldur á herðar að skapa
og efla kristilega lífsskoðun innan
vébanda sinna. í lok samtalsins
komumst við inn á þá braut, að
meta hver áhrif Laugaskóli hefði
á nemendur sína í kristilega átt,
eftir því hvað hver kennari um
sig leggði til þeirra mála, að því
er við bezt vissum. Komumst
við að þeirri niðurstöðu, og vor.
um báðir, að því er virtist, á eitt
sáttir, að heildaráhrifin væru
hvorki neikvæð ué jákvæð. Veit
eg ekki betur en sú niðurstaða
sé í námkvæmri samhljóðun við
yfirlýsta aðstöðu skólans til þeirra
mála, samkvæmt orðum skóla-
stjóra sjálfs í eigin eyru mín.
Verð eg því að líta svo á, að sá
hiti, sem orðum yðar fylgir í
heiðruðu bréfi yðar, herra kenn-
ari, sé sprottinn af persónulegum
áhuga yðar fyrir kristilegu starfi
innan skólans. En sé svo, verður
ekki hjá því komist að endur-
skoða niðurstöðuna frá nýjársdegi
í fyrra. Því að bæði mér og áð-
urnefndum pilti, er átti tal við
mig, láðist að taka afstöðu yðar
til geina svo sem annara kennara
við skólann. Var það visu okkar
beggja sök, en þó afsakanlegt
frá minni hálfu, því að eg þekkti
yður þá mjög lítið og allra sízt
afstöðu yðar til þessara mála. En
gleymsku nemandans get eg enn
engan veginn skýrt. Að öðru Ieyti
mun eg ekki birta þá persónu-
legu dóma, er við kváðum upp
yfir einstökum kennurum án
samþykkis hins hlutaðeiganda,
þar eð hér var um einkasamtal
að ræða.
Þá er að lokum að minnast á
tillögu þá um samvinnu kirkju
og skóla, með sérstakri hliðsjón
af Laugaskóla, er eg bar fram
á héraðsfundi í haust. Sú tillaga
er á þessa leið: »Fundurinn telur
þörf á meiri samvinnu milli
kirkju og skóla í framtiðinni og
óskar þess að prestum verði
fjölgað þar sem þeir geta starfað
að kristilegu uppeldi æskulýðs í
alþýðuskólum jafnframt almennri
kennslu. Telur hann rétt að bæta
við presti í prófastsdæminu, er
hafi þetta hlutverk með höndum
víð Laugaskóla, en þjóni jafn-
framt Einarsstaðasókn«. Um
þessa tillögu er það fyrst að segja,
að hún er ekki upprunalega frá
mér komin. A safnaðarfundi Eip-
arsstaðasóknar síðastliðið vor, er
rættvar um frumvarp milliþinga-
nefndar í Iaunamálum um fækk-
un presta, var þvi máli, er felst
í síðari hluta tillögunnar fyrst
hreyft af Jóni bónda Sigfússyni á
Halldórsstöðum í Reykiadal. Var
sú hugsun hans, að Einarsstaða-
sókn yrði aftur sjálfstætt presta-
kall svo sem áður var, og sæti
prestur að Laugum og hefði þar
á hendi kennslu jafnframt þjón-
ustu sinni í þágu safnaðarins.
Bar hann fram tillögu þess efnis
en eigi náði hún samþykki; hafði
þó nokkurt fylgi. Á héraðsfundi
hreyiði ,hann þessu máli öðru
sinni, en með þvi að hann var
eigi reglulegur fundarmaður og
hafði því eigi tillögurétt, bar eg
tillöguna fram og felldi hana inn
i skoðanakerfi mitt um skóla og
kirkju. Ber því að skoða hana
sem beint áframhald af tilraunum
mínum í þá átt að skapa sam-
vinnu milli Laugaskóla og presta
héraðsins. Var hún samþykkt
með öllum greiddum atkvæðum.
Um þessa tillögu segið þér, hr.
Páll, að hún sé meinlaus, og tek
eg það sem vott þess, að þér
álítið hana ekki sprottna af ill-
vilja í garð skólans eða árásar-
huga. Væri svo, gæti hún tæplega
talizt meinlaus. En á hitt get eg
ekki fallist, að hún sé ófram-
kvæmanieg meðan Laugaskóli og
Einarsstaðasókn eru tvær stofn-
anir. Ekki þarf til þess annað
en svolitið samkomulag eða ein-
falt lagaboð. Eða hafið þér aldrei
heyrt þess getið, að sami maður
sé samtímis starfsmaður við tvær
stofnanir? T. d. eruð þér i vetur
bæði kennari við Laugaskóla og
forsöngvari í Emarsstaðasókn.
Hvi skyldi þá ekki prestur geta
hvorttveggja messað á Einars-
stöðum og kennt við Laugaskóla?
Má og benda á, að við tvo af
héraðsskólum landsins að minnsta
kosti eru viðkomandi prestar
einnig kennarar, án þess að
nokkuð sé talið við það athuga-
vert. ög í einu nefndaráliti um
frumvarp til lagá um skipun
prestakalla frá síðasta Aiþingi,
er gert ráð fyrir því, svo að eitt
dæmi sé nefnt, að prestur sitji
að Hólum í Hjaltadal og hafi
ákveðnar kennsluskyldur við skól-
ann þar. Mun þó engum manni
detta í hug, að Hólasókn og Hóla-
skóli sé með því orðin að einni
stofnun! Pað eru því firrur einar
og fyrirsláttur að þessi tiilaga um
prest að Laugum sé óframkvæm-
anleg. Hitt er annað, að erfitt
mun reynast að fá henni fram-
gengt eins og nú horfir. Yfirlýsing
mína um það, að eg teldi Lauga-
skóla útiloka sig frá kirkjunni
meira en aðra sambærilega skóla,
skal eg standa við hvenær sem
er, og hefi fyrir henni fullgildar
ástæður. Fyrst þá, að núverandi
skólastjóri hefir lýst þvi yfir við
mig, að hann vildi halda skólan-
um utan við alla trúarlega »agita-
tion« og þá aðra, að mér er
kunnugt um, að við alla aðra
héraðsskóla er meira eða minna
skipulögð samvinna við nágranna-
prestana, auk þess sem þeir eiga
á að skipa sem kennurum ýmist
þjónandi prestum eða guðfræð-
ingum, með fullan skilning á
kirkjulegri starfsemi og fúsleiktil
samvinnu við kirkjunnar menn.
Jarðarför Hólmfríðar Jónas-
dóttur frá Kjarna, íer fram frá
Akureyrarkirkju næstk. föstudag,
13. þ. m., kl. 1 e. h.
Aðstandendu r n i r.
Frekari ástæður þykist eg svo
ekki þurfa að færa því máli lil
stuðnings að svo stöddu. Enda
ætti eg ekki að þurfa að fræða
yður um kristilega afstöðu alþýðu-
skólanna og kirkjulega starfsemi
innan þeirra. Pví ættuð þér að
vera kunnugri en eg. En gerist
þess sýnilega þörf síðar, skal ekki
á mér standa, að veita yður allar
þær upplýsingar, sem eg má.
Pá hefi eg í svo stuttu máli,
sem mér var unnt, gefið sögulegt
yfirlit yfir það, sem fram hefir
komið frá minni hálfu í garð
skólanna við þau tækifæri, er
þér teljið mig hafa ráðist á Lauga-
skóla. Eg hefi eingöngu haldið
mér við staðreyndir, en forðast
að þyrla upp nokkru moldryki
stóryrða og staðlausra stafa. Eg
hefi lýst skoðun minni á skyldu
ríkisvaldsins til þess að láta skóla
og kirkju vinna saman að eflingu
kristilegrar lífsskoðunar. Eg hefi
látið tillögur mínar tala sinu máli.
Tel eg þær svo skýrar, að ekki
sé um að villast, að hverju stefnt
sé og út frá hvaða sjónarmiðum
gengið. Læt eg svo hvern og einn
af iesendum »Dags« um það að
gera upp sakirnar. En yður,
herra Pali H. Jónsson, kveð eg
nú að sinni með kæru þakklæti
fyrir hið óvænta og ágæta tæki-
færi, j,sem þér hafið með bréfi
yðar gefið mér til þess að gera
opinberlega grein fyrir afstöðu
minni til þessa máls.
1 næsta bréfkafla mun eg svo
væntanlega ræða við yður þær
sakir, sem þér i síðara hluta
bréfs yðar berið fram á hendur
mér. (Framh.).
Hotgr. V. Sigurðsson.
Dvöl.
(Framh. af 2. síðu).
V. G. er út komið og fer vel af stað.
Efni er sem hér segir:
Vigfús Guðmundsson: Til lesend-
anna. Pár Lagerkvist: Herferð barn-
anna (saga). — Arnór Sigurjóns-
son: Benedikt á Auðnum. — V. G.
Samvinnuheimili. — Jóhannes úr
Kötlum: Ástarkvæði til moldarinnar.
Nancy Hale: Saga úr daglega líf-
inu (saga). Sigurður Þorsteinsson:
Furðuverk nútímans. 1. Billinn. —
Pétur Beinteinsson: Einn af átján
(kvæði). — Þ. Þ.: Yfirlit um síð-
ustu heimsviðburði. — Þröstur:
Svolítið skeyti til Þuru í Garði. —
G.: Bókarfregn. Héraðssaga
Borgarfjarðar. — Henrik Pontoppi-
dan: Mannanna börn (saga), —
K. S.: 500 ára afmæli prentlistar-
innar. — Á víð og dreif. — Þ. G.:
Stefan Zweig. — Stefan Zweig:
Hlaupaæðið (framhaldssaga). —
Kýmnisögur.
Dvöl kostar 6 kr. árg. fyrir á-
skrifendur.